Úr einum öfgum í aðra

Þetta var fyrst skrifað sem athugasemd við bloggTryggva Gíslasonar fyrrum skólameistara, sem flestir ættu að lesa það sem hann skrifar um þetta efni.

Í grundvallaratriðum er ég sammála þér um flest sem þú segir hér að framan. Við Íslendingar erum gjarnir á að fara öfganna á milli, nú eru stjórnmálflokkar réttdræpir og mér finnst miður að flokksforingi minn, Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, kvað upp dauðadóm yfir flokkakerfinu. Ég tel hins vegar að allir flokkar hafi villst af leið sem kemur greinilegast fram í hinu gjörspillta kerfi prófkjöranna. Þegar ég tók fyrst þátt í prófkjöri fyrir bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi 1970 fyrir 40 árum síðan, þá var ég mikill talsmaður fyrir prófkjör, taldi að þau mundu efla lýðræði innan og utan flokka. Við í Kópavogi héldum prófkjör allra flokka sameiginlega fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1970, þá voru okkar áhyggjur að flokkar færu að læða sér inn í prófkjör annarra eða allra flokka, við höfðum engar áhyggjur af fjármálum í sambandi við prófkjörin enda datt okkur ekki í hug að nota fjármuni til að pota okkur áfram. Sumir munu eflaust þá þegar hafa notað símann óspart, ég var þá svo bláeygur að mér datt ekki slíkt athæfi í hug.

En því miður hafa prófkjör fyrir kosningar, hvort sem er til Alþingis eða sveitarstjórna, orðið eitt versta spillingarbæli sem stjórnmálamenn hafa fallið í.

Það er nokkuð einfeldningslegt að halda að fyrir utan Alþingi og sveitarstjórnir séu flokkur manna sem sé með öllu óspilltur og geti kippt öllu í liðinn. Það séu aðeins þeir kjörnu sem hafi verið kosnir til trúnaðarstarfa sem séu gjörspilltir. Við höfum dæmið fyrir okkur; Borgaraflokkurinn sprakk um leið og hann hafði fengið fulltrúa á Alþingi, ég sé ekki að í Hreyfingunni sé mikill akkur til endurnýjunar.

Við munum áfram hafa þörf fyrir stjórnmálaflokka, en þeir þurfa nýjan grundvöll sem aðeins verður lagður með nýrri stjórnarskrá sem unnin verði á Stjórnlagaþingi þar sem fulltrúar verða kjörnir beinni kosningu af öllum þeim sem kosningarétt hafa. Það er greinilegt að það er andstaða innan Alþingis og stjórnmálaflokka  við Stjórnlagaþing. Þar verður almenningur að vera fastur fyrir og láta ekki þá sem, sumir hverjir a. m. k., hafa orðið berir að spillingu, aðallega í prófkjörum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband