Seinheppin sölumennska á landbúnaðarvörum

Seint skyldi ég flotinu neita og fátt fæ ég betra en vel matreitt íslenskt lambakjöt. Enda er ég sveitamaður í húð og hár, alinn upp við ljós frá steinolíulömpum, útikamar og eldun við kindaskán, Ég var ekki hér í loftinu þegar ég fékk embætti í sláturtíðinni þegar gamalám, sauðum og hrossum var slátrað á hlaðinu til að afla fjölskyldunni vetrarforða, reyndar ársforða. Mitt embætti var að hræra sem ákafast í blóðinu sem spýttist úr strjúpa kindanna og sauðanna eftir að þau höfðu verið skotin og skorin, þetta gerði ég með písk sem var gerður úr trénuðu ramfangi. Ef ekki var hrært í heitu blóðinu þá storknaði það og þá hefði enginn blóðmör verið gerður það haustið.

En fyrir þá sem ekki þegar hafa liðið út af undir þessari lýsingu ætlaði ég svolítið að agnúast út í markaðsfærslu landbúnaðarvara. Ástæðan er auglýsing frá Krónunni þar sem hún býður okkur heila lambskrokka af nýslátruðu á svona sæmilegu verði. 

En þá kemur að sjálfsögðu þessi eilífa forsjárhyggja. Annað lærið er sneitt niður og framparturinn einnig. Ef ég kaupi heilan lambaskrokk þá við ég fá bæði lærin heil, ég vil einnig fá frampartana tvo heila, ósagaða. Ég hef oft reynt að fá heila  bóga (framparta) en það virðist útilokað. Allir skulu sitja við sama borð, svona skaltu fá það kall minn, láttu okkur um að ákveða fyrir þig hvernið varan er tilreidd sem þú kaupir. Bógar eða frampartar eru nefnilega lystilega gott hráefni til að heilsteikja, en þeir er aldrei fáanlegir í verslunum.

Annað til að agnúast út í er þetta: oft er hægt að fá frosið súpukjöt í vænum pakkningum, ágætt til að elda góða kjötsúpu, muna samt eftir því að allt lambakjöt krefst nákvæmrar og vandaðrar afþýðingar. En þá kemur hugmyndaleysi sölustöðvanna. Það bregst varla að allar pakkningarnar eru næstum því jafn stórar og þungar. 

Hefur engum dottið í hug að einhver vilji 1 kg, annar 3 kg og sá þriðji jafnvel 5 kg?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband