Lengst af störfuðu þrjú olíufélög á Íslandi og þótti mörgum nóg um, líklega kallaði þetta á hærri álagningu þar sem yfirstjórn þriggja dreifingarfélaga þyrfti sitt í kostnað og að gjalda hluthöfunum sæmilega digran álegan arð. En fyrir nokkrum árum bættist fjórði dreifingarfélagið í hópinn, þá héldu margir að kominn væri fram sölufélag bensíns og olíu sem mundi láta sé nægja minni álagningu og þar með lækka verðið.
En þetta nýjasta olíufélag hefur fyrirhafnarlaust runnið inn í samráðshópinn, það selja allir þessa vöru á sama verði. En við norðurenda Byko í Breiddinni gefur á að líta. Rétt hjá Bónus við Smiðjuveginn hefur verið sjálfsafgreiðslustöð frá Skeljungi, Orkan, og ef litið er yfir Nýbýlaveginn blasir mikil og vel hýst bensínsstöð frá N1. En þetta dugar ekki. Mitt á milli þessara tveggja bensínstöðva er Atlantic olíufélagið búið að reisa bensínsölu, fékk svolitla skák úr bílastæði Byko. Sem sagt; á örlitlum bletti eru komnar 3 bensínstöðvar, hvað segir þetta okkur sem erum að kikna undan bensínverði? Það segir okkur að bensínsölufélögin vaða í peningum til að leika sér með, byggja bensínstöðvar hver við annars hlið.
Er ekki hægt að finna smá blett fyrir Olís þarna, ekki eiga þeir að verða útundan. Þeir hljóta að eiga gnægð seðla eins og hin félögin til að leika sér með.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Ferðalög, Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem verra er. Þetta olíuverð á eftir að hækka ennþá meira vegna olíuslyssins í Mexíkóflóa. Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því en þetta er með alvarlegustu umhverfisslysum tengt olíu. Þeir geta ekki einu sinni lokað fyrir olíuna sem ógnar öllu á þessu svæði.
Þessu eigum við vel eftir að finna fyrir með hækkandi verði því það er pottþétt að olíufélögin taka ekki þennan skell á sig. Steingrímur fjármálaráðherra mun svo sjá tækifæri í þessu og hækka skattana ennþá meira!
Sumarliði Einar Daðason, 3.5.2010 kl. 08:09
Já svona fer Siggi Gretar með þá sem eru að reyna að koma sínum málum á framfæri.Fólk sem er að reyna að blogga er drepið í fæðingu ,það liggur við að ég hætti að blogga eftir svona útreið, að ég sé að misþyrma íslenskri tungu það myndi ekki koma til greina að ég væri að misþyrma íslenskri tungu, en Siggi Gretar heldur því fram, ég get viðurkennt að ég er frekar fljótfær og læt frá mér vaða það sem mér býr í brjósti, hverju sinni.Sigurður Grétar þú veist ekkert um mig ég hef ákveðin sjúkdóm sem framkallar jafnvel ruglingslegar frásagnirog ónógar skýringar og oft á tíðum vitlaust skrifaðar,en ég reyni að vanda mig sem ég best ég get.Ég vona að aðrir bloggarar sem hafa lesið mitt blogg séu ekki svona sárir ef einhverjar ritvillur hafa átt sér stað. Ég hef örugglega farið yfir strikið þannig að Sigurði hefur ekki líkað. Aðrir bloggarar
ég vona að þið getið komist fram úr þessu bloggi mínu án þess að skammast ykkar fyrir að lesa það. Eftir að ég fékk þetta frá Siggga Gretar þá fannst mér að ég ætti ekki heima sem bloggari. Hver veit nema að ég hætti þessu bloggi ef ég er svona lélegur íslenskumaður hef reyndar vandað málfar mitt undanfarið eins og ég get.Við sjáum til hvernig svona niðurbrot hefur á mann. Ég tek það fram að ég hef aldrei fundið að bloggfærslum Sigurðar, þvert á móti hef ég verið virkilega ánægður með pistla hans hjá MBL. IS. Siguður að lokum langar mig AÐ BENDA ÞÉR Á AÐ NÆRGÆTNI
SKAL Í HÖFÐi SÁLAR. Og að lokum þá getur fólk ekki sagt svona um mig án þess að kynna sér hver maðurinn er og hvaða sjúkdóm hann ber. kv Gunnl. Gunnlauggson.P.S. Var virkilega sár að ég væri að misþyrma íslenskri tungu.Ég fór straks á síðu Sigga, og fann þar margar stafsetningarvillur ef hann skoðar sitt blogg þá sér hann þessar vitleysur.
Gunnlaugur. það er yfirgengilegt hvernig þú misþyrmir íslenskri tungu í skrifum þínum. Ég legg til að þú gerir hlé á bloggi þínu og setjist á skólabekk og lærir grunnreglur íslenskunnar og hvernig hana skuli skrifa. Sjálfur segist þú vera Höhundur og fúlltrúi.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 22.4.2010 kl. 08:45
Gunnlaugur Gunnlaugsson., 4.5.2010 kl. 04:52
Gunnlaugur, mér finnst mjög miður hvað þú tekur gagnrýni mína nærri þér, ég bið þig fyrirgefningar á því ef ég hef verið of hranalegur. Auðvitað veit ég ekkert um þína hagi svo ég tek aðeins mið af því sem ég sé á skjánum. Vona að þú hættir ekki að blogga vegna minnar gagnrýni á þín skrif. Við sem erum á blogginu verðum að vera viðbúnir því að fá oft óvægna gagnrýni, hana hef ég vissulega fengið. Auðvitað koma villur fram í mínu bloggi, þó maður lesi pistlana yfir í fljótheitum og noti púka geta innsláttarvillur of oft sloppið fram hjá eftirlitinu.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.5.2010 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.