Varnaðarorð um Landsspítalann í tíma töluð

Því miður setti ég það ekki á mig hvað konan hét sem kom í Silfur Egils í gær og varaði eindregið við því gönuhlaupi að ætla að byggja nýjan Landspítala á gömlu Hringbrautinni. Mér hefur lengi verið það ljóst að það er yfirgengileg vitleysa að byggja spítalann út frá gamla spítalanum.

Rökin eru margskonar en nefnum þau helstu:

Umferð til og frá spítalanum kollvarpar endanlega því gatnakerfi sem fyrir er. Það verður að grafa bílagöng undir Öskjuhlíð, önnur undir Þingholtin. Það leysir þó ekki vandann, allar leiðir til austurs teppast á morgnana og aftur eftir vinnudag.

Að ætla að endurbyggja gömlu húsin, hið formfasta  hús Guðjóns Samúelssonar og alla kofana sem hefur verið raðað þar í kring hver öðrum ljótari, er eitt af því sem er eins mikið óráð og nokkuð getur verið óráð.

Ný bygging á "frjálsum" stað í útkanti borgarinnar er tvímælalaust það sem er skynsamlegast.

Hvers vegna ekki í nánd við Vífilstaði?

Í nýjum spítala skipulögðum frá grunni þar sem ekkert gamalt og úr sér gengið er að þvælast fyrir gæti einnig orðið til þess að öll vinna innanhúss yrði skipulagðari, það er ekki nokkur vafi á að hluti af vanda spítalans er nú léleg afköst vegna slæms og óhentugs húsnæðis en það er fleira að.

Skipulag verka innan spítalans eru sumstaðar mjög slæmt þar sem gamlir kóngar og drottningar ráða ríkjum, tví- og þríverknaður er þar því miður allt of algengur.

En þetta er mein sem ekki má tala um!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Konan heitir Guðrún Bryndís Karlsdóttir og er lærður verkfræðingur og sjúkraliði. Í þættinum kom einnig fram nauðsyn þess að setja Hringbrautina í stokk á tveim hæðum, og þrem akreinum á hverri hæð!

Hlusta má á þáttinn hér http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472541/2009/11/08/ og er viðtalið við Guðrúnu nokkuð aftarlega í þættinum.  Það er greinilegt að Guðrún Bryndís hefur skoðað málið mjög vel og er ljóst að ótrúlegt klúður er framundan.

Ágúst H Bjarnason, 9.11.2009 kl. 21:57

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Greinilega er þarna klúður í uppsiglingu.

Ragnar Gunnlaugsson, 10.11.2009 kl. 00:09

3 identicon

Það var mikið að staðreyndavillum í máli Guðrúnar, reyndar ótrúlegt að sjónvarpa því.

Umræða um að byggja þurfi göng undir Skólavörðuholt og leggja nýja Hringbraut í stokk er einfaldlega skáldskapur.  Landspítali er með stærstan hluta sinnar starfsemi við Hringbrautina, það er einungis verið að auka hana sem nemur Borgarspítala.  Landspítali við Hringbraut er best tengdi staður borgarinnar fyrir almenningssamgöngur, nálægt Háskóla Íslands en Landspítali er háskólasjúkrahús. 

Ef byggja ætti Landspítala t.d. á Vífilsstöðum er verið að tala um miklu stærra verkefni, illa tengt almenningssamgöngum og slíta þyrfti sundur starfsemi Háskólans.

 Ekki trúa öllu bulli sem kemur fram í sjónvarpi.

Sigurður (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 08:34

4 identicon

Sigurður Grétar, hafðu heill mælt. Alveg sammála því sem þú segir. Nóg er nú verið að gera til að skapa umferðaröngþveiti þarna í vesturhluta höfuðborgarinnar. Bullið í þessum nafna þínum frá kl. 08:34 er eiginlega ekki svaravert, enda órökstutt.

Þöngulhaus (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 09:55

5 identicon

Sigurður, sammála þér algjörlega.  Reyndar finnst mér svæðið að Keldum í botni Grafarvogsins hentugra en svæði Björgunar og þetta með að spítalinn verði að vera í námunda við Háskólann er algjör rökleysa þótt hann sé kallaður Háskólasjúkrahús.  Með tilkomu Háskólans í Reykjavík í Öskjuhlíðina til viðbótar umferðinni sem er í tengslum við Háskóla íslands þá hreinlega annar Hringbrautin ekki þessarri umferð nema með miklum tilkostnaði eins og Guðrún benti á.  Tengingar við svæðið að Keldum hentar miklu betur vegna bæði Vesturlands- og Suðurlandsvegar ásamt því að í næsta nágrenni búa kringum 100 þúsund manns,þ.e. Grafarvogurinn, Grafarholtið, Mosfellsbærinn, Árbærinn og Breiðholtið og í framtíðinni Úlfarsfellssvæðið og innan nokkurra mínútna akstur frá Smáíbúðahverfinu, Vogunum og Bústaðahverfinu/Fossvoginum.  Þetta er eina vitræna staðsetninginog við verðum að hverfa frá þessu 101/107 bulli.

Matthias Kjartansson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 10:49

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er eins og verið sé með í huga betrunarvinna og þá ere bara tekið hvaða verkefni sem er. Dæmi tónlistarhöllin og svo þessi spítali ef verður. Mér finnst þetta mjög óþægilegt þegar fólk í stjórnun er ekki með meiri kommon sens en þetta. Vífilsstaður væri ákjósanlegur og við góða umferðaræð og svo elliðarvogurinn.  

Valdimar Samúelsson, 11.11.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband