Umburðarlyndi, trúartákn og tóbaksreykingar

Ég held því fram að ég sé nokkuð umburðarlyndur en veit vel að ýmsir sem mig þekkja eru ekki sammála þessu eigin áliti. Ég er það sem kallað er trúlaus, ekki heppilegt orð, en minn skilningur á því að þeir sem trúlausir eru trúa ekki á neina guði. En auðvitað er enginn trúlaus, ég vil trúa á mína samvisku og það góða sem við getum sýnt öðrum og ekki síst sjálfum sér, það eykur vissulega eigin vellíðan. Því miður er þjóðkirkjan sífellt að smeygja sér inn í skólana, hún ætti að sjá sóma sinn í að koma þar hvergi nærri. Ef hún fær leyfi til þess á Ásatrú, Íslam, Búddatrú og auðvitað öll trúarbrögð að sitja þar við sama borð. En hver yrði afleiðingin?

Skelfilega fyrir ung börn, áhrifagjörn eins og öll ung börn eru.

En hvað um trúartáknin?

Mér er nákvæmlega sama þó sá sem ég ræði við er með kross í festi um hálsinn, eða hvort ung stúlka er með fallega slæðu um höfuðið. Þannig voru allar íslenskar kaupakonur til sveita langt fram eftir síðustu öld, þá var ekki í tísku a sólbrenna sér til skaða. 

Ég við þess vegna ekki amast við trúartáknum, það á að vera ákvörðun hvers og eins hvort hann/hún ber þau eða ekki.

Ég var að halda því fram að ég væri umburðarlyndur. Ég hætti alfarið að reykja 1969, það var einhver besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég tók meira að segja uppáhaldspípuna mína og splundraði henni í skrúfstykki. Tóbaksreykur fer líka mjög mikið í taugarnar á mér, ég vil vera alfarið laus við hann. Samt sem áður tel ég að með lögum og reglugerðum sé gengið allt og langt á réttindi reykingamanna. Þeir eru að nota vöru sem er leyfð, já meira að segja seld í einkaleyfi útgefnu af ríkinu. 

Ég flaug heim frá Danmörku sl. sumar, flaug frá Billund en þangað hafði ég aldrei komið áður. Þar sá ég einstaklega vel út fært afdrep fyrir reykingamenn þar sem þeir gátu setið milli tveggja glerveggja, verið í sambandi við lífið í flugstöðinni og reykt sitt tóbak án þess að nokkur yrði var við það, sterkt útsog bar burt bæði reyk og lykt.

Verum umburðarlind gagnvart trúuðum, leyfum þeim að bera sín trúartákn, gerum reykingamönnum kleyft að soga sitt eitur, það er ekki brot á lögum, aðeins að þeir láti aðra ekki gjalda sinna afglapa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Varðandi trúartákn fer best á því að skoða hvernig þau eru notuð. Ég er mjög lítið fyrir táknræna notkun yfirleitt. Hinsvegar vil ég ekki að táknum sé gert jafn hátt undir höfði. Hvorki trúartáknum né pólitískum táknum. Það er misskilningur hjá nútíma krötum einsog þú ert (og ég líka því kratisminn er einusinni snar þáttur í lífi okkar í dag) að hægt sé að gera öllum skoðunum jafn hátt undir höfði og þar með táknum sem þeim fylgja. Mannréttindi eru annað en trúréttindi að mínum dómi og eiga menn alls ekki að leggja það að jöfnu. Menntun er líka ójafnaðartæki þar sem ekki er hægt að mennta hlutlægt. Menntun dregur alltaf dám af sínu þjóðfélagi og grundvelli þess. Það er náttúrulega útópía að telja að við getum menntað allan heiminn á sama boðskap og samskonar kunnáttu og færni. Það sem er eðlilegt á Íslandi er óeðlilegt og óæskilegt jafnvel refsivert annarsstaðar. Auðvitað getum við ekki sætt okkur við það að finna samnefnara með slíkum mismun. það yrði engin sátt um það.

Þá kem ég að kristnum táknum í skólum þjóðríkja sem hafa kristni að þjóðtrú eða ríkistrú. Það er alveg náttúrlegt í slíku umhverfi að hafa kross á vegg ef það yrði á annaðborð samkomulag um það meðal starfsmanna skólans. Það er hvorki skylda né þörf en yrði samt eðlilegt í því íslenska umhverfi. Eftirmynd af fornum þórs eða freyslíkneskjum myndi heldur ekki stinga í stúf (við sögulega ímynd okkar). Það sem lýsir menningu okkar frá alda öðli er fyrir mér gott mál.

Hvað á þá að gera við "nýjar" trúarhugmyndir sem hafa flust með fólki eða fest sig í sessi hjá ákveðnum minnihluta innfæddra? Á að gera þeim kleift að setja sín trúartákn á vegg skólanna til að þóknast þeim eða taka niður okkar trúar tákn í sömu erindum. Mitt svar er nei. Myndum við taka niður Íslenska fánann ef hingð flytjast menn af öðrum þjóðernum? Tákn okkar verða að vera tákn okkar. Stundum eru þau sameiginleg öðrum mönnum einsog krossinn er. Jafnaðarstefna í menningarmálum og trúmálum er ófær vegna mismunandi reynslu og sögu þjóðanna. Fræg er stefna kommúnista í þessum efnum og þykir ekki hafa lukkast vel. Íslenska á að mínu mati að vera áfram þjóðtunga okkar og töluð í skólum landsins og partíum þó það kunni að móðga þá sem hana skilja ekki. (afhverju er það sjálfsagt að íslenska sé þjóðtunga?) Fyrir mér er tungumálið táknrænt líka. Það segir mér meira um mig og aðra en er alltaf þægilegt. Ef ég á að styðja jafnaðarmennsku mun ég bara gera það útfrá sögulegu og staðfærðu afbrigði en ekki einhverri útópísku útþynningartali sem alltof oft hendir jafnaðarmenn sem vilja skera allt eftir sama staðlinum hvort sem það á við eða ekki.

Við eigum ekki að sýna aðkomufólki og trúmálum þeirra fjandskap en við eigum ekki að gera þeim jafn hátt undir höfði og okkar eigin í daglegu landslagi með opinberum aðgerðum. Fari svo að íslendingar vendist til annara siða en þeirra gömlu þá verður sá tími bara að koma.

Gísli Ingvarsson, 11.11.2009 kl. 13:28

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þá kem ég að kristnum táknum í skólum þjóðríkja sem hafa kristni að þjóðtrú eða ríkistrú. Það er alveg náttúrlegt í slíku umhverfi að hafa kross á vegg ef það yrði á annaðborð samkomulag um það meðal starfsmanna skólans.

Þetta er tilvitnun í þig Gísli og þarna er ég þér öldungi ósammála. Það á alls ekki að vera ákvörðun starfsmanna skóla hvort slíkt eigi að viðgangast.

Eins og oft vill verða fer umræðan út um víðan völl. Þú ert kominn inn á allt aðrar brautir en ég þegar þú ert að ræða um trúartákn á veggjum skóla og annarra bygginga, um íslenska fánann sem þú nefnir og er langt frá því að vara trúartákn.

Það sem ég átti við að ég mundi ekki gera athugasemd við er að persónur bæru trúartákn svo ekki bæri mikið á svo sem kross í fasti um hálsinn, eða Ásatrúarmerki eða slæðu um höfuð.

Þarna við ég draga mörkin, ég mótmæli krossum á veggjum og sálmasöng í bekkjum.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 11.11.2009 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 113865

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband