Jón Gnarr fer með rangt mál

Ekki var hún björguleg fyrsta gangan hjá Jóni Gnarr eftir að ákveðið var að hann yrði borgarstjóri í Reykjavík. Hann fékk þar gullið tækifæri til að draga til baka fáránlega hugmynd sína um að koma ísbirni fyrir í Húsdýragarðinum í Laugardal. Gat einfaldlega sagt að hann hefði verið að "djóka" eins og honum er tamt. Jón hélt hinsvegar ísbjarnarblús sínum til streitu og það sem verra var fór með rangt mál til að rökstyðja mál sitt.

Hann fullyrti að ísbirnir væru í útrýmingarhættu!!!

Ekki veit ég hvort heldur er að Jón sé svona einfaldur og trúgjarn eða hann ætli sér framvegis að láta lönd og leið það sem sannara reynist. Fyrir hálfri öld voru ísbirnir veiddir grimmt af frumbyggjum á norðurhveli. Þá var stofninn 5.000 dýr. Þá var settur kvóti á veiðarnar og þær stórlega takmarkaðar, líklega um of. Núna hálfri öld síðar hefur stofninn nær fimmfaldast, er á milli 23.000 og 25.000 dýr. Ísbirnir eru einfarar og koma aðeins saman í hópi um fengitímann. Hver ísbjörn helgar sé mikið veiðisvæði og ekki er ólíklegt að fjöldinn sé orðinn og mikill, norðurhvelið beri ekki þennan fjölda. Ekki er ólíklegt að flækingarnir sem syntu til Íslands séu skepnur sem verða að leita út í kanta lífsvæðisins og þvældust því  til íslands þar sem þeir sem betur fer voru skotnir að Norðlendingum sem gerðu sér fulla grein fyrir hættunni sem af ísbjörnunum stafaði.

En ef Jón Gnarr vill engan veginn virða staðreyndir málsins þá getur hann fengið ágætan ráðgjafa sem er honum eflaust að fullu sammál í bullinu. Það er Þórunn Sveinbjarnardóttur fyrrverandi umhverfisráðherra.

Að lokum vil ég benda Jóni Gnarr á að það er misjafnt hvernig dýr þola vist í dýragörðum. Líklega er ekkert dýr sem þolir hana jafn illa og ísbirnir, þeirra kjörsvæði er pólarsvæðið þar sem frosthörkur verða miklar. Það er mikil misþyrming þessum dýrum að geyma þau í þröngum svæðum við plúshita og hann oft æði háan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta með ísbjörninn og fíkniefnalaust Alþingi 2020 er framkvæmanlegt en vandasamt verk. Hins vegar get ég ekki séð hvernig hann ætlar að fækka jólasveinunum úr 13 niður í einn! Það finnst mér vera klikkun enda jólasveinar ekki þekktir fyrir hlýða tilskipunum manna í byggðu bóli. Nema að Jón Gnarr hafi eitthvað sérstakt samband við Grýlu.

Sumarliði Einar Daðason, 8.6.2010 kl. 10:25

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Tók Jón Gnarr það fram að ísbjörninn þyrfti að vera lifandi?  Er ekki bara hægt að koma fyrir einum uppstoppaðum í Húsdýragarðinum?

Axel Þór Kolbeinsson, 8.6.2010 kl. 11:07

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þessi tala sem þú nefnir um 5.000 dýr er frekar ósennileg, eins og fram kemur í færslu á loftslag.is:

"Það er frekar ólíklegt að hægt sé að finna líffræðinga sem rannsaka ísbirni, sem myndu halda því fram að þeim hafi fjölgað síðustu áratugi – það er ekki heldur auðvelt að segja til um að þeim hafi fækkað – til þess eru rannsóknir á ísbjörnum of stutt á veg komnar.

Á sjöunda áratug síðustu aldar, var giskað á að ísbirnir væru á milli 5-20 þúsund og er seinni talan sú tala sem oftast er talað um núna."

Hægt er að lesa alla færsluna á loftslag.is, Hvað er vitað um ísbirni?

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.6.2010 kl. 11:11

4 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Um Ísbirni í Wikipedia:

Um miðja 20. öldina voru þeir réttdræpir hvar sem þeir fundust og voru stundaðar miklar veiðar á ísbjörnum. Amerískir auðjöfrar stunduðu t.d. það sport að skjóta þá úr flugvélum og einnig úr snjóbílum í Alaska. Þá fór að fækka ört í stofninum og var hann kominn í um 5 þúsund dýr áður en Sovétmenn friðuðu ísbirni árið 1956. Fylgdu svo fleiri þjóðir í kjölfarið þangað til hvítabjörninn var loks alfriðaður 1966.

Nú telur stofninn um 20 þúsund dýr og fer vaxandi.

Í dýragörðum eru ísbirnir taldir mjög hættulegir og óáreiðanlegir. Það er aldrei hægt að vita hverju þeir taka upp á. Þeir bindast aldrei vináttuböndum við starfsmenn eins og mörg önnur dýr gera. Þeir rjúka oft upp í ofsa ef þeir eru truflaðir og eru taldir hættulegustu rándýrin í görðunum. Gagnstætt skógarbjörnum er erfitt að ala ísbirni upp í dýragörðum. Það kemur fyrir að móðir afneitar húnum sínum og ræðst á þá, drepur og étur.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 8.6.2010 kl. 14:06

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég er ekki að ræða um hvernig ísbirnir hafa það í dýragörðum eða hvort að þeir eigi heima í Húsdýragarðinum.

Ég tel að það mætti uppfæra upplýsingarnar á hinni íslensku útgáfu Wikipedia.

Vandamálið er að það er mikil óvissa varðandi töluna 5.000 dýr og þ.a.l. er það mjög misvísandi að nota hana hráa án þess að nefna það að stofnin hafi hugsanlega verið á bilinu 5.000 - 20.000 dýr á 7. áratugnum og sérfræðingar hallast að því að seinni talan sé nær hinu rétta. Ef þú ætlar að saka einhverja um að fara með rangt mál, er kannski betra að hafa bestu fáanlegar upplýsingar á reiðum höndum sjálfur...

Heimildalisti af loftslag.is, við færsluna Hvað er vitað um ísbirni?:

Heimasíðu sérfræðingahóps IUCN um ísbirni má finna hér: IUCN/SSC Polar Bear Specialist Group

Tafla sem sýnir besta mat á undirstofnum ísbjarna má finna hér: Summary of polar bear population status per 2005

Einnig er hér áhugavert kort sem sýnir skiptingu svæða og áætlaðan stofnfjölda fyrir hvert svæði: Polar bear population map

Fréttatilkynning frá sérfræðingahópi IUCN sem gefin var út í fyrra: 15th meeting of PBSG in Copenhagen, Denmark 2009

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.6.2010 kl. 14:22

6 identicon

Gat skeð að það voru kommúnistar sem stóðu fyrir friðun þessara skaðræðis-rándýra.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 18:25

7 Smámynd: Dingli

Í dag eru ísbirnir í dýragörðum allir fæddir í görðunum. Bjarndýr sem keypt er frá dýragarði hefur ekkert með stofnstærð villtra dýra að gera.

Kommakvikindin hafa örugglega ætlað sér að þjálfa njósnabirni, og láta þá labba yfir til Alaska.

Dingli, 8.6.2010 kl. 21:28

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Áróðursmeistarinn á Loftslag.is fer með vitleysu varðandi ísbirnina. Pistilhöfundurinn Sigurður Grétar fer hins vegar með hárrétt mál og þær upplýsingar koma ekki bara frá íslensku útgáfunni af wikipedia. Sæmilega google-færir menn geta leita sér upplýsinga um þetta. Áróðursmeistarinn er duglegur að benda fólki á vefslóðir máli sínu til stuðnings, en þær eru auðvitað valdar m.t.t. þess að þær taki undir loftslagshysteríuna sem hann og félagar hans eru svo ofsafegnir í að útbreiða.

En Al Gore notaði í bullmynd sinni þessa ísbjarnaútrýmingarmýtu til þess að gera mynd sína áhrifameiri. Svoleiðis vinnubrögð eru alþekkt hjá loftslagsalarmistunum, enda þrífast þeir á slíku í orðsins fyllstu merkingu, sumir hverjir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.6.2010 kl. 00:21

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jæja Gunnar, fyrst þú ert svona google-fær, hvernig væri nú að þú bentir á áreiðanlegar heimildir fyrir því að ísbjarnastofninn fari stækkandi og að þeir hafi aðeins verið um 5.000 á 7. áratugnum. Ég skora á þig að rannsaka málið og benda á þessar mjög svo áreiðanlegu heimildir sem þú finnur. Ég skal skoða það með opnum huga...

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.6.2010 kl. 08:24

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Best að ég leggi út með einum tengli:

http://www.iucnredlist.org/apps/redlist/details/22823/0

Þarna kemur m.a. fram eftirfarandi varðandi stofnstærð og þróun í dag:

Population: There are nineteen hypothesized subpopulations or stocks which number in total 20,000 to 25,000 bears. Considerable overlap of putative populations occurs and genetic differences among them are small.
Population Trend: Decreasing

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.6.2010 kl. 08:32

11 Smámynd: Dingli

Er ekki mögulegt, að hanka Gnarrinn á öðru en því að vita ekki tölu ísbjarna í heiminum? Nei/víst leikrit SKK og Jóku, er í sama gæðaflokki og spegúlasjón af þessu tagi.

Dingli, 9.6.2010 kl. 09:38

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svatli, heimkynni ísbjarna er aðallega á sex svæðum. Á tveimur svæðum er lítilsháttar fækkun í stofninum, án þess að það sé nokkuð hættulegt. Á öðrum tveimur svæðum er ísbjörnum að fjölga, svo til vandræða horfir, og í þriðja þriðjungnum stendur stofninn í stað.

"Áætluð" stofnstærð ísbjarna er "um 25 þús." dýr og stofnin virðist í heildina vera í jafnvægi.... meira að segja í svo góðu jafnvægi að leyfðar eru veiðar og gefinn út kvóti á 800 dýr á ári.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.6.2010 kl. 21:41

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er rétt hjá þér Gunnar að ísbirnir eru veiddir og á sumum stöðum í töluverðu magni, sjá t.d. Wikipedia, þar sem eftirfarandi kemur fram:

"About 500 bears are killed per year by humans across Canada, a rate believed by scientists to be unsustainable for some areas, notably Baffin Bay"

Samkvæmt mati IUCN sérfræðingahóps um ísbirni, þá eru 19 þekktir undirstofnar ísbjarna, fjöldi í einum þeirra er að aukast, þrír eru stöðugir og átta eru að hnigna (ekki eru til nægilega góð gögn til að meta hina undirstofnana). Sjá nánar, Hvað er vitað um ísbirni?

Heimildir og ítarefni:

Heimasíðu sérfræðingahóps IUCN um ísbirni má finna hér: IUCN/SSC Polar Bear Specialist Group

Tafla sem sýnir besta mat á undirstofnum ísbjarna má finna hér: Summary of polar bear population status per 2005

Hér undir má t.d. lesa aðeins nánar um heimildirnar á bak við mat á stofnstærð ísbjarna á 6., 7. og 8. áratugnum, merkilega mikil óvissa í tölunum en það er þó ekki hægt að segja að það séu til áreiðanleg gögn til frá 6. og 7. áratugnum það er nánast víst, http://en.wikipedia.org/wiki/Polar_bear#Controversy_over_species_protection

---

Annars er vert að velta tölunni 25 þúsund dýr aðeins fyrir sér og reyna að átta sig á því hvort um er að ræða háa tölu eða ekki. T.d. eru íbúar Hafnarfjarðar um 26 þúsund...til að setja þetta í eitthvert samhengi...

PS. Ertu annars með einhverjar heimildir Gunnar, sem þú vilt gefa mér færi á að skoða nánar, eða er það eitthvað leyndarmál hvar þú aflar þér upplýsinga. Sérstaklega er ég að spá í upplýsingarnar um að "dýr og stofnin virðist í heildina vera í jafnvægi", mér þætti fróðlegt að skoða það nánar, af því ég hef áhuga á því að kynna mér allar hliðar málsins með opnum huga.

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.6.2010 kl. 22:04

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er heimildin.... trúir þú mér ekki?   Ég get grafið þetta upp fyrir þig.

Það er alþekkt staðreynd að margir aðilar hafa bæði pólitíska og efnahagslega hagsmuni af því að kynda undir hræðsluáróður um umhverfismál.... reyndar loftslagsmál einnig. Ég get nefnt þér fjöldamörg dæmi... en er ekkert að því nema þú endilega viljir. Ég reikna með að þér sé kunnugt um þessi mál.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.6.2010 kl. 23:48

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Dettur þér virkilega í hug að leyfðar yrðu veiðar á 800 dýrum á Grænlandi og í Kanada, ef einhver raunveruleg hætta væri á ferðum.

Það má bæta því við að fleiri mál eru þess eðlis að hræðsluáróður skilar seðlum í vasann. Mætti t.d. nefna öryggismál af ýmsu tagi..... Securitas t.d.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.6.2010 kl. 23:55

16 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar: Ég tek svo sem enga sérstaka afstöðu til þess hvort að það sé of lítið eða of mikið að veiða 800 dýr, en vil þó benda á að það kemur fram á Wikipedia að sérfræðingar telja að veiðar á 500 dýrum í Kanada séu ekki sjálfbærar veiðar.

Mig langaði bara við þessa færslu að benda á bestu fáanlegu gögnin um það hversu mörg dýr voru á 7. áratugnum og að það sé mikil óvissa með fjöldan þá og svo heimildir um að þeim fari fjölgandi eru úr lausu lofti gripnar, þegar það er skoðað nánar. Einnig má á það benda að ísbirnir gætu lent í vandræðum með búsvæðin ef hafísinn fer áfram minnkandi eins og útlit er fyrir, hvort sem þeim fækkar mikið eða ekki á núverandi tímapunkti (og ekki er hægt að segja að 25 þúsund dýr séu ýkja mörg). Þar af leiðandi eru aðalatriði bloggfærslunnar hér að ofan ekki byggð á góðum heimildum og tel ég alveg réttlætanlegt að benda á það.

Gunnar, að sjálfsögðu óska ég þess að þú finnir heimildirnar, þú getur tekið þessari ósk sem vantraustsyfirlýsingu ef þú vilt

PS. Gunnar, ég tel það ekki hræðsluáróður að ræða það hvað vísindin eru að segja um loftslagsmál, það er mikið mun betra að ræða málin á opnum nótum með bestu mögulegu gögnum heldur en að afneita öllu varðandi málin og halda fram einhverri vitleysu, eins og um einhvern algildan sannleika sé að ræða, m.a. eins og gert er varðandi ísbirni í færslunni hér að ofan.

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.6.2010 kl. 00:37

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Rosalega ertu viss um eigið ágæti

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.6.2010 kl. 02:59

18 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vertu ekki með þessar aðdróttanir Gunnar og reyndu að koma með gögn máli þínu til stuðnings. Hættu að drepa málinu á dreif og komdu með heimildir fyrir því að ísbirnir hafi a) klárlega verið um 5 þúsund á sjöunda áratugnum og b) að það sé klárt mál að þeim fari fjölgandi. Mér tekst ekki að finna heimildir fyrir þessu og bið þig því um að gefa upp áreiðanlegar heimildir fyrir því (og nei ég tek ekki orð þín fyrir því).

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.6.2010 kl. 08:15

19 Smámynd: Dingli

Hef nú meiri áhyggjur af því hversu blýantsnögurum hefur fjölgað en ísbjörnum.

Dingli, 10.6.2010 kl. 11:27

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Móðursjúkir vistkvíðasjúklingar tengja hrun ísbjarnarstofnarins á 20. öld, fram til um 1960, við hlýnandi loftslag. En ástæðan var ekki hlýnandi loftslag, heldur ofveiði. Rússar urðu fyrstir til að alfriða hvítabirni árið 1956.

Þar sem ísbjörnum er að fjölga í dag, þ.e. í Kanada, hefur hlýnunin orðið mest miðað við önnur búsvæði þeirra.

Ótrúlega margir aðilar hafa hag af því að ýkja og oftúlka breytingar í náttúrunni og koma þeim upplýsingum svikalaust til almennings. Almenningur þrýstir svo á stjórnmálamennina til að auka útgjöld til ýmiskonar ransókna og eftirlitsstarfa. Gott er að hafa greiðan aðgang að djúpum vösum ríkisins.  Vissulega er þetta atvinnuskapandi fyrir ört stækkandi hóp menntaðra ungmenna á sviði náttúruvísinda og vonandi nýtist vinna þeirra sem best. Ég er þó á því að einhver verði að standa á bremsunni varðandi ríkisútgjöld til þessara mála. Það segir sig eiginlega sjálft

http://www.timesonline.co.uk/tol/comment/columnists/guest_contributors/article2852551.ece

http://www.telegraph.co.uk/earth/earthcomment/3310555/The-not-so-disappearing-polar-bear.html

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.6.2010 kl. 12:01

21 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar:

Ég var búinn að lesa þessar greinar einhvern tíma áður. Þetta eru ekki vísindagreinar sem þú bendir á heldur skoðanir tveggja manna, sem báðir hafa þá skoðun og nánast fullyrða að ísbirnir hafi verið um 5.000 á 7. áratugnum. Svona heimildir er ekki hægt að nota hráar sem einhverja staðreynd um stofnstærð ísbjarna. Ef þú skoðar önnur gögn og heimildir en einhverjar persónulegar skoðanir manna, þá sérðu að hægt er að nálgast gögn vísindamanna og skýrslur um stofnstærðina (þú gætir prófað að Gúggla).

Hitt er svo annað mál að hvorki vísindamenn, né undirritaður hafa haldið því fram að það stofnstærð ísbjarna hafi verið í hættu á 7. áratugnum vegna hlýnunar jarðar, það er staðreynd að mikil veiði ísbjarna á þeim tíma hafði neikvæð áhrif á stofnstærðina þá.

Heimildir varðandi stofnstærð upp á 5.000 dýr á 7. áratugnum eru bara ekki áreiðanleg og þ.a.l. er ekki hægt að fullyrða um það eins og gert er í pistlinum hér að ofan og í nokkrum athugasemdum. Einnig telja sérfræðingar að ísbjörnum fari ekki fjölgandi nú, hvað sem því veldur...og hvað sem hin íslenska Wikipedia hefur um það mál að segja.

Svona fullyrðingar út og suður varðandi þetta, sem ekki virðast byggjast á öðru en óskhyggju, eru bara ekki góðar heimildir...það er kannski kjarni málsins hjá mér. Ef talan 5.000 er hlaðin óvissu og ef mögulegt er að ísbirnir hafi hugsanlega verið nær 20.000 dýrum áður en "friðun" átti sér stað 7. áratugnum, eins og sérfræðingar telja líklegra, þá eru rökin hér í pistlinum frekar veik. 

PS. Það lítur út fyrir að einhverjir hafi hag að því að gera lítið úr öllum vísindalegum gögnum varðandi hlýnun jarðar, ekki gleyma því Gunnar...

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.6.2010 kl. 12:41

22 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Eins og venjulega heimtar Svatli að allir leggi fram óyggjandi vísindalegar staðreyndir máli sínu til stuðnings, það sé ekki nóg að vísa til Wikipedia. Þetta segir þú Svatli sem ert gjörsamlega gagnrýnislaus á allt sem kemur fram í loftslagsmálum þ e. a. s. ef það styður þá trú þína að maðurinn sé með gjörðum sínum að auka hita á hnettinum. Ég hef áður krafið þig um að rökstyðja þá gjörsamlegu fráleitu kenningu með vísiandalegum staðreyndum að koltvísýringur CO2 sé að auka hita í heiminum.

Það hefur þú aldrei getað gert, vísar aðeins á að þetta sé kenning, sem er alveg rétt, þetta er aðeins kenning sem styðst eingöngu við líkön.

Hitaaukning og aukning á CO2 er sitt hvor hluturinn og á ekkert sameiginlegt.

En hvað hefur meðalhiti í heiminum hækkað frá því "Litlu isöld" lauk fyrir 150 árum?

Meðalhitinn hefur hækkað aðeins um 0,8 C°.

Á þessu tímabili hefur hann vissulega farið upp fyrir meðalhitann en einnig niður fyrir hann, annars væri þetta ekki meðalhiti.

En þessar tölur um fjölda ísbjarna eru frá Kanadískri stofnun sem hefur gert eins nákvæmar talningar og hægt er, eflaust væri hægt að gera þær nákvæmari en að ísbjarnarstofninn sé nú örugglega á bilinu 20.000 til 25.000 dýr.

Að lokum; það lítur út fyrir að einhverjir hafi hag af því að koma mikilli sök á mannkynið um hlýnun jarðar og ýkja hlýnunina eins og hægt er. Ég ætla ekki að fara í langan fyrirlestur um þetta en þar hafa falspámenn og óheiðarlegir pólitíkusar átt stóran þátt. Nærir að nefna Michael Mann úr hópi vísindamanna og Al Gore úr hópi pólitíkusa.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 15.6.2010 kl. 12:06

23 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég hef lagt margar heimildir fyrir máli mínu, bæði í athugasemdum við ýmsar færslur á síðunni þinni og einnig eru heimildir við langmest af því efni sem birtist á loftslag.is. Ef það hefur farið fram hjá þér Sigurður þá get ég ekki að því gert. En það vottar ekki á neinum heimildum frá þér sem styðja mál þitt og langar mig að benda lesendum þínum á það, í þessu tilfelli var það ekki neitt annað en Wikipedian hin íslenska (hefurðu skoðað hana nýlega). Ef þú hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að ísbirnir hafi verið 5.000 á 6. og 7. áratugnum, þá skal ég skoða þær, ef þú hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að ísbjörnum fjölgi í dag, þá skal ég lesa þær. Þangað til mun ég skoða áreiðanlegustu heimildir sem til eru, það sem sérfræðingarnir hafa um málið að segja.

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.6.2010 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband