Hundarnir í Riga (og Reykjavík)

Henning Mankell sænski krimmahöfundurinn getur verið fjári góður stundum en á það til að verða nokkuð langorður. Ég var að enda við sögu hans "Hundarnir í Riga" þar sem sögusviðið er í Ystað á Skáni en ekki síður í Riga höfuðborg Lettlands þegar alræði kommúnistaríkjanna er að falla. Söguþráðurinn þegar kemur yfir til Riga er með ólíkindum en gæti hann ekki hafa verið það eins og mál voru þar að þróast?

En það er víðar en í Riga sem hælbítahjörðin fer af stað og ekki er furða að menn eins og Jón Valur, Jón Magnússon og Páll Vilhjálmsson fari þar fremstir ef þeir telja sig finna blóðbragð. Það eru starfshættir þessara hælbíta að velja sér einhverja opinbera persónu sem hafi farið inn á grátt svæði, sú persóna skal að velli lögð hvað sem það kostar.

Ekki er langt síðan úlfahjörðin fór vælandi af stað gegn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra vegna einhverra óskilgreindra afskipta hennar af launamálum Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Þar voru ekki aðeins á ferð lítilsigldir bloggarar heldur peð á Alþingi einnig. Þar fór fremstur í flokki baróninn í Sjálfstæðisflokknum, Sigurður Kári Kristjánsson. En hvar endaði gjammið? Það hjaðnaði all skyndilega og Jóhanna stóð jafn keik á eftir.

Nú er hjörð hælbítanna heldur betur búin að finna blóðbragð og sá "seki" er Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Honum er gefið að sök að hafa sagt Alþingi ósatt, sumir tala um lygi. Ég hef reynt að átta mig á þessu máli og get engan veginn séð að Gylfi hafi sagt ósatt. Hann taldi að lán í erlendri mynt væru þá lögleg og líklega eru þau það ennþá, en tók fram að um álitamálin að greiða af þeim eftir gengi krónunnar yrðu dómstólar að fjalla um sem síðan var gert og hefur Hæstiréttur nú kveðið upp endanlegan dóm. Ekki er ólöglegt að lána í erlendri mynt en ólöglegt að greiða af þeim í íslenskum krónum eftir gengi á hverjum tíma. Hæstiréttur fjallaði  ekki um hvaða vexti skyldi greiða af þessum lánum eftir dóminn en þar hefur Héraðsdómur Reykjavíkur fellt dóm, ekki ólíklegt að það fari fyrir Hæstarétt.

Ég spái því að þessi "herferð" gegn Gylfa Magnússyni endi á svipaðan hátt og herferðin gegn Jóhönnu um laun Seðlabankstjóra, herferðin koðni niður og verði að engu. 

Ég er ekki í nokkrum vafa um að ég verði vændur um að verja allt sem núverandi Ríkisstjórn og ráðherrar hennar gera. Því ætla ég að svara fyrirfram og benda á að mér finnst sjálfsagt að gagnrýna einstaka ráðherra þegar sönn átæða er til að mati þess sem málefnalega gagnrýnini setur fram. Ég hef verið ómyrkur í máli um einstakar stjórnarathafnir tveggja flokksbræðra minna í Ríkisstjórn, þeirra Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra og Kristjáns Möller samgönguráðherra. Ekki þarf að fara langt niður eftir mínu bloggi til að lesa gagnrýni á þessa tvo ráðherra. Mér finnst efni standa til þeirrar gagnrýni, hún er ekki til komin af því að reyna að koma höggi á viðkomandi.

Ég ætla að geyma mér frekari gagnrýni á tvo ráðherra aðra í Ríkisstjórninni, en þeir hafa með starfsháttum sínum gengið fram af mér með fráleitum vinnubrögðum.. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Augun opnast hægt, en opnast þó, til hamingju með það

Kjartan Sigurgeirsson, 13.8.2010 kl. 10:41

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Kjartan, ekki átta ég á við hvað þú átt með ofangreindri athugasemd . Ef þú átt við mig þá get ég haldið því fram með fullum rétti að ég er ekki haldin neinum rétttrúnaði í pólitík, hef reyndar í mínu bloggi bæði gagnrýnt samherja sem mótherja, hika ekki við það að benda á það sem betur má fara að mínu áliti hver sem á í hlut.

Það eru ekki margir hér á blogginu sem það gera en margir eru svo gegnsýrðir af pólitískum rétttrúnaði að engu tali tekur.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 15.8.2010 kl. 13:08

3 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Sigurður, það er mikið rétt, þú ert yfirleitt réttsýnn í skrifum þínum og átt sennilega manna síst skilið svona húmor, bið þig afsökunar á þessum vanhugsuðu athugasemd, reyni að vera málefnalegri í framtíðinni.

Kjartan Sigurgeirsson, 16.8.2010 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 113899

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband