26.8.2010 | 18:07
Eigum við Íslendingar allan arðinn af virkjunun okkar?
Eitt af því sem kom fram hjá Guðríði Lilju Grétarsdóttur, formanni þingflokks Vinstri grænna, þegar hún lýsi yfir eindreginni andstöðu við að útlendingur gæti eignast hlut í Magma Energy, var að þá mundu þessir útlendingur eða þetta útlenda fyrirtæki fá arð af sínu hlutafé, þá færi arður af íslensku orkufyrirtæki, virkjun, úr landi. Hún vildi að við Íslendingar ættum þetta orkuver og tryggja þar með að arðurinn yrði kyrr innanlands. Er þetta ekki gott og háleitt markmið, eigum við ekki Landvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur, Orkubú Vestfjarða svo nokkur séu nefnd. Er það ekki tryggt að allur arður af þessum orkufyrirtækjum verður kyrr í landinu? Er þetta ekki einfalt mál, það eiga engir útlendingar hlutafé í þessum fyrirtækjum svo þannig hlýtur það að vera eftir skilgreiningu Guðfríðar Lilju, svo engir útlendingar fá neinn arð af hlutafé í þessum fyrirtækjum.
Ég vildi að satt væri, að allur arður af öllum okkar orkufyrirtækjum yrði kyrr í landinu, það munar um minna.
En því miður. Við byggingu allra orkuvera Íslands þurftum við að fá lán í útlöndum, ekki aðeins að borga lánin aftur heldur einnig vexti á hverju einasta ári.
Eftir því sem ég veit best skulda íslensk orkufyrirtæki 600 milljarða króna í dag. Ekki veit ég hvernig skiptingin er milli innlendra og erlendra lána en mér finnst ekki óeðlilegt að erlendu lánin séu 500 milljarðar. Af þessum lánum þarf að sjálfsögðu að borga vexti. Hvað skyldi það vera háar upphæðir árlega?
Gefum okkur að erlendu lánin, 500 milljarðar, séu á 5% vöxtum. Hvað gerir það mikið í íslenskum krónum? Getur verið að það séu 25 milljarðar á ári sem við borgum úr landi árlega sem vexti?
Við getum allavega hrósað happi að við erum ekki að borga einhverjum útlendingum arð af áhættufjármagni, hlutafé, sem þeir vilja leggja í íslensk orkufyrirtæki.
Að vísu er það svo að framlagt hlutafé er áhætta þess sem það leggur fram, ef greiðslufall verður hjá orkufyrirtækinu verður það tap útlendingsins að eiga í því hlutabréf. En ef féð frá útlöndum er tekið að láni verður að greiða það til baka hvað sem tautar og raular.
En við Íslendingar viljum vera skilamenn svo það skiptir víst engu máli, ekki að mati órólegu deildarinnar hjá Vinstri Grænum.
Og þeir hafa hagfræðing í sínum hópi, sá hlýtur að vita sínu viti eða hvað?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Liljan er sprungin út. Nú vitum við hvernig hún lyktar að minnsta kosti. Mér finnst hún lykta einsog útgerðaríhald. Hún er "lóner" í pólitík og verður ekki auðfundinn staður í neinum flokki. Það var reyndar alltaf merkilegt að hún skyldi dúkka upp í VG frekar en einhverjum öðrum flokki. Hinsvegar hefur hún fundið gullæð að græða á sem er "vilji þjóðarinnar". Hún talar mjög einsog hún hlusti á útvarp Sögu allan daginn.
Lýðskrumari er hún orðin og jafnvel beinskeyttari en Ögmundur sem er ekki jafn vulgar þegar hann hefur fengið ráðrúm til að hugsa sig um.
Gísli Ingvarsson, 26.8.2010 kl. 20:12
Svo er dálítil mótsögn í þessu virkjanaandófi hjá VG. Þau keppast við að reikna tap á öllum virkjunarkostum og vilja jafnframt geirnegla friðun á láði og legi út um hvippinn og hvappinn. En svo eru þau voðalega nervös yfir því ef orkufyrirtækin komast í einkaeigu. Þá sjá þau fyrir sér tapaðan gróða!
Þetta með að Magma hafi búið til skúffufyrirtæki í Svíþjóð er hálmstrá VG og lýsir einfaldlega afstöðu þessara stofukommúnista til einkaframtaksins. Kommum finnst betra að enginn njóti ávaxta dugnaðar og hugvits, ef það eru ekki þeir sjálfir sem útdeila gæðunum til þegna sinna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2010 kl. 01:51
Sæll Sigurður.
Hvar er arðurinn af öllum stórvirkjunum. Getur verið að stóriðustefnan (álæðið)sé að festa okkur í fátæktargildru?
Dingli, 27.8.2010 kl. 09:46
Eins og augljóst er hafa þær Guðfríður Lilja og hagfræðingurinn í andófshópi VG, Lilja Mósesdóttir, ekki svarað þessum pistli mínum að ofan. Það kann að vera eðlilegt, engan veginn víst að þær lesi blogg gamlingjans í Þorlákshöfn.
En til að tryggja að þær geti svarað ofangreindu þá sendi ég þeim báðum pistilinn í tölvupósti á netfang þeirra á Alþingi.
Dingli, þú spyrð stórt og þessari spurningu á að svara. Ég held að það væri verðugt verkefni fyrir einhvern af okkar mörgu háskólum að reikna út:
Hver er þjóðhagslegur ábati okkar af stóriðju (áli og járnblendi) frá því fyrsta stóriðjan tók til starfa í Straumsvík?
Hvernig væri staða þjóðarbúsins ef engin stóriðjuver hefði verið sett niður á Íslandi og þar af leiðandi engar þeirra vegna nauðsynlegar virkjanir byggðar?
Ég hefði mikinn áhuga á að fá svar við þessu.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 2.9.2010 kl. 16:47
Svarið verður "það hefði komið eitthvað annað í staðinn"
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.9.2010 kl. 17:17
Vandinn við að komast að þessu Sigurður er sá, að Landsvirkjun hefur gætt þessa ríkisleyndarmáls betur en flestir seðlabankar gulls síns.
Hár rétt hjá þér Gunnar! En veistu í hverju meiri orka er falin en nokkru öðru? Svarið fann ég hér rétt hjá!
"Ímyndunarafl er mikilvægara en þekking. Þekking er takmörkuð en ímyndunaraflið spannar alheiminn" - Albert Einstein (1879-1955)
Þín eigin einkunnarorð! Og Gunnar, Albert Einstein hefði mjög líklega hrifist af þessu eitthvað annað! Ef til vill er ég endanlega að klikkast, en finnst allt í einu merkileg speki geta falist í þessu svari.
Dingli, 2.9.2010 kl. 19:00
Þú segir nokkuð.... "Dingli"
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.9.2010 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.