Nátttröllið glottir

Það er langt síðan ég fór að líta á Lútersku þjóðkirkjuna sem Nátttröll í íslensku þjóðfélagi. Ég sagði mig úr henni af því að ég er algjörlega andvígur því að hér séu þjóðnýtt trúarbrögð sem ALLIR eru skráðir inn í við fæðingu  og einnig að ég er algjör guðleysingi, trúi ekki á þessa þrjá guði kristinnar trúar, Guð, Jésú og heilagan anda. Ég tel sjálfsagt að hver og einn fái að velja sín trúarbrögð eða trúleysi og ég held að það sé ekki hjá því komist að ríkið styrki trúfélög að einhverju leyti. En þá veður það að vera á algjörum jafnréttisgrundvelli. Þess vegna er þessi gamli arfur, Nátttröllið Þjóðkirkjan með öllu óþolandi, þetta er arfur frá fyrri öldum þegar Kristnar kirkjur, fyrst kaþólska kirkjan og eftir "siðaskiptin" lúterska kirkjan höfðu ótrúleg völd hérlendis og víðar og sópuðu til sín löndum og lausum aurum með glæpsamlegri starfsemi, því verður ekki neitað með rökum.

Nú stöndum við frammi fyrir því að biskup lúterskra hérlendis, sem er látinn, er uppvís að því að hafa verið barnaníðingur og ofbeldismaður gagnvart konum. Sú skelfilega vitneskja að þegar hann var hafinn á æðsta stall Þjóðkirkjunnar vissu margir innan stofnunarinnar, Nátttröllsins, hvað mann þessi einstaklingur hafði geyma; samt var hann kjörinn biskup.

Einn af þeim sem brá skildi fyrir hinn brotlega prest sem var kjörinn biskup var arftaki hans, Karl Sigurbjörnsson, sem nú ber titilinn "Biskup Íslands" minna má það ekki vera. Ef þetta Nátttröll, Íslenska þjóðkirkjan væri ekki á sérstöku framfæri ríkisins og þjóðarinnar allrar, stæði sjálf undir framfærslu sinni, mundi ég ekki skipta mér af því hvaða misheppnaðir einstaklingar stýrðu Nátttröllinu. En ég fæ ekki séð hvernig Karl Sigurbjörnsson, sem er í rauninni ríkistarfsmaður, ætlar að sitja áfram í þessu embætti með þessum mikilúðlega titli.

Hann er rúinn trausti og ætti að segja af sér á stundinni.

Eitt af því sem væntanlegt Stjórnlagaþing þarf að taka á er að skafa burt allt sem  stendur í núverandi Stjórnarskrá um Íslenska þjóðkirkju, það er eitt af mörgum málum sem hreinsa þarf út.

Burt með þjóðnýtt trúarbrögð á Íslandi, burt með trúarstofnun sem allir Íslendingar eru sjálfkrafa skráðir inn í við fæðingu og eiga þaðan tæpast útgönguleið.

Ef menn segja að útgönguleiðirnar séu greiðar ættu þeir fyrst að minnast frelsishetjunnar Helga Hóseassonar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eins og Helgi Hó fékk að reyna viðurkennir kirkjan ekki að fólk geti afskráð sig að fullu sig úr þessari forneskju, sem það er munstrað í að þeim forspurðum. Og kirkjan kemst upp með það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.8.2010 kl. 15:31

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Æ-i ekki aftur Helgi Hó. Hann var ...... blessuð sé samt minning hans. Hann var hinsvegar búinn að "updeita sig" með mótmælum gegn Dabba og Dóra og verður að segja eftir á að hyggja að þar var hann samtíð sinni til sóma. Við vorum þá ekki jafn meðvituð um hættuna sem af því dúói stafaði.

Gísli Ingvarsson, 26.8.2010 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 113863

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband