Er ekki ógerningur að standa áfram í kattasmölun?

Verkefni núverandi Ríkisstjórnar eru hrikaleg, þessari stjórn er ætlað að reisa landið úr þeim rústum sem Framsóknarflokkur og ekki síður Sjálfstæðisflokkur komu komu landi og þjóð í. Til að það sé mögulegt þarf sterka og samstillta Ríkisstjórn sem hefur afl til að standa að hörðum og jafnvel sársaukafullum aðgerðum. Forystumen Ríkisstjórnarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafa verið brimbrjótar stjórnarinnar.

En nú eru veður öll válynd á stjórnarheimilinu, þeim veðrum ræður órólega deildin í Vinstri grænum. Ég er í Samfylkingunni og hef ætíð stutt Ríkisstjórnina. En nú er svo komið að ég sé ekki að stjórnin geti setið mikið lengur. Stjórn sem á líf sitt undir Guðríði Lilju Grétarsdóttur, Lilju Mósesdóttur, Ásmundi Daða Einarssyni og Ögmundi Jónassyni getur tæplega verið starfhæf til lengri tíma. Þessi hópur svífst einskis til að koma höggi á stjórnina og nú virðist vera að sverfa til stáls í Magma Energy málinu. Ríkisstjórn sem hefur jafn sundurleitan flokk á bak við sig og Vinstri græna ræður ekki við þau gífurlega mikilvægu mál sem stjórnin verður að glíma við. Þessi ríkisstjórn má ekki falla í sömu gryfju og stjórn Gunnars Thoroddsen, að sitja sem fastast en hafa þó ekkert afl til að koma fram nauðsynlegum og aðkallandi málum áfram.

En hvað tekur þá við?

Svo einkennilega vill til að flokkarnir sem hruninu ollu, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur, hafa ekki sýnt neinar tilhneigingar í þá átt að vilja taka við stjórnartaumunum, frekar að vera óábyrg stjórnarandstaða. Þessir tveir flokkar hafa reyndar ekki afl til að mynda meirihlutastjórn og yrðu því að finna víðari samstarfsvettvang.

Aðeins eitt er víst; ef óábyrga hávaðfólkið í Vinstri grænum tekst að fella Ríkisstjórnina og fella Samfylkinguna frá því að vera í forystu,  þá mun Samfylkingin  ekki taka þátt í  myndun nýrrar Ríkisstjórnar

Þá hljóta þeir sem stjórnina fella og þeir flokkar sem nú eru í stjórnarandstöðu að mynda nýja Ríkisstjórn, þá yrði mynduð samsteypustjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Hvoru megin hryggjar Hreyfingin liggur skiptir engu máli. Þá yrðu þessir gömlu hrunflokkar S+F að beygja sig undir þá meginkröfu að ógilda kaupsamninginn á Magma Energy með illu eða góðu, löglega eða ólöglega. Annað ættu þessir flokkar auðvelt með að sporðrenna. Aðildarumsóknin um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka, slegin skjaldborg um íslensku krónuna með öllum ráðum og margskonar höftum, gjaldeyrishöftin verða föst næsu árin. Vinstri grænir munu eflaust feta í fótspor Ungverja og krefjast þess að samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verið slitið, því yrði sporðrent af hinum flokkunum, algjörlega neitað að greiða ICESAVE, framundan þar illvíg og langvinn málferli með gífurlegum fjárútlátum Íslands.

Um þetta ættu Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir að eiga auðvelt með að ná saman, þar mun andi ritstjóra Morgublaðsins svífa yfir vötnum. Þar með hefur íhaldsdeildin í Vinstri grænum náð því sem hún stefnir að, ómeðvitað ef til vill, að ná saman við íhalds- og þjóðernisstefnuna frá Hádegismóum í Sjálfstæðisflokknum.

Eina sem kynni að vera óljóst er hvernig mun Framsóknarflokkurinn taka á málun við myndun þessarar Ríkisstjórnar?

Það er svo furðulegt sem það er að í dag veit enginn hver í rauninni stefna Framsóknarflokksins er, það verður því að byggja á því sem formaður Framsóknarflokksins sagði áður en hann missti málið. Miðað við það ættu þessir þrír flokkar að ná saman og stofna Rikisstjórn á þeim málefnagrundvelli sem að framan var rakinn.

Rennur engum kalt vatn milli skins og hörunds?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju fylkir Samfylkingin sér á bak við Magma og telur hagsmuni skúffufyrirtækis í Svíþjóð mun mikilvægari en almannahagsmuni, ríkistjórnarsamstarf og ESB-aðild sem hefur verið helsta baráttumálið en er tilbúin til þess að fórna fyrirr Magma?

Ég er ekki að skilja það.

Agnar Kr. Þorsteinsosn (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 19:01

2 identicon

Ég verð nú bara að segja að farið hefur fé betra og hvað sem í staðinn kemur, þá verður það allavega skárra en þessi Samfylkingaróféti !!!

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 19:32

3 identicon

Ég kem ekki auga á að Samfylkingin sé að gera góða hluti eða þessi stjórn yfirleitt þannig að mér rennur ekki kalt vatn milli skinns og hörunds nema helst yfir því að það virðast allir flokkar jafn ónýtir

Linda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 23:25

4 identicon

Ef stjórnin springur, eins og Sigurður Grétar býst við, styttist sjálfsagt í kosningar. Ef myndun á meirihlutastjórn yrði erfið, má ekki gleyma möguleikunum minnihlutastjórn og utanþingsstjórn. Hvort tveggja gæti gefið þingmönnum betri möguleika á að ná fram raunverulegum þingvilja í mikilvægum málum, heldur en hrossakaup í ríkisstjórn gera. Kannski er kominn tími til, að þingið axli ábyrgð sína á annan hátt en að vera afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnir. Ég sæi til dæmis ekkert á móti því, að frumkvæði í lagasetningu flyttist að mestu leyti þangað (og nokkrir lögfræðingar úr stjórnarráðinu fylgdu með, til að aðstoða við tæknileg atriði).

Sigurður (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 113922

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband