16.11.2010 | 12:06
Það getur ekki verið hagkvæmt að reka allan þennan fjölda af lífeyrirsjóðum hér á landi
Ragnar Ingólfsson stjórnarmaður í VR var gestur í Silfri Egils sl. sunnudag. Þar gagnrýndi hann hinn mikla rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna. Ég hef löngum undrast hvaða þörf er fyir allan þennan fjölda. Sumir lífeyrisþegar lífeyrissjóðanna hafa fengið þunga skelli í töpuðum lífeyri vegna rýrnunar hjá nokkrum minni lífeyrissjóðunum, ýmist af röngum fjárfestinga stjórnendanna, en það hefur einnig komið fyrir að þeir sem þá áttu að annast þá hafa látið greipar sópa í sjóðunum og sumir jafnvel síðan hlaupist af landi brott.
En stjórnendur lífeyrissjóðanna eru í algjörri afneitun. Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri Sambands lífeyrissjóða, Helgi Magnússon formaður Samtaka iðnaðarins og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ljúka upp einum rómi um að hjá lífeyrisjóðunum sé allt í blóma, hagkvæmni mikil og lágur rekstrarkostnaður. Ég held að það verði ekki hjá því komist að gerð verði úttekt á sjóðunum, þessir forystumenn falla í sama afturhaldpyttinn og LÍÚ, Þjóðkirkjan og Bændasamtökin, það má engu breyta, allt er eins og það á að vera.
En er það svo? Íslenskur hagfræðingur í framhaldsnámi í útlöndum sagði framtíðarhorfur lífeyrissjóðanna mjög dökkar og ekki langt í að þeir getir ekki staðið við skuldbindingar sínar.
Ætla forystumenn lífeyrissjóðanna að hundsa með ölu þessa gagnrýni? Hvað mælir gegn því að á Íslandi starfi einn hagkvæmur lífeyrissjóður og þannig verði sparaðar hundruðir milljarða í rekstrarkostnað?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Tölvur og tækni, Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það kemur ekki á óvart að varðhundar þessa kerfis séu sammála um að viðhalda því. Það er ekki af umhyggju fyrir fólkinu sem á sjóðina heldur eru eiginhagsmunirnir þar í fyrirrúmi eins og víðar í þessu þjóðfélagi okkar. Það er ekki tilviljun að þarna eru atvinnurekendur og verkalýðsforustan algerlega sammála. Það vill enginn missa þau völd og áhrif sem það skapar að véla um ráðstöfun allra þeirra milljarða sem þarna streyma inn, auk þess að skammta sér sjálfum rausnarleg laun, eins og sýnt er fram á í samantekt Ragnars. En það er sama sagan með þetta kerfi eins og kvótakerfið og verðtrygginguna, engu líkara en að guð almáttugur hafi skapað það og þessvegna geti enginn mannlegur máttur breytt því. Hér ætti að vera einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn og hann ætti að vera með gegnumstreymisfyrirkomulagi til að losna við hrossakaupin og svínaríið sem fylgja svona mikilli peningasöfnun. Síðan gæti hver og einn átt sinn séreignarsjóð í einhverri peningastofnun sem býður upp á þannig þjónustu.
Þórir Kjartansson, 16.11.2010 kl. 12:32
Auðvitað einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn.
Helga Kristjánsdóttir, 17.11.2010 kl. 02:01
Mæli með að það verði 8-10 sjóðir. Ekki viljum við bara einn banka, eina útvarpsstöð ofl ofl. Og í stjórn þessara sjóða á að vera alvöru fólk sem er jarðbundið. Eins eiga þeir sem stjórna að vera á góðum launum sem er sómi af.
Simmi (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 11:23
Það hefur verið stefnt að því að ellilífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins hverfi með tímanum og lífeyrissjóðirnir taki verkefnið alfarið yfir. Það er vissulega hrollvekjandi framtíðarsýn fyrir alla sem komast á eftirlaunaaldur ef þetta verður staðreynd meðan við höfum alla þessa súpu af misvelreknum lífeyrissjóðum með allar þær röngu ávöxtunarákvarðanir og yfirgengilegan rekstrakostnað.
Það er allt að því bannorð að nefna ríkisrekstur, allt á að var einkarekið og vissulega á svo að vera um lungann úr atvinnulífinu.
En væri svo vitlaust að við snerum stefnunni við, færum í U-beygju og til yrði einn ríkislífeyrissjóður, lífeyrissjóður sem Ríkissjóður ábyrgðist?
Sigurður Grétar Guðmundsson, 17.11.2010 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.