Færsluflokkur: Ferðalög
23.4.2010 | 13:06
Lokun Keflavíkurflugvallar er móðursýki á hæsta stigi
Ég sá gosið vel í fyrradag, þá var svartur strókur til suðurs en í dag er enginn svartur strókur frá gosinu.
Hversvegna spyrjið þið fjölmiðlamenn ekki um ástæður þess að Keflavíkurflugvöllur er lokaður? Kokgleypið þið hvaða vitleysu sem er án þess að spyrja?
Helst væri hægt að hugsa sér að ísl. flugmálayfirvöld vilji komast í "hasarinn" og heimsfréttirnar.
Lokun Keflavíkurflugvallar í morgun er ekkert annað en bull og vitleysa, það er ykkar fréttamiðla að fletta ofan af endemisvitleysu sem veldur einstaklingum miklum útgjöldum og erfiðleikum algjörlega að ástæðulausu.
26.2.2010 | 12:15
Veit fólk ekki í hvaða landi það býr?
Enn og aftur fáum við fréttir af fólki sem æðir upp um fjöll og firnindi þó spáð sé bandvitlausu veðri og það á þeim árstíma sem búast má við hverju sem er veðurfarslega, ekki aðeins á hálendinu heldur einnig í byggð. Nýlegar hörmungarfréttir eru enn ofarlega í huga og ég minnist fólks sem björgunarsveitir náðu heilu á húfi til byggða á árum áður, fólk sem komið var til jökla með smá börn. Og undantekningarlaust var þessum angurgöpum tekið sem hetjum af fjölmiðlum, sérdeilis þó sjónvarpstöðvum.
Í gærkvöldi kom frétt um að fjölmargir væru strandaglópar í Borgarnesi, ófært með öllu undir Hafnarfjalli og engin leið að komast áfram til norðurs eða vesturs. Það sem þó ótrúlegast var að þarna voru yfir 100 nemendur úr Víðstaðskóla í Hafnarfirði sem voru á leið til Akureyrar.
Ég spyr: Hvað er ámilli eyrnanna á forráðmönnum Víðistaðaskóla að samþykkja að hundrað nemendur skólans og rúmlega það fái að leggja í slíka ferð þó komið hafi fjölmargar veðurspár og viðvaranir um að fólk skyldi halda sig heima og ekki leggja í nein ferðalög. Þessum viðvörunum var sératklaga beint til íbúa á Vesturlandi, Suð-Vesturlandi og Suðurlandi.
Eru forráðmenn Víðistaðaskóla bæði sjón- og heyrnarlausir?
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.12.2009 | 13:12
Fimm ár frá hinum skelfilegu jarðskjálftum á Indlandshafi sem leiddu til dauða 225.000 manna
Þessir hrikalegu atburðir gerðust 26. desember árið 2004. Úti á Indlandshafi reis hafsbotninn upp, lyfti sjónum á stóru svæði svo víða sogaðist sjórinn frá þeim löndum sem að Indlandshafi lágu. Yfirborð sjávar lækkaði skyndilega, þetta sáu frumbyggjar víða og þeir vissu hvað var að gerast, forðuðu sér frá ströndum, En hinn upplýsti vestræni nútímamaður, sem flatmagaði á sólarströndum í jólafríi, sá ekki neitt. Síðan kom sjórinn æðandi og skall á landi, byggðum og borgum, olli gífurlegri eyðileggingu.
Þessi flóðbylgja, sem aðallega lenti á ströndum Indónesíu, kostaði 225.000 manslíf. Auk þess slösuðust fjölmargir og voru eftir hamfarirnar í reiðileysi. Mörgum vestrænum þjóðum gekk treglega að átta sig á alvarleika málsins, margar ríkisstjórnir brugðust seint við til að skunda á vettvang og hjálpa sínum landsmönnum og öðrum sem áttu um sárt að binda eftir hamfarirnar. En það má segja stjórnvöldum á Íslandi það til lofs að þau sendu hjálparsveit og hjúkrunarlið austur á hamfararsvæðið, aðallega til að hjálpa hvítum Skandínövum og koma þeim heima.
Af hverju stöfuðu þessar hamfarir?
Þetta er auðvitað það sem alltaf má búast við á þessum hvika hnetti sem við lifum á. Nú eru jafnvel uppi raddir um að innar stutts tíma geti álíka viðburðir orðið á Kyrrahafi, jafnvel jarðskjálftar yfir 9 stig með gífurlegum flóðöldum allt frá San Fransiskó norður til Kanada.
Enn hefur engum dottið í hug að halda öðru fram en að hér eru flekahreyfingar jarðskorpunnar orsökin, það er vissulega merkilega staðreynd. Eftir sirkusinn í Kaupmannahöfn kæmi mér ekki á óvart þó einhverjir "árnar" færu að leiða rök að því að hér væri hinn öflugi maður að verki, hann er orðinn svo kröftugur að hann getur ráðið veðri og vindum, því þá ekki jarðskjálftum, flóðbylgjum og eldgosum?
Sömmu fyir jól skrifaði ung söngkona greinarkorn í Fréttablaðið undir yfirskriftinni "Hugleiðingar um loftslagsráðstefnuna". Þar á hún auðvitað um sirkusinn í Bella Center í Kaupmannahöfn, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Ég ætla að leyfa mér að birta hér upphafið að þessari grein, varla hefur höfundur neitt á móti því.
"Það þarf ekki vísindaleg sannindi til að sjá eyðileggingarmátt mannkyns. Sannleikurinn uppljóstrast með flóðum, stækkun eyðimarka, aukinni tíðni hvirfilbylja og storma, hækkandi sjávarmáli, súrnun hafsins, eyðileggingu skóglenda, bráðnun jökla vítt og breitt um heiminn í dag - einnig þeirra sem stóðu háreistir í minni æsku í norðrinu".
Já, svo mörg eru þau orð. Vissulega er margskonar mengun í heiminum í dag. En ákveðnum öflum hefur tekist að leiða umræðuna frá réttum grundvallaratriðum og hefur tekist það svo "vel" að það er búið að trylla fólk um allan heim til að trúa því að allt sé að kenna hlýnun andrúmsloftsins, sem þó var ekki meiri en 0,74°C á síðustu öld með hámarki 1998. Síðan hefur hiti annaðhvort staðið í stað eða lækkað á þessum fyrsta ártug 21. aldar. Sömu öflum hefur einnig tekist að sannfæra nánast alla stjórnmálamenn heimsins um að allt sé þetta að kenna einni mikilvægustu undirstöðu lífsins á jörðinni, koltvísýringi CO2, sem er þó aðeins 0,0387% af öllum þeim efnum og gastegundum sem eru í gufuhvolfinu.
Þessi pistill söngkonunnar ungu er dæmigerður um hvernig tekist hefur að afvegaleiða fólk. Í fyrstu var aðeins haldið fram að hækkun CO2 í andrúmslofti væri orsök hækkandi hita, sem reyndar óverulegur en þó nokkur á síðustu öld. En nú er nánast allt sem aflaga fer í heiminum, eins og sjá má í framangreindri tilvitnun, allt þessum "lífsanda CO2" að kenna.
Hvað næst?
Spyr sá sem ekki veit, en áróðurinn þyngist stöðugt ekki síst eftir að þeir sem undirbyggt hafa þessar heimsendaspár hafa orðið uppvísir því að hagræða vísindagrundvellinum til að beygja hann að þeirri niðurstöðu sem þeir vilja fá og þeim var reyndar fyrirskipað að finna af IPCC, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna; að koltvísýringur CO2 væri orsök að hlýnun andrúmsloftsins.
Þetta gerist á sama tíma og mannkyn allt ætti að hafa meiri áhyggjur af LÆKKANDI hita frekar en HÆKKANDI hita í andrúmslofti.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.8.2009 | 13:43
Víti til varnaðar
Það er víst til lítils að vera að "nöldra" um tvöföldun Suðurlandsvegar. Ég hef í ræðu og riti bent Kristjáni Möller samgönguráðherra á þau gönuhlaup sem hafa verið stöðug í ákvarðanatöku um endurbætur á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss. Kristján, Björgvin Sigurðsson og Árni Matt. voru ótrúlega samstíga í því að henda allri skynsemi og ráðdeild sem lengst í burtu þegar teknar voru ákvarðanir um endurbætur Suðurlandsvegar
sem allir eru sammála um að er forgangsmál í samgöngumálum á Íslandi.
En þetta var ákveðið:
1. Elta gamla vegastæðið hvað sem það kostaði.
2. Ekki mátti minnast á þá gömlu skynsamlegu hugmynd að leggja veginn um Þrengsli, yfir Ölfusið með brú yfir Ölfusá fyrir sunnan Selfoss.
3. Þrátt fyrir að færustu erlendir sérfræðingar og einnig íslenskir teldu að mörgu leyti 2+1 veg betri endurbót og öruggari en 2+2, var haldið fast við 2+2, "nógir eru andskotans peningarnir sagði kallinn forðum".
4. 2+2 skyldi það vera þó Haraldur Sigþórsson verkfræðingur hjá Línuhönnun sýndi fram á að 2+2 kostar þrefalt meira en sá góði kostur 2+1.
5. Þrátt fyrir að ég hafi reynt að benda á þá staðreynd hverskonar óráðsía það er að leggja 2+2 yfir Hellisheiði því það munu örugglega koma göng undir heiðina síðar, þá fékk það engan hljómgrunn. Á sama tíma hamrar bormeistari Ísland, Kristján Möller, á að göng undir Vaðlaheiði séu forgangsmál. Víkurskarð er þó mun lægri og auðveldari vegur en Hellisheiði syðra.
En vitleysan og gönuhlaupin verða að hafa sinn gang. Það er eins og sumir hafi ekkert lært af "Hruninu mikla".
En eitt er víst, svona á ekki að taka ákvarðanir og það á ekki að henda peningum í vitleysu, vonandi verður þessi ferill víti til varnaðar öllum sem þurfa að taka tæknilegar ákvarðanir og sýsla með opinbert fé, sameign okkar allra.
(Tilefnið þessa pistils er að ég setti athugasemd inn hjá Morten Lange, en taldi svo ekki úr vegi að þetta kæmi inn á mitt blogg)
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar