Skora á alla, meira að segja Vinstri græna, að ræða Magma málið og og fyrirkomulag orkuvinnslu á Íslandi af skynsemi

Ég held að það væri hollt fyrir alla að fara inn á

askja.blog.is

þar sem Ketill Sigurjónsson bloggar undir fyrirsögninni "Um eignarhald og arðsemi". Mér finnst Ketill komast þar vel að kjarna málsins og sýna fram á hvað innihaldslausar upphrópanir hafa verið í gangi í Magma málinu.

Eitt ætla ég að koma inn á og það er röksemd Vinstri grænna, Bjarkar og fleiri að fyrirtækið Magma Energy verði að vara í Íslenskri eigu til að við töpum ekki af þeim ágóða sem af rekstri fyrirtækisins verður vonandi.

Það er vissulega góðra gjalda vert að vilja halda arðinum í landinu en er það tryggt með því að hið opinbera eigi fyrirtækin?

Hve mikill hluti af arðinum af rekstri Landsvirkjunar hefur orðið eftir í landinu, 100% eða hvað? Nei aldeilis ekki, stór hluti af arði Landvirkjunar hefur runnið úr landi sem vextir af þeim gífurlegu lánum sem Landsvirkjun hefur orðið að taka hjá útlendum bönkum til að byggja sínar virkjanir.

Hafa Vinstri grænir aldrei leitt hugann að þessari staðreynd?

Útlent fjármagn sem fjárfesting eða útlent fjármagn sem lánsfé; hvoru tveggja mun taka til sín fjármuni sem fara úr landi, annarsvegar sem arður til fjármagnseigenda, hinsvegar sem vextir til banka og fjármálafyritækja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þýðir þetta að þú viljir skjóta kettina?

Sigurður Þorsteinsson, 26.7.2010 kl. 23:27

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi vandamál væri hægt að leysa ef stofnaður yrði fjárfestingarbanki eða sjóður sem myndi hafa samfélagslegan ávinning að leiðarljósi. Slíkur banki gæti endurfjármagnað fjárfestingar í orkufyrirtækjum á bestu fáanlegum kjörum og þannig fært ávinninginn aftur í hendur almennings. Það eina sem þarf er vilji til að taka ákvörðun um það.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2010 kl. 10:33

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Eigum við ekki nóg af bönkum og fjármálafyrirtækjum nú þegar? Mér finnst koma fram hjá þér þessi grundvallarmisskilningur sem ég verð oft var við í viðræðum og í rituðu máli að menn gera sér ekki grein fyrir að það kostar mikla fjármuni ef við ætlum að fjármagna alla orkuvirkjanir með lánsfé til að halda þessum virkjunum 100% í íslenskri eigu. Það fé liggur ekki á lausu innanlands svo við yrðum að leita til útlanda eftir lánsfé sem hingað til, t. d. til að stofnsetja þann fjárfestingarbanka sem þú ræðir um. Reyndar höfum Við höfum fjármagnað a okkar virkjanir með útlendu lánsfé sem sogar út úr landinu mikla fjármuni og meirihlutann af þeim arði sem af virkjunum fæst ef hann er einhver.

Að leita eftir erlendu áhættufjármagni þar sem fjárfestar kaupa hlut í orkufyrirtækjum (ekki auðlindum) er miklu áhættuminna og sogar til sín mun minna fjarmagn úr landi. Þessi söngur að allt sé í voða ef útlendingar taki þátt í fjárfestingum á Íslandi er þessi gamli ótti við útlendinga og trúna á að við Íslendingar séum hin útvalda þjóð, sem þó er uppfull af minnimáttarkennd.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 30.7.2010 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 113915

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband