Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Notkun á jarðgufu eingöngu til raforkuframleiðslu er hrikaleg rányrkja á auðlind

 @font-face { font-family: "Times New Roman"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }table.MsoNormalTable { font-size: 10pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1;Það er merkilegt hvað lítið eða ekkert er rætt um þessa staðreynd. Ég dró fram úr tölvunni gamlan Lagnafréttapistil frá árinu 1992 þar sem ég kom inn á þetta mál og kveikjan að þeim pistli voru ummæli Jóhannesar Zoega fyrrum hitaveitustjóra, en undir hans forystu var Nesjavallavirkjun reist, einhver hagkvæmasta virkjun sem reist hefur verið hérlendis. Athugasemdin frá Jóhannesi var sú að hlutfallið milli framleiðslu á rafmagni og heitu vatni í jarðgufuvirkjun yrði að virða, ef rafmagnsframleiðslan færi yfir viss mörk á kostnað heitavatnsframleiðslu væri verið að ganga á forðann sem við eigum í jörðu niðri og er ekki óþrjótandi eins og ætla mætti af þeim stórkarlalegu virkjunaráætlunum jarðgufu sem nú er rekinn áróður fyrir.

Fullyrðing mín um rányrkju byggist á því að ef jarðgufuvirkjun framleiðir aðeins rafmagn nýtir hún einungis 14% af þeirri orku sem í jarðgufunni býr. Ef virkjunin framleiðir bæði rafmagn og heitt vatn er nýtingin 85% og lengra verður tæplega komist. Lítum aðeins á hagkvæmustu jarðgufuvirkjun landsins, Nesjavelli við Þingvallavatn. Þegar búið er að nýta jarðgufuna til rafmagnsframleiðslu er hitað upp vatn með sömu gufu og búin er að knýja rafmagnstúrbínurnar og því vatni dælt til höfuðborgarsvæðisins. Það heita vatn nægir til að hita upp öll hús í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Álftanesi. Þannig verður Hellisheiðarvirkjun einnig byggð upp þó tæpast sé ennþá markaður fyrir heita vatnið sem hún mun framleiða, en að því mun koma. Suðurnesjavirkjun mun einnig vera nokkuð hagkvæm, framleiðir bæði rafmagn og heitt vatn.

En er til virkjun á Íslandi sem sóar svona átakanlega orkunni sem við sækjum í formi gufu í iður jarðar?

Sú virkjun heitir Kröfluvirkjun, hún nýtir aðeins 14% af orkunni sem sótt er niður í jörðina, síðan fer gufan sína leið, hún er meira að segja kæld með töluverðum kostnaði og engum til gagns.

Þetta er rányrkja og ekkert annað.

Stundum hefur hvarflað að mér hvort ekki væri hægt að nýta þessa miklu orku, sem fer til spillis við Kröfluvirkjun, og reisa mikið og gjöfult ylræktarver sem gæti séð landmönnum fyrir miklum hluta þess grænmetis sem við verðum nú að flytja inn og skapaði mikla vinnu í Þingeyjarsýslum. Vissulega nokkur stofnkostnaður en orkan er ókeypis, hún fer í dag út í veður og vind engum til gagns. Og nú eru áætlanir um að reisa álbræðslur við Húsavík og í Helguvík ásamt því að stækka Straumsvík og reisa mörg og mikil gagnaver. Allar eiga þessar áætlanir það sameiginlegt að orkan skal sótt að mestu í iður jarðar í formi jarðgufu. Þeistareykir, Gjástykki, Reykjanes og Hellisheiði, víða skal leitað fanga með rányrkju á náttúruauðlindinni sem er langt frá því að vera óþrjótandi. Það er því miður ekki til nema lítill markaður fyrir heitt vatn frá þessum jarðgufuvirkjunum og þær norðlensku, ef af verður,  hafa engin þéttbýli sem markað.

Við höfum á undanförnum árum deilt ákaft um virkjanir og þá aðallega vatnsaflsvirkjanir. Í þeim er ekki um sóun á orku að ræða, frekar beinist gagnrýnin að umhverfi og náttúru. En meira að segja sú umdeildasta, Kröfluvirkjun, nýtir vatnsafl, vatn sem hvort sem er rynni sína leið til sjávar, afl sem án virkjunar yrði engum til gagns.

Í vatnsaflsvirkjunum er aldrei um samskonar rányrkju á náttúruauðlind að ræða og í flestum jarðgufuvirkjunum ef þær verða staðreynd.

 

 

 

 


Hvað sagði Mark Flanagan um árangur íslenskra stjórnvalda eftir hrun?

Samstarf Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa verið umdeilt hér á landi. Ekki hefur þó tekist að benda á nokkuð sem sýni  að AGS segi íslenskum stjórnvöldum fyrir verkum og ég álít að við værum í dag ver stödd ef við hefðum ekki tekið upp samstarf við AGS. Mark Flanagan hefur frá upphafi verið formaður sendinefndar AGS hér á landi frá því samstarfið hófst en lætur nú af því starfi.

Hann metur ástand efnahags- og þjóðmála á eftirfarandi hátt og ég held að álit hans sé öllum holl lesning:

 „Það var fullt tilefni til að ætla að ástandið yrði slæmt á meðan
kreppan stæði yfir. En íslenska hagkerfið virðist hafa náð jafnvægi
fyrr en við reiknuðum með. Ég veit að það mat kann að vera umdeilt á
Íslandi, en ef við horfum á alla helstu hagvísa þá sýna þeir þann
árangur. Neysla virðist hafa náð jafnvægi í lok síðasta árs,
vinnumarkaður hefur náð jafnvægi, verðbólga hefur lækkað mikið og
gjaldmiðillinn hefur jafnað sig frábærlega á síðustu mánuðum. Margir
þeirra lykilþátta sem eru nauðsynlegir til að ná efnahagslegum
stöðugleika hafa orðið að veruleika á síðustu tveimur árum.“

„Það hefur því mjög margt náðst fram hvað varðar aðlögun íslenska
efnahagslífsins að nýjum veruleika. Ísland er að mörgu leyti langt á
undan öðrum löndum í sínum bata sem hafa lent í svona vandræðum"

„Það er líka mikið afrek að íslenskum stjórnvöldum hefur tekist að
fara í gegnum þessa aðlögun á sama tíma og þeim hefur tekist að
viðhalda meginundirstöðum norræns velferðarkerfis og án þess að gera
eðlisbreytingu á því sem við hjá AGS teljum vera mjög einfalt og
afkastamikið skattkerfi.“

„Það er ekki hægt að vinna sig upp úr svona stórri kreppu á skömmum
tíma. Þar er enn margt sem þarf að gera til að gera efnahag landsins
stöðugan á ný og það tekur tíma að vinna úr skuldabagga af þeirri
stærðargráðu sem Ísland glímir við.“

“Reynslan úr fyrri kreppum segir okkur að endurskipulagningarferli
fyrirtækja taki vanalega á bilinu 18-36 mánuði. Núna erum við stödd
nokkurn veginn í miðju þess tímaramma.”
 


Hörmuleg afgreiðsla Alþingis á ákærum til Landsdóms

Ég hef sagt það áður hér á blogginu; það átti enginn af fyrrverandi ráðherrum að fara fyrir Landsdóm. Í fyrsta lagi vegna þess að málefnagrundvöllur er ekki fyrir hendi svo nær það ekki nokkurri átt að Alþingi sé með ákæruvald sem það getur beitt. Það er rétt sem kom fram hjá mörgum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að andi laganna og réttlætisins er sá að ekki eigi að ákæra nema líkurnar á sekt séu meiri en líkurnar á sýknu. Vinstri grænir voru einhuga á eftir formanni þingmannanefndarinnar, Atla Gíslason; refsigleðin var í stafni. Þó mátti sjá að Steingrími var brugðið eftir að úrslitin lágu fyrir. Ég er ánægður með að minn flokksformaður, Jóhanna, kemur keik út frá málinu, var ætíð samkvæm sjálfri sér. Sama verður ekki sagt um þá Samfylkingarþingmenn sem svo greinilega létu pólitíkina ráða og kusu eftir flokkslínum í þessu alvarlega máli. (Vona að næst þegar Mörður vafrar um þingsalinn, og veit ekkert hvað hann á að gera, vafri hann út úr Alþingishúsinu og komi aldrei til baka).

Samfylkingin greiddi sjálfri sér þungt högg í þessari atkvæðagreiðslu, hún verður lengi að jafna sig eftir það. Það mátti sjá hvað Ólína var ráðvillt í Sjónvarpinu í kvöld, hún er þó vön að vera glaðbeitt og koma fyrir sig orði, nú var yfirbragðið annað.


Skora á þingmenn Samfylkingarinnar að fella tillöguna um að draga fyrrum ráðherra fyrir Landsdóm

Ég hef aldrei dregið dul á mínar pólitísku skoðanir og að ég er flokksbundinn, ég er í Samfylkingunni. Líklega munu margir vilja túlka afstöðu mína sem að ofan greinir sem ákall um að hlífa flokksfélögum mínum.

Það er alrangt, ég hef önnur rök fyrir minni afstöðu og skoðum þau rök sem ég legg fram.

Þegar Ríkisstjórn Geirs Haarde, Þingvallastjórnin, var mynduð um mitt ár 2007 var skaðinn  skeður, Hrunið var óumflýjanlegt, þannig höfðu samstjórnir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins stjórnað þjóðarbúinu. Það var á ábyrgð þessara tveggja flokka að einkavæða bankana, að afhenda þá fjárglæframönnum sem ekkert kunni  í  bankastarfsemi og rændu síðan bankana innanfrá, lánuðu sjálfum sér himinháar fúlgur til að kaupa ýmis fyrirtæki á yfirverði og þurftu engar tryggingar að setja fyrir þeim lánum sem þeir pumpuðu út úr bönkunum. Þannig sýndu þeir betri stöðu bankanna og notuðu einkum "óefnislegar eignir" svo sem viðskiptavild til að hækka verðgildi þeirra. Andvirði þessar lána hurfu síðan og álítur Vilhjálmur Bjarnason, sem flestir þekkja, að hvorki meira né minna en 6.000 - 7.000 milljarðar hafi þannig verið sognir út úr bankakerfinu og þjóðarbúinu og séu faldir í skálkaskjólum víða um heim. Ekki má gleyma glæpastarfsemi Landsbankans í Hollandi og Bretlandi þar sem saklausir launamenn m. a. voru lokkaðir til að trúa bankanum fyrir sparifé sínu og það liggur í augum uppi að það stóð aldrei til að skila þessu fé til baka. Hvar liggja þessir fjármunir í dag? Án efa að stórum hluta í skálkaskjólum víða um heim og bíða þess að refirnir komst í forðann.

Þetta eru aðeins helstu ástæður Hrunsins mikla og þó tekið sé tillit til hinnar að alþjóðlegu bankakreppu hefði þetta skelfilega hrun aldrei orðið á Íslandi þó við hefðum engan veginn komist hjá einhverjum skellum vegna þeirra áhrifa.

En fyrir hvað á að ákæra fjóra fyrrum ráðherra úr Þingvallastjórninni? Eftir því sem mér skilst er það ekki síst fyrir vanrækslu þó það liggi í augum uppi að þessi Ríkisstjórn, sem tók við um mitt ár 2007, gat engan veginn komið í veg fyrir Hrunið. Sýndi stjórnin vanrækslu? Vissulega má leiða rök að því þó alltaf sé hægt að vara vitur eftirá. 

Á árinu 2007 var öll þjóðin meðvirk í bankabrjálæðinu eða mikill meirihluti hennar. Enginn hlustaði á örfár varnaðarraddir innanlands og því síður þær sem komu frá útlöndum, Danske bank var ekkert annað en nöldur öfundsjúkra Dana og þannig var öll gagnrýni afgreidd, við vorum nánast öll meðvirk. Á þessum tíma lét einn aðalhöfundur hrunsins, Davíð Oddsson fyrrum forsætisráðherra  og þá Seðlabankastjóri, nánast afnema bindiskyldu fjármagns hjá íslensku bönkum, álíka gjörð og að ausa bensíni á brennandi hús.

Gat Ríkistjórn Geirs Haarde, Þingvallastjórnin, gripið til einhverra ráðstafana til að koma í veg fyrir hluta af skaðanum?

Já það gat hún vissulega. Hún gat gengið fram og skýrt þjóðinni frá því að glæpaklíkur innan bankanna væru að steypa þjóðinni fram af fjárhagslegum hengiflugi, hún gat afhjúpað skelfilega óstjórn í Seðlabankanum sem leiddi til þess að hann varð gjaldþrota og upplýst um að við værum með handónýtt Fjármálaeftirlit.

Hverjar hefðu afleiðingarnar orðið?

Líklegt að þá hefðu Hrunið mikla orðið samstundis, þá hefði fjármálablaðran sprungið ári fyrr eða haustið 2007. Ekki vafi á að þá hefði skaðinn orðið mun minni fyrir þjóðarbúið en samt hefði hann orðið gífurlegur.

Hvernig hefði alþjóð brugðist við?

Ég tel allar líkur á því að Ríkistjórninni hefði verið kennt um, hún hefði með því aða upplýsa um ástandið, sem var þó staðreynd, fellt íslenski bankana og kallað yfir þjóðina skelfilegt hrun. Glæpamennirnir bönkunum hefðu fengið samúð, þessir lúðulakar sem almenningur leit á að væru "snillingar".

En hefði Ríkistjórn, sem var samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks átt möguleika á að grípa til slíkra verka?

Nei, útilokað. Þarna sátu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins þeir Geir Haarde og Árni Mattheisen, menn sem höfðu verið á kafi í því undir forystu Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar að "einkavæða" bankana í orðsins fyllstu merkingu, afhenda þá Bjrögólfunum, Ólafi í Samskip og Finni Ingólfssyni og álíka kónum á spottprís og síðan að gera Davíð Oddsson að æðsta manni peningamála hjá þjóðinni, Seðlabankastjóra.

Hver eru þá afglöp ráðherra Samfylkingarinar?

Að reyna ekki að berja fram það ómögulega, að upplýsa þjóðina um ástandið sem aldrei hefði náðst fram í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Hverra kosta átti Samfylkingin þá?

Að slíta stjórnarsamstarfinu, en þá hefði hún orðið að upplýsa um ástandið í banka- og fjármálum landsins með sömu afleiðingum og raktar voru að framan, Hrunið mikla hefði orðið haustið 2007 sem hefði þó sparað þjóðinni mikið tap.

Hverjum hefði verið kennt um Hrunið mikla? Að sjálfsögðu flokknum sem sleit Ríkisstjórninni og upplýstu um hið rétta ástand þjóðarbúsins, Samfylkingunni, gegn henni hefðu öll öfl snúist hvort sem það voru stjórnmálaöfl að ég ekki tali um bankaræningjanna sem með því hefðu líklega ekki getað hreinsað fjárhirslur bankanna endanlega.

En hversvegna er ég þá á móti að ráðherrar séu dregnir fyrir Landsdóm?

Þar til liggur fleira en ein átæða. Það eru aðeins ráðherrar úr Ríkisstjórn Geirs Haarde sem á að ákæra og vissulega eru ráðherrar úr Sjálfstæðsflokknum í þeirri Ríkistjórn Geir Haarde og  Árni Mattheisen sekir um að vera meðhöfundar að Hruninu mikla haustið 2008. En ég held að flestum sé misboðið hvernig staðið er að þessum ákærum þó eflaust sé þar farið að lögum. Að þeir sem þyngsta sökina bera af að hafa undirbyggt Hrunið, Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson, sitji á friðarstóli og að við þeim sé ekki blakað er eins og blaut tuska framan í hvern þjóðfélagsþegn. Það má heldur ekki gleyma þeim Finni Ingólfssyni og Valgerði Sverrisdóttur.

Þið, sem sátuð í þingnefndinni fyrir hönd Samfylkingarinnar, unnuð mjög margt ágætt í þeirri nefnd eins og nefndarmen allir, þið hafið unnið kappsamlega og margt sem frá nefndinni kom er vandað og orð í tíma töluð. En þið hafið látið draga ykkur inn í lævíst samsæri. Það hefur verið massífur áróður fyrir því undir forystu Morgunblaðsins, og allir vita hver ritstýrir því, að kom allri sök af Hruninu mikla á Þingavallastjórnina, í dag eru það aðeins veikar raddir eins og mín sem andæfa og rekja með rökum hverjir eru sekastir af því að Hrunið varð úr hópi stjórnmálamanna.

Ætla menn að það sé tilviljun að útgerðarauðvaldið hafi komist yfir Morgunblaðið og gert höfuðskúrk Hrunsins, Davíð Oddsson, að ritstjóra og einvaldi yfir. Með því vinnst svo margt, það er auðvelt að trylla þjóðina og leiða athyglina frá Davíð, Halldóri og þeirra líkum, það er hægt að ónýta endurbætur á fiskveiðikerfinu og þeir vona einnig að þeim takist að trylla þjóðina enn frekar og eyðileggja umsóknarferil Íslands að Evrópusambandinu.

Allt er þegar þrennt er, Íslands óhamingju virðist verða allt að vopni. 


Bar Ríkisstjórn Geirs Haarde, Þingvallastjórnin, ábyrgð á hruninu í okt. 2008?

Skýrsla nefndar Atla Gíslasonar um stjórnsýslu, hrunið 2008, og um hugsanlega ráðherraábyrgð og hvort kalla eigi saman Landsdóm hefur verið birt. Ég hef ekki séð skýrsluna ennþá en hef hlustað grannt eftir því hvað er sagt og ályktað í henni eins og fram kemur í fréttum. Ekki síður það sem EKKI er minnst á í skýrslunni, það er kannski það athygliverðasta. Undanfarið hefur verið rekinn þungur áróður fyrir því í blöðum og bloggum að hrunið sé að kenna Ríkisstjórn Geirs Haarde, samsteypustjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, sem mynduð var um mitt ár 2007. Atli Gíslason og meðnefndarmenn hans reka síðan smiðshöggið á þennan áróður með nefndaráliti sínu, sem að vísu ekki er samhljóða.

Eitt er víst. Þegar Þingvallastjórnin var mynduð 2007 var búið að stjórna þannig á Íslandi af stjórnmálamönnum og fjármáglæframönnum í bönkum og fjármálafyrirtækjum að Hrunið mikla var á leiðinni, aðeins spurning um hvenær blaðran mundi springa. Þar höfðu um vélað fjármálbraskararnir sem fengu óáreittir að braska með íslenska hagkerfið og raka til sín milljörðum sem nú er faldir í holum á Tortúla og öðrum skálkaskjólum sem finnast um víða veröld. Þar brást Seðlabankinn gersamlega, Fjármálaeftirlitið einnig og þær Ríkisstjórnir sem sátu að völdum frá aldamótum. En þrátt fyrir þessa óvefengjanlegu staðreynd, að grundvöllurinn að Hruninu var kyrfilega lagður á árunum eftir aldamótin, er ekki einn einasti af þeim ráðmönnum, stjórnmálamönnum og fjárglæframönnum, sem þá stýrðu öllu hérlendis nefndur á nafn í skýrslu nefndar Atla Gíslasonar.

Hvar er nöfnin Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Árni Mattheisen, Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir í skýrslunni svo helstu arkitektar hrunsins úr röðum stjórnmálamanna séu nefndir.

Já, þetta er að takast með samræmdur áróðri í blöðum og bloggum að fá almenning til að gleyma   hverjir ábyrgðina báru. Vissulega voru sekir menn í Þingvallastjórninni, helstu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru búnir að sitja í ráðherrastólum í fjölda ára, áranna þegar öllu var sleppt lausu og hin skelfilega fjármálabóla blásin upp, fjármálabólan sem sprakk með hvelli í október 2008.

En brást Þingvallstjórnin skyldum sínum?

Hún var með lokuð augun eins og nær allir landmenn sem horfðu með glýju á bóluna miklu og trúðu því bulli að Ísland væri á leið að verða ein helsta fjármálamiðstöð heimsins.

En átti Þingvallastjórnin ekki að grípa inn í þessa óheillaþróun sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru búnir að leggja grunninn að?

Jú, hún átti tvímælalaust að gera það. Að vísu hefði stjórnin og ráðherrar hennar verið úthrópaðir sem skemmdarverkamenn. Vegna þess einfaldlega að þá hefði Hrunið dunið yfir ári fyrr, segjum í október 2007. Grundvöllur að hruninu var lagður að kempunum sem ég taldi upp fyrr: Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Árni Mattheisen, Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir. Enginn bar þó meiri ábyrgð en Davíð Oddsson sem lengstum var forsætisráðherra, í stuttan tíma utanríkisráðherra og síðast en ekki síst: Formaður bankastjórnar Seðlabankans.

En þessi framangreinda hjörð á greinilega að sleppa  með öllu.

Þar sem ég er nýbúin að sjá Íslandsklukkuna í Þjóðleikhúsinu detta mér í hug þau fleygu orð sem Laxness leggur Jóni Hreggviðssyni í munn:

"slæmt er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti"


Hverjum var Hrunið 2008 að kenna?

Nú fara menn mikinn hér á blogginu og eflaust víðar skilst mér þar sem skýrsla Atla Gíslasonar og hans meðnefndarmann er að birtast. Margir bloggarar fara hamförum gegn þeim sem sátu í Ríkisstjórn Geirs Haarde fyrir Samfylkinguna. Þar hafa menn fundið sökudólgana, enginn er þó eins slæmur í þeirra augum og Össur Skarphéðinsson. Það má sjá fingraför eins manns á þessari herferð en það er fyrrum forsætisráðherra, fyrrum Seðlabankastjóri Davíð Oddsson. Það er merkileg söguskoðun að ætla að ráðherrar Samfylkingarinnar í Ríkisstjórn Geirs Haarde beri aðalábyrgð á Hruninu, tæplega minnst á að í sömu Ríkisstjórn sátu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem höfðu reyndar setið lengi í þeim stólum, fyrst undir forsæti Davíðs Oddssonar, síðan Halldórs Ásgrímssonar og síðast undir forsæti Geirs Haarde. Vissulega er pólitískt minni mann hérlendis heldur gloppótt, en Davíð Oddssyni finnst samt að það þurfi að skerpa á gloppunum og afvegaleiða sem flesta; fyrst og fremst að leiða athyglina frá því að hann bar mesta ábyrgð að rekstri þjóðfélagsins árum saman fyrir hrun.

Ætla menn nokkrum manni að meðtaka þann boðskap frá Hádegismóum að aðalsökudólgar Hrunsins í október 2008 séu þeir ráðherrar Samfylkingarinnar sem tóku sæti í Ríkisstjórn Geirs Haarde um mitt ár 207? Það er vissulega mannlegt að leiða athyglina frá sjálfum sér þegar slæm mál eru í farvatninu. En almenningur er ekki búinn að gleyma því að þeir sem bera meginábyrgð á Hruninu úr hópi stjórnmálamanna eru Davíð Oddsson og Halldór Ásrímsson. Fleiri lögðu þar hönd á plóg svo sem Finnur Ingólfsson, Valgerður Sverrisdóttir, Árni Matthiesen og Geir Haarde auk allra fjárglæframannanna í bönkunum.

Nú er spurningin þessi; á að setja Landsdóm yfir þeim sem voru ráðherrar í Ríkisstjórn Geirs Haarde sem tók við stjórnartaumunum um mitt ár 2007? Þeir sem þar sátu fyrir Sjálfstæðisflokkinn áttu miklu lengri setu í Ríkisstjórn en eru gjörðir manna frá þeim tíma fyrndar?

Sitja þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrómsson þess vegna í öruggu skjóli og þurfa ekki að svara fyrir gerðir sínar?


Vilborg G. Hansen hikar ekki við að fara með rangt mál varðandi viðræður Íslands við Evrópusambandið

Ég veit af fyrri reynslu að það er skörp sía hjá Vilborgu á athugasemdum, þó hefur hún birt athugasemd Sigurðar Grétarssonar þar sem hann leiðréttir rangfærslur hennar sem eru þær sömu og Jón Bjarnason ráðherra setti fram í forsíðuviðtali Morgunblaðsins; að við séum í aðlögunarferli í viðræðunum við ESB. Ég tek mér það bessaleyfi að afrita athugasemd nafna míns og líma hana hér inn. Þetta eru orð í tíma töluð:

Þetta er rangt hjá þér. Hér er aðeins verið að greina hvað þarf að gera til að íslensk stjórnsýsla standist ESB reglur auk þess að gera tímasetta áætlun um  það hvernig henni skuli hrint í framkvæmd fari svo að aðild verði samþykkt. Ef aðild verður ekki samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þá verður áætluninni ekki hrint í framkvæmd. Þetta kemur meðal annars skýrt fram í viðtali Kastljóss þann 1. semptember við Stefán Hauk Jóhannesson aðalsamningamann Íslands í samningunum við Evróusambandið. Viðtalið má sjá hér:

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4544920/2010/09/01/0/

Í þessu viðtali kemur skýrt fram að samningaferlið og aðlögunarferlið eru sitthvort ferlið. Aðlögunarferlið hefst eftir að búið er að samþykkja aðild Íslands að ESB og getur tekið allt að tvö ár. Það er fyrst eftir að því er lokið, sem við göngum formlega í ESB. Þetta ferli feri hins vegar ekki í gang ef aðild verður ekki samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það að þjóðaratkvæðagreiðslan verði ekki formlega bindandi gefur okkur ekkert tilefni til að óttast að við göngum samt inn í ESB þó aðild verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Í fyrsta lagi þá er mjög ólíklegt að ESB myndi vilj okkur inn ef aðild er hafnað í þjóðaratkvæðagreiðsl og í öðru lagi þá munu væntanlega flokkar með það kosningaloforð að segja okkur aftur úr ESB sigra í næstu þingkosningum þar á eftir ef ESB hefði geð í að taka okkur inn gegn vilja meirihluta þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því fengi ESB einfaldlega úrsögn frá okkur eftir næstu þingkosningar.

 


Skæruliði sestur í Ríkisstjórn í annað sinn

Þessi tilraun, að vingast við skæruliða með því að bjóða honum til stofu, er dæmd til að mistakast. Ögmundur Jónasson er eitt allsherjar "ég, um mig, frá mér, til mín" maður sem hófst til áhrifa sem formaður BSRB, samtaka þar sem hann varð algjör einræðisherra, nokkuð sem var óhollt fyrir hans stóra egó. Guðrún Helgadóttir, fyrrum alþingismaður og forseti Alþingis, ber alla ábyrgð á því að Ögmundur varð þingmaður Alþýðubandalagsins, vann  ætíð sem minnihlutamaður á Alþingi, það var hans staður, annað getur hann ekki.

Ég segi enn og aftur; þetta er dæmt til að mistakast að reyna að berja í brestina með því að lúta skæruliðanum og hans herflokki.  Ögmundur er ekki eini skæruliðinn sem er innan  borgarhliðsins, þar situr einnig erkiíhaldið Jón Bjarnason. Vera hans og framkoma í Ríkisstjórninni hefði átt að sýna Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að þetta bragð, að taka Ögmund í Ríkistjórnina, getur engu breytt til batnaðar.

Hvernig hagaði Jón Bjarnason sér þó hann væri ráðherra í Ríkisstjórninni?

Jón Bjarnason gekk á mála hjá einræðisherra Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddssyni ritstjóra Morgunblaðsins. Lét birta forsíðuviðtal við sig í Morgunblaðinu þar sem hann fór með ósannindi og dylgjur um það út á hvað viðræðurnar við Evrópusambandið gengju. Þeir vissu það báðir, Jón og Davíð, að allt það sem Jón sagði efnislega um viðræðurnar var þvættingur og ég  nota ekki sterkara orð en ósannindi og skrumskæling um máflutning Jóns.

Ætti þetta ekki að sýna að það er engin trygging á því að ráðherrar sýni Ríkisstjórninni hollustu og séu heiðarlegir í sínum störfum þó þeir séu ráðherrar? Dettur nokkrum manni það í hug annað en þannig, eins og Jón,  muni Ögmundur Jónasson starfa?

Þetta er fullreynt, Vinstri grænir eru ekki samstarfshæfir í Ríkisstjórn. Kaldhæðnin er sú að minnihlutinn á Alþingi hefur ekkert að bjóða annað en þras og upphrópanir. Ef þessi Ríkisstjórn segir af sér er ekkert annað framundan, ef mynda á nýja Ríkisstjórn, en að Vinstri grænir og núverandi stjórnarandstaða myndi þá stjórn. Dálagleg framtíðarsýn eða hitt þó heldur!

Það var dapurlegt að hlusta á foringja stjórnarandstöðunnar á Alþingi í gær. Allt við það sama, gamla þrasið og bullið um að allt sé ómögulegt, hvergi örlaði á jákvæðum málflutningi.

Eru fylgjendur Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar stoltir af foringjum sínu?


Sigurður Einarsson stundaði skothríð á eigin fætur

Í Fréttablaðinu sl. laugardag var heljarinnar viðtal við Sigurð Einarsson fjármálamann og fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings sáluga. Viðtalið tóku þeir Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri og Stígur Helgason blaðamaður. Að sjálfsögðu þurftu óvandaðir bloggarar að ráðast á þá tvo fyrir að upphefja Sigurð í "Baugsmiðli" sem  er heiti sem Fréttablaðið verður að dragnast með ennþá. Það er engin ásæða til að ráðast á þá Ólaf og Stíg, mér fannst þeir spyrja nokkuð hvasst á köflum eins og tilefni var til. Sigurður Einarsson var einn af alalleikendum í bankahruninu og það er sjálfsögð skylda við almenning að hann svari áleitnum spurningum, en hafa verður í heiðri að enginn er sekur fyrr en hann hefur verið dæmdur sekur.

Viðtalið var hvorki meira ná minna en þrjár síður og tæplega hefur nokkur maður, sem ber hrunið mikla á herðum sér, fengið jafn gullið tækifæri til að rétta sinn hlut, koma fram af tilhlýðilegri auðmýkt, og reyna að fá almenningsálitið sér nokkuð hliðhollara en verið hefur.

En aldrei hefur nokkur maður, sem ber hrunið á herðum sér, klúðrað slíku tækifæri jafn rækilega og Sigurður Einarsson gerði á síðum Fréttablaðsins.

Sigurður Einarsson gerði allt rétt að eigin áliti, hann bar ekki nokkra ábyrgð á því að Kaupþingsbanki valt með braki og brestum. Allt sem þarna gerðist var "öðrum" að kenna. Að sjá setningar hafðar eftir stjórnarformanninum svo sem þessa:

"Hafi stjórnvöld talið að við hefðum átt að minnka, vaxa hægar eða til dæmis færa starfsemina eitthvað annað, þá hefðu þau mátt benda okkur á það. Það var aldrei gert"

Eða þetta:

"Hann nefnir til dæmis að þegar Kaupþing vildi koma sér út úr kaupunum á NIBC- bankanum í Hollandi. Þá hefði honum þótt æskilegt að fá bréf frá íslenska Fjármálaeftirlitinu, sem myndi í raun banna bankanum að ljúka kaupunum"

Rauði þráðurinn í viðtali Fréttablaðsins er sú veruleikafirring sem viðmælandinn Sigurður Einarsson sýnir. Það væri hægt að draga fram margt í svörum hans sem sýnir það, þessar tvær tilvitnanir eru aðeins brot af fráleitum flótta Sigurðar undir mottóin" ekki benda á mig".

Sigurði Einarssyni má líkja við ökumann sem ekur á 200 km hraða og veldur stórslysi. Eftir á er ökumaðurinn  hissa og reiður og spyr "af hverju var lögreglan ekki búin að stoppa mig?


Eigum við Íslendingar allan arðinn af virkjunun okkar?

Eitt af því sem kom fram hjá Guðríði Lilju Grétarsdóttur, formanni þingflokks Vinstri grænna, þegar hún lýsi yfir eindreginni andstöðu við að útlendingur gæti eignast hlut í Magma Energy, var að þá mundu þessir útlendingur eða þetta útlenda fyrirtæki fá arð af sínu hlutafé, þá færi arður af íslensku orkufyrirtæki, virkjun, úr landi. Hún vildi að við Íslendingar ættum þetta orkuver og tryggja þar með að arðurinn yrði kyrr innanlands. Er þetta ekki gott og háleitt markmið, eigum við ekki Landvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur, Orkubú Vestfjarða svo nokkur séu nefnd. Er það ekki tryggt að allur arður af þessum orkufyrirtækjum verður kyrr í landinu? Er þetta ekki einfalt mál, það eiga engir útlendingar hlutafé í þessum fyrirtækjum svo þannig hlýtur það að vera eftir skilgreiningu Guðfríðar Lilju, svo engir útlendingar fá neinn arð af hlutafé í þessum fyrirtækjum.

Ég vildi að satt væri, að allur arður af öllum okkar orkufyrirtækjum yrði kyrr í landinu, það munar um minna.

En því miður. Við byggingu allra orkuvera Íslands þurftum við að fá lán í útlöndum, ekki aðeins að borga lánin aftur heldur einnig vexti á hverju einasta ári.

Eftir því sem ég veit best skulda íslensk orkufyrirtæki 600 milljarða króna í dag. Ekki veit ég hvernig skiptingin er milli innlendra og erlendra lána en mér finnst ekki óeðlilegt að erlendu lánin séu 500 milljarðar. Af þessum lánum þarf að sjálfsögðu að borga vexti. Hvað skyldi það vera háar upphæðir árlega?

Gefum okkur að erlendu lánin, 500 milljarðar, séu á 5% vöxtum. Hvað gerir það mikið í íslenskum krónum? Getur verið að það séu 25 milljarðar á ári sem við borgum úr landi árlega sem vexti?

Við getum allavega hrósað happi að við erum ekki að borga einhverjum útlendingum arð af áhættufjármagni, hlutafé, sem þeir vilja leggja í íslensk orkufyrirtæki.

Að vísu er það svo að framlagt hlutafé er áhætta þess sem það leggur fram, ef greiðslufall verður hjá orkufyrirtækinu verður það tap útlendingsins að eiga í því hlutabréf. En ef féð frá útlöndum er tekið að láni verður að greiða það til baka hvað sem tautar og raular.

En við Íslendingar viljum vera skilamenn svo það skiptir víst engu máli, ekki að mati órólegu deildarinnar hjá Vinstri Grænum.

Og þeir hafa hagfræðing í sínum hópi, sá hlýtur að vita sínu viti eða hvað?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband