Ég svaraði Þórhalli Heimissyni presti, sem ég ber virðingu fyrir, en því ekki að birta það beint á mínu bloggi?

Þú kemur mér á óvart Þórhallur með hvað þú ert afdráttarlaus í þínu máli eins og fyrirsögnin að þínum pistli ber vott um, að þessu finnst mér vera fengur að prestur fer ekki í felur. Svo þú vitir hvar ég stend þá sagði ég mig úr Þjóðkirkjunni fyrir nokkrum árum. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að öll trúarbrögð eru hjóm og hismi og voru fundin upp til að sefja lýðinn og ég er ekki hissa á að fólk í gegnum skelfingar fyrri alda þyrftu á einhverju að halda til að geta lifað af daglegar hörmungar.

Ég  var viðstaddur nafngjöf og skírn yndislegs drengs í dag, móðirin er stjúpdóttir míns elsta sonar. Presturinn fór með trúarjátninguna sem ég hef oft heyrt, en samt brá mér. Í henni lýsa menn yfir trú á guð, hans son Jesú og heilagan anda. Lengi hélt ég að kristin trú væri eingyðistrú, guðinn væri aðeins einn en þarna kemur fram að í kristinni trú eru þeir þeir þrír. Og ekki nóg með að kristnir menn eigi að trúa á þrjá guði heldur heyrði ég í fyrsta skipti, eða tók eftir, i að við eigum að trúa á þann fjórða.

Og hver skyldi það vera?

Jú, kristnir men eiga að trúa á heilaga kristna kirkju auk þessara þriggja guða.

Sem sagt, við eigum að lýsa því yfir að stofnun sú er hin látni brotlegi biskup, Ólafur Skúlason, var biskup yfir sé guðs ígildi og þar með fjórði guð kristinna manna.

Þórhallur, mér finnst margt af því sem þú ert að gera lofsvert, það gætirðu gert hvort sem þú ert prestur kristins safnaðar eða ekki.

En nú ætla ég að leggja fyrir þig samviskuspurningu sem ég á enga heimtingu á að þú svarir, kannski eru aðrir ábyrgari fyrir svarinu.

Við höfum í þjóðfélaginu gífurlega sterkt afl sem heitir Frímúrarareglan. Er það ekki nánast víst að allir þeir sem studdu Óaf Skúlason og reyndu að hylma yfir hans lífernu, meira að segja áður en hann var kjörinn biskup, sé samsvarin klíka í Frímúrarareglunni? Er Hjálmar Jónson dómkirkjuprestur í reglunni, er Pálmi Matthíasson í reglunni, er Vigfús Þór í reglunni og síðast er ekki síst; er núverandi biskup Karl Sigurbjörnsson í reglunni?

Mér finnst ekki úr vegi að þeir sem ég hef nefnt að framan svari undanbragðalaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hefur þú ekki lesið að Guð er þríeinn Guð ? Guð Faðirinn, Guð Sonurinn og Guð Heilagur andi.

Kirkjan er heilög að því marki að hún er að þjóna Hinum hæsta, Guði - Hann helgar hana þar með meðan hún vinnur verk Hans og þjónnustar. Kirkjan er ekki heilög sem Guð, enda væri það brot á Boðorðunum 10.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.8.2010 kl. 00:30

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Predikari..."Ég er drottinn guð þinn, og þú skalt enga aðra guði hafa"...kannastu við þetta?

Hvað með dýrkun kristinna á Maríu? 

Annars er þessi klausa um helgi kirkjunnar sett inn af kirkjunni...ekkert annað en hræsni og skrum, og eitt besta dæmið um sjálfbirgingsháttinn sem erfðist frá Kaifasi og co.

Haraldur Davíðsson, 30.8.2010 kl. 00:45

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Haraldur, ég var einmitt að vísa í þetta Boðorð áðan, lastu þetta eitthvað með rangeyskum gleraugum ?

Ég hef einmitt litið á Maríuupphefð kaþólskra sem og á postulana sem brot á þessu Boðorði.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.8.2010 kl. 01:02

4 identicon

Sll Sigurður. Ég get víst engu svarað um Frímúrara.

En við kristnir menn trúum á einn Guð sem birtist okkur í sköpuninni, sem skaparinn, kemur til okkar í Jesú og er hjá okkur hverja stund í anda sínum.

Hann er einn en birtist á þrennan hátt.

Eins og þú getur verið bæði sonur og faðir (ef þú átt börn) og félagsmaður í frímúrararhreyfingunni, en ert þó samt einn og hinn sami.

Kirkjan er heilög af því að Guð helgar hana. Ekki af því að hún sé neitt í sjálfri sér. Allt sem kirkjan gerir og er ekki helgað af Guði er því ekki starf hinnar heilögu kirkju Hans.

Heldur eitthvað allt annað (eins og dæmin sanna)

Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 07:35

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig."

"Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni. Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín."
"Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma."
"Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna, því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann."
"Heiðra föður þinn og móður þína, svo að þú verðir langlífur í því landi, sem Drottinn Guð þinn gefur þér."
"Þú skalt ekki morð fremja."
"Þú skalt ekki drýgja hór."
"Þú skalt ekki stela."
"Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum."
"Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á."
Segðu mér predikari, nákvæmlega hvar er minnst á  þríeinan guð eða soninn og andann í 1. boðorðinu?
Ég læt hin fylgja svo þú getir rifjað upp væni minn, end agreinilega farinn að ryðga í fræðunum.

Haraldur Davíðsson, 30.8.2010 kl. 09:57

6 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ég sé að ég hef ýtt úr vör hressilegum skoðanaskiptum um trúna á Guð kristinna mann, hvort sem hann er einn, þrír eða fjórir, eða jafnvel fimm, það er bent á að margir dýrka Maríu móður Jesú næstum sem Guð.

En því miður Þórhallur, ég skil hvorki upp né niður í því sem þú ert að segja, þannig er svo margt í  Biblíunni enda rekst þar svo margt hvað á annars horn.

É ætla að líma hér inn smápóst frá Haraldi og bið menn að taka eftir einu athyglisverðu boðorði:

Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna,

Ég bið alla að taka eftir því að Biblían viðurkennir sem sjálfsagðan hlut þrælahald  og þá örugglega Guði þóknanlegt.

Þórhallur, er þetta ekki enn í fullu gildi, þetta stendur í Biblíu kristinna manna?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 30.8.2010 kl. 10:28

7 identicon

FAIL Þórhallur, kristnir menn trúa ekki á guð, þeir einfaldlega neita að trúa að þeir muni deyja... og því bjó kirkjan til svona fyrirtæki sem gengur út á að selja fólki lúxuslíf eftir að það er dautt.

Getur Þórhallur talist hreinn og beinn á meðan hann dælir þessu yfir landslýð, hefur Þórhallur eitthvað sem bakkar upp viðskiptaplanið hans...
Nei Þórhallur hefur ekkert... ekki nema það að honum langar ekki að deyja... en hann mun deyja eins og ég, eins og þú... því miður getur Þórhallur ekki séð að sér eftir að hann er dauður.. því þá hættir Þórhallur að vera til... en það er fullt af fólki sem heldur áfram að vera í eina lífinu sínu og trúir orðum Þórhalls... hver eru orð Þórhalls.. .Jú komdu nú ok borgaðu í kirkjuna mína og þá færðu eilíft líf í lúxus...

Hvernig getur Þórhallur horft á sjálfan sig í spegli... hvernig getur hann sofnað á nóttunni... Ekki gæti ég gert það ef ég væri að selja eitthvað sem enginn flugufótur er fyrir....

doctore (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 10:50

8 identicon

Ég myndi segja þetta allt á blogginu hans Þórhalls, en Þórhallur er eins og margir kristnir sem geta ekki afsakað boðskap sinn... þeir banna mönnum að gera athugasemdir... Já Þórhallur RÍKISKIRKJUprestur bannar mér að setja athugasemdir á bloggið sitt.. .Samt er ég þvingaður til að borga til þeirrar stofnunar sem hann vinnur hjá... jafnvel þó ég sé löngu afskráður þá þarf ég samt að standa undir kostnaði við kirkjuna hans... er þetta ekki frábærlega réttlátt.... að ég sem er þvingaður til að borga Þórhalli fái ekki einu sinni að tala á blogginu hans

En Þórhallur má vita að ég hata hann ekki... ég vorkenni honum bara... Já og ég vorkenni þeim sem búa í Hafnarfyrði og þurfa að standa undir tekjum Þórhalls... tekjur sem Þórhallur getur ekki tekið á móti án þess að teljast svikari...

doctore (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 12:13

9 identicon

Sæll eða sæl - hver sem er að baki þarna og kallar sig docktor. Ég ætla nú ekki að þrasa við ókunnann manninn um trúmál - en það kom upp í mér kennarinn þegar ég las þrasið í þér. Bendi þér á þágufallsvilluna - maður segir ekki "honum langar ekki að deyja" heldur "hann langar ekki að deyja".

Og Sigurður - allt lögmál og öll lögmál Gamla T. lesum við kristnir menn út frá Jesú og kenningu hans. Mannstu ekki að hann sagði um lögmál Gt "þér hafið heyrt að sagt var....en ég segi yður..."

Varðandi þrenninguna - gegnir þú Sigurður ekki mörgum hlutverkum í lífinu? En ert samt hinn sami? Hér ert þú t.d. bloggari. En heima hjá þér ert þú í öðru hluverki, ekki satt? Þannig birtist Guð okkur á ýmsan hátt, en er samt hinn sami.

Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 12:19

10 identicon

Þá ertu hræsnari Þórhallur, ekki ertu að segja að ég þurfi að taka þig í biblíusögutíma... þar sem ég þarf að kynna fyrir sjálfum prestinum að biblían er að mestu NAFNLAUS skrif, já og þau vitni sem biblían dregur fram... Gróa á Leiti.. in short, fullt af fólki sem enginn veit hver er.. .nema það að biblían segir að þau séu vitni.

Þú veist jafnvel og ég Þórhallur, að biblían er að mestu nafnlaus skrif.. skrif sem kaþólska kirkjan ritstýrði þegar trúarbragðastríðin stóðu sem hæðst..
Ef þú segir þetta ekki rétt hjá mér... þá ertu að ljúga hér að almenning.. beint ofan í opið geðið á okkur öllum... og færð hvað, milljón á mánuði fyrir þetta viðvik þitt... er þetta eitthvað sem þú ert stoltur af Þórhallur... eða skýlir þú sjálfum þér ábakvið hjónabandsnámskeið... eru þau næg ástæða fyrir því að þú telur þig vera að gera góða hluti.... við vitum báðir að það getur ekki verið biblían....

Ef þú vilt fólki svona vel, hvers vegna ekki að henda kuflinum... það er það eina rétta sem þú getur gert... ertu tilbúinn að sleppa milljon á mánuði fyrir sannleikann... koma nú fram og játa, já milljónin er aðalástæða mín fyrir að vera prestur... án hennar yrði ég ekki prestur...
Já ég veit líka að pabbi þinn var prestur.... en menn verða að þroskast... menn eiga ekki bara að vera eins og pabbi, þá stöðvast öll þróun.. og hjólfarið tekur við

doctore (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 13:28

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Að eigna guði hlutverk er sama vitleysan og það að gefa honum nafn eða form eða áferð....til þess eins fallið að menn drepi hvorn annan vegna ósættis um téð hlutverk.

Þar liggur munurinn á Sigurði og guði, Þórhallur...nema auðvitað að þú viljir spyrða þá saman í eitt?

Kirkjan er seinni tíma verkfæri, og hún hefur hlutverk...nefnilega það að ákveða hverjir eru guði þóknanlegir, hvernig skuli trúa, hvernig skuli lagst á bæn...möo, að stýra fólki.

Trúin þarf ekki hið minnsta á kirkjunni að halda, en kirkjan þarf á trúnni að halda....segir það ekki nóg um kirkjuna?

Guðspjall trésmiðsins, sem fannst 1945, skrifað á aramísku en er haldið til hliðar af vatikaninu, og hulið augum fólks sem sækir kirkju, segir (og það skulu vera orð trésmiðsins); Konungsríki mitt (himnaríki) finnið þér innra með yður og allt í kringum yður, en ekki í húsum af tré og steini. Kljúfðu sprek og mig finnur þú í sárinu, lftu steini og þar er ég.

Kirkjan snýst, sem stofnun um sjálfa sig, og hefur þessvegna engan áhuga á að líta til þessara orða sem þó eru eignuð trésmiðnum sjálfum.....en kirkjufeðurnir voru fyrst og fremst að leita leiða til að verja kristna, koma reglu á hlutina og stýra fólki með guðsóttanum og Páll postuli var með tilgang kirkjunnar/safnaðarins á hreinu.....

Guyðsóttinn er verkfærið, hlýðni er markmiðið, og einstaklingurinn skal leita guðs þar sem honum er sagt að gera það, hefur fundið guð þegar honum er sagt að hann hafi fundið hann, og skal þá haga sér eins og honum er sagt að gera.

Trésmiðurinn var ekki par hrifinn af þeim sem helguðu sjálfa sig eða húsin, og ekki gaf hann heldur mikið fyrir fariseana....eða þeir fyrir hann, vel að merkja.

Haraldur Davíðsson, 30.8.2010 kl. 14:14

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sigurður Grétar. Ekki gleyma því að Boðorðin 10 voru áréttuð á tímum herleiðingar Hebreanna þegar þeir voru staddir við Hóreb . Á þeim tíma var þrælahald og ambáttarkerfið víðast hvar við lýði sem ekki táknar það að Guð hafi lagt blessun sína yfir það, en nauðsynlegt að koma því að að Hans fólk kynni boðskapinn til allra á heimilinu - einnig þrælanna því að þeirra er einnig ríkið og náðin vilji þeir þiggja hana. Guð fer ekki í manngreinarálit og tekur við öllum sem vilja fylgja Honum. 

„Doctore” þér hefur greinilega eitthvað skrikað fótur við sagnfræðilesturinn. Var sem sagt Kaþólska kirkjan stofnsett ríflega 2.000 árum fyrir Krist ?

Haraldur, þú hefðir átt að lesa skrif séra Þórhalls í athugasemdum fyrir ofan pillu þína til mín. Það gleður mig að þú skulir kunna betur að fara með Boðorðin 10 heldur en kaþólikkar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.8.2010 kl. 14:59

13 identicon

Kirkan er sköpun mannsins en ekki sköpun guðs,þar veljast oft aðilar til starfa  sem eru brenglaðir kynferðislega (samanber biskupa og presta,hérlendis og erlendis).Hvað segir presturinn um sálarheill þessara afbrotamanna,verður þeim tekið fagnandi af Jesús í himnaríki eða verður refsað eins og kirkjan hefur haldið fram að mönnum sé gert ef menn trúa ekki því sem kirkjunnar menn bera á borð í ræðum sínum.Getur guð,Jesús eða heilagur andi fyrirgefið það sem einhver gerir öðrum manni til miska hér á jörðu.Hver er næst eldsdíkinu sem predikað hefur verið í kirkjum í hundruðir ára og notað óspart til að reyna að fá menn til að taka trúanlegan hinn kirkjulega boðskap.Gaman væri að fá prestinn til að svara þessum vangaveltum. 

Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 16:30

14 identicon

Nei predíkari, kaþólska kirkjan tók gamla testamentið og setti Jesú sem dyravörð að guði GT... allt sem kristnir játa að trúa, það er allt komið undan kuflum í kaþólsku kirkjunni... það var hún sem ritstýrði biblíu.
Já spáið í því þegar þið lesið sögu þessarar kirkju.. sem hefur legið eins og krabbamein á mannkyni frá upphafi, og gerir enn....

Nákvæmlega það sama gerði Mummi í íslam... allt þetta pakk var að berjast sín á milli í geðveikum tribalisma... mikilvægasta tól til að fá fólk til að deyja fyrir þig, til að gefa þér allt.. þar með talið börnin þín.. .það er að búa til guði, guði sem láta þig ekki deyja ef þú gerir X.

Það er trú... núna er trúin orðin svo gömul, okkur er innrætt þetta frá blautu barnsbeini... okkur er ekki sagt frá ógeði biblíu... bara það sæta og meint fórn Sússa fyrir sakir sem voru ekki okkar...  Svo ganga íslendingar til kirkju í algerri fyrringu með hvað trú þeirra raunverulega er: Tribalismi og stríðstól

DoctorE (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 17:40

15 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hvaða pillu til þín áttu við predikari?

Áttu við boðorðin? Eða spurninguna sem þú svarar ekki enn....

Þórhallur kemur ekki í neinu að því sem ég var að tala um, enda svaraði ég honum þegar ég fann eitthvað í málflutningi hans sem var svara vert....

En þú getur þú svarað mér?

Haraldur Davíðsson, 30.8.2010 kl. 19:58

16 identicon

Mér þykir leitt hversu frímúrarareglan er borin þungum sökum. Hún er ekki neitt leynifélag, og þó svo væri er henni skylt að lúta lögum. Reglan er aðeins samfélag nokkurra reglubræðra. Einu raunskilyrðin fyrir inngöngu er kristin trú og karlkyn. (Einnig er til stúka sem er opin fyrir konum.) Þetta veit ég frá kynningarbæklingum reglunnar og samtölum við reglubræður, þar sem ég er ekki bróðir sjálfur.

 Ég biðst afsökunar á því, að ég rita ekki fullt nafn undir, en ég vil ekki eiga hættu á að félagar mínir, sem eru reglubræður, verði óánægðir með mig og vilji ekkert með mig lengur hafa.

Andri Snær.

Andri Snær (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 113863

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband