Svandís, það er langt frá því að allir séu sammála um skaðlega hlýnun jarðar

Velkomin heim Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra frá þessari ótrúlegu samkomu í Kaupmannahöfn. Ég var að enda við að svara öðrum hér á blogginu þar sem ég sagði að vonandi renni upp þeir tímar að forystumenn þjóða og allur almenningur átti sig á þeirri staðreynd að það er með öllu útilokað að mannskepnan geti haft nokkur teljandi, eða jafnvel engin, áhrif á loftslag jarðar eða ráði veðri og vindum. Það verður sólin og ýmsir aðrir þættir sem þar munu ráða eins og undarfarin milljónir ára.

Hlýnun jarðar var nokkur á síðustu öld eða um 0,74°C. Þetta mun ekki breyta gæðum jarðlífs nema til hins betra, gæðum sem eru eins og ég veit að þú gerir þér ljóst, æði misskipt. Því miður hafa ákveðin öfl í heiminum, ólíklegustu öfl hafa þar náð saman mannkyninu til stórtjóns, að beina allri athyglinni að einni af grundvallar undirstöðum lífs á jörðinni, koltvísýringi CO2, og gera þessa undirstöðu lífsins að blóraböggli fyrir hlýnun jarðar sem er engan veginn sú mikla vá sem af er látið.

Hitaþróun á 20. öldÉg ætla ekki að skrifa langt mál að sinni en læt fylgja með línurit yfir þróun hita á jörðinni á 20. öld. Þetta línurit gerir örugglega ekki minna úr hækkun hita en efni standa til því línuritið er komið frá HadleyCRU sem er reyndar staðið að því að "lagfæra" staðreyndir til að fá "betri" niðurstöðu. Því hefur verið haldið fram að hækkun hita hafi verið samfelld alla öldina en eins og sjá má hefur þróunin verið upp og niður. Þarna sést einnig tvennt athyglisvert; hækkun og lækkun hita  fylgir hinum sterka Kyrrahafstraumi PDO, hvort hann er jákvæður eða neikvæður, og virkni sólar var mikil og vaxandi seinni hluta aldarinnar en er nú að breytast enda hefur hiti ekki farið hækkandi á þessari öld, þeirri 21. En ég veit Svandís að um slíka smámuni hafið þið á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn ekki skeytt. Ráðstefnan var líkari uppboðsmarkaði, eftir því sem ég hef séð í fréttaflutningi, þar sem hver þjóðarleiðtoginn reyndi að yfirbjóða hina með innihaldslausum yfirlýsingum, einnig sameiginlegt að enginn vissi neitt um loftslagsmál.

Það er svo ótalmargt sem hægt er að segja um þessa makalausu vitleysu sem þið nær allir stjórnmálamenn heimsins hafið látið leiða ykkur út í og ég er ákveðinn í að láta heyra meira í mér.

Þú segir að allir séu orðnir sammála í loftslagsmálum og þá miklu vá sem framundan er. Líklega áttu   þá við ráðamenn, ekki almenning og það er langur vegur f´r því að allir vísindamenn séu þessarar skoðunar. Þeir sem andmæla fá ekkert birt eftir sig í vísindritum né fréttamiðlum samanber Fréttastofu RÚV. 

Ég skora á þig og þitt ráðuneyti til að láta fara fram skoðanakönnun hérlendis um hvort almenningur trúi því að hlýnun jarðar sé vá og hvort sú vá (ef vá er) sé"lífsandanum" koltvísýringi CO2 að kenna.

Persónulega óttast ég meira að fram undan sé lækkandi hiti á jörðinni svo líklega þarf hvorki þú né aðrir stjórnmálamenn að fara í felur vegna heimskulegustu ályktunar sem gerð hefur verið á alþjóðlegri ráðstefnu:

Að hiti skuli ekki hækka meira en 2°C á þessari öld!!!

Já mikill er máttur mannsins!!! 

Aðeins ein lítil spá. Þessi vetur verður harður, miklar frosthörkur á meginlandi Evrópu og í Norður-Ameríku. Stundum sleppum við betur eftir því hvernig lægðir haga sér en við skulum einnig búast við frostköldum vetri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég er alveg sammála þér og eftir því sem að ég les meira verð ég vissari um að náttúrann sé að taka okkur í bólinu og það sé að hefjast kuldakast víst var heitt í Reykjavík í Desember en það var ekkert heitt út á landi hvað er langt síðan að Fróðaárheiði hefur verið lokuð eins lengióg það sem af er vetri. Síðan held ég að menn ætu að lesa gamla annála þaður en sett er í reglur að hiti fyir iðnbyltingu hafi verið ákjósanlegur held eiginlega að vísindamenn gleymi því að mannskepnan hefur heitt blóð og lýðr best í hita eitthvða yfir frostmarki

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.12.2009 kl. 12:41

2 Smámynd: Eygló

Las ekki allt (leshraði og einbeiting slök).

"Að hiti skuli ekki hækka meira en 2°C á þessari öld!!! "

Ég næstum hrökk í kút þegar ég sá þessa yfirlýsingu í fréttunum.
Mætti halda að Almáttugur sjálfur hafi verið ritari!  Ég vona að þetta hafi verið þýtt svona hallærislega. Annars:  Getur hrokinn og heimskan náð mikið lengra?  Já, kannski.

Eygló, 19.12.2009 kl. 23:27

3 Smámynd: Eygló

Úbbs! veit ekkert hvað ég gerði, ef eitthvað. Biðst velvirðingar.

Eygló, 19.12.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband