18.6.2010 | 11:56
Loka Reykjavíkurflugvelli, hraðlest milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar
Það komu fram mörg loforð og stefnumið hjá nýjum meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur, meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar. Eitt af því merkasta er að Reykjavíkurflugvelli verði lokað og landið nýtt til bygginga í framtíðinni og hraðlest lögð til Keflavíkurflugvallar. Það eru mörg ár síðan ég komst á þá skoðun að þetta væri besta lausnin. Ef menn hafa hafa verið samþykkir því að leggja Reykjavíkurflugvöll niður hefur lausn innanlandsflugsins ætíð verið sú að byggja nýjan flugvöll frá grunni ýmist á Hólmsheiði eða í saltbaðinu á Lönguskerjum. Þó eigum við flugvöll, Keflavíkurflugvöll, í aðeins um 50 km frá miðborg Reykjavíkur. Vissulega hafa ýmsir bent eindregið á hraðlest til Keflavíkurflugvallar en það hefur ætíð verið barið niður þar sem kostnaðurinn væri svo mikill.
En hve mikill væri kostnaðurinn af því að byggja nýjan flugvöll?
Vonandi verður þetta stefna sem verður að raunveruleika. Ég minni á gamla grein eftir mig þar sem ég taldi tímabært að huga að neðanjarðarlest á höfuðborgarsvæðinu. Þar gæti verið um krossbraut að ræða a) frá Hafnarfirði til Grafarvogs b) frá Breiðholti út á Granda. Engir peningar til verður eflaust sagt en sem langtímamarkmið getur þetta orðið að veruleika. Við þessa krossbraut neðanjarðar verða síðan tengt strætisvagnakerfi, hvað mundi það draga úr notkun einkabíla á götunum?
En nú verður Kristján Möller samgönguráðherra að vakna og ekki síður Jón Gnarr, Dagur og Hanna Birna og allir hinir sem taka ákvarðanir. Ef Reykjavíkurflugvöllur verður lagður af þá er sú umferðamiðstöð sem á að fara að byggja á kolröngum stað. Ég ætla að vera svo ósvífinn að ætla Siglfirðingnum Kristjáni Möller það að með því að byggja umferðarmiðstöð norðan við Hótel Loftleiðir sé hann leynt eða ljóst verið að vinna að því að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi. Umferðarmiðstöðin á bæði að þjóna innanlandsflugi og rútuumferð úr borg og í. Ef flugumferð þarna verður lögð niður er það deginum ljósara að umferðamiðstöð er þarna á kolröngum stað og kallar á mun meiri um umferð á þeim götum sem nú þegar eru fullsetnar. Allar rútur verða að fara inn um þröngsetnar götur inn og út, allir sem koma á eigin bílum eða leigubílum lenda í sömu umferðhnútum.
Umferðamiðstöð fyrir rútur, hvort sem eru á áætlunarleiðum eða í hópferðum, á að sjálfsögðu að vera sem næst helstu umferðaæðum út frá höfuðborgarsvæðinu. Þar kom eindregið til greina a) Mjóddin b) Nágrenni Rauðavatns.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ferðalög, Samgöngur, Umhverfismál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af hverju þarf lest? Nú er hraðbraut þangað og rútuferðir. Miðað við alla bílana sem eru á langtímastæðunum sé ég ekki að íslendingar séu spenntir fyrir almenningssamgöngum. Túristarnir virðast nota rúturnar. Svo eru það leigubílarnir. Er ekki betra að nota peninginn í að borga niður skuldir?
Palli (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 14:34
ég ferðast daglega í lest og á orðið erfitt með að hugsa mér að nota bíl til og frá vinnu... Ef reykjavík að suðurnesjum væri með almennilegar almenningsamgöngur er ég sannfærður um að hagvöxtur mundi stórlagast.. sammála Besta flokknum.. leggja niður reykjavíkurflugvöll og leggja lestarteina til reykjanesbæjar..
btw ég ferðast um 50 km á dag í lest
Óskar Þorkelsson, 18.6.2010 kl. 15:18
Það er mjög þægilegur ferðamáti, hef ferðast með lest í London og Boston neðanjarðar og svo í Salt Lake City þar sem að lestir gengu í úthverfin þar sem voru risastór bílastæði sem menn lögðu bílum sínum og tóku lestina í miðbæinn. Gæti ekki hugsað mér þægilegri ferðamáta.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 19:58
Þú getur alveg treyst því, að ekki verði af þessu.
Engin lifandi leið, til að fjármagna slíkar framkvæmdir, á þessum tímapunkti - né á allra næstu árum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.6.2010 kl. 21:45
Loka Reykjavíkurflugvelli, hraðlest milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar
Af hverju þarf lest? Nú er hraðbraut þangað og rútuferðir.
Það tekur nú samt alveg langleiðina í klukkutíma að ferðast á leifsstöð og eflaust annan klukkutíma að komast um borð til að leggja af stað, og síðan klukkutími í flug, þetta gerir það að verkum að það hættir að borga sig að fljúga á marga staði innanlands (tekur orðið jafn langan tíma að keyra og kostar minna.)
Þetta er það góða við að hafa flugvöllinn í reykjavík, það er tekur stuttan tíma að komast þangað og maður þarf ekki að bíða lengi við check in og að komast inn í vélina, þetta er gerlegt vegna smæðar þessa flugvallar, ef allt færi að fara í gegnum leifsstöð þá eykst umfangið um helling.
Þess vegna á ekki að taka í burtu reykjavíkurflugvöll!
Halldór Björgvin Jóhannsson, 18.6.2010 kl. 23:21
Óskar og Rafn, þið búið í borgum með margfalt fleiri íbúa en við höfum hér á þessu skeri, láttu ekki þér ekki detta í hug að fara að búa til samlíkingu þarna á milli, við höfum einfaldlega ekkrert við lestir að gera!!!
Guðmundur Júlíusson, 19.6.2010 kl. 03:35
á íslandi búa fáir og hugsa smátt...
Lestarteinar eru fyrir framtíð, vegir eru fyrir nútíð.. flugvellir í miðborgum eru í fortíð.
fjármögnun er ekkert mál, fyrir þjóð sem gerir milljarðagöng fyrir nokkur hundruð manns ætti ekki að vera skotaskuld úr því að leggja nokkra kílómetra af teinum ;) ÞEtta er atvinnuskapandi og þjóðhagslega hagkvæmt.
Óskar Þorkelsson, 19.6.2010 kl. 04:42
Það þarf byltingu í hugsun og gjörðum til þess að íslendingar fari að nota hraðlestir. En til framtíðar er hugmyndin góð. Ég er því sammála að innanlandsflugið á að flytjast til Sandgerðisbæjar.
Gunnar Borgþór Sigfússon, 19.6.2010 kl. 11:49
.. lestir ganga fyrir rafmagni og af því á ísland nóg.. þ.e. ef þeir selja ekki allt rafmagnið til áliðnaðar á undirverði ;)
Kjartan bloggvinur kom með hugmynd af lestarkerfi í reykjavík sem sinnt gæti 80 % borgarbúa ásamt kópavogi.. bara snilld sem litlir hugsuðir og enn aumari stjórnmálamenn blésu út afborðinu..
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/
og hér
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/438283/
endilega skoðið þetta, snilldar hugmyndir til framtíðar.
Óskar Þorkelsson, 19.6.2010 kl. 15:20
Tek undir með honum Óskari, og þessi hugmynd hans Kjartans er alveg frábær. Einar Björn talar um að ekki sé hægt að fjármagna þessar framkvæmdir, en þegar það er hægt að fjármagna skrímslið niður við hafnarbakkann fyrir milljarða sem mun alltaf vera baggi á þjóðinni ætti ekki að vera skotaskuld að fjármagna samgöngumáta sem gangur fyrir innlendum orkugjafa og munu spara þjóðinni ómælda milljarða í gjaldeyri.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 16:17
Rafn - það var þegar búið að verja til þess miklu fé, og minna en helmingur kostnaðar eftir.
------------------------Hver annars á að lána?
Í dag, eru skilyrði til lántöku miklu mun erfiðari, þ.e. bankalán vextir Seðló 8,5 + þ.s. bankinn þarf.
Ríkið sjálft, hefur ekki tekið ný erlend lán síðan 2008 - og ekki hafa skilyrði á alþjóða lánamörkuðum batnað síðan vandræðin í Evrópu hófust, það nýjasta að bankar á Spáni eru komnir í vandræði búnir að taka um 80 milljarða Evra neyðarlán aðeins í apríl, tölur fyrir mai ekki enn komnar en einnig reiknað með að þeir hafi verið að taka neyðarlán, í þeim mánuði. En, slíkt gera bankar, ef þeir eru í lausafjár vandræðum - höfum í huga að þetta er 78% af því fé sem varið er af ESB til stuðnings Grikklandi. Þannig, að það virðist raunverulega satt, að spanksir bankar hafi verið að verulegu leiti settir í frost á millibanka markaðis með svipuðum hætti og ísl. bankarnir voru, eftir mitt ár 2006. Þetta eru vandræði í leit að hruni. Þannig, að ástandið í Evrópu mun versna mjög sennilega, með nýrri og enn stærri krísu - sennilega. Þannig, að erlend lán, eru mjög ólíkleg.
Þá eru bara eftir lífeyrissjóðir og þeir eru ekki botnlausir, hafa verið að fjármagna halla rikissjóðs síðan október 2008 sem er verulegur peningur, keyptu nýverið húsbréf af Seðló fyrir 80 milljarða - svo, þeir eru undir verulega álagi, við það verk að aðstoða ríkisvaldið.
-------------------------------------Sem sagt, segið mér, hvar er lán að hafa?
Landsvirkjun, er bjartsýn um fjármögnun Búðarhálsvirkjunar, en þar er þegar búið að semja um kaupanda, sem þegar er með starfsemi og vill einungis stækka. Áhætta bankans er því lítil. Tekjur frá kaupanda, standa undir láni. Hrein sköpun á tekjum.
Ekki slíku til að dreifa, í því sem þið eruð að tala um.
------------------------------------
Síðan að auki, er um yfir hundrað milljarða kostnað að ræða. Mörg hundruð, ef við erum að tala um fleiri en eina lestarlínu.
Ég get ekki séð, að miðað við núverandi vaxtakostnað og einnig hafandi í huga að lán eru ólíkleg annað en að vera dýr; að nokkur möguleiki sé til þess, að Reykjavík standi fjárhagslega undir framkvæmdum á þessari stærðargráðu - á þesusm tímapunkti né á allra næstu árum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.6.2010 kl. 21:04
eins og ég sagði hér að ofan.. hugsa smátt..
Einar, þegar þjóðir eru á hnjánum þá framkvæma þau oftast mestu afrek sín.. það er hægt að fjármagna allan andskotan á íslandi en oftast nær eru það ekki í þágu þjóðarhags. Land sem ekki hefur almennilegan infrastrukture er ekki samkeppnisfært áheimsmarkaði.. þótt lestarteinar kosti mikið þá kosta vegir meira þegar til lengri tíma er litið.
Lest á reykjavíkursvæðið og til Kef, strandsiglingar með þungaflutninga.. og þjóðin mun hagnast um miklu meiri upphæðir en þessa skitnu milljarða sem fara í framkvæmdina..
Sparnaður í bensíni og olíu.. sparnaður í vegalagningu og viðhaldi.. sparnaður á tíma.. minni umferð, færri slys... og svo framvegis og svo framvegis.. þetta er win win framkvæmd.
Óskar Þorkelsson, 20.6.2010 kl. 07:43
"þetta er win win framkvæmd. "
-------------------------------------
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.6.2010 kl. 14:50
ég er ekki praktískur, þar stendur þú mér miklu framar Einar án nokkurs vafa.. en þegr ég sem er kominn á miðjan aldur hef horft upp á þjóð mína sólunda fjármagni á ótrúlegastan hátt í gegnum tíðina þá get ég ekki séð að það ætti að vera stórt vandamál þegar loksins er búið að taka ákvörðun að gera þetta.
Óskar Þorkelsson, 20.6.2010 kl. 15:01
Það hlýtur að vera hægt að finna ráð til að fjármagna svona framkvæmdir þar sem er verið að nota innlendan orkugjafa og spara gjaldeyri. Nóg eigum við nú af menntafólkinu.
Okkur hefur tekist að fjármagna alla þessa Háskóla sem hafa verið að útskrifa hámenntaða viðskiptafræðinga, hagfræðinga svo við stöndum þannig í dag að við erum með flesta háskóla í heim á hvern íbúa. Það ætti að vera leikur einn fyrir okkur að finna leið með allan þennan skara af menntafólki. Allavega hefur þeim tekist að finna leið til að fjármagna tónlistarhöll sem mun aldrei skila hagnaði, það stendur til að byggja hátæknisjúkrahús, þó svo við getum ekki rekið þau sem fyrir eru.
Það eru jú erfiðir tímar núna til fjármögnunar en ég held að við ættum alvarlega að fara að huga að breyttum samgöngum, olían á bara eftir hækka, það eru gerðar kröfur um minnkandi útblástur gróðurhúsalofttegunda. Við framleiðum rafmagnið á mjög umhverfisvænan og ódýran hátt þegar að aðrar þjóðir þurfa jafnvel að brenna kolum til að framleiða rafmagn sem knýr svo lestarnar þeirra.
En hvernig nákvæmlega það á að framkvæma fjármögnun veit ég ekki og læt mönnum sem eru menntaðri um þá hlið.
En að lokum vil ég benda á það að á hverjum degi er þvílíkt umferðarkraðak á morgnana frá austurborginni í vesturátt og svo frá 4 á daginn og til svona 6 í hina áttina, þar sem að bílar komast bara fetið. Væri ekki betra að hoppa bara upp í lest og vera komin á 10 mínútum til síns heima, sitjandi í rólegheitum og lesa í bók eða blað á meðan á ferðinni stendur. Ég hef prófað þetta, og það er alveg frábært.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 15:35
"hef horft upp á þjóð mína sólunda fjármagni á ótrúlegastan hátt í gegnum tíðina"
------------------------
Þ.e. aldrei hægt að sólunda án enda.
Nú er komið að skuldadögum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.6.2010 kl. 22:38
Rafn - ég bendi þér á mína eigin bloggfærslu um, hvernig Ísland getur skipt yfir í innlendan orkugjafa með hagkvæmum hætti.
Þ.e. raunverulega hægt og þarf ekki að kosta hundruð milljarða.
Málið er að finna leið, þá leið, sem kostar minnst.
Hvernig förum við að því, að skipta út innfluttu eldsneyti og það raunverulega með hagkvæmum hætti?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.6.2010 kl. 22:39
Er ekki alveg upplagt ad lata kinverjana um lestarmalin. Ekki bara sudur med sjo, heldur alla leid til Hornafjardar. Og afram veginn , um allt land Lestar eru framtidin.
Björn Emilsson, 22.6.2010 kl. 18:25
Þoriðu virkilega að hafa svo marga kínv.starfandi hér, vitandi hve náin samskipti kínv. fyrirt. og kínv. stj.v. eru?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.6.2010 kl. 21:59
Blessaður vertu, kínverjar eru eins og mý á mikjuskán allstaðar. Halda hópinn í sínum Chinatown og eru engum til ama.
Björn Emilsson, 23.6.2010 kl. 22:10
Björn - ég er ekki að tala um innflytjendur, heldur um starfsm. kínv. fyrirt. sem eru mjög klárlega í náinni samv. við kínv. stjv. sem sést m.a. á því, að með sendinefndinni í för var meðlimur 9. manna æðsta ráðs Kína.
En, fyrir ofan það, eru einungis leiðtogi Kína og staðgengill hans. Svo, sá náungi var sambærilegur við ráðherraheimsókn frá USA.
Þetta þíðir, að málið var ákveðið á hæsta leveli í Kína. Þetta er ekki hræðsluáróður, heldur augljósar staðreyndir.
Síðan, geta menn valið, hvort þeir telji slíkan augljós tengsl við æðstu staði í Kína, það að þeir hafi greinilega skipt sér af þessu máli, að hið kínv. fyrirt. taki hér til starfa - vera varasamt.
Ég er þeirrar skoðunar, að þetta geti einmitt verið varasamt, í ljósi fulkomins varnarleysis Íslands.
Einar Björn Bjarnason, 23.6.2010 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.