Hvaða efni er í "gróðurhúsahjálminum" og er það vitað hvað mikið er af manna völdum?

Já, það er vitað hvaða efni eru í "gróðurhúsahjálminum" (mín þýðing á greenhause effect) og það er vitað hvernig hlutföll efnanna eru og það er vitað að nokkru hve mikið stafar af mannanna verkum.Ian Plimer

 Vatnsgufa er um 95% af gróðurhúslofttegundum, koltvísýringur innan við 1%, síðan er nefnt metan, köfnunarefnisdíoxíð og aðrar tegundir. Prósentutölurnar  sýna hve mikið af hverjum flokki er til komið af manna völdum. Þar sést að hið mjög svo umdeilda gróðurhúsagas CO2 er af manna völdum 0,117% af þessu tæpa 1%. 

Nú er í uppsiglingu og raunar víða komin til framkvæmda gífurlegt átak til að berjast gegn þessari örstærð, það er m. a. gert með mjög svo íþyngjandi skattlagningu. Þetta er barátta sem mun litlu sem engu skila, fjármununum væri betur varið í annað og brýnna.

Heimild: Ian Plimer, ástralskur prófessor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll nafni. Er sammála þér og hef lengi verið efasemdarmaður um þennan hlýnunarátrúnað,sem  drifinn er áfram af ríkisreknu alþjóðlegu vísindasamfélagi undir kjörorðinu,"við einir vitum" og sem stjórnmálamenn hafa margir hverjir étið upp eftir þeim. Þakka þér fyrir margar greinar um þetta efni þar sem þú vitnar í menn með heilbrigða skynsemi eins og þennan ástralska prófessor.Sammála þér líka með fyrri greinina. Þessi margra mánaða sundskýlugjörningur verður varla til að auka hróður okkar utan landsteinanna. Fróðlegt væri að vita um kostnaðinn. Með kveðju

Sigurdur Ingólfsson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 19:19

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Sæll nafni. Nk. föstud. 29. maí kl. 11:00 f. h. mun Dr. Fred Goldberg, professor við Tækniháskólann í Stokkhólmi flytja erindi í Háskóla Íslands sem hann nefnir: Is it CO2 or the sun and ocean currents that controls our climate?Dr. Fred er í hópi þeirra vísindamanna sem alfarið hafna því sem fram kemur hjá Al Gore og byggist á kenningum loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC. Vona að þú sjáir þér fært að koma og látir aðra vita af þessu erindi, kveðjur.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 21.5.2009 kl. 22:43

3 Smámynd: Loftslag.is

Hérna er afrit úr einni af mínum fyrstu færslum á blogginu mínu, ekkert rosalega vel útskýrt - en hvað með það.

Það að CO2 sé lítill hluti af gróðurhúsalofttegundum í lofthjúpnum miðað við aðrar gróðurhúsalofttegundir eins og vatnsgufu er rétt. Ólíkt utanaðkomandi öflum (eins og CO2) sem hægt er að bæta við lofthjúpinn, þá er vatnsgufa í lofthjúpnum fall af hitastigi. Vatn gufar upp í hlutfalli við hitastig við yfirborð jarðar og úthafa. Ef auka vatnsgufa bætist við lofthjúpinn, þá þéttist hún og fellur niður sem úrkoma á stuttum tíma (1-2 vikum).

Þar sem magn vatnsgufu er beintengt við hitastig  þá hefur það svokallaða jákvæða afturverkun (positive feedback) og er meginástæða þess hvers vegna hitastig er svo viðkvæmt gagnvart breytingum í CO2. Þegar hiti eykst (við útblástur CO2), þá eykst uppgufun vatns og vatnsgufa safnast saman í lofthjúpnum. Sem gróðurhúsalofttegund, þá dregur vatnsgufan í sig hita og hitar loftið meir og eykur því á uppgufun. Vatnsgufa sem gróðurhúsalofttegund eykur því á vandann sem útblástur á CO2 veldur.

Annars mun ég skrifa færslu á næstu dögum um CO2, mæli með því að þú lesir það Sigurður - fræðandi.

Loftslag.is, 21.5.2009 kl. 23:45

4 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Mér tókst í 16 ár að skrifa pistla í Fasteignablað Morgunblaðsins um "klósett og s´oleiðis" eins og sumir sögðu á þann hátt að pistlarnir voru auðskildir og mörgum þótti þeir skemmtilegir leyfi ég mér að segja. Útskýring þín á CO2 og vatnsgufu að ofan er því miður þannig fram sett að ég býst ekki við að lesendur séu nokkru nær eftir lestur, þú fyrirgefur en ég get ekki sagt annað. Þegar skrifað er um tækni eða eðlisfræði af þeim sem  hafa mikla þekkingu verður að gera þá kröfu að þeir skrifi þannig að texti þeirra sé skiljanlegur almennum borgurum. Það skilar litlu í þessum mikilvæga mali að þeir sem þekkingna hafa skrifi aðeins hver fyir annann.

Mér finnst miður að maður eins og þú, sem ert greinilega með mikla þekkingu á loftslagsmálum, skulir ekki vera leitandi í fræðunum heldur hafa gefið þig á vald þeim alþjóðlegu kenningum sem IPCC heldur fram enda var það bákn ekki stofnað til vísindarannsókna eða leitar heldur beinlínis til að sanna að maðurinn með sínum gjörðum sé að breyta loftslagi jarðarinnar.

En vonandi ert þú þrátt fyrir allt það leitandi að þú komir á fyrirlestur Dr, Fred Goldberg í Háskólanum nk. föstudag.

Ég mun örugglega lesa pistil þinn um CO2.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 22.5.2009 kl. 10:58

5 Smámynd: Loftslag.is

Eins og ég sagði áður en ég afritaði og límdi þennan textabút hér inn: úr einni af mínum fyrstu færslum á blogginu mínu, ekkert rosalega vel útskýrt Ég verð seint talinn mælskur og það er langt í það að ég muni ná að útskýra hluti eins vel og ég mögulega myndi vilja, ég reyni þó. ------Af því að þú ert sérfræðingur í lagnamálum þá langar mig að nota líkingarmál sem tengist því (þótt ég hafi ekkert vit á lögnum- stekk í djúpulaugina): Segjum að það vanti vatnslás í vask í baðherberginu þínu, þú getur ekki skrúfað fyrir vatnið þannig að yfirvofandi er mikið vatnstjón ef þú bregst ekki við, vatn flæðir á gólfið og það hefur myndast pollur í baðherberginu. Þú hefur í fórum þínum vatnslás sem þú veist að passar fullkomlega. Þú veist að það er ekki mikil skynsemi í því að vera með einhverjar efasemdir, allar vísbendingar benda til þess að hann passi (sjónrænt séð þá passar hann, mælistærðir eru allar réttar og meira að segja ertu með í höndunum leiðbeiningarit sem segir slíkt hið sama). Nokkrir aðrir vatnslásar eru í verkfærakassanum, en þú sérð að þeir passa hreint ekki. Á sama tíma segir mágur þinn (sem er sjálfmenntaður sérfræðingur í pípulögnum) að það verði nú varla mikið vatnstjón - vatnsrennslið eigi nú varla sök á vatnspollinum í baðherberginu, því vatnspollurinn virðist standa í stað í baðherberginu á sama tíma og vatnsrennslið er stöðugt (pollurinn er jafnvel búinn að minnka) - á sama tíma er konan þín í einu horni baðherbergisins með ausu og eys vatni yfir í baðið, en útséð er að hún muni ekki hafa orku til að halda áfram mikið lengur og að hún yrði að taka sér pásu, svo ljóst er að pollurinn muni stækka. Mágur þinn segði jafnframt að sjónmat þitt væri ekki rétt, mælingar vitlausar og að þetta leiðbeiningarit væri sett saman af sérfræðingum sem hefðu ekkert vit á lögnum (það hefði verið útbúinn af mönnum sem hefðu að vísu notið álits sérfræðinga í lögnum og tekið saman gögn frá þeim, en hefðu annars ekki mikið vit á lögnum).Hvað myndirðu gera?Myndir þú ekki skella vatnslásnum í og tengja? Væri þér ekki nákvæmlega sama þótt síðar kæmi í ljós að vatnslásinn væri ekki fullkomlega réttur, ef ljóst væri fyrirfram að hann væri langbesti vatnslásinn sem þú hefðir? Líkingamál: Vatnsrennslið er kenningin um CO2 útblástur manna, mágur þinn er einn af þeim sem finna kenningunni um hlýnun jarðar af völdum CO2 allt til foráttu, konan þín er sólin og sjálf ausunin er minnkandi virkni sólar, vatnslásinn er minnkandi útblásturs CO2 og hinir vatnslásarnir aðrar kenningar, leiðbeiningaritið er skýrsla IPCC.----

Ef þú nennir ekki að bíða eftir því að ég útskýri kenninguna um CO2 og gróðurhúsaáhrifin (sem verður þó á næstu dögum) þá bendi ég þér á að skoða þessa heimasíðu (http://vedur.is/loftslag/oftslagsbreytingar/grodurhusaahrif/) og þú mátt reyna að hrekja það sem þar stendur hér ef þú vilt - ég reyndar mana þig að reyna.

Loftslag.is, 22.5.2009 kl. 19:03

6 Smámynd: Loftslag.is

Fjandinn, þetta kom ekki rétt út - allt í einni biðu. Jæja, ég skelli dæmisöguna bara inn á bloggið mitt, skoðaðu hana þar.

Loftslag.is, 22.5.2009 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 113922

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband