Dapurlegt að sjá hvernig Háskóli Íslands sinnir um Herdísarvík

Eitt sinn var Selvogur einhver afskekktasta byggð á suðvesturlandi. Það mun breytast mikið þegar Suðurstrandarvegur verður endanlega opnaður fyrir umferð. Sl. sunnudag buðu vinir okkar hér í Þorlákshöfn okkur hjónum til kynningarferðar í Selvog þar sem leiðsögumaðurinn var borinn og barnfæddur í Selvogi. Þar eru fjölmargar minjar, rústir af sjóbúðum sem sumar hverjar hafa síðan verið nýttar sem gripahús. Við fórum alla leið til Herdísarvíkur þar sem þjóðskáldið Einar Benediktsson lifði sín síðustu ár við umhyggju og atlæti kjarnakonunnar Hlínar.  Eftir dauða Einars bjó Hlín nokkurn tíma áfram í Herdísarvík en er ánafnaði Háskóla Íslands Herdísarvík, jörð og hús.

Það er dapurlegt að koma til Herdísarvíkur og sú spurning hlýtur að vakna hvort Háskóli Íslands hafi engan metnað til að heiðra minningu Einars þjóðskálds og ekki síður Hlínar, konunnar sem gerði síðustu ár þjóðskáldsins þolanleg. Ekkert er hirt um umhverfið, byrjað hefur verið á smíði palls við suðuhlið hússins en því ekki lokið og greinilegt að á viðinn hefur ekki verið borið í langan tíma. Augljóst er að langt er síðan að borið hefur verið á timburklæðningu hússins og ryð er komið í vatnsbretti. Ekki er vafi á því að margir vilja líta við í Herdísarvík framvegis þegar Suðurstrandarvegur verður nýr "gullinn hringur" þarna opnast ný sýn fyrir íslenska jafnt sem útlenda ferðamenn.

Nú er annaðhvort fyrir Háskóla Íslands að gera; hysja upp um sig brækurnar og bjarga staðnum áður en hann grotnar niður endanlega eða koma staðnum og húsinu i eigu og umsjá einhvers sem hefur þann metnað að taka þar til hendi og skapa staðnum nýjan tilgang.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef einmitt átt leið þarna um nokkrum sinnum á undanförnum árum og furðað mig á vanrækslunni og virðingarleysinu sem þessum fallega og merka stað er sýndur. Þetta virkar nú ekki það stórt að ekki sé hægt að halda þessu almennilega við.

Kennsla (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 113848

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband