Þjóðin ætti að taka sér Reyni Pétur sem fyrirmynd og líta bjartari augum á framtíðina

Það var einstök mynd sem við fengum að sjá í Sjónvarpinu þar sem bjartsýnismaðurinn  Reynir Pétur á Sólheimum birtist. Óneitanlega hvarflaði hugurinn að andstæðunni, sumum bloggurum sem aldrei sjá annað en dauðann og djöfulinn í hverju skoti og velta sér endalaust upp úr svartsýni og hlutdrægni

Reynir Pétur varð þjóðþekktur þegar hann gekk hringveginn fyrir 25 árum, það var svo sannarlega ástæða til að rifja það afrek upp því nú er að vaxa úr grasi heil kynslóð sem var ófædd eða nýfædd þegar gangan mikla var farin. Reynir Pétur á að varða veginn fyrir þjóðina og kenna henni að leggja bölmóðinn alfarið niður og eigna sér bjartari framtíðarsýn.

Ég finn að nú byrja svartagallsrausararnir að segja "það er allt að fara norður og niður, það gerist ekkert jákvætt".

Er það svo?

Lítum á nokkur jákvæð atriði:


Stýrivextir lækkaðir um eitt prósentustig - eru nú 4.5%, það er ekki langt síðan þeir voru 18%?

Laun hækkuðu um 2,0% frá fyrri ársfjórðungi

New York Times: Iceland Emerged From Recession in 3rd Quarter

1,2% hagvöxtur á milli ársfjórðunga

Einkaneysla jókst um 3,8% á þriðja ársfjórðungi

Vöruskiptin hagstæð um 10,4 milljarða í nóvember

Erlend skuldastaða þjóðarbúsins ekki betri í áratugi

Ríkistjórnin bætir við sig um 6%  skv. þjóðarpúlsi Capacent, 36% styðja rikisstjórnina

Atvinnuleitendur fá desemberuppbót

Landinn orðinn léttari í lundu - væntingavísitala hækkar um helming

Vöruskiptajöfnuður hagstæðari í ár en í fyrra 

Aflaverðmæti jókst um 14 milljarða 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sigurður er þá ekkert að? Ert þú skuldlaus maður? Auðvitað varðar mig ekkert um það, en mér heyrist það svona einhvern veginn!

Eyjólfur G Svavarsson, 8.12.2010 kl. 13:43

2 identicon

Reynir Petur er sannarlega fyrirmynd, og nýasti frasinn er að taka Reyniri Pétur á þetta þ.e. að vera glaður, jákvæður og hafa von í hjartanu! Frábær mynd um Reynir og tek ofan fyrir honum...

Guðrún (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 13:58

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Eyjólfur, ég skal með ánægju segja þér frá mínum högum. Ég er ekki skuldlaus en við hjónin höldum sjó og stöndum í skilum. Árið 1985 hafði verðbólgan leikið mig svo grátt, ásamt voguðum eigin ákvörðunum, að við hjónin misstum einbýlishús okkar í Kópavogi við hamarshögg Bæjarfógeta, við stóðum á götunni allslaus, samt með miklar skuldir á bakinu. Við gátum ekki hugsað okkur að fara í gjaldþrot og 15 árum síðar eftir mikið strit og mikla vinnu vorum við komin á þann kjöl að ráða við okkar fjármál. Ég flutti skuld í Glitni, helminginn  gjaldeyrislán sem við hrunið rauk upp. En Íslandsbanki, sem ég hef haldið tryggð við, kom rausnarlega á móti okkur og lækkaði höfuðstól lánsins í upphafi þess árs verulega þannig að við getum staðið við okkar, en það má ekkert út af bregða.

Fyrir 25 árum datt engum í hug að "það opinbera" bæri ábyrgð á öllum skuldbindingum almennings hvernig sem hann hafði hagað sínum fjármálum, en nú er öldin önnur. Fjölmargir af þeim sem verst standa keyptu hús, bíla og margskonar munað algjörlega að óþörfu fyrir lánsfé. Þessum einstaklingum fyrst og fremst vildi Framsóknarfl., Hreyfingin og Hagsmunasamtök heimilanna bjarga með 20% flötum niðurskurði. Sá sem sat uppi með 200 millj. skuld hefði fengið niðurfelldar 40 millj, (sem hefðu þó ekki bjargað viðkomandi) en sá sem skuldaði 20 millj. fékk niðurfelldar 4 millj. 

Og hver átti að fjármagna þessa heimskulegu og vitlausu niðurfærslu?

Ég veit hvað það er að tapa öllu, en ég veit einnig að það að gefast ekki upp heldur gera fyrst og fremst kröfur til sjálfs síns er. Á minni löngu ævi hef ég ekki þekkt annað en að hver og einn verður að gera kröfur til sjálfs síns áður en hann gerir kröfur til annarra. Þú munt eflaust svara sem svo að nú séu miklu verri tímar, Hrunið mikla sé forsendubrestur. 70% verðbólga var engu betri á árunum upp úr 1980, verðbólgan hækkaði skuldirnar  miskunnarlaust en launin stóðu í stað,  þá varð hver að bjarga sér.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi þjóð stendur frammi fyrir ógnvekjandi erfiðleikum.

Ég veit vel að margir standa frammi fyrir miklum vanda, það er sannarleg mikið að. En það bjargar engu að gera allt að pólitík, djöflast á þeim sem í dag eru að stjórna þessu landi, reyna að draga það upp úr pytti sem aðrir veltu því ísem aðrir veltu því í. En það virðist vera gleymt eins og sá höfuðglæpur að gefa næstum því klíkunni sinni ríkisbankana. 

"Sala" bankanna er ein af meginforsendum Hrunsins í okt. 2008. Þá varð til þessi skelfilega hjörð bankamanna og braskara sem einskis svifust og rændu bankana innanfrá og sópuðu til sín sparifé saklauss fólks í Hollandi og Englandi.

En þú ert kannski einn af þeim sem ert búinn að "grafa" þetta niður í gleymskunnar brunn. 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 8.12.2010 kl. 16:57

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sigurður þakka þér fyrir upplýsingarnar, Það er alltaf sorglegt þegar fólk missir eigur sínar. Ég er nú 69 ára og kannast þess vegna við það sem þú taldir upp úr fortíðinni, en slapp þó í gegnum síðustu kreppu. Ég held að unga fólkið hafi verið alið  upp  þannig, að það ætti að fá allt strax. En það er ekki unga fólkinu að kenna. Bankarnir mokuðu peningum í unga fólkið og gerðu greiðslumat fyrir það, og svo hrinur allt og bankarnir koma og taka húsin af fólkinu hendir því út á götu og skilur það eftir með alla skuldina og þeyr sem borguðu helminginn út við kaup, standa á götunni með andvirði hússins í skuld. Á þetta fólk að hoppa hæð sina af ánægju? ég sé ekki ástæðu til þess Sigurður minn. En ég er ekki búinn að grafa neitt í gleymskunnar brunn, því að það voru fleiri en hollendinga og Bretar sem töpuðu sparifé sínu og var ég einn þeirra, og eins og þú veist af eigin reynslu, er það ansi sárt svo það gleymist ekki í bráð. kv Garðar.

Eyjólfur G Svavarsson, 8.12.2010 kl. 18:09

5 identicon

Sæll Sigurður

Stórgóði penni á sínu sviði, en ert þú farin að stunda sófa-hagfræði um þessar mundir ?

Kristinn J (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband