Það er stutt að fara frá Pontíusi til Pílatusar

Sandgerðingur einn kvartaði sáran á bloggi Víkurfrétta yfir þeim móttökum sem hann og fjölskylda hans fékk í Bláa lóninu.

picture_3_1052200.pngÞetta er ekki í fyrsta sinn sem það sést á prenti að menn kvarta yfir því að þeir séu "sendir frá Pontíusi til Pílatusar".

 Eina bótin er þó sú að það er ekki langt á milli Pontíusar og Pílatusar því þetta er einn og sami persónuleikinn, einn af persónum Biblíunnar, Rómverji sem aldrei slíku vant uppfyllti kröfu Gyðinga og dæmdi Jesú til dauða.

Í mínu ungdæmi voru menn svo velupplýstir í Biblíunni að menn fóru rétt með það sem þar er sagt að frelsarinn sjálfur hefði verið sendur frá Pontíusi til Heródesar en þannig minnir mig að ég hafi lært þetta í biblíusögunum í Barnaskólanum í Þykkvabænum. Hver veit nema ég fari að lesa Biblíuna (en ég á enga slíka bók á íslensku) til að rifja upp og sannreyna hvort Gamla testamentið er slík sorabók sem mig minnir. Þar frömdu menn morð og sifjaspell, framseldu  dætur sínar til næturgamans fjölmennum hópum karla vegna þess að þær voru hreinar meyjar, allt að undirlagi guðs, sá sami guð hikaði ekki við að steikja íbúa heilla borga eða drekkja fjölmennum herdeildum ef þær voru eitthvað að ybbast upp á guðs útvöldu þjóð, Gyðinga. Svo segjast margir kristnir menn að þeir trúi hverju orði sem í Biblíunni stendur! Lifa þeir samkvæmt slíkum "orðum".

Jón Valur, þú ert ef til reiðubúinn með einhverjar athugasemdir við það sem ég segi að ofan.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frá Pontíusi til Herodesar eitthvað annað hingað og þangað og svo aftur til Pílatusar. Notað þegar þú ert sendur erindisleysu hring eftir hrin. Full smámunasamt. Hverjum er ekki nett sama hver er upplýstur um bíblíuna.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 16:28

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þetta er löngu orðið fast í íslenskri tungu,hvort sem það er rétt eða rangt úr Biblíunni. Ég er ekki biblíu fróð,en játa kristna trú,ekkert tekur Fjallræðu Jesú fram,sem var kennd í barnaskóla. Ef eitthvað er hneisknanlegt í gamlatestamenti,sé ég ekki hvaða tilgangi það þjónar,að draga það fram til að ögra manni,sem berst fyrir þjóð sína,af einurð og sannleika.þótt hann lofsyngi ekki Jóhönnustjórn.    Vinkona okkar úr Kefas í Kópavogi hefur margoft beðið mig að starfa með þeim,þá vissi ég eitthvað meira um þennan "sora",sem á að vera í Gamla testamenntinu,en ég vil ekki vera í safnaðarstarfi,er skráð í kristileg stjórnmálasamtök,er ánægð með það. Það er gott að búa í Þorlálshöfn,það finnst fjölskyldu sonar míns.  Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2011 kl. 17:27

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þorlákshöfn,átti það að vera.

Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2011 kl. 17:29

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég er sammála Sigurði. Sá sem er sendur milli pontíusar og pílatusar, getur varla verið mjög þreittur

Eyjólfur G Svavarsson, 6.1.2011 kl. 21:39

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta heitir að fara frá Heródesi til Pílatusar, að fá þannig enga réttláta úrlausn mála.

En ekki hefur þú vanið hjarta þitt við heilagar Ritningar né djúpan skilning þeirra, Sigurður Grétar, svo mikið er þó ljóst af orðum þínum.

Það, sem virðist lifa í huga þér af Gamla testamentinu, bendir til verulegs athyglisbrests, – að bókstaflega ekkert gott sitji þar eftir, og má vera, að þú hafir þá aldrei lesið Davíðssálma, Orðskviðina, Predikarann né Ljóðaljóðin og ennþá síður sótt þér kraft í umbótapredikanir spámannanna, Jesaja, Amosar, Jeremía o.s.frv., með allri þeirra umhyggju fyrir fátækum, bágstöddum og fólki, sem troðið er á, og með harðri fordæmingu þeirra á þjóðfélagslegu ranglæti.

Þau 4–5 atriði, sem þú minnist hér í pistli þínum, benda til þess, að þú gælir helzt við neikvæðið, takir hreint ekki eftir því lofsverða, hrífandi, fagra og uppbyggjandi, en vera má, að þú hafir ekki lesið þessi atriði sjálfur í helgri bók (enda áttu hana ekki), heldur lepjir þau upp eftir árásarmönnum trúarinnar, sem háværir hafa verið á netsíðum Moggabloggsins.

Augljóst er Biblíufróðum, að skilningur eða túlkun þín á því, sem þú nefnir, er ólíkleg til að vera rétt, orðalag þitt bendir til þess, og sízt má ætla, að þú skiljir frásagnirnar in meliorem partem.

Vertu líka minnugur þess, að Guð, skapari alls sem er, hefur bæði rétt og vald til að kalla okkur alla til dómsins, bæði í þessu lífi og síðar.

En batnandi manni er alltaf bezt að lifa. Hafðu þetta nú ekki eins og þeir, sem skrifa ritdóma um bækur og birta þá fyrir jólin án þess að hafa lesið þær. Tolle, lege! – þ.e.a.s. taktu þér Biblíuna í hönd og lestu!

Jón Valur Jensson, 7.1.2011 kl. 05:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 113857

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband