26.7.2010 | 18:06
Skora á alla, meira að segja Vinstri græna, að ræða Magma málið og og fyrirkomulag orkuvinnslu á Íslandi af skynsemi
askja.blog.is
þar sem Ketill Sigurjónsson bloggar undir fyrirsögninni "Um eignarhald og arðsemi". Mér finnst Ketill komast þar vel að kjarna málsins og sýna fram á hvað innihaldslausar upphrópanir hafa verið í gangi í Magma málinu.
Eitt ætla ég að koma inn á og það er röksemd Vinstri grænna, Bjarkar og fleiri að fyrirtækið Magma Energy verði að vara í Íslenskri eigu til að við töpum ekki af þeim ágóða sem af rekstri fyrirtækisins verður vonandi.
Það er vissulega góðra gjalda vert að vilja halda arðinum í landinu en er það tryggt með því að hið opinbera eigi fyrirtækin?
Hve mikill hluti af arðinum af rekstri Landsvirkjunar hefur orðið eftir í landinu, 100% eða hvað? Nei aldeilis ekki, stór hluti af arði Landvirkjunar hefur runnið úr landi sem vextir af þeim gífurlegu lánum sem Landsvirkjun hefur orðið að taka hjá útlendum bönkum til að byggja sínar virkjanir.
Hafa Vinstri grænir aldrei leitt hugann að þessari staðreynd?
Útlent fjármagn sem fjárfesting eða útlent fjármagn sem lánsfé; hvoru tveggja mun taka til sín fjármuni sem fara úr landi, annarsvegar sem arður til fjármagnseigenda, hinsvegar sem vextir til banka og fjármálafyritækja.
26.7.2010 | 17:27
Ruglið í loftslagsmálum heldur áfram
Fyrir nokkrum árum stofnuðu tveir ungir menn upplýsingasíðu, Loftslag.is. Þetta leist mér ljómandi á, þarna fóru menn sem virkilega lögðu sig eftir fræðunum að mér fannst. En Adam var ekki lengi í Paradís, þessir tveir ungu menn eru gjörsamlega heilaþvegnir af þessum áróðri frá ICPP, loftslagsnefnd Sameinuð þjóðanna og þeim hátt launuðu vísindamönnum sem starfa fyrir þá nefnd, aðallega við háskóla í hinum vestræna heimi. Þessi fræði ganga út á það að maðurinn með gjörðum sínum og kolefnisbruna sé að hækka hita jarðarinnar þannig að stór vá sé framundan.
Í bloggi þeirra núna stendur þetta:
Á komandi áratugum mun hitastig halda áfram að aukast, eins og flestir virðast vera búnir að átta sig á. En hverjar verða afleiðingarnar af hnattrænni hitastigshækkun upp á 4°C
Hver er þess umkomin að segja fyrir um slíkt?
Ekki nokkur einasti maður, við vitum tæpast hvað gerist á næsta ári og fjölmargir vísindamenn haf talið meiri hættu á því eftir tvo ártugi að hiti í heiminum fari fallandi, jafnvel að "lítil ísöld" sé þá í uppsiglingu, reikna þetta eftir háttum sólar. Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir að það var hart í ári á síðustu litlu ísöld en hiti í heiminum hóf að falla eftir árið 1300 og á 17. og 18. öld voru mikil harðindi ekki síst á Íslandi.
Og takið nú eftir: Hnattræn hlýnun hefur engin orðið á þessum fyrsta áratug 21. aldar, eða frá árinu 2000. Síðustu 150 árin hefur hnattræn hlýnun aðeins verið 0,6°C.
Hver getur fullyrt um framtíðina? Eru þessir ungu menn á Loftslag.is reiðubúnir til að segja okkur hvenær Katla muni gjósa, eða Hekla eða hve langt er í að Eyjafjallajökull muni gjósa aftur. Þeir geta alveg eins sagt okkur fyrir um slíka atburði eins og að fullyrða að það muni hlýna hnattrænt um heilar 4°C á næstu áratugum.
26.7.2010 | 09:21
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um vexti afmyntkörfulánum er Salómonsdómur og réttsýnn gagnnvart lántakendum
Dómurinn sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur um vexti af myntkörfulánum, sem dæmd hafa verið ógild, er mjög réttsýnn gagnvart lántakendum. Ef höfuðstóll lánanna er færður niður um tugi prósenta hvernig í ósköpunum er hægt að fara fram á að vaxtaprósentan sé áfram sú sama? Líklega yrðu þá komin fram hagstæðustu lán sem nokkru sinni hafa verið til á Íslandi frá því verðtrygging var tekin upp, lán sem bera neikvæða vexti og eru ekki í samræmi við nein önnur lánaform hérlendis.
Ég sé ekki annað en að Hæstiréttur muni mjög bráðlega staðfesta dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, óbreyttir vextir af þessum lánum koma ekki til greina en þarna er farin mjög væg leið gagnvart skuldurum.
Bloggfærslur 26. júlí 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar