11.11.2010 | 11:27
Biskupsstofa kannar afstöðu frambjóðenda til Stjórnlagaþings til sambands Ríkis og Þjóðkirkju
Ég, eins og allir frambjóðendur Stjórnlagaþings, hef fengið póst frá Biskupsstofu með tilvitnun í núverandi Stjórnarskrá svohljóðandi:
Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.
Síðan koma tvær spurningar svohljóðandi:
1. Telur þú þörf á að breyta þessari grein? Ef svo er hvernig?
2. Hver er afstaða þín til núverandi sambands ríkis og þjóðkirkju?
Ég tel eðlilegt að sem flestir kanni skoðanir frambjóðenda til einstakra mála eins og Biskupsstofa gerir hér. Ég hef ekki svarað Biskupsstofa beint en vísað til þess sem ég hef skrifað um samband Ríkis og Þjóðkirkju hér fyrr á blogginu. Ef Biskupsstofa óskar frekar eftir beinum svörum mínum er sjálfsagt að að verða við því.
En ég get ekki látið hjá líða að koma inn á það sem mér finnst furðulegur misskilningur hjá kristnum einstaklingum, en tek fram að þar á ég ekki við þessa könnun Biskupsstofu, frekar einstaklinga sem ég hef heyrt í. Ég hef lýst þeirri skoðun minni að Ríki og Þjóðkirkju eigi aða aðskilja algjörlega. En þá bregður svo við að sumir virðast taka þessa skoðun um aðskilnað Ríkis og Þjóðkirkju sem andúð og baráttu gegn kristinni trú. Í mínum huga er fyrirkomulag stofnana trúfélaga eitt, trúin annað. Það er enginn fjandskapur við núverandi Þjóðkirkju þó ég telji það réttlæti að Ríkið sé ekki að reka stofnanir ákveðinna trúarbragða. Ég hef einnig leitt að því rök að aðskilnaðurinn mundi frekar styrkja núverandi Þjóðkirkju en veikja hana.
Eru ekki einhverjir öflugustu söfnuðir kristninnar hérlendis Fríkirkjusöfnuðirnir í Reykjavík og Hafnarfirði?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heimspeki, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að menn ættu að hugleiða að frambjóðendur eru ekki sérstaklega upplýsingaskildir gagnvart þjóðkirkjunni. Ég tel að á sama hátt og td. forsetaembættið eða mannréttindastofa sendir ekki slíkt bréf til frambjóðenda um greinar sem þau varða eigi frambjóðendur ekki sérlega að svara kirkjunni. Þjóðkirkjunni er í lófa lagið að kynna sér áherslur ólíkra frambjóðenda á þar til gerðum síðum td á kosning.is, svipan.is og dv.is
Arezzo (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.