Íslenskur djákni mælir kynferðisafbrotum kaþólskra prestperra bót

Þessi ótrúlegi, allt að því viðjóðslegi pistill, kom fyrir augu mín á netinu. Höfundurinn, kona,  er að ég held guðfræðingur og djákni, líklega starfandi hjá Íslensku þjóðkirkjunni. Þó kaþólskir biskupar og jafnvel Páfinn hafi viðurkennt þúsundir kynferðisglæpa kaþólskra presta þá gerist þessi íslenski djákni kaþólskari en Páfinn, þegar hún telur að þetta sé uppspuni, ætlaður til að koma höggi á Kaþólsku kirkjuna.

Er það virkilega afsökun fyrir alla þá perra innan Kaþólsku kirkjunnar að þetta gerist víðar?

Á það að vera húmor að hengja broskalla aftan í þennan viðbjóðslega pistil!!!

Tölvupóstar geta ekki verið marktækir nema að athuguðu máli hvort  rétt reynist; annars snýst málið upp í ofsóknir á kaþólsku kirkjuna en leysir engan vanda . Vitað er að kynferðisleg misnotkun barna á sér stað, ef til vill í meira en kemur upp á yfirborðið, er ekki eingöngu bundið við kaþólsku kirkjuna og engin ástæða til að nota svo alvarlegt mál til að koma höggi á kirkjuna meira en tilefni er til.

Þessi frétt gefur til kynna að misnotkun barna sé fremur ætluð,  að snúast upp í ofsóknir á kaþólska kirkjuna; afar sorglegt að blaðamenn skuli leggjast  svo lágt í fréttamennsku.FrownHalo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ógeðfellt með öllu.

Ég var á fundi með móður 3ja barna í Berlín.  Öll börnin hennar voru í skóla þar sem prestar misnotuðu börn.  Drengirnir hennar eru fámálir í dag.  Konan er alveg niðurbrotin.  Það ríkir ákveðið traust í þjóðfélaginu(þýska) á stofnanir kirkjunnar.  Kirkjan á þá að hætta allri félagslegri starfsemi frekar en að segja að þetta geti gerst hvar sem er.

Ég mun aldrei senda börnin mín í skóla á vegum kirkjunnar.

Þýskur biskup, sem ég man ekki nafnið á, sagði í febrúar að það kenna ætti (ekki mætti) kynlífsbyltingunni og '68 kynslóðinni um þetta allt saman en ekki kirkjunni.  Ég skal finna nafnið ef einhver vill heimildir.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 14:51

2 identicon

Já ég las þetta áðan, sorglegt.. svona er trúarliðið nú siðlaust með öllu...

DoctorE (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 14:53

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hún hefur undarlegar skoðanir á ýmsu þessi kona og leyfir af skiljanlegum ástæðum ekki skoðanaskipti um skrif sín. Hún segir í prófílnum um sig að hún vinni að velferðamálum.  -Vonandi ekki velferð barna!

Það er algerlega óraunhæft að bera saman misnotkun barna út í samfélaginu og inn í kirkjum, þótt hvoru tveggja sé grafalvarlegt.  Það á að vera hafið yfir allan vafa að foreldrar og börn geti treyst því að þau séu örugg innan kirkjunnar.  Ef kirkjan getur ekki eða vill ekki tryggja það á hún ekki tilverurétt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2010 kl. 15:20

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessu liði er fyrirmunað að sjá glæp kirkjunnar. Það er ekki kyferðisglæpurinn per se heldur þöggun kirkjunnar. Í aldaraðir hefur hún forðað þessum hundum undan armi laganna, mútað fórnarlömbum eða hótað til að þegja.  Menn sem hafa ítrekað gerst sekir eru fluttir til í starfi og aldrei hefur kirkjan tilkynnt þessa glæpi til yfirvalda. Hún hefur breitt yfir þetta og látið það átölulaust.  Það er glæpurinn. Meinsæri heitir það. Samsekt í einu og öllu.  

Af hverju þetta er svona algengt í kirkjunni skýrist af þessari yfirhylmingu. Menn sem eru svona gerðir sækja í starfið vitandi af verndinni, óheftum aðgangiað börnum og trausti foreldra. Það sem svo ýtir undir allt saman er hið svokallað skírlífi, sem brýst út með þessum út í alskyn perversjónum. 

Að geta ekki séð þetta kallasrt siðblinda, sem er alvarleg geðröskun.  Þessi manneskja og fleiri í klerkastétt eru greinilega illa haldnir henni. Er þá ekki fokið í flest skjól þegar fulltrúar guðs á jörðu eru siðblindir líka? Ekki að það sé einhver undantekning eða eitthvað nýtt. Fyrir mér virðist þetta vera reglan.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2010 kl. 20:06

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Prófið að setja þetta í samhengi við skóla. Kennara sem hafa mök við nemendur sína og þegar barn segir frá er fjölskyldunni mútað eða hótað til þagnar. Sá seki síðan futtur til í starfi, þar sem hann getur haldið glæpnum áfram og aldrei haft samband við lögreglu. Skólastjóri og kennarar allir saman í meinsærinu, svo nafn skólans skaðist ekki.  Gefum okkur svo að skólinn geti neitað að opna skjöl sín þegar yfirvöld krefjast. Látið sem hann sé hafinn yfir lög og öllum finnst það bara normal.

Siðblindingjarnir ná þessu ekki. Ég er orðlaus yfir að fólk skuli ekki komið út á götur með kyndla og heygaffla. Eru trúaðir algerar rollur? Siðblindar að auki?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2010 kl. 20:22

6 identicon

Þú ferð með rakalaus ósannindi í pistli þínum er aðeins að mómæla óvönduðum fréttflutningi.

Svívirðilegum athugasemdum í minn garð eru ekki svara verðar, lýsa aðeins þeim er skrifa þær.

Sigríður Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 02:49

7 identicon

Komið þið sæl; Sigurður Lagnafrömuður - og þið önnur, hér á síðu hans !

Sigríður Laufey !

Því miður; fer Sigurður Grétar, með full sannindi, hér á síðu sinni. Rómversk- kaþólska kirkjan, hefir misst allan trúverðugleik, reyndar; fyrir mjög mörgum öldum, í huga margra kristinna, ágæta kona.

Svo er nú ýmislegt brogað; innan Lúthersku kirkjunnar einnig - eins og þátttaka í alls konar veraldar vafstri, sem leikmönnum einum ber, að sinna, bæði hérlendis - sem ytra.

Við Sigurður; erum nú engir aldavinir, hér á vefjum, svo sem - þegar að stjórnmálalegum þáttum kemur, mörgum, en mér finnst rétt og skylt, að veita honum fullt atfylgi, þegar að honum er vegið, ómaklega, þegar hann er að opna huga og augu fólks, fyrir ýmsum Skuggaheimum trúar veraldar innar.

Sjálfum; dugir mér, rósemi og kyrrleiki Rétttrúnaðar kirkjunnar (Austur- kirkjunnar), undir leiðsögn Barthólómeusar I. Patríaraka í Miklagarði (Konstantínópel), og kollega hans, í Aþenu og Moskvu, til að fylgja að málum, huglægt, gott fólk.  

Með beztu kveðjum; sem oftlegar áður /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 03:14

8 identicon

Vænti þess að þú sért læs Óskar, á þá gagnrýni er ég skrifaði, ég er ekki að mótmæla kynferðisofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar, aðeins að benda á að fréttir þurfa að vera  vandaðar þegar ásakanir eru bornar fram. 

Allar kirkur hafa innanborðs réttláta og rangláta, illmenni og góðmenni; þar er Austurkirkjan ekki undanskilin.

Vil að lokum vísa égá blogg mitt frá 5. apríl ef einhver vill lesa í víðar samhengi um  kynferðismisnotkun barna.

Sigríður Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 08:21

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þegar að kynferðisofbeldið er farið að verða svona áberandi í kirkjunni og þar þrífst svona mikið óeðli,  ofbeldið sprottið eflaust vegna keðjuverkunar - það er að segja þeir sem hafa verið misnotaðir misnota, og einnig vegna bælingar, þar sem eðlileg kynhvöt og samlíf fullorðinna þykir óeðli, sbr. afstaða til samkynhneigðar - þá er kominn tími á að loka búllunni.  Strippbúlla Geira í Goldfinger virðist bara vera saklaus miðað við þessa "búllu" .. ekki að ég sé að mæla með því að dætur jarðarinnar séu að dilla brjóstunum  framan í ókunnuga, og að einhver ímyndi sér að það sé þeirra "draumastarf." ..  

Það er ekki hægt að afsaka svona stofnanir sem hylma yfir með kynferðisglæpamönnum, það er betra að viðurkenna að hafa hlaupið á sig í skrifum.  Þegar kirkjan getur ekki, eða starfsmenn hennar, verið fyrirmyndir í kærleika og elsku þá er það sjúk kirkja.  Þessu verður að linna.  

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.4.2010 kl. 09:36

10 Smámynd: Hamarinn

Þetta þykir mér skrýtin afstaða hjá guðfræðinemanum. En að sjálfsögðu stunda kirkjunnar þjónar yfirhylmingar, því ekki má falla blettur á stofnanirnar. Skítt með afleiðingarnar fyrir fórnarlömbin.

Hamarinn, 10.4.2010 kl. 13:47

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þessi skrif urðu innblástur að mínu bloggi  um þessi mál. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.4.2010 kl. 13:56

12 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Sigríður Laufey !

Mögulega; má fara að efast, um tilverugrundvöll trúarkenninga margra, séu þessi illsku öfl enn að verki - og gildir þá einu, hvar í veröldinni sé, svo sem.

Um lestrar kunnáttu mína; þarft þú ekki að efast. Hana nam ég; með ágætum, þá ég sókti Barna og unglingaskóla Stokkseyrar, árin 1967 - 1971.

Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 02:19

13 Smámynd: Smjerjarmur

Ég hef ekki séð pistilinn sem hér er fjallað um en tel að höfundur starfi ekki á vettvangi kirkjunnar og hafi ekki gert.  Ég sé ekki að hennar djáknamenntun hafi neitt með þetta mál að gera.  Tel að hér sé á ferð kona með sterka réttlætiskennd og er örugglega ekki að mæla misbeitingu bót.  Því miður hefur það gefist illa að horfa fram hjá kynhvötinni sem hluta að eðli manneskjunnar og sennilega er það einn af þeim þáttum sem veldur því að menn verða uppvísir að því að leita á börn og unglinga.  Í öllu því mikla æskulýðsstarfi sem fram fer í kirkjunni hef ég sjaldan heyrt talað um kynferðislega misbeitingu.  Ég tel að ástandið í þjóðkirkjunni sé almennt mjög gott, en eflaust hægt að gera betur. 

Taktu nú ráðleggingarnar sem Guðrún Sæmundsdóttir fékk hjá þér og beittu þeim í þína þágu.  Þessi færsla er þér ekki til sóma. 

Smjerjarmur, 20.4.2010 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 113865

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband