Fyrirlestur Dr. Fred Goldberg í Háskóla Íslands

Föstud. 29. maí kl. 11:00 mun sænski vísindamaðurinn Dr. Fred Goldberg halda fyrirlestur í Háskóla Íslands um hin mjög svo umdeildu loftslagsmál. Dr. Fred er algjörlega á öndverðum meiði við Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna IPCC sem Al Gore fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna byggir kvikmynd sína "Óþægilegur sannleikur" á. Það þarf talsverðan kjark til að ganga gegn þessum öflum sem hafa fengið Nóbelsverðlaun fyrir kenningar sínar.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku:

Is it CO2 or the sun and ocean currents that controls our climate?

The lecture will first present a short climate history overview and then I will discuss the CO2 properties and if it has a climate effect or not. Then I will demonstrate some interesting observations concerning the role of ocean currents over the climate, ice conditions in the Arctic and temperatures. Finally I will discuss some observations between sun magnetic activity, temperature changes and cloud formations and what climate we can expect in the future.

Fyrirlesturinn er þannig fram settur að hann er auðskilinn öllum, hann er ekki aðeins fyrir innvígða.

Dr. Fred er einn af sífellt fjölmennari hópi vísindamana og almennra borgara sem hafa opnað augu sín fyrir í hvað ógöngur ríki heimsins eru að koma sér í með þessari ofurtrú á að maðurinn sé með kolefnisbruna og aukningu koltvísýrings CO2 að vinna skaða á loftslagi og hitastigi jarðarinnar.

Ein lítil staðreynd: Eftir árið 2002 hefur hitastig á jörðinni fallið en ekki hækkað.  Á sama tíma  hafa "sloppið" 150 milljarðar tonna af CO2 út í andrúmsloftið.

Hvers vegna hefur hitastig þá ekki hækkað þegar það hefur sannarlega lækkað?

Er hætta á að við séum á leið inn í lækkandi hitastig jarðar?

Það væri svo örugglega miklu alvarlegri tíðindi en að hitastig væri hækkandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Ertu búinn að auglýsa þetta á Veðurstofunni og Raunvísindastofnun? Þeir hefðu eflaust gaman af smá umræðum um málið.

Aldrei að vita nema maður mæti, en endilega auglýstu þetta almennilega, svo það verði einhverjar umræður.

Loftslag.is, 22.5.2009 kl. 19:11

2 Smámynd: Loftslag.is

Það væri líka gaman að fá að vita meiri deili á herra Goldberg. Þú segir hann vísindamann og hann virðist vera með doktorspróf.

Hvert er hans sérfræðisvið og ertu með eitthvað lesefni eftir hann svo maður geti undirbúið sig? 

Það er frekar erfitt að spyrja spurninga ef maður veit ekki hvernig kenningar hans eru fyrirfram.

Loftslag.is, 22.5.2009 kl. 19:22

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Háskóli Íslands sér um alla kynningu og auglýsingu á fyrirlestri Fred Goldberg. Læt hér fylgja með smá pistil sem Fred sendi mér eftir að hann kom til Íslands og hélt fyrirlestur í Norræna húsinu síðla sumars 2008. Ég bað hann um þessar upplýsingar vegna þess að ég skrifaði um þetta efni, (klima og kosmos) í LAGNAFRÉTTIR í Mbl. Pistillinn er á sænsku sem ég vona að sem flestir skilji.

Hej Sigurdur
Jag har en bakgrund som maskintekniker från Tekniska Högskolan (KTH) i Stockholm. 1975 doktorerade jag och blev också docent inom ämnet svetsteknologi och sysslade med vetenskaplig forskning och utveckling fram till 1975. Därefter har jag arbetat som egen företagare och konsult med lasersystem för svetsning och skärning samt styrsystem för automatsvetsning och robotsvetsning. Det har blivit ganska tvärvetenskapligt genom åren. För 15 år sedan engagerade jag mig i trafiksäkerfrågor och utvecklade bl a ett elektroniskt körkort som förhindrar olovlig bilkörning. Om systemet infördes skulle 5000 liv räddas varje år i både USA och Europa på årsbasis. För denna uppfinning fick jag som förste Svensk Europakommissionens IT-pris 1995. Jag blev också belönad med MHF:s guldmedalj mm.
 
För 4 år sedan började jag intressera mig för klimatfrågan som jag tyckte verkade konstig. Jag gjorde en tvärvetenskaplig approach och sökte upp specialister på atmosfärsforskning, oceanografi, paleontologi, geochemi över heela världen och har träffat de flesta stora namnen inom klimatforskningen. Jag har vid några tillfällen avslöjat hur Bert Bolin, Erland Källén, Henning Rohde m fl fuskat och bluffat och gjort mig obekväm i vissa kretsar men desto mer populär i andra. Hösten 2006 blev jag ombedd av KTHs rektor Anders Flodström att vara generalsekreterare för en internationell klimatkonferens. Tillsammans med professor Peter Stilbs, fysikalisk kemi KTH genomfördes denna med stor framgång och ett 15-tal av världens ledande forskare deltog och sammanställde en pressrelease som sade att man inte kunnat finna några bevis på att människan påverkat klimatet. Alla media i Sverige ignorerade press-releasen men i utlandet kom det fram en del.
 
Just nu forskar jag vidare men min tvärvetenskapliga approach och börjar se ett klart mönster hur det är planeterna och solen som avgör jordens klimat. Jag är flitigt inbjuden att hålla föredrag i Rotary-klubbar och andra föreningar och är inbokad nästa varje vecka året ut.
 
Svo geta þeir sem vilja haft samband við Fred beint:

Dr Fred Goldberg
Materialdata AB
Box 1210
SE-181 24 Lidingö
tel: +46 8 767 05 42
Mobile: +46 70 592 8877
E-mail: Fred@materialdata.se
www.klimatbalans.info

Sigurður Grétar Guðmundsson, 23.5.2009 kl. 10:32

4 Smámynd: Loftslag.is

Ég prófaði að gúggla hann og sá að hann kom í fyrra - kvartað var yfir því hversu illa það erindi var kynnt.

Kunningi minn í HÍ segist ekki hafa heyrt af þessum fyrirlestri nú. Það verður ekki gaman að þessu nema það verði þokkaleg mæting.

Loftslag.is, 23.5.2009 kl. 15:01

5 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Bæði Sænska sendiráðið og Norræna húsið gerðu sitt besta til að kynna fyrirlesturinn í fyrra en aðeins 1 fjölmiðill, Fréttablaðið, birti frétt um fyrirlesturinn. Það varð til þess að ég fór á hann. Í þeirri fréttatilkynningu kom berlega fram hverjar skoðanir og niðurstöður Fred eru og ég er ekki í nokkrum vafa að þar sem hann fylgdi ekki hinni einu sönnu kenningu og trúarhópi (sem þú greinilega tilheyrir Höskuldur) þá fékkst engin kynning hjá fjölmiðlum, þannig hefur það verið um allan heim.

Það var fyrst sl. föstudag (í gær) að endanlega small þetta saman um fyrirlesturinn 29. maí og að Háskólinn fékk nauðsynlegar upplýsingar svo það er eðlilegt að lítið hafi fyrirlesturinn verið kynntur enn.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 23.5.2009 kl. 18:50

6 Smámynd: Loftslag.is

Þú getur ekki álasað menn fyrir að taka ekki undir kenningar sem brjóta gegn þekktum lögmálum eðlis- og efnafræði. Kenningar sem eru í besta falli langsóttar og í versta falli algjört rugl. Í gegnum tíðina hafa fjölmiðlar verið alltof hallir undir að kynna slíkt.

Það hefur reyndar verið rannsóknarefni fjölmiðlafræðinga (hef ég heyrt) að umfjöllun um hlýnun jarðar af mannavöldum hefur verið 50/50 með og á móti undanfarin ár, þrátt fyrir að vísindamenn og sérfræðingar í þessum málum skiptist í krinum 99 með og 1 á móti.

Loftslag.is, 24.5.2009 kl. 11:20

7 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ég segi reyndar "þú getur ekki álasað mönnum" og það á ekkert síður við þig. Við skulum tala varlega um "algjört rugl" þó aðrar skoðanir komi fram. Hinsvegar veit ég að það er víðsfjarri að vísindamenn og sérfræðingar skiptist 99 með og 1 á móti og þeim fjölgar stöðugt sem eru þeirrar skoðunar að hin opinbera kenning IPCC leiði mannkynið í miklar ógöngur. Fjölmiðlar hafa reynt að fjalla sem minnst umþá sem eru á móti IPCC kenningunum.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 24.5.2009 kl. 12:16

8 Smámynd: Loftslag.is

Fljótfærnismálfræðivilla - fyrirgefðu mér Siggi. Ég vil samt biðja þig um að hætta að vera smásmugulegur varðandi stíl og málfræði (eins og þú virðist ætla að stunda þegar við eigum orðaskipti), það er algjört aukaatriði í umræðum um loftslagsmál. Einnig vil ég biðja þig um að sýna þekkingu þína betur með því að þýða þessa sænsku og dönsku texta sem þú ert alltaf að birta, það tekur alltof langan tíma fyrir meðal Íslending að lesa þau tungumál.

Varðandi "algjört rugl". Þá sagði ég ekki að allt væri rugl sem væri á móti kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum. Þú virðist handvelja ansi mikið af því sem ég segi og nota þér í hag. Samt sem áður er það svo að margar af þessum kenningum og mótrökum eru algjört rugl. Sumir halda því jafnvel fram að magn CO2 í andrúmsloftinu sé að rísa af náttúrulegum orsökum - þvílíkur brandari. Svoleiðis röksemdir eru bara algjört rugl. Aftur á móti eru kenningar Svensmark alls ekkert rugl - þó hún standist ekki vísindalega skoðun.

Varðandi vísindamenn og sérfræðinga í loftslagsmálum - þá fá að sjálfsögðu ekki maskínutæknar og óbreyttir sem ekki hafa stundað rannsóknir á loftslagsfræðum (og fengið ritrýndar greinar birtar) að flokkast sem slíkir. Því er hlutfallið ekki langt frá því að vera 99/1. Er ég með oflæti í þeirri fullyrðingu?

Loftslag.is, 24.5.2009 kl. 13:21

9 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Líklega áttu við Fred Goldberg og mig þegar þú talar um "maskínutækna og óbreytta" það hækkar enginn við það  að tala niður til annarra. Það er gaman að eiga skoðanaskipti við þig því þú ásakar aðra stöðugt um það sem þú gerir þig sekan um í nánast hverri setningu. Mér þykir þú kokhraustur að segja að kenningar Svensmark standist ekki vísindalega skoðun því það gera þær svo sannarlega, hinsvegar hafa þær ekki verið sannaðar en það er allt annað mál. Það ættu áhangendur IPCC ekki að setja fyrir sig, það er svo margt í þeim ranni sem ekki er sannað og ýmislegt hefur verið tekið til baka s. s. hokkýstafurinn, sú fölsun hefur leikið stórt hlutverk sem grundvöllur kenninga IPCC. En varðandi maskínutækna og aðra vil ég minna þig á að æðsti maður IPCC, Indverjinn Rajendra Pachauri, er ekki á nokkurn hátt sérfróður um loftslagsmál, hann er járnbrautarverkfræðingur, það er síður en svo sagt honum til minnkunar.

Ég tel að hér sé um svo alvarlegt mál fyrir mannkynið að það sé ekki hægt að nefna neitt í þeirri umræðu sem brandara. Það er engan vegið sannað að aukning CO2 í andrúmslofti sé af manna völdum nema að mjög litlu leyti, líttu á grafið sem ég birti frá Ian Plimer. Líttu á niðurstöður ískjarnarannsókna frá Vostok stöðinni á Suðurskautinu. Hvernig er hægt að skýra geysimikla aukningu CO2 í andrúmslofti þegar aðeins örfáar eða engar mannverur lifðu hér á jörðu? Kenningin um að aukning CO2 í andrúmslofti sé "afleiðing" af hlýnun en ekki "orsök" er ekki sönnuð en líkurnar eru miklar. CO2 í andrúmslofti er á stöðugri hringrás hvað sem maðurinn gerir, það getur maðurinn ekki stöðvað sem betur fer.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 24.5.2009 kl. 16:11

10 Smámynd: Loftslag.is

Hvað verður þá um allt þetta CO2 sem menn eru að dæla út í andrúmsloftið - hverfur það bara? Magn CO2 í andrúmsloftinu hefur aldrei vaxið jafn hratt svo menn viti fyrir víst og hefur ekki verið jafn hátt í

Varðandi Plimer, þá skrifaði hann bók sem heitir Heaven and Earth (eða eitthvað slíkt) og fékk hún vægast sagt óvægna gagnrýni: http://bravenewclimate.com/2009/04/23/ian-plimer-heaven-and-earth/

Loftslag.is, 24.5.2009 kl. 20:07

11 Smámynd: Loftslag.is

ég var eitthvað að flýta mér: CO2 hefur ekki verið jafn hátt í 650 þúsund ár (eða jafn langt aftur og menn sjá með ískjörnum).

Loftslag.is, 24.5.2009 kl. 20:08

12 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Hvergi er CO2 í jafn miklu magni og í höfunum. Það er mjög sennileg kenning að því heitari sem höfin verða sleppi þau meira af CO2 í andrúmsloftið. Prófið með kolsýrða drykki, sem þú eflaust þekkir, styður það. CO2 er í stöðugri hringrás eins og vatn, það mun endurnýjast í andrúmslofti á 12 árum. Mælingar á CO2 í andrúmslofti hófust ekki fyrr en 1958 á Hawai. Það er nánast eina leiðin fyrir þá sem ekki falla kné og fylgja IPCC að gefa sínar vísindarannsóknir og niðurstöður út á bókum sbr. The Chilling Stars (Klima og Kosmos) eftir Svensmark og Calder. Það hefur Ian Plimer einnig gert og fjöldi annarra vísindamanna. Eitt er öruggt; allar slíkar bækur fá "óvægna gagnrýni" frá þeim sem trúa IPCC. Helstu vísindatímarit heimsins, Nature og Science, birta ekki greinar um loftslagsmál nema þær fylgi í einu og ölli niðurstöðum IPCC. Það magn af CO2 sem er "dælt" út í andrúmsloftið hverfur ekki, það er öruggt. Það fer í hringrásina og er stundum í andrúmslofti stundum í sjó, og sem betur fer niðri á jörðu til að tryggja og efla jarðargróður og tryggja mannkyni áframhaldandi líf. Með ykkar einhliða áróðri eruð þið IPCCingar búnir að koma þeirri ranghugmynd inn hjá mörgum saklausum sálum að CO2 sé eitur sem verði að berjast gegn. Einn sænskur "alarmisti/dómsdagsspámaður" hélt því fram með réttu að hver maður gefi frá sé 10 tonn af CO2, takmarkið væri að hreinsa það alfarið í burtu. Honum var bent á að fara á undan með góðu fordæmi en til að tryggja 100% árangur yrði hann að hætta að anda.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 25.5.2009 kl. 00:19

13 Smámynd: Loftslag.is

En magn CO2 í hafinu er að aukast, hvaðan kemur það?

Loftslag.is, 25.5.2009 kl. 00:31

14 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Hver sagði að CO2 í hafinu væri að aukast? Það væri jafnvel jákvætt fyrir lifið á jörðinni að magn CO2 í andrúmslofti, á landi og hafi væri þrefalt magn á við það sem nú er. Að berjast gegn CO2 er skemmdarverk gegn náttúrunni, það er í rauninni það sama og að berjast gegn súrefni, þurfum við ekki öll að anda? Þú svarar því engu að þið IPCCingar eruð búnir að læða því inn hjá stórum hluta þjóða í iðnvæddum löndum , einkum yngra fólkinu, að CO2 sé eitur sem berjast verði gegn, áttu engin svör við því? Veistu hvað Norðmen eyða miklu fjármagni í að binda CO2 í berglögum. Enda sagði Jens Stoltenberg forsætisráðherra í síðustu heimsókn sinni hér að það væri dapurlegast að geta ekki nýtt þetta CO2 á hagnýtan hátt. En það má ekki því þá sleppur það aftur inn í hringrásina á jörðinni. Líttu á bloggið mitt bráðlega, þá skal ég segja þér frá hinni brjálæðislegu atorku Norðmanna í að binda CO2 ef þú veist það ekki.

Svo skulum við líta nánar á borkjarnana frá Vostok.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 25.5.2009 kl. 09:32

15 Smámynd: Loftslag.is

Hver sagði að CO2 í hafinu væri að aukast?

Hefurðu ekki heyrt af súrnun sjávar - CO2 í hafinu er að aukast. Ágætis yfirlit yfir það má finna hér: http://www.mccip.org.uk/elr/acidification/default.htm

Við aukningu CO2 í andrúmsloftinu vegna bruna jarðefnaeldsneyta hefur sjórinn tekið meira upp af CO2 sem leitt hefur til þess að hafið hefur súrnað meira undanfarin sirka 200 ár en nokkurn tíman síðan fyrir 55 milljón árum - sá atburður leiddi til mikillar hnignunar og útdauða sjávarlífvera ef ég man rétt. Meira lesefni má finna með því að skoða tenglana sem eru í þessari færslu: http://loftslag.blog.is/blog/loftslag/entry/877486/

Hlutfall samsæta (ísótópa/isotopes) kolefnis í andrúmsloftinu hefur breyst á þann veg að ekki fer á milli mála hvaðan CO2 í andrúmsloftinu kemur - þ.e. frá bruna jarðefnaeldsneytis að mestu leiti, en einnig frá eyðingu skóga og jarðvegs: http://environmentalchemistry.com/yogi/environmental/200611CO2globalwarming.html

Þú getur því hvatt þessar fullyrðingar þínar um að CO2 í andrúmsloftinu sé vegna þess að höfin séu að sleppa CO2 - CO2 er að aukast í hafinu (ekki minnka) og kolefnissamsætur segja okkur hvaðan það er ættað (að mestu við bruna jarðefnaeldsneytis).

Að halda því að við "IPCCingar" séum með einhvern áróður er kjánalegt tíst frá rökþrota einstaklingi.

Loftslag.is, 25.5.2009 kl. 10:34

16 Smámynd: Loftslag.is

Annars er ég að safna í sarpinn mótrök gegn því að hlýnun sé vegna aukinnar losunnar manna á CO2 út í andrúmsloftið - ég mun skrifa færslu um þau rök og hrekja - t.d. rök eins og þau að magn CO2 sé vegna þess að sjórinn sé að losa aukið CO2.

Þá skrifaði ég "lítinn" pistil sem þú hefur örugglega gaman af að krítisera: http://loftslag.blog.is/blog/loftslag/entry/882641/

Endilega kíktu við. 

Loftslag.is, 25.5.2009 kl. 10:43

17 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Bíddu aðeins, ætlar þú að safna saman rökum "gegn" því að hlýnun sé vegna aukinnar losunnar manna á CO2 út í andrúmsloftið? Ég hefði frekar búist við að þú mundir safna í sarpinn rökum "fyrir " því að hlýnun sé vegna losunar manna á CO2 út í andrúmsloftið. Er ég að misskilja eitthvað, er ég bara "tístandi rökþrota einstaklingur"?

Ég held að frá lokum kalda stríðsins hafi ekki orðið til jafn gífurlega sterk áróðursmaskína og Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC, en sterkasta gjallarhorn þeirrar stofnunar er Al Gore fyruum varaforseti Bandaríkjanna.

Taktu nú eftir, þetta er minn spádómur: Það kunna að líða ár og jafnvel áratugir áður en það kemur í ljós og verður viðurkennt að niðurstöður  þessarar stóru stofnunar, IPCC, eru einn mesti vísindaskandall sögunnar fyrr og síðar.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 25.5.2009 kl. 14:05

18 Smámynd: Loftslag.is

Ég er búinn að setja inn nýlega færslu með helstu rökum fyrir því að hlýnunin sé vegna aukinnar losunnar manna á CO2 út í andrúmsloftið. Því er ég að safna saman mótrökum gegn kenningunni nú og þeim mótrökum mun ég svara í sér færslu á blogginu mínu. Endilega bættu í sarpinn hér, ef þér dettur eitthvað í hug: http://loftslag.blog.is/blog/loftslag/entry/882641/

Loftslag.is, 25.5.2009 kl. 14:51

19 identicon

Þar sem Sigurður er ekki búinn að svara spurningu minni frá því 5. í þessum mánuði ætla ég að endurtaka hana hérna:

Ef Goldberg er einn þekktasti vísindamaður Svíþjóðar í loftslagsmálum hlýtur Sigurður Grétar að geta talið upp fjölda vísindagreina eftir Goldberg í ritrýndum og viðurkenndum vísindatímaritum um loftslagsmál? Mér þætti vænt um að fá þann lista. (Ég er ekki að biðja um fyrirlestra sem fluttir eru á ráðstefnum kostaðar af frjálshyggjustofnunum, heldur vísindagreinar í ritrýndum tímaritum).

Guðni Elísson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 14:59

20 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þú átt kost á því að heyra og ræða við Fred Goldberg í Háskóla Íslnds nk. föstudag, þar geturðu fengið þær upplýsingar sem þú óskar eftir milliliðalaust. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki svarað þér fyrr er að ég hef hvergi séð neitt frá þér á mínu bloggi fyrr. Það er hinsvegar dapurlegt að þið sem eruð IPCCsinnar skulið snúa öllu upp í pólitík, þetta er allt of mikið alvörumál til þess að það sé þolandi að snúa sig út úr allri umræðu með því að sletta slíku fram, ég vona að þú þroskist. Ég get bent þér á hvað ég segi í nr. 12 að frama: þeir sem ekki bukta sig fyrir kenningum IPCC fá ekki neitt birt eftir sig í svonenfndum virtum vísindaritum. En þeir hafa þess í stað gefið út margar bækur sem, eins og Höskuldur segir, fá óblíðar viðtökur, það er laukrétt.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 25.5.2009 kl. 17:45

21 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég fór á fyrirlestur Fred Goldbergs s.l. haust í Norræna húsinu. Þar voru m.a. Vigdís Finnbogadóttir og sænski sendiherrann, auk allmargra sem ég kannaðist við. Ég hafði ánægju af fyrirlestrinum þó svo að ég kannaðist við flest það sem hann sagði.

Hann var einn þátttakenda   The International Conference on Climate Change í mars s.l.

Auglýsing Háskóla Íslands er hér

 [Dr_LoTitle306.jpg]

Ágúst H Bjarnason, 25.5.2009 kl. 21:46

22 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

http://www.junkscience.com/images/paleocarbon.gif

Sjá þessa ritrýndu grein,   mynd 3 bls 192:

Geocarb III: A Revised Model of Atmospheric CO2 over Phanerozoic Time

http://earth.geology.yale.edu/~ajs/2001/Feb/qn020100182.pdf

http://www.ajsonline.org/cgi/content/abstract/301/2/182

Robert A. Berner and Zavareth Kothavala

Department of Geology and Geophysics, Yale University, New Haven, Connecticut 06520-8109

 AJS

 http://www.opentemp.org/_misc/geocarbiii_co2_sensitivity.png

RCO2 á lóðrétta ásnum er hlutfallslegt magn CO2 miðað við það sem er nú. "RCO2=The ratio of mass of CO2 at time t to that at present (t=0)" .

Ágúst H Bjarnason, 25.5.2009 kl. 22:26

23 Smámynd: Loftslag.is

Siggi kvartaði yfir því að ég birti þetta ekki líka hérna, hér kemur það: 

Á blogginu sínu þá birti Ágúst þessar sömu myndir, vísaði sérstaklega til ársins 550 milljón ára og spurði:

Er mikil eða lítil fylgni milli koltvísýrings og lofthita jarðar? Hvers vegna var magn CO2 gríðarlegt áður fyrr?

Fyrri spurning: Fylgnin virðist hafa verið minni í fyrndinni (Kambríum og Ordavisium sérstaklega), gögnin eru þó mjög léleg (sjá t.d. betri mynd með fleiri gögnum - smelltu hér), enda mörg hundruð milljón ára gögn óbeinna mælinga úr jarðlögum (svo eru menn að krítisera mælingar á CO2 í dag, þar sem mælingar eru gerðar á andrúmsloftinu í rauntíma!! )

En þá voru líka allt aðrar aðstæður en nú (lega og stærð landmassa) sem höfðu áhrif á hitastig - það er alþekkt að það er kaldara á jörðinni þegar stórir landmassar eru á pólunum, heitara þegar pólarnir eru landlausir - þeir sem þekkja eitthvað til jarðsögu vita hvað ég er að tala um.

En menn vita að  fylgnin er allnokkur núna og fylgnin hefur verið mikil síðastliðin 650 þúsund ár samkvæmt ískjörnum:

Svarta línan sýnir proxí fyrir hitastig þar sem kjarnarnir voru teknir og rauða línan er CO2.

Það skal á það bent að það er vitað að CO2 er ekki fullkomlega í takt við hitastig í ískjörnum síðastliðna jökul- og hlýskeiða (munar eitthvað í kringum 800 ár sem CO2 eykst eftir að hitinn byrjar að aukast), enda var CO2 ekki frumorsök hlýnunar þá, heldur magnaði CO2 upp hlýnun sem var þá þegar komin af stað (vegna svokallaðra Milankovich sveifla). Nú er CO2 að aukast og hitastig að aukast, á sama tíma og aðrir náttúrulegir ferlar eru í niðursveiflu.

Seinni spurningin: Í fyrsta lagi þá er ekki víst að CO2 hafi verið jafn mikið og myndin að ofan segir til um, niðurstöður vísindamanna eru mismunandi - en það var þó hærra en nú og menn hafa bent á eldvirkni sem frumorsök og það að aðrar lífverur voru á ferli á þeim tíma (meiri eldvirkni og minni ljóstillífun). Nú er það aftur á móti losun manna á CO2 sem er höfuðorsökin aukningarinnar frá því fyrir iðnbyltingu.

Sjá t.d. þessa færslu mína þar sem ég fer aðeins ofan í núverandi aukningu af völdum manna og áhrif til hlýnunar: http://loftslag.blog.is/blog/loftslag/entry/882641/

Loftslag.is, 27.5.2009 kl. 21:31

24 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Tilvitnun í þig:

"Ein lítil staðreynd: Eftir árið 2002 hefur hitastig á jörðinni fallið en ekki hækkað.  Á sama tíma  hafa "sloppið" 150 milljarðar tonna af CO2 út í andrúmsloftið.

Hvers vegna hefur hitastig þá ekki hækkað þegar það hefur sannarlega lækkað?

Er hætta á að við séum á leið inn í lækkandi hitastig jarðar?"

Árið 2002 er þriðja heitasta árið síðan mælingar hófust (frá 1880), í öðru sæti er 1998 og á toppnum trónir 2005 (sem kemur bæði á eftir 2002 og er heitara). Þess má einnig geta að 2008 er níunda heitasta árið í heiminum síðan mælingar hófust. Þegar 10 heitustu árin eru skoðuð kemur í ljós að 8 af þeim eru eftir 2000...aðeins 1998 og 1997 komast með á listann sem lítur svo út:

  1. 2005
  2. 1998
  3. 2002
  4. 2003
  5. 2006
  6. 2007
  7. 2004
  8. 2001
  9. 2008
  10. 1997

Þess má einnig geta að á árinu 2008 var La Nina fyrirbærið einnig í gangi, sem öðru óbreyttu veldur lægra hitastigi í heiminum.

Þetta leiðir mig að spurningu 2 sem þú spyrð sjálfan þig í pistlinum... og svarið er nei, hitastig jarðar er ekki að lækka.

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.5.2009 kl. 22:23

25 Smámynd: Loftslag.is

Sigurður, það er útlit fyrir að ég komist ekki á fyrirlesturinn. Muntu ekki kynna niðurstöður hans hér á þessu bloggi?

Ég er spenntur að heyra hvað hann hefur að segja.

Loftslag.is, 28.5.2009 kl. 22:50

26 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ég mun gera mitt besta til að kynna það sem fram kemur hjá Fred Goldberg þó það geti ekki orðið alveg srrax.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 29.5.2009 kl. 08:20

27 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Því miður komst ég ekki í þetta sinn vegna vinnunnar...   

Ágúst H Bjarnason, 29.5.2009 kl. 13:00

28 Smámynd: Loftslag.is

Er það satt að hann hafi neitað að viðurkenna þá staðreynd að sjórinn sé að súrna af völdum CO2?

Loftslag.is, 1.6.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband