Ruglið í loftslagsmálum heldur áfram

Fyrir nokkrum árum stofnuðu tveir ungir menn upplýsingasíðu, Loftslag.is. Þetta leist mér ljómandi á, þarna fóru menn sem virkilega lögðu sig eftir fræðunum að mér fannst. En Adam var ekki lengi í Paradís, þessir tveir ungu menn eru gjörsamlega heilaþvegnir af þessum áróðri frá ICPP, loftslagsnefnd Sameinuð þjóðanna og þeim hátt launuðu vísindamönnum sem starfa fyrir þá nefnd, aðallega við háskóla í hinum vestræna heimi. Þessi fræði ganga út á það að maðurinn með gjörðum sínum og kolefnisbruna sé að hækka hita jarðarinnar þannig að stór vá sé framundan.

Í bloggi þeirra núna stendur þetta:

Á komandi áratugum mun hitastig halda áfram að aukast, eins og flestir virðast vera búnir að átta sig á. En hverjar verða afleiðingarnar af hnattrænni hitastigshækkun upp á 4°C

Hver er þess umkomin að segja fyrir um slíkt?

Ekki nokkur einasti maður, við vitum tæpast hvað gerist á næsta ári og fjölmargir vísindamenn haf talið meiri hættu á því eftir tvo ártugi að hiti í heiminum fari fallandi, jafnvel að "lítil ísöld" sé þá í uppsiglingu, reikna þetta eftir háttum sólar. Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir að það var hart í ári á síðustu litlu ísöld en hiti í heiminum hóf að falla eftir árið 1300 og á 17. og 18. öld voru mikil harðindi ekki síst á Íslandi.

Og takið nú eftir: Hnattræn hlýnun hefur engin orðið á þessum fyrsta áratug 21. aldar, eða frá árinu 2000.  Síðustu 150 árin hefur hnattræn hlýnun aðeins verið 0,6°C.

Hver getur fullyrt um framtíðina? Eru þessir ungu menn á Loftslag.is reiðubúnir til að segja okkur  hvenær Katla muni gjósa, eða Hekla eða hve langt er í að Eyjafjallajökull muni gjósa aftur. Þeir geta alveg eins sagt okkur fyrir um slíka atburði eins og að fullyrða að það muni hlýna hnattrænt um heilar 4°C á  næstu áratugum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þú virðist nú hafa lesið þetta eitthvað rangt Sigurður. Við erum ekki að fullyrða um að hitastigshækkun verði 4°C, heldur að velta upp hugsanlegum afleiðingum ef svo færi, sjá nánar á blogginu. En hitt er svo annað mál að það er alrangt hjá þér að engin hlýnun hafi orðið á fyrsta áratug 21. aldarinnar, sjá t.d. að hitastigið er núna mjög hátt í sögulegu samhengi, frá því mælingar hófust, NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið og að öll árin eftir árið 2000 eru á topp 10 yfir heitustu ár frá 1880, sjá 20 heitustu árin í heiminum frá 1880 (sem styður ekki fullyrðingu þína kæri Sigurður). Einnig er vert að benda á Helstu sönnunargögnin, fyrir þá sem hafa áhuga á því.

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.7.2010 kl. 15:00

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Mér þykir þú svalur Svatli að neita því þar sem ég vitna orðrétt í ykkar blogg, þarna er ekki um endurrita að ræða heldur afritum og límingu.

Hér kemur tilvitnunin aftur;

Á komandi áratugum mun hitastig halda áfram að aukast, eins og flestir virðast vera búnir að átta sig á. En hverjar verða afleiðingarnar af hnattrænni hitastigshækkun upp á 4°C

Það er gleðilegt að þú trúir þessu ekki sjálfur, en hvers vegna þá að setja þetta fram?

Þú getur ekki neitað því að meðalhiti í heiminum hefur verið í jafnvægi á þessum fyrsta ártug 21. aldar, vissulega hærri hiti en á "litlu ísöld" en geturðu neitað því að hnattrænt hefur hiti ekki hækkað nema um 0,6°C síðustu 150 ár?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 27.7.2010 kl. 21:30

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Lastu bara þessar 2 setningar Sigurður? Það gæti útskýrt ýmislegt. Næsta setning á eftir er svona:

Við höfum áður fjallað um gagnvirkt kort frá Met Office, þar sem farið er yfir hugsanlegar afleiðingar þess ef hnattrænn hiti jarðar fer yfir 4°C, eins og sumar spár benda til að geti gerst á þessari öld.

Spurning hvort að það hefði átt að vera spurningarmerki á eftir annari setningunni sem þú vitnar til, en ef vitnað er í hana alla og það sem á eftir kemur ætti ekki að koma til neins misskilnings að mínu viti.

Þetta er því svolítill útúrsnúningur hjá þér Sigurður. Annars þætti mér fróðlegt að vita hvenær þér fannst eftirfarandi; "leist mér ljómandi á, þarna fóru menn sem virkilega lögðu sig eftir fræðunum að mér fannst." - því þú hefur aldrei sýnt þessa hlið á þér varðandi okkur...vinsamlega útskýrðu hvenær þér leist svona ljómandi á þetta hjá okkur og hvenær við fórum út af sporinu í þínum augum. Því þetta virðist hafa farið algjörlega farið fram hjá mér í allri þinni nálgun við þessi mál og síðuna okkar (sem er reyndar ekki orðin 1 árs enn þá).

Svona til að koma því að þá er IPCC nefnd sem skoðar þær rannsóknir sem hafa farið fram um loftslagsmál og stundar ekki rannsóknir sjálft. Vísindamenn sem "starfa" fyrir nefndina gera það ólaunað, sjá hér þar sem eftirfarandi kemur fram: "Thousands of scientists from all over the world contribute to the work of the IPCC on a voluntary basis.". Við eins og IPCC lítum til þess sem vísindin hafa að segja um þessi mál og getum heimilda í greinum okkar. Það er væri í raun merkilegt ef við myndum komast að annari niðurstöðu en vísindin (eða IPCC sem skoðar hvað vísindin hafa að segja um málið).

Annars langar mig að spyrja þig hvaðan eftirfarandi texti er tekinn og kannski hvers vegna hann er hafður svona (Ábending: textinn er hvorki frá mér persónulega eða frá loftslag.is):

11. Ljúka gerð aðgerðaáætlunar með tímasettum og tölusettum markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda um a.m.k. 50% fyrir 2050.

12. Verðleggja losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda og tengjast viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir eins og fljótt og unnt er.

13. Að Ísland gangi fram af ábyrgð og sanngirni í viðræðum um endurnýjun loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.

14. Beita hagrænum hvötum og öðrum áhrifaríkum aðferðum til að minnka notkun jarðefnaeldsneytis með það að markmiði að gera Ísland óháð jarðefnaeldsneyti. Slíkir hagrænir hvatar eiga að miða sérstaklega að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá bifreiðum hér á landi.

15. Skattar verði lækkaðir á bifreiðir sem nota aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti til að hvetja til kaupa á vistvænni bifreiðum.

16. Efla rannsóknir á innlendum orkugjöfum, metangasi, lífrænu eldsneyti og öðrum vistvænni orkugjöfum í samgöngum.

17. Efla rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga á lífríki Íslands og í hafinu.

18. Auka og varðveita þann kolefnisforða sem bundinn er í gróðri og jarðvegi með endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt.

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.7.2010 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband