Israelsríki notar nasistískar aðferðir

Það má búast við að mörgum svelgist á þegar þeir lesa fyrirsögnina að þessum pistli. Ég vil benda sterklega á að það er ekkert samasemmerki milli Ísraelsríkis og Gyðinga. Gyðingar eru búsettir nær um allan heim, ég lít ekki á Gyðinga sem þjóð, miklu frekar sem trúflokk. Það er því ákaflega sorglegt að svívirðilegt framferði þeirra sem ráða Ísraelsríki komi niður á öllum Gyðingum.

Ísraelsmenn hafa frá því þeir stofnuðu Ísraelsríki 1946 notað nákvæmlega sömu aðferð og Nasistar notuðu forðum, þeirra stefna var og Ísraelsríkis nú er það sem kallað var og er LEBENSRAUM, lífsrýmisstefna. Það má búast við að farið sé að fenna yfir landrán þýskra nasista, því miður, en Bretar og Vesturveldin létu það óátalið þó þeir tækju Austurríki herskildi og síðan stóran hluta Tékkóslóvakíu.

En lítum á kort af Palestínu:

Palestína

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lengst til vinstri er kort af Palestínu árið 1946 þá er innrás "Ísraela" að hefjast fyrir alvöru. Þá bjuggu, og höfðu búið lengi hlið við hlið Palestínumenn og Gyðingar, hvítu svæðin eru Gyðinga en svæði Palestínumanna græn. Árið 1947 er allt gjörbreytt. "Ísraelar" hafa sölsað undir sig meira og meira land og rekið þá sem landið áttu burt,  þeir hafa verið flóttamenn síðan. Síðan kemur sexdagastríðið og þriðja kortið sýnir hvernig skipting landsins er að því loknu.

En sl. rúm 40 ár hefur landránið haldið áfram. Það er greinilegt að stefnan er að útrýma Palestínumönnum alfarið, hrekja þá burt frá þeim aðskildu og strjálu byggðum sem þeir hýrast enn á. Þetta gera Ísraelsmenn með fullu samþykki hins kristna heims og með sérstökum stuðningi Bandaríkjanna.

Og það dapurlegasta  er að við Íslendingar erum, og höfum alltaf verið, einhverjir ötulustu stuðningsmenn Ísraelsríkis, það er sama hvað þeir gera. Þeir eru nýlega búnir að leggja samfélagið á Gasa í rúst og þá skipti ekki máli hve mörg börn voru drepin, þeir gráta það ekki þó Palestínumönnum fækki.

Ísraelar nota ekki gasklefa. En þó svo sé ekki þá er hægt að fremja þjóðarmorð eins og kjarnorkuveldið Ísrael er að gera.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þú ferð einfaldlega með rangt mál í færslu þinni. Ísraelsríki var stofnað 1948, ekki 1946 og hatur þitt er langsótt, þegar þú heldur því fram að Ísraelsmenn hafi notað sömu aðferðir og nasistar. SÞ samþykktu stofnun Ísraelsríkis. Þó hefur greinilega ekki hugmynd um hvað þjóðarmorð er, það það hatur þú berð hér á borð varðar við lög og sáttmála sem Evrópuríki hafa gert sín á milli. Í ESB, sem ég er andvígur að Íslendingar gangi í, er einn ljós punktur. Það er hægt að lögsækja menn fyrir það sem þú skrifar hér að ofan. Eitt ljótasta afbrigði gyðingahaturs eru samlíkingar á milli Ísraelsríkis og þriðja ríkisins. Þú ættir að skammast þín. 

Þessi kort sem þú ert með eru sögufölsun. Ríki "Palestínumanna" var ekki til árið 1946. Þú ert greinilega að æsa þig út frá hatri í stað þess að verja málstað.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.9.2009 kl. 09:56

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Vilhjálmur Örn, það er alltaf dapurlegt þegar menn í orðræðu eru svo málefnasnauðir að þeir nota stóryrði og hótanir í staðinn fyrir rök. Sá sem hefur ekki annað  til málanna að leggja en að segja við viðmælandann "þú ættir að skammast þín" "hægt að lögsækja menn" "hatur þitt er langsótt" hefur lítið til málanna að leggja. Nenni ekki að vísa til fleiri orðaleppa í þínum pistli.

Þú átt samúð mína fyrir að vera svona vanstilltur og hafa enga stjórn á því sem þú segir.

!. Þeir sem stela landi annarrar þjóðar, fangelsa pynta og drepa borgara annarrar þjóðar, leggja í rúst byggðir annarrar þjóðar eru svo sannarlega að nota sömu aðferðir og nasistar í Þýskalandi forðum.

2. Ég mótmæli því alfarið að það sé samasemmerki á milli Gyðinga og Ísraela. Margir af fremstu andans mönnum heimsins voru og eru Gyðingar bæði fyrir og eftir stofnun Ísraelsríkis. Hjá mér er ekki til snefill af Gyðingaandúð, ég á góða kunningja sem eru Gyðingar. Það var hópur Gyðinga, svonefndir Síonistar, sem áttu hugmyndina að stofnun Ísraelsríkis, engan veginn allir Gyðingar.

3. Þessi hópur átti engan rétt til lands í Palestínu. Þeir komu víðs vegar að, sumir sem flóttamenn undan böðlum Hitlers. Það er því þyngra en tárum taki að þessir menn og afkomendur þeirra nota sömu aðferðir og notaðar voru í Þýskalandi nasismans, þeir þenja út byggðir sínar á landi Palestínumanna um leið og þeir brjóta niður hús þeirra.

4. Berlínarmúrinn hefur og verður tákn um ófrelsi, um það að hefta bæði ferða- og hugsanafrelsi frjálsborinna einstaklinga. Hvað er að gerast í Palestínu (Ísrael)? Er ekki verið að loka inni Palestínsku þjóðina, stela landi hennar, sumstaðar fer múrinn á milli búsetu og akra, bændur fá ekki að stunda búskap og ræktun lengur.Berlínarmurinn var brotinn niður, en nú er verið að endurreisa hann í Palestínu.

5. Ef ég segi að Maó fyrrum einræðisherra í Kína sé einhver stórvirkasti fjöldamorðingi sögunnar er ég ekki að lýsa  andúð á öllum Kínverjum. Þessi gamli frasi um Gyðingaandúð, ef Ísrael og gjörðir forystumann þess eru gagnrýndar, eru löngu genginn sér til húðar.

Það sem ég gagnrýni, og mun örugglega ekki draga úr því þó mér sé hótað málsóknum, er framferði Ísraelsmanna fyrr og nú, sérstaklega hafa þeir misboðið mér með viðbjóðslegum voðaverkum sínum á Gasa þar sem þeir sannarlega myrtu saklausa borgara, karla, konur og börn.

Ætlarðu  ekki að stuðla að því að Suður-Afríski formaður rannsóknarnefndarinnar verði saksóttur? Er hann ekki að tala  illa um þessa fólskulegu vini sem þú átt í fyrrum Palestínu sem nú heitir Ísrael?

Útúrsnúningar hjálpa þér ekki. Innrás Síonista í Palestínu hófst fyrir alvöru strax að seinni heimstyrjöldinni lokinni. Ísraelsríki var formlega stofnað með samþykki og í umboði Sameinuðu þjóðanna 1948, þar komi Íslendingar og sendiherra okkar hjá SÞ, Thor Thors, mjög við sögu, við studdum eindregið innrásina í Palestínu. Þetta verðum við að bera alla tíð eins og að hafa lýst stuðningi við þau voðaverk sem Bush og hans samherjar hafa framið í Írak. En ég býst við að þú sért samkvæmur sjálfum þér og styðjir þau voðaverk og þá einnig framgöngu Rússa í Tjetsjeníu.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 17.9.2009 kl. 16:35

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Vilhjálmur Örn, hvað hefur komið fyrir þig. Er ég búinn að kveða þig í kútinn, því ertu orðinn klumsa?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 21.9.2009 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 113916

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband