Jóhanna Sigurðardóttir lögð í einelti af Grámanni í Hádegismóum og stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins

Það hlaut að koma að því að Davíð Seðlabankastjóri fyrrverandi og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins færi af stað með undirferli og brigsl gegn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra opinberlega. Búið er til mál sem er ekkert mál og svo virðist sem flestir fjölmiðlar ætli að bíta á agnið og ganga erinda þess gamla í Hádegismóum. Hann beitir fyrir sig einum af stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins, Sigurði Kára, sem aldrei hefur reynst vandur að virðingu sinni og ég sá ekki betur en varformaður Framsóknarflokksins taki fullan þátt í leiknum. Meira að segja er Fréttastofa Ríkisútvarpsins orðinn þáttakandi. Ég dáðist að Jóhönnu að halda ró sinni í kvöld í Kastljósi þar sem leigupenninn Sigmar þóttist þjarma að henni. Það er ekki ónýtt fyrir Davíð Morgunblaðsritstjóra að eiga slíkan bandamann á Fréttastofu Ríkisútvarpsins.

Þessi lágkúra Davíðs og stuttbuxnadeildarinnar er vel þekkt hjá óheiðarlegum pólitíkusum og ekki síður hjá útbrunnum pólitíkusum þegar sverfur að. Þá er búin til einhvera lokleysu um andstæðing, hún tuggin  aftur og aftur á Alþingi og  allir fjölmiðlar dregnir til að verða þátttakendur í ófrægingarherferðinni. Davíð hefur greinilega séð að eftir hinu algjöru lágkúru Bjarna Benedikssonar í Sjónvarpinu í gær þar sem hann lýsti því yfir að hann hefði ekkert um spillingu Guðlaugs Þór að segja, þetta kæmi honum, Bjarna B., ekkert við!!! Þá sá Davíð að hann yrði að beita ófrægingarvopninu og það er furðulegt hve langt honum hefur tekist að komast.

En ég er viss um að Jóhanna mun standa þessa lágkúru frá Hádegismóum af sér, sendiboði Davíðs á Alþingi, Sigurður Kári varamaður Illuga Gunnarssonar sem hrökklaðist af Alþingi, ætti að gera hreint fyrir sýnum dyrum. Legg til að þeir setjist niður saman lagsbræðurnir Sigurður Kári og Guðlaugur Þór og telji saman allt það sem þeir hafa fengið greitt fyrir samvisku sína fá tortúlalubbunum, sem margir gefa það "sæmdarheiti" að kallast "útrásarvíkingar".

Er virkilega ekki einn einasti maður í þingliði Sjálfstæðisflokksins sem þorir að mótmæla þessu einelti sem Davíð Oddsson hefur komið í í gang gegn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Forsætisráðherra sem getur  ekki gert grein fyrir því hver lofaði Seðlabankastjóra hærri launum lendir í erfiðleikum með því að reina að eyða málinu er tekin í karphúsið, getur sjálfri sér um kennt. Hörðustu stuðningsmennirnir segja að hún sé ekki að ljúga, aðrir hafa miklar efasemdir um heilindin.

Manneskja sem lofaði þjóðinni skjaldborg um heimilin í landinu og gerði ekki tilraun til þess að standa við það, er trúandi til þess að segja ósatt. 

Sigurður Þorsteinsson, 8.6.2010 kl. 00:03

2 identicon

Mér virðist þú vera sannur fjórflokksmaður Sigurður Grétar!

itg (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 00:28

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er fallega gert að standa með formanni flokksins síns, einkum þegar á móti blæs. Spurningu þína hefði á sínum tíma mátt orða svona:

Er virkilega ekki einn einasti maður ..... sem þorir að mótmæla þessu einelti sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur komið í gang gegn Davíð Oddssyni?

Það er ekkert í núverandi þrætumáli sem gefur tilefni til að þegja, nema það hversu vandræðalegt það er fyrir langtíma Alþýðuflokksmanneskju að standa fyrir yfirborgun til flokksgæðings á sama tíma og verið er að skera niður til annarra ríkisstarfsmanna. Það er skelfilegt að horfa upp á fyrir okkur kratana og mikið væri nú gott ef hægt væri að ýta á Rewind-hnappinn og byrja aftur!!

Flosi Kristjánsson, 8.6.2010 kl. 09:29

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Skemmtileg pólitíkin á Íslandi með kristallast í skrifum pistlahöfundar. Það kallast "einelti" þegar Samfylkingarmaður er krafinn einarðalega um svör (er talin ljúga opinberlega og að Alþingi). Ef samfylkingarmaður krefur sjálfstæðismann um svör (t.d. styrkveitingar) er það krafa um réttlæti og gegnsæi (alls ekkert einelti). Vinstri, hægri, snú.

Guðmundur St Ragnarsson, 8.6.2010 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 113917

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband