10.9.2009 | 10:09
Systkinin frá Bakka ætla að verða tengiliðir þings og þjóðar
Þetta er boðskapur Borgarahreyfingarinnar í Morgunblaðinu í dag. Minn skilningur nær víst æði skammt, ég sá bloggið hans Þór Saari og hélt að hann væri að fjalla um eigin flokk:
En svo djúpt fer ekki hans innri rýni, þremenningarnir hafa aðeins eitt skotmark; það er það sem þau kalla Fjórflokkinn. Borgarahreyfingin ætlaði að koma inn með nýja sýn, nýtt siðferði og ný vinnubrögð á Alþingi. En allir vita hver framvindan hefur orðið.
Hinsvegar kom fram nokkuð merkilegt fram í bloggi Birgittu Jónsdóttur. Í fyrsta lagi að Þór Saari sé ákaflega hláturmildur maður, sérstaklega geti hann hlegið endalaust að Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Í örðu lagi ennþá merkilegri frétt. Þór Saari ætlar ekki eingöngu að bjarga Íslandi frá bæði Fjórflokknum og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum heldur fer hann eins og logi yfir akur um þriðjaheims löndin og sópar upp óstjórn og ráðleysi sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur skilið eftir sig eftir misheppnaða hjálp.
Þetta hlýtur að vera rétt, þetta segir Birgitta í sínu bloggi. Það er enginn smátækur kraftaverkamaður sem ekki aðeins ætlar að bjarga Íslandi eftir hrunið og frá Fjórflokknum heldur einnig flestum þeim frumstæðu þjóðfélögum sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur verið skaða á undanförnum árum.
Erum við að fá nýjar persónur inn í þjóðsögurnar, þessi sérkennilegu systkini frá Bakka?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Spaugilegt | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.