Ráðstafir Ríkisstjórnar og fjármálfyrirtækja vegna skulda heimilanna fara fyrir brjóstið á öfgasinnuðum bloggurum og ákveðnum öflum í þjóðfélaginu

Það samkomulag sem gert var ætti að sýna öllum að það var ekki létt verk að ná saman þeim sem þar þurftu að koma að. Vissulega er búið að gera margt í bönkunum til að koma til móts við þá sem eru illa komnir vegna Hrunsins og afleiðingunum af falli krónunnar. En sá punktur sem settur var í gær var bráðnauðsynlegur  vegna þess að það hefur verið mikil tregða hjá þeim sem illa eru staddir til að leita sér aðstoðar; þar kemur til hávær yfirboð ákveðinna afla í þjóðfélaginu sem Guðmundur Guðmundsson formaður Rafiðnaðarsambandsins lýsti vel í Kastljósinu þegar Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar hélt enn eina ruglingsræðu um hvernig ætti að bjarga öllum, því miður verður það aldrei hægt. En þeir sem barist hafa við skuldabaggann hafa látið glepjast af þessum fagurgala og þess vegna haldið að sér höndum í von um eitthvað miklu, miklu betra sem aldrei var nema tálsýn.

En það er fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum ýmissa einstaklinga svo sem bloggaranna sem alltaf eru "fúlir á móti". En ég nenni ekki að eltast við þá enda eru þar þó nokkur hópur sem ekki er hægt að eiga orðastað við.

En viðbrögð stjórnarandstöðunnar voru því athyglisverðari og þar vil ég fyrst nefna Bjarna Benediktsson og flokk hans, Sjálfstæðisflokksins. Mér finnst ekki ólíklegt að Bjarna hafi brugðið illilega þegar hann sá að stjórnarandstaðan hafði í skoðanakönum 16% traust þjóðarinnar og þar í hlýtur hlutur stærsta stjórnarandstöðufokksins, Sjálfstæðisflokksins, að vega þungt. Oftast hefur stjórnarandstaðan talað einni röddu, verið á móti öllu og rakkað allt niður sem frá Ríkisstjórninni hefur komið. Það skyldi þó ekki vera að augu Bjarna hafi opnast og hann séð það skýrt að þessi ómálefnalega og einskisnýta þjösnabarátta stjórnarandstöðunnar gengur ekki lengur. Bjarni stökk frá borði stjórnarandstöðunnar í gær og virtist vera að sjá að málefnaleg umræða um mál, hvaðan sem þau koma, er það sem almenningur vill sjá og heyra. Bjarni hefur sem sagt skyndilega skilið að fólk er ekki fífl sem láta bjóða sér hvað sem er. Ekki ólíklegt að þetta verði örlítill plús eftirleiðis fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

En Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins er samur við sig, þó mátti sjá að öryggi hrópandans fúll á móti var ekki það sama óg áður Þegar hann kom fram í Kastljósi. Auðvitað þurfti hann að tæta gerðir Ríkistjórnarinnar í sig en gat þó ekki annað en verið örlítið jákvæður.

En svo komum við að ósköpunum sem kallast Hreyfingin og átti að vera hin mikla endurnýjun, komin fram eftir ákalli fólksins eins og þeir segja. Margrét Tryggvadóttir þingmaður Hreyfingarinnar leyfir sér í Fréttablaðinu í dag að segja að þær ráðstafanir sem kynntar voru í gær væru "Ölmusupólitík og aumingjavæðing". Er Margrét með þessu að segja að öll þau heimili sem fá hjálp, líklega 60.000 heimili og þeir sem þar búa, séu ölmusufólk og aumingjar, liggur það ekki í hennar orðum? Það er litlu við að bæta eftir þá hirtingu sem Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar fékk hjá Guðmundi Gunnarssyni í Kastljósi. Þór hefur aldrei svo ég hafi orðið var við annað gert en vera á móti öllu og rakkað allt niður sem fá Ríkisstjórninni kemur, hann er fyrir löngu búinn að gera sig að slíkum ómerkingi að á hann verður ekki hlustað meir. Það dapurlegast er samt að grasrótarhreyfing eins og Hagsmunasamtök heimilanna, sem hefur alla tíð predikað þá vitlausu leið flatan niðurskurð, hefur alla tíð njörvað sig við Hreyfinguna eins og þar fari deild í þeim ólukkuflokki. 

Mér varð það á í síðasta pistli að fara rangt með föðurnafn Halldórs Ásgrímssonar, sagði hann Ingólfsson. En einhverjir kunna að hafa tekið þetta sem styttingu og samsetningu nafnanna Halldór Ásgrímsson og Finnur Ingólfsson. Það finnst mér hið besta mál, samhentari menn voru tæpast til þegar hinum feysknu stoðum Hrunsins var hróflað upp, þar unnu þeir sem ein persóna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með þessum aðgerðum er verið að reyna að bjarga þeim sem langt er síðan hægt var að bjarga.  Hins vegar er fær fólk, sem hefur haldið sjó með því t.d að taka út allan sinn sparnað þ.m.t séreignarlífeyrissjóðinn sinn, engan botn í sín mál.  Hvað á það fólk að gera þegar sparnaðurinn er uppurinn og séreignarsjóðurinn líka ? Ég telst til þessa hóps, fór varlega í góðærinu, er ekki í yfirveðsettu húsi en í kjölfar hrunsins lækkuðu launin verulega en allt annað hefur hækkað. Þarafleiðandi er ég búinn með sparnaðinn minn og langt kominn með aukalífeyrissparnaðinn.  Viðkvæðið hjá bönkunum er "Þú ert ekki í vanskilum, þú þarft enga aðstoð".  Ég er klár á því að ég er ekki sá eini í þessari stöðu. Nú er Norræna helferðarstjórnin hins vegar búin að sýna mér að það sé bara best að hætta að borga af öllu því ekki er von á neinum frekari lausnum frá þeim ræflunum.  Það er verið að útrýma millistéttinni  hér á landi með aðgerðaleysi. Hver á að hjálpa hinum verst stöddu ef enginn verður eftir í verðmætustu stéttinni ????

Hallgrímur (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband