Vilborg G.Hanssen leyfir ekki að gerðar séu athugasemdir við blogg hennar (nema vera útvalinn) og hikar þess vegna ekki við að fara með rangt mál

Þó ég hafi gagnrýnt Árna Pál Árnason félagsmálaráðherra þá læt ég ekki óhlutvanda bloggara komast upp með að vega að neinum ap ósekju, hvorki Árna Páli né öðrum. Kona sem nefnir sig Vilborg G. Hanssen vegur úr lokuðu búri sínu þegar hún fjallar um stjórn Íbúðalánasjóð og félagsmálaráðherra.

1. Hún segir að stjórn Íbúðalánasjóðs hafi verið búin að ráða Ástu Bragadóttur sem forstjóra Íbúðalánasjóðs. Það er rangt, stjórnin fól henni að gegna stöðunni  þar til forstjóri yrði valinn úr hópi umsækjenda. Ásta var einn af umsækjendum.

2. Stjórn ÍBLS reyndi að ráða samhljóða einn af fjórum umsækjendum sem töldust hæfastir, það tókst ekki.

3 Árni Páll Árnason félagsmálráðherra skipaði þá valnefnd til að meta umsækjendur, það er góð stjórnsýsla. Í valnefndinni eiga sæti Jón Sigurðsson (fv. formaður Framsóknar), Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og dr. Tinna Laufey í HÍ. Þessi valnefnd ætti að vera yfir allan vafa um pólitíska fyrirgreiðslu ríkisstjórnarinnar eða annarra afla. Ásta Bragadóttir virðist hafa talið sig svo sjálfsagða í embættið, þar sem hún var beðin að gegna því tímabundið, að hún dró umsókn sína til baka.

Ef óhlutvandir bloggarar telja sig óhulta fyrir gagnrýni eða leiðréttingum með því að loka á athugasemdir þá eru til leiðir, eins og hér sést, til að ná til þeirra. 

Mitt blogg er öllum opið fyrir athugasemdum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Samkvæmt lögum um húsnæðismál, þá ber stjórn ÍLS að ráða framkvæmdastjóra.  Skipun ráðherra í starfið er því í sjálfu sér bara "formsatriði". Ekki er tiltekið að sú ákvörðun verði að vera með öllum greiddum atkvæðum.  Meirihluti stjórnar ÍLS, valdi Ástu sem framkvæmdastjóra, að loknu faglegu ráðningarferli, sem Capacent sinnti að mestu leyti.  Capacent taldi tvo umsækjendur hæfa í starfið, Ástu og Yngva Örn.  Stjórn ÍLS  kaus á milli þeirra tveggja, áður en að nýr framkvæmdastjóri átti að taka við þann 1. júlí sl.  Meirihlutinn vildi Ástu.  Þá byrja menn að ræða það, að það þurfi að vera samstaða milli allrar stjórnar ÍLS um nýjan framkvæmdastjóra, svo ÍLS öðlist eitthvað traust!!!??? 

 Ég sé ekki að traustið komi, verði þessi íhlutun ráðherra í málinu til þess að Yngvi Örn Kristinsson verði á endanum ráðinn.   Ætli það verði þá líka krafist þess að allir stjórnarmenn séu sammála???  Stenst þessi íhlutum ráðherra stjórnsýslulög?  

Kristinn Karl Brynjarsson, 27.8.2010 kl. 16:23

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Að mestu rétt hjá Kristni  en  Capacent taldi að vísu 4 jafnhæfa en meirihluti stjórnar samþykkti að ráða Ástu. Það leist Jóhanni Ársælssyni ekki á og tippaði Árna Pál um að það stæði til. Ráðherradruslan ákvað þá að senda tilmæli um að stinga upp á valnefnd sem stjórnin samþykkti að verða við.

Einar Guðjónsson, 27.8.2010 kl. 20:50

3 identicon

Félagsmálaráðherra Árni Páll sýndi á sínum fyrstu dögum í embætti  að hann hefur hvorki þroska né getu í þetta starf   

1. Júni án fyrirvara, ekkert bréf, engin aðvörun,  voru  eldriborgra skertir, ekki aðeins fjárhagslega, heldur og af ölllum sínum lífsgæðum,  lengur máttu þeir sem höfðu náð 67 ára aldri ekki vinna fyrir meiru enn 480.000 á ári fyri skatt. Ummæli sem höfð eru eftir félagsmálaráðherra um þær aðgerðir sem hann beiti  þeim sem eru 67 ára og eldri eru:  ;þetta er gert vegna þess mikla atvinnuleysis sem þjóðin stendur frammi fyrir en gríðarlegur fjöldi atvinnufærra manna og kvenna þarf að lifa af atvinnuleysisbótum einum saman;. Veit félagsmálaráðherra ekki að í mörgum tilfellum eru laun eldriborgara lægri en atvinnuleysisbætur.

Guðún (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 00:17

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Hversu langt nær pólitískur rétttrúnaður þinn Sigurður Grétar? Varstu dáleiddur til að samþykkja alla vitleysu sem í boði er ef hún bara kemur úr ranni samfylkingar? Ef ráðherra sjálfstæðisflokksins hefði staðið að mannaráðningum með svipuðum hætti hefðir þú verið fullur vandlætingar yfir sams konar vinnubrögðum. Settu nú á þig gleraugu gagnrýnnar hugsunar og hættu þessari vitleysu. Það er allt rangt við það hvennrig Árni Páll ræður í stöður hjá hinu opinbera, meira að segja þar sem hann hefur ekki einu sinni efnislegt ákvörðunarvald.

Guðmundur St Ragnarsson, 28.8.2010 kl. 00:57

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ríkisstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks réði Guðmund Bjarnason fyrrum þingmann framsóknar sem framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs. Þegar talað er um að meirihluti stjórnar hafi viljað ráða Ástu er rétt að hafa í huga að það er meirihluti sem er skipaður af þeim flokkum sem úthlutuðu starfinu síðast sem bitlingi.

Það að láta faglega skipaða valnefnd fara yfiur hæfni umsækjenda ætti ekki pirra neinn. Eða hvað? 

Jón Halldór Guðmundsson, 28.8.2010 kl. 09:06

6 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Guðmundur, er til of mikils mælst að þeir sem koma með athugasemdir fari með rétt mál.

Það gerir þú ekki.

Ef þú hefur fylgst með því sem ég hef sett á mitt blogg áður þá muntu sjá að ég hef gagnrýnt tvo ráðherra, flokksbræður mína, harkalega. það er einmitt Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra þegar hann "frysti" lífeyri eldri borgara og raunar skoraði ég á hann þá að segja af sér. Hinn er Kristján Möller samgönguráðherra fyrir að halda til  streitu fjárbruðlinu í Suðurlandsveginn með því að halda endalaust í lausnina 2+2 vegur í stað 2+1, a. m. k. helmingi ódýrari lausn en eykur umferðaöryggi jafn mikið. Einnig fyrir að halda fast í þá óráðsíu að byggja umferðarmiðstöð við Reykjavíkurflugvöll sem mun hverfa í náinni framtíð.

Það er ákaflega ódýrt að henda fram þeirri fullyrðingu að ég horfi á málin með pólitískur rétttrúnaði, ég á það örugglega ekki skilið.

Þetta getur þú lesið á mínu bloggi en þú kýst að loka augum fyrir því til að geta komið á mig höggi fyrir eigin ímyndaðar hugmyndir.

Þú ætir að skoða betur hvernig ráðningaferlið gekk fyrir sig hjá stjórn Íbúðalánasjóðs í stað þess að snúa út úr og fara með staðlausa stafi. Skipun Árna Páls á óháðri valnefnd var gerð með fullu samþykki stjórnarinnar og er að mínu áliti góð stjórnsýsla. Endanlegt vald til að skipa forstjórann er óumdeilt hjá stjórninni.

Ég hef alltaf haft gangrýna hugsun að leiðarljósi á hverjum tíma og hverjir sem í hlut eiga.

Ég hef líka gagnrýnt það harðlega að frítekjumark aldraðra var lækkað úr 1.300.000 kr í 480.000 kr. en það var ekki Árni Páll sem tók þá ákvörðun, hún er mun eldri en seta hans í ráðherrastóli en tvímælalaust á ábyrgð þeirra flokka sem nú sitja í ríkisstjórn. Ég er ekki viss um hver var þá ráðherra félagsmálaráðherra en það gæti hafa verið Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Þetta var að ég held ákveðið af minnihlutastjórninni sem mynduð var af sömu flokkum og nú sitja í Ríkisstjórn.

Þetta er ein af þessum fráleitu ákvörðunum sem örugglega auka ekki tekjur Ríkissjóðs. Það er hægt sjá að ég gagnrýndi þetta harðlega hér á blogginu á þeim tíma sem ákvörðunin var tekin.

Guðmundur, það eru nógu margir sem fara með rökleysur og staðlausar ásakanir hér á blogginu. Ég óska þér þess að þú færir þig frá þeim stóra hópi. 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 28.8.2010 kl. 09:20

7 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurður.

Er ekki Vilborg að verja sinn flokk þess vegna þolir hún ekki þínar skoðanir. Hinsvegar eru þeir ekki merkilegir pennar sem geta ekki tekið rökum og svarað þeim með skýrum hætti að mínu áliti.

Hins vegar skil ég mæta vel þín rök þegar bloggarar fara með rugl í sínum skrifum. Sigurður ekki láta Vilborgu pirra þig, þú ert betri penni enn það.

Jóhann Páll Símonarson

Jóhann Páll Símonarson, 29.8.2010 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 113862

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband