Svandís umhverfisráðherra er ekki "framandi" en svo sannarlega "ágeng"

Ekki veit ég hvar ráðsmennska Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra endar, barátta hennar gegn flóru landsins er orðinn slík þjóðremba að engu tali tekur. Það er nánast verið að gera allar helstu skógræktartegundir útlægar af því þær séu "framandi" eða með öðrum orðum að stofni til uppsprottin að fræjum sem safnað hefur verið á norðlægum slóðum þar sem aðstæður eru svipaðar og á Íslandi enda hafa þær margar hverjar staðið sig afburða vel til skógræktar hérlendis. Fjandskapurinn við lúpínuna er eitt, fjandskapur við þessa harðgerðu og duglegu uppgræðsluplöntu sem fer á undan öðrum gróðri, undirbýr jarðveginn fyrir annan gróður sem vel að merkja er með íslenskt ríkisfang, hefur verið hér frá landnámsöld.

Enn sem komið er hefur Svandís ekki fengið ísbjarnarmál til úrlausnar en það yrði sannarleg spennandi að fylgjast með hvernig hún mundi höndla slíka uppákomu. Ekki ólíklegt að henni tækist að fara fram úr allri vitleysunni sem Þórunn Sveinbjarnardóttir fyrrum umhverfisráðherra sýndi við hennar "ísbjarnarmál". 

En Svandís á einn möguleika ef ísbjörn gengur á land. Sá er að fá Jón Gnarr með sér til Norðurlands (því þar mun ísbjörn eflaust ganga á land ef hann kemur á annað borð). Saman geta þau klappað bangsa og boðið hann velkominn til Íslands í von um að hann hvorki klóri þau né bíti. Síðan taka þau hann með sér í flugvél, auðvitað fær bangsi besta sætið suður. Síðan verði honum smíðuð fullkomin "svíta" í Húsdýragarði Reykjavíkurborgar, þá verður uppfyllt það eina af kosningaloforðum Jóns Gnarr sem hann lofaði aldrei að svíkja.

En nú skulum við staldra við. Er ekki ísbjörn "framandi" í íslenskri náttúru? Flokkast ísbjörn ekki undir sömu lögmál og lerki til skógræktar eða lúpína til jarðvegsbóta? Er ekki borin von að Jón Gnarr fái sína heitustu ósk uppfyllta um ísbjörn í Húsdýragarðinn meðan Svandís er umhverfisráðherra?

Ætli þau yrðu ekki að taka gjörólíka stefnu með bangsa eftir að þau Svandís og Jón verða búin að  klappa honum þeirri von að sá hvíti éti þau ekki?

Og hvert skal þá halda?

Ætli það sé ekki öruggast að fara með hann alla leið á Norðurpólinn og skilja hann þar eftir, kannski verður hann þá orðinn svo elskur að þeim tveimur að hann vilji engan veginn skilja við þessa tvo Íslendinga sem hafa sýnt honum slíka vináttu. Kannski fá þau Svandís og Jón ekki af sér að yfirgefa þennan nýja vin sinn. Blátt bann Svandísar við "framandi" dýrum og plöntum á Íslandi verður líkleg til þess að bangsi verður kyrrsettur þar norðurfrá.

Spurningin er hvort þau skötuhjúin Svandís og Jón kjósa ekki frelsið þar líka. Á Norðurpólnum er eitt öruggt. Þar eru allar plöntur "framandi", þar þarf ekkert að flokka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir pistilinn Sigurður.

Mætti ég benda á eftirfarandi sem ég afritaði af vef Skógræktarfélgs Íslands http://www.skog.is

Tillaga að breytingum á náttúruverndarlögum 2010-2011

Umhverfisráðuneytið kynnti tillögur nefndar að breytingum á náttúruverndarlögum í desember 2010.

Töluverðar umræður spunnust um þessar tillögur - sjá tengla hér að neðan.

Frétt Umhverfisráðuneyti 14. desember 2010
http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1733

Frétt Skógrækt ríkisins 17. desember 2010
http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/1475

Kvöldfréttir RÚV 20. desember 2010
http://dagskra.ruv.is/ras1/4536926/2010/12/20/10/

Fréttir Stöðvar 2 mánudaginn 20. desember 2010
http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=&mediaSourceID=0c52af7d-2b1d-4786-8644-0ac8af73a93a&mediaClipID=10c7c62d-e20c-49db-9575-1682272d839b

Leiðari Fréttablaðsins 21. desember 2010
http://visir.is/fabreytni-i-nafni-fjolbreytni-/article/2010376449717

Fréttablaðið 21. desember 2010
http://visir.is/leggja-til-strangar-homlur-a-skograekt/article/2010179496154

Fréttablaðið 21. desember 2010
http://www.visir.is/article/2010850788394

Fréttablaðið 11. janúar 2011
http://www.visir.is/article/2011813810078

Fréttablaðið 12. janúar 2011
http://visir.is/skograektarfelagid-hvetur-til-motmaela/article/2011722674198



Ágúst H Bjarnason, 12.1.2011 kl. 12:53

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Á dagskrá ríkisstjórnarinnar er víst að flytja þá hreppaflutningum, sem ekki búa nú á þeim stað sem þeir voru fæddir eða aldir upp. Þú ert nú varla að búa við náttúrulegar aðstæður þarna í Þorlákshöfn

Sigurður Þorsteinsson, 12.1.2011 kl. 19:11

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Svona þvottekta tuð hefur heilmikið skemmtanagildi.

Haraldur Rafn Ingvason, 13.1.2011 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 113845

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband