Ögmundur Jónasson fer yfir siðferðismörkin, hörmulegt að fylgjast með orðræðu hans

Það er nokkuð líkt með pólitískri framgöngu Ögmundar Jónassonar og Spaugstofunni. Hvorugur aðilinn þekkir sinn vitjunartíma, skilur ekki að tímaglasið er runnið út. Ögmundur varð ungur öflugur foringi opinberra starfsmann og safnaði að sér harðskeyttri fylgissveit sem bar hann á höndum sér alla leið inn í sali Alþingis.

Við síðustu myndun Ríkistjórnar varð Ögmundur ráðherra, það taldi að sjálfsögðu hans harðskeytta fylgissveit sjálfsagt, ekki kom annað til greina.

En þá fór að halla undan fæti hjá Ögmundi. Þessi maðu,r sem alla tíð hafði verið baráttummaður launþega og andófsmaður á Alþingi, fótaði sig ekki þegar pólitíska ábyrgðin lagðist á hans herðar; hann kiknaði og sagði af sér ráðherradómi.

Síðan þá hefur farið fram ótrúlegur sirkus í kringum Ögmund Jónasson. Heimssveit hann í Vinstri grænum hefur rembdist við eins og rjúpan við staurinn að koma Ögmundi aftur í ráherrastöðu, nokkuð sem hann hefur einu sinni kiknað undan, einu sinni er nóg.

En nú hefur Ögmundur farið rækilega yfir strikið í hatrömmum málflutning sínum gegn aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Þeir eru vissulega til á blogginu sem hafa gripið til samlíkinga við alræðisríki nasista, sem atti heiminum út í hörmungar seinni heimstyrjaldarinnar, en að maður sem hefur verið jafn áhrifamikill og Ögmundur Jónasson gerði slíkt bjóst ég ekki við. Að voga sér slíkan samanburð, svo sem að Evrópusambandið sé að auka sitt "lífsrými"  er eins og köld vatnsgusa framan í hvern mann. En Ögmundur bætir um betur og líkir Evrópusambandinu við hvítu mennina sem komu frá Evrópu, sölsuðu undir sig lönd Indíána í Vesturheimi og borguðu fyrir með glerperlum og spíra.

Ég held að Ögmundur ætti að fara að dæmi Einars Kristjánssonar óperusöngvara sem ég rakti í pistlinum um Spaugstofuna.

Það þurfa allir að þekkja sinn vitjunartíma, einnig Ögmundur Jónasson!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað þurfa margir almennir skattgreiðendur að standa undir 1000 milljónunum sem yfirkeisari ESB veldisins kostar á ári.  Kanski 1000 manns?

Hvað voru margir sem kusu mannin þann?

Hitler má þó eiga að hann hafði mörg atkvæði á bak við sig.  Sennilega hefur Ögmundur ekki tekið nógu sterkt til orða ef eitthvað er.  Sérstaklega þar sem hann gerði lítið annað en að svara orðalagi meistarans sjálfs þar sem talað er um stórkostleika 500 milljóna heimsveldisins.

Heimskur er heimaalinn hundur!  Reynið því að líta út fyrir Evrópu.

jonasgeir (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 10:31

2 identicon

Hér voru óprúttnir menn á ferð og rændu grandalausa og auðtrúa þjóð. Þeir voru á tímabili hlaðnir verðlaunum og lofaðir í hástert. Evrópst fjármálavald er ekkert lamb að leika sér við einsog við höfum fengið að kynnast í Icesave og nú síðast í Makríl-átökunum. Þorskastríðin voru einnig rammasta alvara. Hvað hefur breyst? Erum við ekki að tala um sömu dýrategundina og áður? Mannskepnuna? Hefur hún breyst svo mikið, að ekki sé rétt að læra af sögunni? Mannkynssögunni?

marat (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 11:56

3 identicon

Bara svo það komi fram þá hef ég orðið var við það oftar en tvisvar og þrisvar að ESB-sinnar líki andstæðingum aðildar við nasista og kalla fullveldisvörn þjóðrembing. En þetta er svo sem elsta trixið í bókinni.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 12:36

4 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Bara svo það komi fram þá hef ég orðið var við það oftar en tvisvar og þrisvar að ESB-sinnar líki andstæðingum aðildar við nasista og kalla fullveldisvörn þjóðrembing. En þetta er svo sem elsta trixið í bókinni.

Þorgeir Ragnarsson, 11.8.2010 kl. 12:55

5 identicon

Fróðlegt blogg. En ég skil ekki alveg, hvernig Ögmundur kiknaði undan hinni pólitísku ábyrgð. Var þetta eitthvað í ætt við ofþreytu, þunglyndi eða taugaáfall??

Sigurður (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 15:16

6 identicon

Það er ástæða fyrir því að hann man ekki allt sem hann gerir og segir.

Ögmundur er alki.

Hann er ekkert verri manneskja fyrir vikið en það er nokkuð ljóst samt að það verður að setja upp áfengismæla við atkvæðagreiðslu og í mælendastóli.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 15:26

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Blaður á blogginu þar sem einhverjir segja "nasisti" og "fasisti" er ekki hægt að taka alvarlega. En noti menn þessa orðræðu í opinberum greinum um alþjóðamál og frámtíðarsýn þjóðarinnar og eru þar að auki forystumenn einhverra sem telja sig málsmetandi þá er það alvarlegt.

Ég veit ekkert um alkóhólisma Ömma en það getur ekki verið afsökun í sjálfu sér. Oft segja fyllibyttur satt og rétt frá þó kyrrt mætti liggja. Ömmi er einfaldlega búinn að gjaldfella sig sem málsmetandi í umræðunni. Hér eftir mun ég ekki lesa neitt sem hann lætur frá sér.

Gísli Ingvarsson, 11.8.2010 kl. 21:25

8 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sumir eru svo grænir að þeyr sjá ekki í gegnum lyga ruglið hjá stjórnarliðum,samborið Magma málið samborið Icesafe málið samborið myntkörfu málið, skjaldborgin sem aldrei hefur litið dagsins ljós ja hérna, mikið eru menn heyiaþvegnir. og svo ESB. Nasista bælið sem ætlar að kuga okkur til að hætta að veiða makríl í okkar egin lögsögu ekki skrítið þó Ögmundur vilji ekki starfa með þeym sem ráðherra.

Eyjólfur G Svavarsson, 11.8.2010 kl. 23:16

9 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Óskar, ég skil það núna fyrst þegar sumir bloggarar leyfa ekki birtingu á athugasemdum fyrr en þeir hafa skoðað þær, reyndar hefur mér fundist það hvimleið ritskoðun. En svívirðingar þínar um Ögmund, með því að fullyrða að hann sé alkóhólisti, veit ég ekki til að eigi við nein rök að styðjast. Alltaf dapurlegt þegar menn grípa til slíkra gífuryrða.

Eyjólfur, á síðustu öld logaði Evrópa tvívegis í skelfilegum styrjöldum, fyrri heimsstyrjöldinni 1914 - 1918 og seinni heimsstyrjöldinni frá 1939 - 1945. Þjóðverjar voru gerendur þessara tveggja styrjalda. Að lokinni seinni heimsstyrjöldinni settust framsýnir stjórnmálmenn í Evrópu niður og ákváðu að stofna samtök sem hefðu tvennt aðallega að markmiði; í fyrsta lagi að koma í veg fyrir þriðju stórstyrjöldina og að samræma krafta þjóríkjanna til þess að skapa stærri og sterkari heild og bæta lífskjör íbúanna.

Hvorutveggja hefur tekist.

Að kalla Evrópusambandið "Nasistabæli" lýsir betur þínum eigin veika þankagangi, þú virðist vera einn af þeim sem telur að gífuryrði og upphrópanir séu rök í máli. Vonandi nærðu þeim þroska að geta rökrætt á málefnalegan hátt.

Svo mættirðu fara í tíma hjá góðum kennara og læra svolítið í stafsetningu íslensks máls.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 12.8.2010 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband