Söm er þeirra gjörðin stórveldanna tveggja, Kína g Bandaríkjanna

Friðarverðlaun Nóbels voru að venju afhent í Osló 10. des. Að vísu ætti að vera búiðað nefna þessi verðlaun nýju nafni, þau eru miklu fremur frelsisverðlaun en friðarverðlaun. Í ár var reisn yfir norsku Nóbelsverðlaunanefndinni undir forystu Thorbjörn Jagland, meiri reisn en árið 2009 þegar nefndin sleikti sig upp við Obama bandaríkjaforseta öllum til undrunar, ekki síst Obama sjálfum.

Nú var það kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo sem verðlaunin hlaut, maður sem nú situr í fangelsi einhversstaðar í Kína fyrir að hafa barist fyrir pólitísku frelsi í sínu stóra heimalandi. Kínversk stjórnvöld eru æf yfir verðlaunaveitingunni og höfðu í hótunum gegn öllum þeim ríkjum sem voguðu sér að senda fulltrúa á verðlaunaafhendinguna, sem betur fer hundsuðu flestar ríkisstjórnir þessar hótanir, það gerðum við hérlendis einnig.

Einhvern tíma mun sú stund renna upp vonandi að Liu Xiaobo fái uppreisn æru og auði stóllin með verðlaunaskjalinu verði Kínverjum til ævarandi skammar. Sú stund rennur upp vonandi sem fyrst að Liu Xiaobo fái að sýna sömu reisn í sínu ættlandi og Selson Mandela í Suður-Afríku. Það tókst að knésetja það alræðisríki og frelsa Nelson Mandela úr 29 ára prísund. En nú upplifum við að það er verið að kyrkja þjóð, þjóð Palestínumanna. Sú þjóð er eins og fugl sem óargadýrið Ísrael heldur kverkataki á og er hægt og bítandi að kvelja úr líftóruna. Ekki er annað að sjá en fasistaríkinu muni takast sitt ætlunarverk.

En það eru ekki aðeins meintir íslamskir hryðjuverkamenn sem Bandaríska leyniþjónustan lætur leita uppi til að myrða. Bandríkjamenn hafa fengið nýjan óvin, vefinn Wikileaks og þó sérdeilis aðalhöfund síðunnar og stjórnanda, Julian Assange. Flestir eru sammála um það, sem skoða mál af sanngirni, að á Wikileaks hafi aðeins birst sérdeilis krassandi upplýsingar, aðallega frá stjórnsýslu Bandríkjanna, ekki síst frá sendiráðum stórveldisins. Enginn sakar Wikileaks fyrir að hafa brotist inn og stolið gögnum, einhverjir innanbúðarmenn í stjórnsýslu stórveldisins ofbýður margt sem þar gerist og vilja koma því fyrir sjónir almennings. Stjórnendur Wikileaks, hvort sem þeir heita Júlían eða Hrafn hafa engin lög brotið. Samt hefur málmetandi fólk (ef þannig má til orða taka) krafist þess að hryðjuverkamorðingjar verði sendir út af örkinni og linni ekki ferðinni fyrr en Julian AssAssange hefur af lífi verið tekinn. Þar fer fremst í flokki fyrrum frambjóðandi til varaforsetaembættis Bandaríkjanna, repubikaninn Sara Palin og marga fleiri má þar nefna.

Hjá þessum stórveldum er krafan sú sama og aðferðirnar þær sömu. Einstaklingar sem lýsa sannfæringu sinni eða koma óþægilegum upplýsingum á framfæri til almenning, svo sem myndbandi af því þegar þyrluhermenn bandarískir strádrepa saklausa borgara í Bagdad, skulu réttdræpir. Þó eru Kínverjar ögn skárri, þeir láta fangelsin nægja sem er þó nógu  viðbjóðslegt til að hefta skoðanafrelsið en Bandríkjamenn vilja gera út leigumorðingja sína til að drepa þá sem setja óþægilegar upplýsingar á netið.

Söm er þeirra gjörðin stórveldanna tveggja, Kína g Bandaríkjanna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég man eftir viðmælanda í einum "Silfur Egils" þættinum.  Bandaríkjamanni sem varaði Íslendinga við Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum. Hann lýsti sjálfum sér sem fyrrum útsendara Bandaríkjamanna til vissra óhæfuverka.  Hann sagði frá morðsveitum sem hann kallaði "Sjakalana" sem voru sendir út til að myrða, hvort sem var, þjóðarleiðtoga eða háttsetta embættismenn sem gáðu verið "óþægilegir ljáir í þúfu".  T.d., höfðu unnið sér til saka að vilja ekki þiggja mútur Bandaríkjamanna til að "leysa" ákveðin mál og þá var aftakan síðasta lausnin.

Með kveðju, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 14.12.2010 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 113857

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband