Zapatero áminnti Benedikt páfa

Benedikt páfi var í heimsókn í því rammkaþólska landi Spáni. Páfi hafði margt að athuga við ýmislegt sem þarlend stjórnvöld hafa hrint í framkvæmd svo sem að auka réttindi samkynhneigðra, leyfa getnaðarvarnir og jafnvel fóstureyðingar. En eins og allir vita er þetta allt eitur í beinum kaþólskra ráðamanna með páfann í broddi fylkingar. Þegar þeir kvöddust Zapatero forsætisráðherra og Benedikt páfi gaf Zapatero páfanum áminningu, minnti hann á að Spánn væri veraldlegt ríki þar sem engin trúarstofnun væri beinlínis rekin af ríkinu og trúfrelsi væri ríkjandi á Spáni. Undanfarið hafa allmiklar deilur spunnist um það hvað áhrif Þjóðkirkjan á að hafa í skólum landsins. Svolítið kómísk deila því þar eru margir sem vilja umfram allt halda þeim áhrifum sem Þjóðkirkjan hefur en hafa áður látið vel í sér heyra með hneykslun á múslímum sem víða haf sótt fast á að gera stjórnsýslu ríkja og trúarreglur múslíma eitt og það sama.

En svo vil ég nota þetta tækifæri á að undirstrika að önnur mál eru mikilvægari á Stjórnlagaþingi að mínu áliti en aðskilnaður Ríkis og Þjóðkirkju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Sigurður Grétar, hann áminnti ekki páfa!.

Jón Valur Jensson, 12.11.2010 kl. 10:25

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Jón Valur, getur þú tekið þér það vald að segja að eftirfarandi frétt, sem birtist á mbl.is, sé uppspuni?

Erlent | AFP | 8.11.2010 | 14:46

Zapatero áminnti páfa









Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodrigo Zapatero, minnti Benedikt XVI páfa á að Spánn væri veraldlegt ríki þar sem ríki og trúfélög séu aðskilin, eftir að páfinn sagðist standa vörð um gildi kirkjunnar andspænis endurbótunum í stjórnartíð hans. Zapatero hefur meðal annars greitt götu hjónaskilnaða, fóstureyðinga og hjónabands samkynhneigðra.



Páfinn varði helginni á Spáni þar sem hann predikaði um heilaglíka lífs allt frá getnaði og um að fjölskyldan grundvallaðist á ást milli karls og konu. Hjónabandi samkynhneigðra var hinsvegar tekið fagnandi á Spáni og á fyrstu fimm árunum síðan það var innleitt hafa orðið 20.000 pör vígst til hjónabands. Margir fögnuðu skilaboðum páfa, en aðrir gagnrýna þau harðlega.



Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu segir að Zapatero hafi átt fund með Benedikt á flugvellinum í Barcelona stuttu áður en hann hélt til Rómar. Sagði hann að samskipti Spánar og Vatikansins væru góð, en "ítrekaði að þau væru byggð á stjórnarskránni, þar sem skýrt væri kveðið á um að Spánn sé veraldlegt ríki sem viðurkenni áhrifamátt Kaþólsku kirkjunnar á Spáni en tryggi jafnframt frelsi fyrir alla," að því er segir í yfirlýsingunni.



Í leiðara dagblaðsins El País segir í dag að páfinn hafi með heimsókn sinni haft "einstakt tækifæri til að tengja saman trú, rökhyggju og menningu" en hann hafi ekki nýtt sér þetta tækifæri.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 12.11.2010 kl. 11:05

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Líttu á tengilinn í innleggi mínu, Sigurður.

Jón Valur Jensson, 12.11.2010 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 113862

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband