Ríkisútvarpið brýtur hlutleysisreglur og skiptir sér að starfi dómstóla á freklegan hátt

Mér brá illa í brún þegar haldinn var áróðursfundur í Kastljósi með söng Ellenar Kristjánsdóttur og dætra til að halda fram sakleysi þeirra níu sem voru með ólæti á áhorfendapöllum Alþingis. Burt séð hvaða skoðun menn hafa á framferði níumenninganna þá var þessi umfjöllun i Kastljósi fyrir neðan allar hellur og freklegt brot á hlutleysisreglum Ríkisútvarpsins. En þetta var áréttað í gær í Úrvarpinu þegar fjallað var um sama mál í þætti eftir fjögurfréttir á sama hátt, í bæði skiptin fullyrt að níumenningarnir væru saklausir og hefðu ekkert brotið að sér. Þetta mál er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og það er nánast hneyksli að Ríkisútvarpið leyfi sér að fjalla um dómsmál, skiptir ekki máli hvaða dómsmál það er, og kveða upp sýknudóma og þar dugði ekki minna en umfjöllun bæði í Sjónvarpi og Útvarpi.

Það hefur mikið verið fjallað um þrískiptingu valdsins i okkar þjóðfélagi undanfarið, fjallað um stoðirnar þrjár, löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald og nauðsyn þess að þarna séu skörp skil á milli þessara stoða. Fjölmiðlarnir eru oft nefndir sem fjórða valdið og að sjálfsögðu ber þeim að virða ákveðnar leikreglur, virða verksvið hinna þriggja meginstoða lýðræðisins á Íslandi. Fjölmiðlum ber einnig að virða sjálfstæði dómstóla. Það er dómari sem mun kveða upp dóm í þessu máli á sama hátt og í öðrum málum sem rekin eru fyrir dómstólum. Hvort hinir ákærðu verða sýknaðir eða dæmdir til refsingar veit ég ekki, það mun koma í ljós.

Ég spyr að lokum Pál Magnússon útvarpsstjóra: Er þessi fráleita umfjöllun um dómsmál gerð að hans frumkvæði eða var umfjöllunin gerð án hans vitundar.? Ég ætlast til að hann svari því skilmerkilega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður Grétar.

Þér ferst nú að tala fyrir því að RÚV sé með einhvern áróður sem er þér ekki þóknanlegur.

Ég veit ekki betur en þessi sam Ríkismiðill standi bæði leynt og ljóst fyrir ótal fréttum og svokölluðum fréttaskýringa-áróðri til að véla þjóðina undir ICESAVE lögleysuna og undir hæl ESB helsisins.

Þetta er stærsta deilumál íslenskra þjóðmála frá upphafi og hefur sundrað þjóðinni meira en nokkurt annað. Þú hefur ekki mér vitanlega mótmælt þeirri ósvinnu aðstandenda RÚV !

Svo ræðstu nú að þessu unga fólki og listafólkinu sem fékk örlítið tækifæri til þess að sýna því fólki stuðning sinn og samúð sína á RÚV !

Mikill er tvískinnungur þinn og hrein og bein hræsni þín þegar þú dæmir RÚV, þegar jafnrétti skoðana og réttlætið er annars vegar ! !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 18:20

2 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ég sé nú ekki betur Sigurður minn en að það sért þú sjálfur sem ert sestur í dómarasæti hér.

Hörður Sigurðsson Diego, 15.1.2011 kl. 02:51

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nú ætla ég að vera sammála þér. Ekki vegna þess að Ellen Kristjánsdóttir er afar fær listamaður og virðingarverð baráttukona. Hins vegar er málefnið að þessu sinni mjög eldfimt. Ef það Hæstiréttur dæmir það löglegan gjörning að ráðast inn í Alþingishúsið og án dóma, þá veikjum við Alþingi sem stofnun. Það er mjög hættulegt lýðræðinu. Mér finnst ekkert að því að Ellen og dætur hennar fái að syngja og heldur ekki að hún segi að söngurinn sé helgaður þessu ungu fólki sem braust inn. Á þeim gjörningi bera þau hins vegar ábyrgð. Kastljós fór yfir strikið í þessu máli. 

Lára Ómarsdóttir skrifaði afar áhugaverðan pistil um annað mál sem varðar lífeyrissjóð Kópavogs, sem er í rannsókn hjá efnahagsbrotadeild. Niðurstaða ekki komin.  Hún tók í þeirri frétt einn bæjarfulltrúa Gunnar Birgisson og sagði hann báðu megin boðins. Hins vegar tiltók hún ekki hina þrjá, Samfylkingarmennina Flosa Eiríksson endurskoðanda hjá KPMG, og Jón Júlíusson rekstarsnilling frá Kórnum, og framsóknarmanninn Ómar Stefánsson. Auðvitað kom síðan Baugsmiðilinn Fréttablaðið og þá var Gunnar að sjálfsögðu í aðalsökudólgur í máli sem ekki er búið að dæma í. Með Samfylkingargleraugu á nefinu þá þykist ég vita að ekkert óeðlilegt sé við svona fjölmiðlun.

Sigurður Þorsteinsson, 15.1.2011 kl. 07:48

4 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Þið nafnarnir eruð á röngu plani hér varðandi Kastljósþáttinn.

Yfirstjórn Rúv hvorki getur né má ritskoða efni þáttarins.

Kastljós á vissulega ekki að taka afstöðu í svona málum en það getur
enginn bannað gestum þess að gera það.

Eða viljið þið innleiða ritskoðun og heft tjáningafrelsi á Rúv?

Verið ekki svona vitlausir.

Hörður Sigurðsson Diego, 15.1.2011 kl. 08:50

5 identicon

Ekki ætla ég að svara fyrir hvað var í kastljósi, en að einhverjir aðilar standi á pöllum alþingis og hrópi. Mér blöskrar, að íslendingar skuli vera svona langt soknir að þeir geta ekki einu sinni séð á milli fingra sér um slíkt mál. Alþingi er í eigu fólksins, ekki í eigu konungsins. Það er réttur minn, að láta í ljós skoðanir mínar og berjast fyrir málum mínum. Það er HEILAGUR réttur minn. Hús alþingis er mitt hús, sem ég "leifi" þessu drjólum að fara inn í og tala "mínu" máli. Ef þeir gera það ekki, og skorðulaust leifa sér að fara í bága við það sem "ég" (almenningurinn) hefur gefið leifi til, þá hef ég fullan rétt til þess að KREFJAST, MÔTMÆLA eins og fyrir er hægt að komast.

LŶÐRÆÐI heitir það, og þar er það LŶÐURINN sem ræður. Og LŶÐURINN, það er ÉG (almenningurinn).

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 114094

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband