Það er "ástsælt" að fara "erlendis" og "versla" jólagjafir

Ég var að fá póst á netinu frá Olís þar sem ég er einn af lyklabörnunum. Þar er mér boðið að koma í Ellingsen á Granda á morgun og "versla jólagjafir" með 20% afslætti.

Nú er ég svo skrítin skepna að ég "versla" aldrei jólagjafir en það kemur fyrir að ég "kaupi" jólagjafir ef ég á einhverjar krónur í buddunni.

Það eru ekki ýkja mörg ár síðan rætt var um "að það væri vinsælt að fara til útlanda og kaupa jólagjafir".

Nú er ég ekki að reka áróður fyrir svoleiðis flakki. En ég mótmæli þeirri lágkúru sem er orðin svo áberandi hjá tveimur starfsstéttum; fjölmiðlamönnum og ekki síður textahöfundum á auglýsingastofum.

Það er með ólíkindum á hve skömmum tíma þessu fólki tekst að útrýma góðum og gildum orðum í íslensku máli og koma með í staðinn, oft á tíðum,  algjör orðskrípi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Sigurður Grétar, þú ferð þarna með alveg rétt mál.

Kaupmenn "versla" það er að segja; þeir kaupa og selja vörur, - þeir eru verslunarmenn, kaupmenn, heiidsalar og smásalar.

Hinn venjulegi kaupandi "verslar" aldrei nokkurn skapaðan hlut alla sína æfi. Eða hefur einhver séð venjulegan kaupanda, koma inn í búð og bjóða búðareigandanum vörur til þess að setja í hillurnar ?

Þegar kaupmenn auglýsa að fólk eigi að koma til þeira og "versla", - eiga þeir kannske við að fólk finni eitthvert dót í kjallaranum heima hjá sér og komi með það í búðina til þess að selja kaupmanninum, en kaupi svo eitthvað í staðinn, sem sagt "versli" eða eigi vöruskifti við kaupmanninn.

Skólakerfið hefur greinilega brugðist og það er full ásæða til þess að minnka verulega útgjöld til skólamála og fækka skólum, - samkvæmt mínu mati.

Tryggvi Helgason, 27.11.2009 kl. 18:32

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þetta var gott hjá þer.

 jólagjafafarganið er að drepa fólk og kröfur um hluti og annað fær ömmur og afa til að fá samviskubit ef þau kaupa ekki það sem ætlast er til-og það er ekki lítið.

eg vildi hinsvegar hafa þennan afslátt hjá Ellingsen því eg kom þar um daginn og sett af NORSKUM ullarnærföum er um 20 þús, fyrir fullorðna og 18 þús. fyrir börn- og eg á barnabörn í Scotlandi sem eru að krókna úr kulda !

  Jólakveðjur.

Erla

Erla Magna Alexandersdóttir, 27.11.2009 kl. 18:37

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er nú ein af þessum sérkennilegu konum, að eigi horfi á auglýsingar, nema þær sem eru á milli í fréttatímum, ein og ein er góð.
Síðan er gott þó maður horfi, þá að taka ekki mark á, því lygin er mikil.

Þegar ég kaupi inn þá fer ég aldrei eftir auglýsingum, en horfi ætíð á bókakynningar í þáttum eins og hjá Agli.

Ekki er það neikvætt að fara erlendis og kaupa inn, þar sameinar maður skemmtiferð og innkaupaferð, hér á árum áður borgaði maður ferðina í verðlagsmismun á einum leðurjakka, en að sjálfsögðu er af sem áður var.

Má til að koma inn á skólakerfið, þar er ég eigi sammála Tryggva Helgasyni um að minka útgjöld til skólamála og eða fækka skólum, en það má sameina skóla þar sem það er hægt vegna vegalengdar.

Skólakerfið, að mínu mati hefur ekki brugðist, heldur þjóðfélagið í heild sinni
Foreldrar setja ekki í forgang að vera meira með börnunum sínum og ala þau upp í góðum gildum.

Takk fyrir mig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.11.2009 kl. 08:16

4 Smámynd: Eygló

Enn eru einhverjir sem vildu gjarnan fara erlendis til útlanda, í innkaupaferðir Hmm!?

Veslumst bara ekki upp! 

Eygló, 29.11.2009 kl. 00:57

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt hjá Eygló margir ef ekki flestir mundu vilja upplifa jólastemninguna erlendis og versla í leiðinni, en ef einhver skynsemi er í gangi þá sést að það borgar sig ekki fjárhagslega séð, og þó ef maður verslar lítið er bara til fyrir sjálfan sig þá kannski er það í lagi.

Það kostar mig ansi mikið að fara Húsavík- Reykjavík, hvort sem ég fer fljúgandi eða á bílnum, fer afar sjaldan, fæ það litla sem mig vantar hér norðan heiða.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2009 kl. 09:15

6 Smámynd: Eygló

Já, það er hægt að upplifa hvað sem er, - erlendis. Skv. íslensku er ekki hægt að fara erlendis.

Eygló, 29.11.2009 kl. 10:48

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eygló, endilega útskírðu, erlendis.
Er þetta vitlaust sagt?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2009 kl. 12:40

8 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Guðrún Emilía. það er greinilegt að sumir sem skrifa athugasemdir hafa ekki skilið að fullu hver var kjarninn í mínu bloggi.

Kjarninn var íslenskt mál, hvernig auglýsinga- og fjölmiðafólk er að gera íslenskuna fátækari og fyrirsögnin hjá mér er einmitt vísbendingar um  dapurlega málnotkun.

Það eru margir sem hafa dvalið erlendis en þegar maður fer til annarra landa þá fer maður til útanda, það er málleysa að segja að "fara erlendis" Mínar hugleiðingar voru engan veginn um það hvort fólk  eigi að fara í verslunarferðir til útlanda til að kaupa jólagjafir, ég geri það ekki en hvað aðrir gera kemur mér ekki við.

Guðrún Emilía, orðið "erlendis" á fullan þegnrétt í íslensku máli, en það er ekki sama hvernig og í hvaða samhengi það er notað. Svolítil ábending um réttritun; "útskýrðu" á að rita með ý, en fyrir þá trúuðu er það ritað með í; barnið var skírt o. s. frv. 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 29.11.2009 kl. 14:37

9 Smámynd: Eygló

Skýrt, hmm? 

Dæmi: Ég versla ekki föt - heldur kaupi þau
Hann verslaði sér ekki skó - heldur keypti hann sér skó

Hann var erlendis; vinnur erlendis; bjó erlendis; ferðaðist erlendis (á milli staða þar); fékk pakka erlendis frá.
Hún fór út - fer utan - fór til útlanda - af landi brott

Svona með ófaglegri útskýringu, þýðir "erlendis" Í útlöndum. Ennþá minna fagleg skýring: ég fer ekki til í útlöndum.

Kennslufræði ræð ég ekki yfir, svo þú fyrirgefur ef þetta er of barnalegt eða kjánalegt. Þú tekur viljann fyrir verkið, enda sjálf auðmjúk og ófullkomin :)

Eygló, 29.11.2009 kl. 14:38

10 Smámynd: Eygló

þ.e. ÉG SJÁLF! hí hí. Kemur út eins og ég þekki þig og gefi þér einkunn.

Eygló, 29.11.2009 kl. 14:40

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigurður Grétar,fyrirgefðu ég var ekki að grípa þetta rétt, en ég var ekki að tala um orðið " versla"
ég tala um að kaupa inn og hef iðulega heyrt talað um að fara erlendis til að kaupa inn= að fara í annað land til að kaupa inn.
Eru það bara trúaðir sem rita skíra, sé ekki samhengið í þessu tvennu, að útskýra og skíra barn.

Eygló engin er auðmjúkur eða ófullkominn, við erum bara eins og við erum.

Takk fyrir mig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2009 kl. 18:50

12 Smámynd: Eygló

GEG.
"Eru það bara trúaðir sem rita skíra"
Nú slóstu okkur við. Ég hélt, og mér sýnist að síðuhöfundur hafi einnig haldið, að þú værir að leita upplýsinga. Náði því alls ekki að þú værir að stríða okkur.  En það er alveg leyfilegt. Enda græskulaust hjá þér.

Verð erlendis og versla við kaupmenn þar, svo það sé skýrt!

Eygló, 29.11.2009 kl. 21:02

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Leita upplýsinga, nei ég bað bara um útskýringu, en hef ekki fengið hana, enda skiptir það ekki neinu.
Það er nú einu sinni þannig með málfar þeirra sem maður elst upp með, það verður mans eigin.
Faðir minn sagði: ,,Er að fara erlendis til að kaupa inn" erfitt að breyta svona vana, en mun breyta þessu eins og svo mörgu öðru í gegnum árin.

Ég tel eigi að það sé möguleiki að slá ykkur við, og ég var ekki að stríða ykkur, en skal fúslega viðurkenna að í minni stórfjölskyldu er það hin besta skemmtun, að stríða hvort öðru og eigi minni skemmtun að etja við hvort annað í samræðum, en það þroskar ungviðið, afar. Tel að vestfjarðargenin skiluðu sér þar stórum.
Bara að láta það fylgja, hæðnin ríkir aldrei hjá okkur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2009 kl. 07:33

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

 Má til að senda þér póst, sem barst mér í fyrradag, var eiginlega komið í ruslið, en náði í hann.
Ég var lengi að komast í gegnum þennan lestur, en tel að auglýsingamarkaðurinn sem er aðallega að höfða til markhópsins 8-18, trúlega,
séu að aðlaga sig að ný-Íslensku, vonum að hún nái aldrei bólfestu.
Þetta var smá hæðni.


Kveðja
Milla

Ég heyri aldrei svona mál þó ég eigi tvö barnabörn sem eru að útskrifast í vor enda búum við úti á landi.

Hérna færðu til yfirlestrar bréf sem nemandi í MK sendi skólastjórninni

 

Mörgum nemendum finnst kennarar þeirra vera ótrúlega leim og voða mikið bara að kenna eitthvað júsless stöff. Allar bækurnar sem eru lesnar í íslensku eru t.d. most boring bækur ever sem enginn les nema einhverjir proffar! Án djóks! Svo tala þeir einhvað fokking fornmál og maður bara VÓ! og skilur ekki rass og svo hrauna þeir bara yfir mann ef maður spyr kannski aftur hvað hafi skeð fyrir einhvern í einhverri sögu!

Kannski ættu kennarar að pæla í því að gleyma gömlu kennsluaðferðunum sem eru nú ekkert til að hlaupa húrra fyrir og þeir eru búnir að nota síðan í örlý seventís og fara að öpdeita sig aðeins.

Þeir gætu t.d. komið sér upp kennslusíðum á feisinu og gætu þá addað nemendum og þá nottla bara þeim sem hafa áhuga. Þá gætu kennararnir líka tjattað við nemendur og búið til allskonar quiz og test sem nemendum þætti gaman af í staðinn fyrir að vera alltaf að bögga nemendur með sjúklega leiðinlegum prófum.

Svo er gegt góð hugmynd að nemendur gætu þá líka alltaf kommentað á t.d heimanámið því það er ógeðslega fúlt að hafa of mikið að gera eða verið með reitings á kennsluna og kannski gætu kennarar sem skora hátt fengið hærri laun eða eikkað.

Kennarar gætu líka verið með til dæmis groups um kjörbókarritgerð og þá gætu þeir bara joinað sem ætluðu að lesa heila bók eða sollis og fá þannig 10% .

Kennaranir gætu líka sett inn events þegar væri að koma próf og sent nemendum bara invitation þá myndu allir pottþétt vita það. Ekki eins og núna þegar stundum er ekki einu sinni sagt manni að það sé próf næsta dag! Kommon!

Svo ef kennarinn sé veikur þá er næs að hann geti bara sett það í statusinn og nemendur sjá það og bara hjúkket! Frí! Sjitt hvað það væri osom!

Svo gætu allir sett inn myndir - bara svona normal myndir - ekkert djúsí sem kennarinn má ekki sjá ;) og þá er hægt að tagga aðra nemendur á myndunum og þá væri miklu meira easy skiluru fyrir kennarann að muna hvað allir heita sko.

Kennarar gætu líka kennt bara online og allir fengu mætingu ef þeir væru loggaðir inn. Það væri svít. Þá gætu nemendur bara tjillað heima kannski og dánlódað bara öllu draslinu í tölvurnar eða ipodana sína!

Allavega er aðal issjúið að kennarar átti sig á því að núna eru þeir í tómu tjóni og það sé möst að þeir geri huge breytingar á kennslunni sko! Sorrý en þeir verða að spá í að þeir eru líka í keppni við allt hitt stöffið sem nemendur geta skemmt sér við í tölvunum. Það er audda miklu skemmtilegra að spila tölvuleik eða að horfa á eitthvað á Youtube heldren að hlustá einhvern kennara tala. En whatever...eikkað er greinilega að og því er skorað á kennara: Reynið að láta nemendunum hlakka til að mæta í tíma til ykkar og þið rúlið!

Luv,
xoxo

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2009 kl. 07:52

15 Smámynd: Eygló

Þetta "bréf" var samið / skrifað af kennurum efri bekkja grunnskóla.
Verkefni þeirra var svo að koma þessu í viðunandi horf; á "góðri" íslensku. 
Opinberað var bréf hópsins sem þótti gera best. Mér fannst það heldur uppskrúfað; minnti á fornmál. 
Ýmist erum við í ökkla eða eyra.

Eygló, 30.11.2009 kl. 15:01

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eygló ég var ekki að skilja þessa vitleysu, fékk heldur enga skýringu með bréfinu.
Takk fyrir að segja mér frá, hvernig í alvöru lá í málinu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2009 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 113871

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband