Nú er mælirinn fullur, Fréttastofa RÚV verður sér til stórskammar

Þorvaldur Friðriksson fréttamaður á Fréttastofu RÚV flutti óforskammaðan heimsendapistil í hádegisútvarpinu í dag 1. des. Blákalt hélt hann því fram að yfirborð íss á Suðurskauti og Grænlandsjökull bráðni tvöfalt hraðar en áður hefði verið ætlað, yfirborð sjávar muni hækka um 1,5 m á þessari öld, síðan kom upptalning á eyjum sem fara munu á kaf og svo kom rúsínan í pylsuendanum; upptalning á stórborgum sem hverfa munu undir yfirborð sjávar þar á meðal London og New York!

Fyrir skömmu las ég blogg Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Þar minntist hann á yfirgengilegan pistil Þorvaldar Friðrikssonar um loftslagsmál í morgunútvarinu sem hann nánast gat ekki annað en hlegið að.

Á meðan allar fréttastofur og fréttamiðlar heimsins fjalla um "ClimateGate" falsanir vísindamanna sem vinna undirstöður kenninga IPCC, loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, minnist Fréttastofa RÚV ekki á hneykslið en heldur áfram að ryðja frá sér fráleitustu heimsendaspám sem frá einhverjum svokölluðum "vísindamönnum " hafa komið.

Nú er nóg komið, Óðinn fréttastofustjóri og Páll útvarpsstjóri verða að grípa í taumana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður,

stóryrði þín: "allar fréttastofur og fréttamiðlar heimsins fjalla um 'ClimatGate'", er ekki endilega rétt. Og margar góðar fréttastofur fjalla um þetta mál af hæfni, þ.e. setja það í samhengi. Það er eitthvað sem þú getur greinilega ekki.

Leiðist þér?

Valgeir (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 20:23

2 identicon

Flottur Sigurður.  Ég var einmitt að hlusta á Helga Björnsson í Kasthljóðinu áðan, sami söngurinn, en honum er vorkun, er nýbúinn að gefa út bók og verður auðvitað að reyna að selja hana. 

En ég er orðin langeygður eftir að þessar huglausu og duglausu fréttastofur þori að flytja fréttir.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 20:50

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Allt rétt og satt sem þú segir. Ég var líka að hlusta í forundrun á Helga Björnsson, sem greinilega er genginn í barndóm, því tal hans var undarlegt og hlýtur að valda miklum skugga á nýútkomna bók hans. Nú er betur og betur að koma í ljós hvers konar steypa allar þessar kenningar eru. Climategate er aðeins byrjunin. Manni bókstaflega sundlar og svelgist á þegar þetta fólk hefur upp raust sína. Er heimurinn orðinn geggjaður?

Vilhjálmur Eyþórsson, 1.12.2009 kl. 20:55

4 identicon

Þessi umræða um hlýnun jarðar,  og bráðnun jökla er nú farin að fara í taugarnar á flestum. (vitibornu og hugsandi manneskjum.)  En það fer yfir öll velsæmismörk að einhverjir mannvitsbrekkur fá að gaspra um hluti sem þeirhefur ekki hundsvit á.  hm.... ég veit í raun og veru undir hvaða gáfumörk  á að setja Þorvald Friðriksson, en eitt er víst að hann trúir sjálfur þessu bulli sem hann heldur fram.  Sem betur fer er fólkið upptekið af svínafl.  þar á undan fuglafl. og eitthvað rámar mig í einhverja Jakopsfl.  (beljuveiki sem átti að fara í menn og hefur sjálfsagt gert.)  Svo góði Þorvaldur hlífðu okkur við "jöklaflensu."

j.a. (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 20:56

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ný fréttatilkynning:

 

Professor Phil Jones has today announced that he will stand aside as Director of the Climatic Research Unit until the completion of an independent Review resulting from allegations following the hacking and publication of emails from the Unit...

Ágúst H Bjarnason, 1.12.2009 kl. 21:03

6 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Nú þykir mér hrikta í undirstöðum IPCC þegar einn af þeirra höfuð vísindamönnum, Phil Jones, telur sig knúinn til að víkja til hliðar. Ef ekkert væri að annað en að hakkari hafi komist í gögnin hjá hans stofnun,CRU, þá mundi hann örugglega ekki draga sig í hlé. Það er sá skriðþungi sem er að komast á uppljóstrunina, hvernig gögn hafa verið brengluð til að falla að ákveðinni niðurstöðu sem er ástæðan, það er "ClimateGate".

Valgeir,  þú nefnir það stóryrði þegar ég segi "allar fréttastofur og fréttamiðlar heimsins fjalla um "ClimateGate" þá er framhald á þessari setningu um að undantekningin er Fréttastofa RÚV og ég hef ekki heldur orðið var við að Stöð2 eða Fréttablaðið hafi minnst á þetta mál. Þú ásakar mig fyrir að geta ekki sett málin í samhengi, það er þitt álit. Ég set málið í það samhengi sem ég hef lýst hér að framan; að það er sannað að vísindamenn sem haf byggt upp grundvöllinn að áliti og stefnu IPCC, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, eru staðnir að því að brengla staðreyndir til að þær falli að fyrirfram gefinni niðurstöðu.

Þetta kalla ég að setja málin í samhengi. Ég spái því að það mun verða miklir eftirmálar af "ClimateGate", það eru það öflugir einstaklingar í Bretlandi og hvarvetna um hinn vestræna heim sem munu ekki láta það viðgangast að þessu máli verði stungið undir stól og þaggað niður. Þar munu óheiðarleg vinnubrögð Fréttastofu RÚV koma fyrir lítið sem betur fer. Hinsvegar verður það ekki auðvelt því nánast öll hjörð pólitíkusa er heilaþvegin af IPCC og Al Gore, en sem betur fer starfa frjálsir og óháðir dómstólar í flestum vestrænum löndum og það er mikill fjöldi heiðarlegra fjölmiðlamanna starfandi víða um lönd.

Við Íslendingar eru því miður svo óheppnir að engir slíkir virðast hafa komist inn á Fréttastofu RÚV, í það minnsta verður þess ekki vart miðað við fréttaflutning þeirra.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 1.12.2009 kl. 21:50

7 identicon

Sigurður, fyrir tilviljun bý ég erlendis, les mörg dagblöð, horfi á fréttir í sjónvarpi, og leita að 'grunni' fréttana á netinu. Íslensku miðlunum fletti ég bara upp til að vita hvenær næsta bylting fer af stað. Og til að hitta óvart á þig (og þinn spilaklúbb).

Sjálfur hagræði ég stundum sannleikanum, til að ná mínum góðviljuðu markmiðum. Það gerir líka fjármálaráðgjafinn minn (þó ég efist oft um heiðarleika hans).

Málið snýst um það að að fólk opni augun og fari að hugsa. Þá sérstaklega um umhverfið sitt og barna og barnabarna osfrv.

Ísland ER umhverfisperla, en ef Íslendingar væru fleiri væri hún löngu ónýt. Íslendingar eru nefnilega allt annað en umhverfisvænir. Íslendingar hafa aldrei þurft að hugsa útí umhverfismál. Náttúran var alltaf þarna.

Ég er gjörsamlega á móti lygum, sama hvaðan þær koma. En ef hægt er að bera saman lygar, eða rannsaka þær lygar sem sagðar hafa verið af hagsmunaaðilum (þ.e. sérfræðingum, stjórnvöldum osfrv.), þá má ekki gleyma lygum þeirra sem hafa hagnast og munu hagnast að því að fólk hugsar eins og þú og spilaklúbbur þinn. Stjórnir heims munu ljúga eins og þær geta núna í þinginu í Kaupmannahöfn, og hafa meðferðis sérfræðinga sem ljúga í þeirra átt.

Þetta snýst um peninga (það er víst ekkert nýtt), og peningana til að búa til fjölmiðlaherferðir hafa hagsmunaaðilar stóru fyrirtækjana. Þið eruð því lítil peð í þessu spili þeirra. En þið eruð ennþá nógu margir til að geta farið í háttinn án þess að þurfa áhyggjur af því að sofa illa.

Kannski að svínaflensan muni ná því að lækka eitthvað í íbúatölu jarðarbúa. Ef ekki, þyrftu jarðarbúar að fara að læra að lifa eins og maurar, ekki skilja þeir eftir sig rusl.

Valgeir (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 22:37

8 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Valgeir, hver er minn "spilaklúbbur". Svona "smjörklípur" hafa engin áhrif á mig, ég fæ aðeins svolitla meðaumkun með þeim sem geta ekki annað en reynt að gera lítið úr þeim sem þeir ræða við.

Mér finnst öll umræða og samræður eigi að snúa um málefni og vera rökræður, auðvitað byggðar á skoðunum hvers og eins, á því sem hverjum finnst sannast og réttast.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 1.12.2009 kl. 23:44

9 identicon

Hvernig getur einhver pípulagningarmaður ímyndað sér að hann viti meira um það sem færustu vísindamenn úti í heimi eru að rannsaka en vísindamennirnir sjálfir? Auðvitað geta pípulagningamenn rannsakað allt sem þeir hafa aðstöðu til að rannsaka en hvar eru rannsóknir þeirra á hlýnun jarðar og hækkun sjávar? Ég held ekki að SGG viti neitt meira en  hver annar alþingismaður um það sem hann er að segja og tek þar af leiðandi alls ekkert mark á því.

Einar Júlíusson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 01:02

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sjá:

 http://www.cphpost.dk/news/national/88-national/47643-denmark-rife-with-co2-fraud.html

The Copenhagen Post

Denmark rife with CO2 fraud

Tuesday, 01 December 2009 10:08 DN News 

 Authorities in several countries investigate VAT tax fraud stemming from the Danish CO2 quota register ...

 "...Police and authorities in several European countries are investigating scams worth billions of kroner, which all originate in the Danish quota register..."

.

Jahérnahér... Nú er ég aldeilis hlessa...  Púff...

[Meira hér...]

Ágúst H Bjarnason, 2.12.2009 kl. 06:33

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Líka frétt á Vísi
http://www.visir.is/article/20091201/VIDSKIPTI07/824775803

"Danmörk miðstöð fyrir milljarða fjársvik með CO2-kvóta"

Spillingin spinnur vef sinn víða...

.

Til fróðleiks. Þetta skrifaði ég fyrir rúmum 11 árum (feb. '98) um kolsýrukvóta:
Sjá Herkví hagsmuna.

Ágúst H Bjarnason, 2.12.2009 kl. 06:47

13 identicon

Einar Júlíusson: Bertrand Russel sagði eitt sinn (fyrir löngu): Við munum þjálfa almenning svo hann geri ekki nokkurn hlut án ráðgjafar frá sérfræðingunum.

We shall train the public not to do a thing without the advice from an expert

Þú ert fórnarlamb þessarar speki.  Eða hvernig fannst þér hagfræðingarnir, fjármálasérfræðingarnir, eftirlitsstofnanirnar, stjórnmálamennirnir og fjölmiðlarnir standa sig með "íslenska fjármálaundrið"? 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 08:21

14 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hinn vísindalegi grunnur um hitastigshækkun vegna aukningar gróðurhúsalofttegunda stendur jafn sterkum grunni nú sem fyrr. Þó það verði smá paranoja á Whatsupwiththat (sem Ágúst vitnar stundum óbeint í) o.fl. viðlíka bloggsíðum, þá breytir það ekki vísindalegum niðurstöðum. Það er t.d. gott að skoða gögnin, t.d. eru hér gögn um hitastig frá NASA. Það er geysilega mikið af gögnum á netinu sem hægt er að nálgast, þó svo látið sé í veðri vaka að þetta sé allt meira og minna leynilegt í samsæriskenningum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2009 kl. 08:46

15 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Svatli, hættu að berja höfðinu við steininn, kynntu þér betur það sem að ofan kemur fram hjá Ágústi H. Bjarnasyni. Sjáðu hvað 11 ára gömul og ítarleg grein hans  Herkví hagsmuna  er fersk enn þann dag í dag.

Einar Júlíusson, "einhver pípulagningarmaður" getur kynnt sér loftslagsmál eins og hver annar. Ég vildi óska að íslenskir þingmenn og ráðherrar hefðu gert það en því miður er enginn "pípulagningamaður" í þeirra hópi. Meirihluti þeirra sem standa á bak við álit og stefnu IPCC, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, hafa ekki nokkra sérmenntun á sviði loftslagsmála, ekki einu sinni brot af þeirri þekkingu sem "einhver pípulagningarmaður" hefur.

Svatli aftur, þú og þið félagar hafið viðurkennt  að það er engin sönnun fyrir því að CO2 hafi nein teljandi áhrif á loftslagið (nema það sem gróðurhúsahjálmurnn gerir til að vernda hitann sem við fáum frá sólinn1) þetta sé aðeins kenning. Hvað eigum við að ganga langt á að elta vafasama kenningu sem stangast á við allt sem við vitum um veðurfar og loftslag liðinna árþúsunda.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 2.12.2009 kl. 09:11

16 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sigurður: Lesskilningi þínum er nú verulega ábótavant ef þú hefur telur þig hafa lesið einhversstaðar hjá okkur að CO2 hafi ekki teljandi áhrif á loftslagið Samkvæmt kenningunni (Höski hefur marg svarað þér varðandi þetta) þá hafa gróðurhúsalofttegundir bein áhrif á hitastig og þetta er besta kenningin sem við höfum um yfirstandandi loftslagsbreytingar og er studd með beinum mælingum um allan heim. Vísindamenn um allan heim vinna út frá þessari kenningu, og hún stangast ekki á við allt sem við vitum um veðurfar og loftslag liðinna árþúsunda (þó þú teljir þér trú um það). Þess má geta að þróunarkenningin er líka bara "kenning", samkvæmt þínum rökum þá er hún sjálfsagt bara bull.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2009 kl. 09:29

17 identicon

Það er leiðinlegt að sjá einhvert blöff og öfga um hluti sem samt er verið að skoða á alvarlegan hátt með mörgum færum mönnum og bestu fáanlegu tækni.

Nú er það svo að það eru lítil áhöld um það að jöklar heimskautanna eru að bráðna. Fyrir vikið er mælanleg hækkun á sjávarborði. Sjá hérna til dæmis:

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/0/0f/Recent_Sea_Level_Rise.png

Tala sem gjarnan er notuð sem nokkuð trygg eru þrjár tommur síðustu 50 ár. Þetta eru "bara" 3 tommur, en umreiknað í ís er það feiknar hlunkur, meira en allir jöklar á Íslandi samanlagðir.

Bráðnun á sjávarís mælist ekki til hækkunar, þar sem hann er hvort eð er í sjó.

Suðurskautsísinn er meiriparturinn, varlega áætlaður 30 × 106 km3

Sé því deilt á 361 000 000 ferkílómetra (Yfirborð sjávar á hnettinum) kemur út nokkuð hressileg tala, hækkun upp á góða 80 metra. ATH að mælingar á magni íssins eru stöðugt í endurskoðun eftir því sem kortlagningu fleyfir fram svo og annarri tækni. Ég valdi lága tölu þarna, þær eru til helmingi stærri.

Þetta er því ekkert grín, og út af fyrir sig hið besta mál að leita leiða til að minnka útblástur. Fyrir utan það eru olíubirgðir heimsins ekki óþrjótandi. En þarna takast á öfl, annars vegar hagsmunafyrirtækja og hins vegar umhverfissinna, og það eru vísindamenn í báðum hópum, þótt mig gruni að flestir séu nú bara að sinna sínu fagi.

Ekki finnst mér vert að gera grín að þessu frekar en Svínaflensunni. Svo maður komi með tölur þar, þá eru fleiri fallnir fyrir henni í USA heldur en hermenn þeirra í Írak allar götur síðan 2003. Og margur sem gerði af þessu grín er nú búinn að láta bólusetja. Og af hverju er það hægt? Jú, það voru vísindamenn sem voru skrefi á undan og eftir ærið erfiði fundu veiruna úr Spænsku veikinni (sem er náskyld), fiktuðu í henni og bjuggu til bóluefni. Fyrir vikið er það líklegt að hún nái sér ekki á strik, og þegar stökkbreytta afbrigðið fer almennilega af stað þá verða það margir bólusettir að hún nær ekki almennilegri dreifingu. Það má geta þess að Spænska veikin óheft og án varna með sama dauðahlutfalli og 1918 myndi fella 10.000 núlifandi íslendinga, mest á aldrinum 20-40 á örfáum mánuðum.

Lifið svo heil.

p.s. Ég er bara búfræðingur. 

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 09:42

18 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svona lítur út í dag forsíðan á einu mest lesna blaði Bretlands:

 

Sjá hér.

Þetta fer ekki framhjá neinum þar í landi.  Óttaleg "paranoja" er þetta annars í Bretum.

Ágúst H Bjarnason, 2.12.2009 kl. 11:11

19 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst, samt hefur ekki verið bent á nein gögn sem sýna fram á annað en að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig, sem er að sjálfsögðu aðalatriðið. Þó einhver paranoja valdi því að snúið er út úr orðum í persónulegum tölvupóstum og gögnum, sem hefur haft þau áhrif að Phil Jones hefur stigið til hliðar á meðan á rannsókn á málinu stendur, þá standa vísindin enn föstum fótum. Enda ekkert komið fram sem sýnir fram á annað, hvað sem annarri paranoju líður

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2009 kl. 12:17

20 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Til fróðleiks:

Wednesday,December 2, 2009

http://blog.kir.com/archives/images/the_wall_street_journal_logo.gif

 http://online.wsj.com/article/SB40001424052748703939404574566124250205490.html

Climategate: Follow the Money

 

Last year, ExxonMobil donated $7 million to a grab-bag of public policy institutes, including the Aspen Institute, the Asia Society and Transparency International. It also gave a combined $125,000 to the Heritage Institute and the National Center for Policy Analysis, two conservative think tanks that have offered dissenting views on what until recently was called—without irony—the climate change "consensus."

To read some of the press accounts of these gifts—amounting to about 0.0027% of Exxon's 2008 profits of $45 billion—you might think you'd hit upon the scandal of the age. But thanks to what now goes by the name of climategate, it turns out the real scandal lies elsewhere.

Climategate, as readers of these pages know, concerns some of the world's leading climate scientists working in tandem to block freedom of information requests, blackball dissenting scientists, manipulate the peer-review process, and obscure, destroy or massage inconvenient temperature data—facts that were laid bare by last week's disclosure of thousands of emails from the University of East Anglia's Climate Research Unit, or CRU.

But the deeper question is why the scientists behaved this way to begin with, especially since the science behind man-made global warming is said to be firmly settled. To answer the question, it helps to turn the alarmists' follow-the-money methods right back at them.

Consider the case of Phil Jones, the director of the CRU and the man at the heart of climategate. According to one of the documents leaked from his center, between 2000 and 2006 Mr. Jones was the recipient (or co-recipient) of some $19 million worth of research grants, a sixfold increase over what he'd been awarded in the 1990s.

Why did the money pour in so quickly? Because the climate alarm kept ringing so loudly: The louder the alarm, the greater the sums. And who better to ring it than people like Mr. Jones, one of its likeliest beneficiaries?

Thus, the European Commission's most recent appropriation for climate research comes to nearly $3 billion, and that's not counting funds from the EU's member governments. In the U.S., the House intends to spend $1.3 billion on NASA's climate efforts, $400 million on NOAA's, and another $300 million for the National Science Foundation. American states also have a piece of the action, with California—apparently not feeling bankrupt enough—devoting $600 million to their own climate initiative. In Australia, alarmists have their own Department of Climate Change at their funding disposal.

And all this is only a fraction of the $94 billion that HSBC estimates has been spent globally this year on what it calls "green stimulus"—largely ethanol and other alternative energy schemes—of the kind from which Al Gore and his partners at Kleiner Perkins hope to profit handsomely.

Supply, as we know, creates its own demand. So for every additional billion in government-funded grants (or the tens of millions supplied by foundations like the Pew Charitable Trusts), universities, research institutes, advocacy groups and their various spin-offs and dependents have emerged from the woodwork to receive them.

Today these groups form a kind of ecosystem of their own. They include not just old standbys like the Sierra Club or Greenpeace, but also Ozone Action, Clean Air Cool Planet, Americans for Equitable Climate Change Solutions, the Alternative Energy Resources Association, the California Climate Action Registry and so on and on. All of them have been on the receiving end of climate-change-related funding, so all of them must believe in the reality (and catastrophic imminence) of global warming just as a priest must believe in the existence of God.

None of these outfits are per se corrupt, in the sense that the monies they get are spent on something other than their intended purposes. But they depend on an inherently corrupting premise, namely that the hypothesis on which their livelihood depends has in fact been proved. Absent that proof, everything they represent—including the thousands of jobs they provide—vanishes. This is what's known as a vested interest, and vested interests are an enemy of sound science.

Which brings us back to the climategate scientists, the keepers of the keys to the global warming cathedral. In one of the more telling disclosures from last week, a computer programmer writes of the CRU's temperature database: "I am very sorry to report that the rest of the databases seems to be in nearly as poor a state as Australia was. . . . Aarrggghhh! There truly is no end in sight. . . . We can have a proper result, but only by including a load of garbage!"

This is not the sound of settled science, but of a cracking empirical foundation. And however many billion-dollar edifices may be built on it, sooner or later it is bound to crumble.

 

 

Ágúst H Bjarnason, 2.12.2009 kl. 14:59

21 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst: Ertu s.s. að segja af því að Phil Jones (hann er ekki einasti loftslagssérfræðingurinn) fékk 6 sinnum meira í styrki til að rannsaka eitthvað sem talið er nauðsynlegt vegna þess að við erum að kljást við vandamál sem ekki var talið vera eins stórt á 10. áratug síðustu aldar og nú, þá sé það merki um samsæri og spillingu? Undarlegt og ef mér skjátlast ekki Ad hominem rök.

Tek fram að ekkert í þessum rökum hrekur kenninguna um hækkun hitastigs vegna aukningar gróðurhúsalofttegunda.

Að lokum er eftirfarandi (mýta) úr grein af Scientific American:

Climatologists have a vested interest in raising the alarm because it brings them money and prestige.

If climate scientists are angling for more money by hyping fears of climate change, they are not doing so very effectively. According to a 2006 Government Accountability Office study, between 1993 and 2004, U.S. federal spending on climate change rose from $3.3 billion to $5.1 billion—a 55 percent increase. (Total federal nondefense spending on research in 2004 exceeded $50 billion.) However, the research share of that money fell from 56 percent to 39 percent: most of it went to energy conservation projects and other technology programs. Climatologists' funding therefore stayed almost flat while others, including those in industry, benefited handsomely. Surely, the Freemasons could do better than that.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2009 kl. 16:18

22 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Svatli, það er dapurlegt að þú teljir þig þurfa að grípa til útúrsnúninga. Ég hef margsinnis bent á þá staðreynd að gróðurhúsalofttegundir eru gífurlega mikilvægar öllu lífi á jörðinni og stuðla svo sannarlega að hærri hita hér á jörðu.

Hvers vegna?

Vegna þess að gróðurhúsahjálmurinn (greenhaus effect) varnar því að hitinn sem sólin hefur gefið okkur jarðarbúum fari ekki út í buskann, varnar útgeisluninni eftir að sólin hefur hitað láð og lög með geislun sinni.

Ef gróðurhúsahjálmsins nyti ekki við væri meðalhiti á jörðinni ekki +14,5°C heldur -18°C og jörðin þar með alfarið óbyggileg. 

Þess vegna segi ég enn og aftur að baráttan gegn örlitlum hluta af þeim lofttegundum sem eru í gróðurhúshjálminum þar sem CO2 er aðeins 1% meðan vatnsgufa er 95% er fáránleg. Hversvegna þá ekki að taka upp baráttu gegn vatnsgufunni sem er 95%?  Vegna þess að sú gjörð væru svo arfavitlaus að engum hefur dottið það í hug. En hver veit hvað er næst?

Ég þvingaði það svar frá ykkur fyrir skemmstu hér á blogginu að það hefði aldrei verið vísindalega sannað að koltvísýringur CO2 væri orsök þeirra hitasveiflna upp á við sem hafa orðið á síðustu öld, þið viðurkennduð að þetta væri aðeins kenning. Margar kenningar hafa leitt margt gott af sér, aðrar orðið til skaða, sumar sannast, aðrar orðið kenningar eingöngu. Kenningin um skaðsemi CO2 er örugglega ekki þess virði að þúsundir manna hafi af henni lifibrauð sitt og þessir sömu menn eru svo staðnir að blekkingum og fölsunum til að sanna mál sitt. Að maður nú ekki tali um alla skattlagninguna sem búið er að koma á og á að stórauka. Að maður nú tali ekki um allt svindlið og svikastarfsemina sem er að koma í ljós í viðskiptum með kolefniskvóta.

Svo aðeins í lokin. Þegar þið eruð spurðir um hvað orsaki þá lækkandi hita á síðustu öld þrátt fyrir að þessi aukning á CO2 í andrúmslofti sé stöðug, hvað er þá svarið?

Lækkandi hiti er af náttúrulegum orsökum!!!

Þið hljótið að viðurkenna að aukning hita á síðustu öld var ekki samfelld, tímabil lækkandi hita er um það nokkuð jafnlöng og tímabil hækkandi hita.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 2.12.2009 kl. 20:53

23 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Sigurður! Þú talar skynsamlega, en ég vil þó leiðrétta þig aðeins. Koldíoxíð er ekki 1%, eins og þú segir, heldur miklu, miklu minna. Það er nefnilega aðeins 0.038% gufuhvolfsins. Því er haldið fram, að það hafi verið 0.028% fyrir iðnbyltingu, og þessi fáránlega litla aukning sé nú einhvers konar "ógn" við allt líf á jörðinni. Um þetta snýst málið. Ótrúlegt, en satt.

Raunar er ég alls ekki viss um að tölur um koldíoxíð fyrir iðnbyltingu séu fyllilega áreiðanlegar. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.12.2009 kl. 21:50

24 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Sigurður: Hvernig kallarðu það að þvinga fram svar frá okkur, svar sem er búið að vera á loftslag.is frá stofnun þess 19.september, sjá:

http://www.loftslag.is/?page_id=998

Ég er farinn að hallast að því að þú skiljir ekki vísindi eða vísindalega aðferð - reyndar er langt síðan ég fór fyrst að halda það.

Höskuldur Búi Jónsson, 2.12.2009 kl. 22:11

25 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Nú ætla ég að prófa að afrita og líma, s.s. þessa færslu af Nature, sem segir allt sem segja þarf:

Climatologists under pressure

Stolen e-mails have revealed no scientific conspiracy, but do highlight ways in which climate researchers could be better supported in the face of public scrutiny.

The e-mail archives stolen last month from the Climatic Research Unit at the University of East Anglia (UEA), UK, have been greeted by the climate-change-denialist fringe as a propaganda windfall (see page 551). To these denialists, the scientists' scathing remarks about certain controversial palaeoclimate reconstructions qualify as the proverbial 'smoking gun': proof that mainstream climate researchers have systematically conspired to suppress evidence contradicting their doctrine that humans are warming the globe.

This paranoid interpretation would be laughable were it not for the fact that obstructionist politicians in the US Senate will probably use it next year as an excuse to stiffen their opposition to the country's much needed climate bill. Nothing in the e-mails undermines the scientific case that global warming is real — or that human activities are almost certainly the cause. That case is supported by multiple, robust lines of evidence, including several that are completely independent of the climate reconstructions debated in the e-mails.

First, Earth's cryosphere is changing as one would expect in a warming climate. These changes include glacier retreat, thinning and areal reduction of Arctic sea ice, reductions in permafrost and accelerated loss of mass from the Greenland and Antarctic ice sheets. Second, the global sea level is rising. The rise is caused in part by water pouring in from melting glaciers and ice sheets, but also by thermal expansion as the oceans warm. Third, decades of biological data on blooming dates and the like suggest that spring is arriving earlier each year.

Denialists often maintain that these changes are just a symptom of natural climate variability. But when climate modellers test this assertion by running their simulations with greenhouse gases such as carbon dioxide held fixed, the results bear little resemblance to the observed warming. The strong implication is that increased greenhouse-gas emissions have played an important part in recent warming, meaning that curbing the world's voracious appetite for carbon is essential (see pages 568 and 570).

Mail trail

A fair reading of the e-mails reveals nothing to support the denialists' conspiracy theories. In one of the more controversial exchanges, UEA scientists sharply criticized the quality of two papers that question the uniqueness of recent global warming (S. McIntyre and R. McKitrick Energy Environ. 14, 751–771; 2003 and W. Soon and S. Baliunas Clim. Res. 23, 89–110; 2003) and vowed to keep at least the first paper out of the upcoming Fourth Assessment Report of the Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC). Whatever the e-mail authors may have said to one another in (supposed) privacy, however, what matters is how they acted. And the fact is that, in the end, neither they nor the IPCC suppressed anything: when the assessment report was published in 2007 it referenced and discussed both papers.

If there are benefits to the e-mail theft, one is to highlight yet again the harassment that denialists inflict on some climate-change researchers, often in the form of endless, time-consuming demands for information under the US and UK Freedom of Information Acts. Governments and institutions need to provide tangible assistance for researchers facing such a burden.

The e-mail theft also highlights how difficult it can be for climate researchers to follow the canons of scientific openness, which require them to make public the data on which they base their conclusions. This is best done via open online archives, such as the ones maintained by the IPCC (http://www.ipcc-data.org) and the US National Climatic Data Center (http://www.ncdc.noaa.gov/oa/ncdc.html).

Tricky business

But for much crucial information the reality is very different. Researchers are barred from publicly releasing meteorological data from many countries owing to contractual restrictions. Moreover, in countries such as Germany, France and the United Kingdom, the national meteorological services will provide data sets only when researchers specifically request them, and only after a significant delay. The lack of standard formats can also make it hard to compare and integrate data from different sources. Every aspect of this situation needs to change: if the current episode does not spur meteorological services to improve researchers' ease of access, governments should force them to do so.

The stolen e-mails have prompted queries about whether Nature will investigate some of the researchers' own papers. One e-mail talked of displaying the data using a 'trick' — slang for a clever (and legitimate) technique, but a word that denialists have used to accuse the researchers of fabricating their results. It is Nature's policy to investigate such matters if there are substantive reasons for concern, but nothing we have seen so far in the e-mails qualifies.

The UEA responded too slowly to the eruption of coverage in the media, but deserves credit for now being publicly supportive of the integrity of its scientists while also holding an independent investigation of its researchers' compliance with Britain's freedom of information requirements (see http://go.nature.com/zRBXRP).

In the end, what the UEA e-mails really show is that scientists are human beings — and that unrelenting opposition to their work can goad them to the limits of tolerance, and tempt them to act in ways that undermine scientific values. Yet it is precisely in such circumstances that researchers should strive to act and communicate professionally, and make their data and methods available to others, lest they provide their worst critics with ammunition. After all, the pressures the UEA e-mailers experienced may be nothing compared with what will emerge as the United States debates a climate bill next year, and denialists use every means at their disposal to undermine trust in scientists and science.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2009 kl. 22:34

26 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Vilhjálmur, stutt skýring frá mér. Auðvitað er það hárrétt hjá þér að koltvísýringur CO2 er 0.0385% af gufuhvolfinu.Veit ekki hvort þú hefur séð frá mér samlíkinguna að gufuhvolfið sé kassi með 1 millj. kúlum. Þær eru allar hvítar nema CO2, þær eru rauðar. Þá er í gufuhvolfinu 999.615 hvítar kúlur og 385 rauðar. Þetta sýnir enn og aftur hve lítil brot CO2 er af heildinni og hve fráleitt er að halda því fram að CO2 hafi nokkur áhrif, nema til góðs eins og ég segi að ofan.

En það er ýmislegt á ferli í gufuhvolfinu sem ekki hefur áhrif sem gróðurhúsahjálmur. Sé það síað frá er hluti CO2 í gróðurhúsahjálminum eingöngu 1%. Þetta fékk ég fyrst frá sænskum vísindamanni og var gert til að sýna "alarmistum" nákvæmni í umfjöllun um loftslagsmál.

En Höski Búi sýnir mér lítillæti eins og er víst einkenni "alarmista" en að ofan fæ ég þetta frá honum:

"Ég er farinn að hallast að því að þú skiljir ekki vísindi eða vísindalega aðferð - reyndar er langt síðan ég fór fyrst að halda það".

Þarna er ekki hrokanum fyrir að fara, eða hvað?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 2.12.2009 kl. 22:50

27 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Er það kallaður hroki að svara fyrir sig í sömu mynt?

Höskuldur Búi Jónsson, 2.12.2009 kl. 22:57

28 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mér þykir það nú frekar hrokafullt að alhæfa um áhrif gróðurhúsalofttegunda, þvert á allar vísindalegar mælingar og rannsóknir, án þess að geta heimilda eða færa gild rök fyrir máli sínu á annan hátt.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2009 kl. 23:00

29 identicon

Einhver talaði um 'spilaklúbb' í athugasemd, til að reyna að spyrða okkur óskilda saman í einhvern samráðshóp og gefa í skyn annarlegar hvatir.

En hvað með kerlingaklúbb ákveðinna aðila sem kommenta oft með nokkurra mín millibili og láta ekki segjast af röksemdum, heldur reyna neðanbeltisskot, koma svo kannski inn undir dulnefnum og þykjast vera búfræðingar, eða láta í það skína að þú megir ekki tjá þig um neitt annað en pípulagnir...

Í raun er engin þörf á að svara þeim nokkru, ekki stuðlar þú að auknum andlegum þroska þeirra - þú getur alveg eins talað við steindranga,  né er nokkur þörf á að verjast kjánalegum athugasemdum, þær dæma sig sjálfar.

Eins og Pilmer segir: "If you have to argue your science by using fraud, your science is not valid."

Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 11:12

30 identicon

Mikið (assgoti) eru þið gáfaðir.  Haldið áfram að skrifa "strákar mínir". 

Þessu höfum við stelpurnar ekkert vit á.   En ef ég fengi að ráða, þá myndi ég bæta við nokkrum kvartmíluklúbbum og Formúla 1,  gæti mín vegna verið þrisvar á ári.  Siðan finna til fleira smátt og gott sem aukið geti hita jarðar.  Hugsið ykkur þegar hægt verður að rækta alla mögulega ávexti á Íslandi og ekkert þarf að flytja inn af þessu káli, sem allir eru að éta í dag. Og svo að geta flutt inn pálmatré og fallegar jurtir frá öðrum fjarlægum löndum. það yrði sko bragð að því.

Jóhanna (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 08:24

31 identicon

Gullvagninn (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband