15.8.2010 | 10:20
Íslensku þjóðinni er engin vorkunn, það er verið að hífa hana upp úr kviksyndinu sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sökktu henni í
Það styttist í það að ég haldi upp á mitt 76 ára afmæli. Sá sem hefur lifað svo langa ævi hefur séð margt, upplifað margt og reynt margt. Stundum voru lífskjör alþýðu manna ömurleg, lífsbaráttan hörð.
Í dag er emjað og veinað yfir lífskjörum á landi hér eftir hið skelfilega klúður sem hægri stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kom þjóðinni í. Núverandi Ríkisstjórn, sem enn heldur saman þrátt fyrir Ögmund og últraliðið í Vinstri grænum, hefur lyft Grettistaki undir forystu Jóhönnu og Steingríms þrátt fyrir hælbítahjörðina sem um þau og Ríkisstjórnina situr:
Gott og vel hvernig er þá ástandið í dag?
Gengi íslensku krónunnar hefur ekki verið styrkara í lengri tíma.
- Verðbólgan ekki verið minni í tæp 3 ár - komin niður í 4,7%.
- Hagvöxtur hefur mælist tvo ársfjórðunga í röð.
- Kaupmáttur hefur aukist í fyrsta sinn á ársgrundvelli frá því eftir hrun.
- Atvinnuleysi er mun minna en spáð var og hefur atvinnulausum fækkað frá því á sama tíma í fyrra. 7.5% atvinnuleysi mældist í júlí en það var 8% í júlí 2009.
Getur hælbítahjörðin mótmælt þessu með rökum?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Málið er bara að þetta gerist allt þrátt fyrir aðgerðir ríkisstjórnar.
Það myndirðu vita ef þú værir ekki með þín 76 ára pólitísku glerauga pikkföst á nefinu.
Og hvað gengi krónu varðar. Þeir sem eru orðnir 75 ára vita flestir að sterkur gjaldmiðill er ekki endilega hraustleikamerki. Hvernig var gengisskráningin hér fyrir hrun?
Nú er búið að taka "endurreisn" bankana af listanum Samfylkingar. Hvernig ætli standi nú á því?
jonasgeir (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 10:57
Málið er bara að þetta gerist allt þrátt fyrir aðgerðir ríkisstjórnar. (tilvitnun lýkur)
Er hægt að auglýsa sjálfan sig frekar með pikkföst pólitísk gleraugu á nefinu en þú gerir jonasgeir?
Gengisskráningu krónunnar þekki ég líklega betur en þú þar sem þig skortir að öllum líkindum árin, en því miður verðum við enn um sinn að búa við þessa handónýtu mynt, íslensku krónuna.
Til að sjá þetta í skýru ljósi skaltu lesa grein Guðmundar Gunnarssonar formanns Rafiðnaðarsambandsins í Fréttablaðinu í gær 14. ágúst
Sigurður Grétar Guðmundsson, 15.8.2010 kl. 11:22
Fyrirgefðu Jónas, en þetta eru þeir mælikvarðar sem notaðir eru, við höfum ekki aðra. Við Íslendingar höfum ekki haft neinn meðbyr undanfarið, þetta skeður án hans. Við fáum minni verðmæti fyrir útflutning okkar en fyrir hrun, þetta skeður þrátt fyrir það. Við höfum tóma sjóði eftir hrunið, þetta skeður þrátt fyrir það. Við höfum minna lánstraust og minni tiltrú, þetta skeður þrátt fyrir það. Svo hvurn andskotann eru að bulla?
Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 11:24
Eins og ég svaraði þessu í annarri síðu, Sigurður: Hvílík mistök, Jóhönnu-stjórnin hlýtur að vera versta stjórn lýðveldisins fyrr og síðar og Ögmundi Jónassyni verður ekki kennt um afglöp og fádæma óheiðarleika og mannvonsku núverandi stjórnar og stjórnarflokka. Við getum tæplega miðað við miðja síðustu öld.
Elle_, 17.8.2010 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.