16.9.2009 | 13:02
Hvað varð um fangelsið á Keflavíkurflugvelli?
Þegar Donald Rumsfield ákvað að leggja niður herstöðina á Keflavíkurflugvelli góðu heilli tæmdust allar byggingar herstöðvarinnar á augabragði. Þessar byggingar hafa síðan fengið ný hlutverk og komið að góðum notum margar hverjar.
En svo stór herstöð sem sú sem var á Miðnesheiði hlýtur að hafa rekið stórt og mikið fangelsi, í öllum herstöðvum Bandríkjanna eru rekin fangelsi og þau mörg hver notuð til voðaverka og mannréttindabrota.
Í fréttum RÚV í hádeginu var við tal við Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra um þá furðulegu stöðu sem upp er komin í fangelsismálum hérlendis; brotamenn ganga lausir svo hundruðum skiptir vegna þess að fangelsi landsins eru yfirfull. Ráðherrann sagði að nú ætti að auglýsa eftir húsnæði fyrir fangelsi og auðvitað mun það kalla á mikil fjárútlát að innrétta leiguhúsnæði svo það verði fangelsi.
- En ég spyr; er ekki til það fangelsi sem Kanarnir ráku á Keflavíkurflugvelli, er það ekki lengur til? Ef það er enn til hvers vegna er það þá ekki notað til að koma lögum yfir eitthvað af þeim brotamönnum sem ganga lausir? Meira að segja dæmdir brotamenn eiga kröfu á að mannréttindi séu ekki brotin. Ef dæmdur maður getur ekki afplánað og verður jafnvel að bíða árum saman vegna "húsnæðisskorts" þá er í raun verið að þyngja refsingu hans umfram það sem dómsstólar ákváðu.
Hvað um fangelsið á Keflavíkurflugvelli?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Löggæsla | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð áminning. Enda mjög viðeigandi að hafa hreinsanir hvora hjá annarri: Detox-líkamlegt og þá Detox-félagslegt.
Eygló, 16.9.2009 kl. 21:50
Athyglisvert - þú ættir að senda tölvupóst á dómsmálaráðherrann og koma þessu á framfæri.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 17.9.2009 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.