11.10.2010 | 16:53
Er skynsamlegt að gera landið að einu kjördæmi?
Þessi krafa, að Ísland verði eitt kjördæmi, er ekki ný af nálinni. Það sem fyrir þeim vakir, sem aðhyllast þessa stefnu, er að sjálfsögðu múmer 1, 2 og 3 að þannig verði endanlega náð fram algjörlega jöfnu vægi atkvæða sem lengi hefur verið stefnt að. Þær breytingar, sem gerðar hafa verið á kjördæmaskipan hníga allar í þá átt. En fólksflutningar innanlanda skekkja fljótlega þann jöfnuð sem í sjálfu sér var ætíð nokkuð langt frá því að nást.
Vissulega er það lýðræðislega rétt að vægi atkvæða sé sem jafnast, helst algjört.
En í þessu máli, sem svo mörgum öðrum, fylgir böggull skammrifi. Með því að gera Ísland að einu kjördæmi koma fylgifiskarnir:
Efling flokksræðis er sá hættulegasti. Er ekki hættan sú að með þeirri gjörð verði allt vald og ákvarðanir um framboð flutt til höfuðstöðva flokkanna sem allar eru í Reykjavík? Hvað mundi Gunna á Raufarhöfn eða Jón á Rauðasandi hafa um þetta að segja? Hætt er við að áhrif þeirra, og annarra á landbyggðinni sem oft á tíðum eru sáralítil í dag, hverfi næstum því með öllu.
En ein spurning vekur aðra. Er hægt með því að stórauka persónukjör og gefa kjósendum meira val í kjörklefanum að vinna gegn nefndu flokksræði. Er mögulegt að frambjóðendur séu á listum flokka og einnig einstaklingar sem bjóða sig fram á eigin vegum eða á vegum ákveðinna hópa?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Evrópumál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott hjá þér að vekja athygli á þessu máli, Sigurður Grétar. En ég er alls ekki viss um að það sé rétt hjá þér að óttast, að með því að gera Ísland að einu kjördæmi yrði efling flokksræðis ein afleiðingin – að "allt vald og ákvarðanir um framboð {yrði} flutt til höfuðstöðva flokkanna sem allar eru í Reykjavík". – Ef þetta gerðist, Sigurður, yrði viðbragð landbyggðarmanna án efa að sameinast um eigið/eigin framboð – og líkurnar á því væru reyndar þvílíkar, að halda mundi aftur af flokksvélunum í Reykjavík að sölsa undir sig allt vald yfir framboðslistum.
Þar að auki er það einmitt ein helzta vonarglætan fyrir andstæðinga Fjórflokks-veldisins og atvinnu-stjórnmálastéttarinnar, að landið verði eitt kjördæmi, af því að nú þurfa ný framboð ná um 8-9% fylgi í einhverju kjördæmi til að ná kjöri á einum manni og 5% á landsvísu. En 1/63 af gildum atkvæðum er ekki nema um 1,59% – ef nýtt framboð nær þessu fylgi (jafnvel heldur minna, því að viss prósentu- eða prómill-tala ónýtist í heildina talið vegna misvægis prósentufylgis einstakra flokka), þá er sá flokkur floginn inn á þing með sinn fyrsta mann.
Þetta þolir Fjórflokkurinn ekki. Hingað til hefur hann notið þess, að í skoðanakönnunum virðist oft hæpið, að nýr flokkur nái inn mönnum, og þá víkja menn hugsuninni um hann frá sér og halla sér að einhverju öðru – jafnvel gamla draslinu!
Svo verður að minnast á það ranglæti, að Fjórflokkurinn (en ekki Hreyfingin; hins vegar Borgarahreyfingin) hirðir 1,3 milljarða á hverju kjörtímabili, meðan aðrir flokkar frá ekkert.
Fjórflokkurinn er þá ekki vissari um eigin vinsældir en svo, að hann verður að treysta á bellibrögð í kjördæmamálum* og ránsfeng úr ríkissjóði – úr vösum okkar! – til að telja sig vissan um að halda sem mest völdum!
* Eitt bellibragðið var að skipta Reykjavíkurkjördæmi í TVENNT! – sjá HÉR!
Með beztu kveðju,
Jón Valur Jensson, 11.10.2010 kl. 18:05
Ég hef nú fjallað nokkuð um misvægi atkvæða á bloggi mínu bæði til sveitastjórna og Alþingis.
Ég kærði síðustu Alþingiskosningar til þingsins og úrskurðaði þingið um þá kæru og taldi sig löglega kjörið.
Þá hef ég vísað því máli til umboðsmanns Alþingis og hann hefur fjallað efnislega um það, en fátt um fína drætti þar og þó.
En málið vakir.
Ekki er kveðið á um það í kosningalögunum hverjar kæruleiðir borgarinn hefur eftir að þingið hefur úrskurða um kæru og er það mál allt óljóst.
Ég er sammála að það er arfavitlaust að gera landið að einu kjördæmi það eykur á flokksræði. Frekar ætti að fjölga kjördæmum á þéttbýlli svæðum.
Hægt er að ná jöfnun atkvæðavægis að mestu með breytingu á kosningalögum.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 11.10.2010 kl. 19:42
Bíddu við, ertu ekki að grínast!
Hversvegna eiga atkvæði "Gunnu og Jóns" að vega meira en nokkurs annars vegna búsetu þeirra???
Alls ekkert lýðræði í gangi eins og málum er ástatt núna
Halfdan (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 00:27
Ég hef ekki sagt að atkvæði "Gunnu og Jóns" eigi að vega meira en nokkurs annars vegna búsetu, við eigum alls ekki að reyna að jafna búsetu með mismunun í vægi atkvæða.
En ég við heldur þola örlítinn mismun á vægi atkvæði frekar en gera landið að einu kjördæmi, sú jöfnun væri of dýru verði keypt með flokksræði. Jafn atkvæðisréttur er réttlætismál sem við verðum stöðugt að vinna að. Kefið verður að vera það þjált að það sé hægt að sveigja það að markmiðum jafnaðar.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 12.10.2010 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.