23.4.2010 | 13:06
Lokun Keflavíkurflugvallar er móðursýki á hæsta stigi
Ég er dolfallinn yfir gagnrýnislausum fréttaflutningi fjölmiðla vegna móðursýki flugmálayfirvalda varðandi lokun Keflavíkurflugvallar. Ég bý í Þorlákshöfn og hef átt erindi austur í Flóa í morgun. Eyjafjallajökull og gosstrókurinn var og er vel sýnilegur. Hann leggur nú til norðurs eða norð-vesturs svo það er Þórsmörkin og Tindfjöllin sem fá öskuna ef einhver er. Sú byggð sem hugsanlega fær ösku er Landsveitin og Hrepparnir. Eftir þessu er jafnvel meiri hætta á háloftaösku á Aureyrarflugvelli en á Keflavíkurflugvelli.
Ég sá gosið vel í fyrradag, þá var svartur strókur til suðurs en í dag er enginn svartur strókur frá gosinu.
Hversvegna spyrjið þið fjölmiðlamenn ekki um ástæður þess að Keflavíkurflugvöllur er lokaður? Kokgleypið þið hvaða vitleysu sem er án þess að spyrja?
Helst væri hægt að hugsa sér að ísl. flugmálayfirvöld vilji komast í "hasarinn" og heimsfréttirnar.
Lokun Keflavíkurflugvallar í morgun er ekkert annað en bull og vitleysa, það er ykkar fréttamiðla að fletta ofan af endemisvitleysu sem veldur einstaklingum miklum útgjöldum og erfiðleikum algjörlega að ástæðulausu.
Ég sá gosið vel í fyrradag, þá var svartur strókur til suðurs en í dag er enginn svartur strókur frá gosinu.
Hversvegna spyrjið þið fjölmiðlamenn ekki um ástæður þess að Keflavíkurflugvöllur er lokaður? Kokgleypið þið hvaða vitleysu sem er án þess að spyrja?
Helst væri hægt að hugsa sér að ísl. flugmálayfirvöld vilji komast í "hasarinn" og heimsfréttirnar.
Lokun Keflavíkurflugvallar í morgun er ekkert annað en bull og vitleysa, það er ykkar fréttamiðla að fletta ofan af endemisvitleysu sem veldur einstaklingum miklum útgjöldum og erfiðleikum algjörlega að ástæðulausu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ferðalög, Samgöngur, Umhverfismál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vindar geta verið að blása í gagnstæðar áttir á sama tíma, í eina áttina í 1000 m hæð og í hina í 1.200 m hæð. Þannig að vindáttirnar hér á jörðu niðri og sem Veðurstofan er að spá um, gefa ekki endilega til kynna á hvaða ferðalagi aska í 5 km hæð er. Það þýðir heldur ekkert að miða við lit, askan sem flugvélum stafar hætta af er mjög fíngerð og létt, berst víða og er meira og minna litlaus.
Nú er fremur þykkt öskulag í 20 þús feta hæð yfir suður og suðvesturlandi. Sem þýðir að þotur geta flogið yfir landið, t.d. frá BNA til Evrópu, af því að þær fljúga hærra. Og innanlandsflug er í gangi því þær litlu vélar fljúga undir öskulaginu. Lofthelgin er semsagt opin. En það þykir óráðlegt að láta þotur lenda og taka á loft hér sunnanlands núna. Því þá þyrftu þær að fara í gegnum öskulagið.
Það eru ekki heldur flugmálayfirvöld hér á landi sem skilgreina hættusvæðin. Hér er útgefin spá fyrir daginn í dag (askan er reyndar mjög misþykk á þessu svæði, langþykkust yfir Íslandi):
http://metoffice.com/aviation/vaac/data/VAG_1271979882.png
Anna (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 13:52
Hér sjáum við muninn á þeim sem nennir að setja sig inn í hlutina og þeim sem heldur að hann sé fæddur með alla visku heimsins í farateskinu ;) Gott á þig Sigurður
Kristján Hilmarsson, 23.4.2010 kl. 15:22
Það er að koma í ljós að mat á háloftaöskuni hefur sáralítið með staðreyndir að gera. Mér er ekki kunnugt um að til sé eitt eða neitt tl að mæla hvað er í ofthjúpnum svo hátt uppi né í hve þykku lagi einhver ímynduð hætta er. Þetta byggist alt á reiknilíkönum. Þú virðist sitja uppi með allan stórasanleikann í þessum efnum Anna, vinsamlegast upplýstu mig og alla aðra hvernig þessar staðreyndir eru fundnar.
Á meðan allar flugsamgöngur eru settar úr skorðum með "reiknilikönum" til mikils ama fyir alla ferðamen og flugrekendur kemur í ljós að flugmenn í Alaska eru búnir að þróa og þjálfa sig í að fljúga undir, yfir og framhjá einhverju sem hugsanlega gæti verið slæmt fyrir þotuhreyfla. Þetta eru 30 ára gamall sannleikur og var þróað eftir hið gífurlega gos í St. Helenu.
Hvernig var það fundið út að það væri lag af fínösku yfir Keflavíkurflugveli og ekki síðri spurning; hvernig er hægt að fullyrða að flugvöllurinn verði lokaur næstu tvo sólarhringa.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 23.4.2010 kl. 16:41
Hugsa bara að Anna nenni því ekki Sigurður, en hér er slóð á VAAC sem fylgist með og upplýsir um ösku vegna eldgosa um allann heim: http://metoffice.com/aviation/vaac/index.html þá sérðu hvernig stærðarmunur hinna ýmsu svæða er mikill og þéttleiki umferðar mismunandi, í Evrópu eru oft vélarnar rétt búnar að ná flughæð, þegar þær fara að lækka flugið aftur,svo þétt er milli flugvalla hér, það er allt hægt að bæta, en eins og er þá er þetta það sem við og "flugmenn í Alaska einnig" búum við, hvernig brugðist er svo við kemur af reynslu, þéttleika flugumferðar, vindáttum, afli og öskumagni goss osfrv osfrv og þetta var eldskírn LVAAC : http://metoffice.com/aviation/vaac/london.html og er löngu komin í endurskoðun og eru þegar komnar fyrstu breytngar til fást við álíka ástand framvegis, vona þú sért ekki einn þeirra sem vildir að þeir hefðu "bara tekið sjensinn" til að sleppa við geðstirða ferðalanga. :) vona að þetta hafi verið upplýsandi Sigurður.í staðinn væri gaman að fá slóð á þessar upplýsingar um hvernig flugmenn í Alaska hafa þjálfað sig upp í að fljúga undir,yfir framhjá... osfrv. :)
Kristján Hilmarsson, 23.4.2010 kl. 18:58
Halda menn að þessi loftslagslíkön byggi ekki á staðreyndum? Að þau séu bara einhvers konar ímyndun? Þau byggja á bæði á miklu magni staðreyndagagna um veðrið og þekktum lögmálum eðlisfræðinnar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.4.2010 kl. 19:17
Ég held samt að Sigurður hafi rétt fyrir sér þó að einhverjar spár segi annað, flugfélög í Evrópu hafa sent vélar í loftið um helgina og ekkert slæmt komið uppá. Histeríu er og ofmetinni hættuspá er þar um að kenna.
Guðmundur Júlíusson, 23.4.2010 kl. 19:29
"historiens störste histerie" sagði flugmaður hjá SAS fyrir viku síðan....
Óskar Þorkelsson, 23.4.2010 kl. 20:30
Ofmetin hættuspá ? já en byggð á þeim uppl. sem fyrir lágu, enginn "leikur" sér með líf tugi og hundruð þúsunda flugfarþega bara til að sleppa við klaganir.
En þú Guðmundur hefur rétt fyrir sér, þeir gerðu þetta en hvað sannaði það ? jú akkúrat þar sem þeir flugu um var ekki nóg aska til að skemma né stöðva hreyflana, rússnesk rúlletta spyrðu mig, það er eins og að labba yfir veginn fram og tilbaka að næturlagi með bundið fyrir augun, það getur gengið, eða ekki ! en að fullyrða að það sé hættulaust ? Nei meðan tækjabúnaður til að nema eldfjallaösku á flugleiðum er ekki betri en hann er í dag þá er ekki rétt að taka sjensa.
Óskar ! ég er búinn að hlusta á fleiri Skandínavíska flugmenn og fulltrúa flugfélaga tjá sig um þá ákvörðun sem tekin var nýlega að, "ef allt bendir til að öskumagn sé undir hættumörkum, þá er flugfélögum og þeirra flugmönnum heimilt ákveða sjálfir hvort flogið sé þó í jaðarumhverfi öskufalls sé" og þá kom ramakvein, nei þetta var alltof mikil ábyrgð !!! þetta áttu flugmálayfirvöld að ákveða sama hvað, svo hann hlýtur að vera alger undantekning þessi SAS flugmaður sem þú vitnar í, en svo sagði hann þetta áður en HANN fékk ákvörðunarábyrgðina :) nei hér snýst mikið um hver eigi að bera bótakröfu við aflýst flug, og það er léttara fyrir flugfélag að krefja "ríkið" um bætur ef stofnanir þess segja STOPP heldur en ef þeirra eigin flugmenn neita að fara á loft, svo málið er ekki eins einfalt og margir vilja halda fram, margar hliðar og margir hagsmunir í viðbót við öryggisþáttinn. (held reyndar að þetta hafi verið Björn Kjos forstjóri og aðaleigandi Norwegian flugfélagsins sem sagði "Historien störste Hysterie" en hann er flugmaður sjálfur, gamall herþotuflugmaður frá norska flughernum, tapaði milljónum á meðan vélarnar hans voru á jörðinni.
Kristján Hilmarsson, 23.4.2010 kl. 21:32
KH, það var ekki Kjos sem sagði þetta heldur einn reyndasti flugmaður SAS með 35 ára reynslu sem flugmaður. að velta ábyrgðinni á flugmannin er bara della sem kom upp vegna þess að pólitíkusar geta ekki og vilja ekki taka ákvarðanir nema um skattahækkanir og lokanir.. það er auðveldast.
Óskar Þorkelsson, 24.4.2010 kl. 05:01
What ever ;)
Kristján Hilmarsson, 24.4.2010 kl. 11:10
Þetta er rétt hjá þér Sigurður með Alaska. Þar hafa menn gríðarlega mikla reynslu af eldgosum og eru t.d. búnir að koma sér upp mjög góðu neti þar sem fjöldi manns um ríkið gervallt er virkjaður til öskumælinga um leið og gos hefjast. En málið með Alaska er að ríkið er stórt og fámennt og þotuumferð afskaplega lítil. Flugmenn þar um slóðir hafa býsna mikið olnbogarými þegar kemur að því að sveigja framhjá gosmekkjum. Gosið í Eyjafjallajökli er af minni gerðinni en svo vildi til að öskuna lá alla á einmitt þann blett á jarðríki sem flugumferð er þéttust. Svo bættust við aðrir neikvæðir þættir eins og fínleiki öskunnar og fremur óvenjulegt veðurfar.
Gamla reglan var sú að ef það mældist eldfjallaaska í lofti þá var ekki flogið, punktur. Þannig er það í Alaska. En eins og alþjóð veit var slakað á öryggiskröfum í Evrópu fyrir nokkrum dögum og nú er flogið ef askan mælist minni en 0,002 g í rúmmeter af lofti.
Sumir sérfræðingar hafa spáð því að jafnvel svo lítið magn ösku sé "tærandi" fyrir þotuhreyfla og skemmdirnar muni valda því að þeir endist skemur. Að hreyflar ónýtist meðan þeir eru enn í ábyrgð, ef svo mætti að orði komast. En einungis tíminn mun leiða þetta í ljós.
Menn hafa vitað það áratugum saman að eldfjallaaska fer mjög illa með þotuhreyfla. Og líka tölvukerfi þotna sem er allt samtvinnað/tengt nú á dögum. En hversu mikil askan má vera, nákvæmlega, er ekki almennilega vitað. Ljóst er að í hönd fara miklar rannsóknir á þessu og einnig þarf betri mælitæki sem hægt er að nota á flugi.
Þegar hafa komið upp nokkur tilvik þar sem bráðin eldfjallaaska hefur fundist í hreyflum véla. Sem er hið versta mál fyrir flugfélögin því viðgerðir eru mjög kostnaðarsamar. Í fjórum tilvikum var um að ræða orustuþotur. Orustuþotuhreyflar eru mjög kraftmiklir, taka hinn miklu meira loft en farþegaþotuhreyflar og verða auk þess heitari. Þannig að það er nokkuð ljóst að þeir eru viðkvæmari.
Að þessar lokanir hafi verið einhver hystería er fjarri sanni.
Anna (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 11:43
Sigurður: "Þetta byggist alt á reiknilíkönum. Þú virðist sitja uppi með allan stórasanleikann í þessum efnum Anna, vinsamlegast upplýstu mig og alla aðra hvernig þessar staðreyndir eru fundnar."
Reiknilíkön eru fóðruð með upplýsingum. Veðurspár byggjast t.d. mikið til á reiknilíkönum og þær eru býsna góðar þetta 2-3 daga fram í tíman. Eðlislögmálin eru mjög samkvæm sjálfum sér.
Aska er mæld með ýmsum hætti, það eru til flugvélar með sérútbúnaði sem tekur sýni, loftbelgir eru sendir upp til að taka sýni, ratsjár og leysigeislar eru notaðir skilst mér. Ég hef enga sérstaka þekkingu á þessum málum (og hef engan tíma til að fara að gúggla þetta upp) en það er búið að fjalla óhemju mikið um þetta í fjölmiðlum að undanförnu.
Anna (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 11:58
Fyrir þá sem vilja vita meira um hvernig þessum mælingum er háttað í dag og hvernig þær verða í framtíðinni, gætu þessir slóðar verið athyglisverðir, fyrir hina sem vilja bara velta sér uppúr "hver bar ábyrgð" hver var lydda" og álíka, bara láta vera að lesa ;)
Einn hér á ensku : http://savaa.nilu.no/ og þessi á norsku: http://www.yr.no/nyheter/1.7091964 Og þar kemur fram að Evrópa er BEST í mælingum á eldfjallaösku á flugleiðum, hvað varðar útbúnað, en kannski ekki reynslu þar til núna.
Góðar Stundir
Kristján Hilmarsson, 24.4.2010 kl. 17:59
Takk fyrir þessa slóða Kristján. Norsarar virðast vera mjög öflugir, norska veðurstofan t.d. með mjög góðar hreyfimyndir af öskudreifingu. Hér er einhver tækni sem þeir eru að þróa: http://www.nilu.no/index.cfm?ac=news&text_id=33463&folder_id=4316&view=text&lan_id=1
Anna (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.