Guðlaugur Þór vaknar eftir dúk og disk á miðjum Suðurlandsvegi

Guðlaugur Þór alþingismaður virðist eiga greiðan aðgang að Ríkisútvarpinu. Viðtal við hann um Suðurlandsveginn í hádegisfréttum  Útvarpsins í dag og síðan viðtal um sama efni í Sjónvarpinu um kvöldið. Það sem hann sagði um þetta verkefni var vissulega rétt svo langt sem það náði. Hann spurði réttilega af hverju Suðurlandvegurinn væri byggður 2+2 en ekki 2+1 sem er mun ódýrara, skapar ekki minna umferðaröryggi.

En hvar hefur Guðlaugur Þór verið undanfarin tvö ár?

Átökin um val á gerð Suðurlandsvegar fór fram á öndverðu ári 2008. Þá var mikil móðursýki í pólitíkusum og fleirum austan Hellisheiðar og þá var barið í gegn að Suðurlandvegurinn skyldi verða 2+2. Ég beitti mér nokkuð fyrir því að vegurinn yrði 2+1 þar sem þar var um góða lausn að ræða, 2+2 yrði þrefalt dýrari en 2+1.

Í byrjun febrúar árið 2008 hélt Lýðheilsustöð fund um Suðurlandsveginn á Grand Hótel í Reykjavík. Við sem komum frá Selfossi og Þorlákshöfn urðum nokkuð sein á fundinn vegna ófærðar en ef mig minnir rétt þá var það þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór, sem setti fundinn en hvarf síðan strax af vettvangi. 

Haraldur Sigþórsson verkfræðingur á Línuhönnun flutti ítarlegt erindi um þessar tvær vegagerðir, 2+2 og 2+1.  Í máli hans kom fram að reikna mætti með að 2+2 væri þrefalt dýrari framkvæmd en 2+1 sem væri fyllilega jafn öruggur vegur samt. Gerð 2+1 vegar eykst víðast hvar á kostnað 2+2, sérstaklega væru Svíar þar í farabroddi og Bandríkjamenn væru farnir að kynna sér ítarlega rök Svíanna og taka upp þeirra stefnu í vegamálum.

Ég var fyrstur upp á eftir frummælendum og hélt fram rökunum fyrir 2+1, það sama gerðu Brynjólfur Mogensen slysavarnarlæknir og Sigurður Guðmundsson landlæknir. En ýmsar háværar raddir frá Suðurlandi heimtuðu 2+2, ekki kæmi annað til greina.

Og það varð ofaná, stefnan var tekin á 2+2 veg milli Reykjavíkur of Selfoss þrátt fyrir að Vegagerðin vildi taka stefnuna á 2+1, fá öruggan veg á 1/3 kostnaðar.

En takið eftir: Þessi umræða fór fram árla árs 2008 áður en hrunið mikla skall á. 

Núna er verið að ganga til samninga við verktaka um fyrsta kaflann, frá Lögbergi að Litlu kaffistofunni, vegurinn skal vera 2+2.

Hefur ekkert breyst eftir hrunið? Datt engum í hug að ef til vill væri rétt í fjárhagslegri stöðu þjóðfélagsins að horfa svolítið í kostnaðinn? Klingdu engar bjöllur hjá ráðamönnum? Hvernig stendur á því að þingmaður kemur nú af fjöllum eins og jólasveinn í desember og veit greinilega ekkert hvað hefur verið að gerast síðustu 2 árin? Af hverju hljóp hann burtu af fundinum forðum og gleymdi málinu síðan gersamlega þar til hann virðist vakna nú þegar verið er að undirskrifa verksamning um fyrsta áfangann. Hann er tæknilega 2+2 svo þeir sem tóku ávörðun um að láta þá sóun standa virðast ekki vera í tengslum við ástandið í þjóðfélaginu.

Sá sem ber mesta og þyngsta ábyrgð á því að vegagerðinni var ekki breytt í  2+1 og 1/3 hluti kostnaðar er Kristján Möller samgönguráðherra. Hann tók snemma þá ákvörðun að fylgja flottræfilshætti ákveðinna Sunnlendinga sem með því reyndu að slá sig til riddara í pólitískum tilgangi. Það er vart hægt að segja annað en það eru embættisafglöp Kristjáns Möllers að hafa ekki tekið í taumana og stöðvað þessa óheyrilegu sóun sem lögn 2+2 vegar milli Reykjavíkur og Selfoss er.

Guðlaugur Þór, ætti bara að sofna aftur og umfram allt: láta sig hverfa fyrir fullt og allt af Alþingi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef nú ekki mikið vit á þessari vegarlagningu, en Sigurður Grétar segir satt, að breyttar aðstæður í fjármálum kalla á nýja athugun málsins, og lokaorð hans eru hverju orði sannari.

Sigurður (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 00:38

2 Smámynd: Dingli

Reykjanesbrautin til Kef. hefur sýnt sig í að vera snilld. Að hugsa sér þá leið sem 2+1 veldur svimaköstum. Merkileg samkoma sem þú minnist á. Fundur um vegagerð haldin af lýðheilsustöð, heilbrigðisráðherra opnar á kvakið, lætur sig hverfa, en birtist svo 30!mánuðum síðar á ljósvakanum með spegulasjon sem var afgreidd fyrir stjörnuhrap.

Þarna var jú mættur verkfræðingur sem fór yfir kosti og galla beggja kosta, og í framhaldinu finna landlæknir og þú það út að 2+1 séu til jafns við 2+2!. Til stuðnings þeim vísindum kallar þú til Svía, sem heimsfrægir eru fyrir útópíu dellur af öllu tagi. Mengið þeirra t.d. eyðilagði stærðfræðilega hugsun heillar kynslóðar.

2+2 eru 25% betri en 2+1. 33% verðmunur er ekki neitt fyrir Möllerinn sem borar 7milljarða göt á allt það sem heft getur lýðinn á leið hans í Bónus.

Dingli, 12.8.2010 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband