28.7.2010 | 21:06
Fréttastofa Sjónvarpsins verður sér til skammar
Fréttastofa Sjónvarpsins boðaði í yfirliti frétta að rætt yrði við Ögmund Jónasson þar sem hann krefðist þess að auðlindir landsins yrðu í þjóðareign í viðræðum um Magma málið. Ég sló því auðvitað föstu að Ögmundur ætlaði að verða það óheiðarlegur, eins og margir fleiri, að halda því fram að Magma Energy væri að kaupa auðlind með kaupum sínum á HS-orku.
En svo kom viðtalið og þá blöskraði mér óheiðarleiki fréttamanns Fréttastofu Sjónvarpsins. Ögmundur ræddi vissulega um Magma Energy en hann minntist ekki einu orði á að það fyrirtæki hefði með kaupunum eignast hlut í auðlind. Hann talaði um orkufyrirtæki og gerði þá kröfu um að slík fyrirtæki væru í íslenskri eigu, í eigu hins opinbera, að þau væru rekin sem þjóðnýtt fyrirtæki.
Ég er ákaflega ósammála Ögmundi í hans einstrengingslegu afstöðu, hann er einstrengingur í öllum málum. En það er til skammar að fréttamaður Fréttastofu Sjónvarpsins leggi mönnum orð í munn eins og það að Ögmundur hafi rætt um auðlindir þegar hann ræddi um orkufyrirtæki.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Sjónvarp, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.