Nú er lag Ögmundur að vinda ofan af óráðsíu forvera þíns, Kristjáns Möller

Ögmundur var, eins og búast mátti við, í klemmu í Kastljósi í gærkvöldi að sannfæra Sigmar og hlustendur alla um að VG sé ekki kofinn flokkur. Það er ekki undarlegt, þingflokkurinn er klofinn, það fór ekki á milli mála efir að hafa hlustað á viðtal við Atla Gíslason.

En Ögmundur var skeleggur og afgerandi þegar hann ræddi um hugsanlega gjaldtöku á höfuðvegum út frá Reykjavík, Suðurlandsvegi, Vesturlandsvegi og Reykjanesbraut. Ég leit öðrum augum á þessa gjaldtöku, sem ég fram að því taldi algjöra fásinnu, eftir að hafa hlustað á rök Ögmundar sem eru mjög einföld:

Ef við viljum fá umbætur á þessum stofnbrautum eins fljótt og auðið er verður að afla fjár með gjaldtöku allra sem um framangreinda þjóðvegi fara.

Ef við neitum alfarið að gangast undir þessa gjaldtöku þá verður ekkert frekar gert á næstu árum í endurbótum á þessum þjóðvegum, það er einfaldlega ekki til fjármagn.

Sem íbúi fyrir "austan fjall" tel ég að við eigum að samþykkja gjaldtökuna. Margur kann að segja, sem þekkir mína hagi, sem svo að það sé einfalt fyrir mig að samþykkja, lífeyrisþega sem fer sjaldan um þjóðvegina, allavega ekki nauðbeygður til þess vegna vinnu minnar. Þar á móti segi ég að þeir sem þar fara á milli vegna vinnu sinnar  eru flestir, ef ekki allir, á góðum launum, ekki vafi að þau eru hærri en þau laun sem ég fæ útborguð mánaðarlega kr. 129.000 svo eflaust kunna tvær ferðir á mánuði að ganga nær minni pyngju en þeirra sem eru í fullu starfi á sæmilegum launum og fara daglega.

En þá tek ég upp gamalt baráttumál um sparnað í útgjöldum til vegamála. Forveri Ögmundar á stóli samgönguráðherra var flokksbróðir minn Kristján Möller. Ég tók þátt í umræðunni um Suðurlandveginn í ræðu og riti hvort hann ætti að vera 2+2 eða 2+1. Ég hikaði ekki við að segja að 2+2 vegur væri óþarfur, hann væri flottræfilsháttur og það er bjargföst sannfærin mín enn þann dag í dag. En háværar raddir hér austanfjalls féllu að hugmyndum Kristjáns Möller sem var ölvaður af velgengni sinni af því að hafa látið bora í gegnum fjöllin í sinni heimsbyggð, flott skyldi það vera.

Hinn 6. jan. 2008, vel að merkja fyrir hrun en á hrunárinu, var haldinn merkilegur fundur á Grand Hótel, fundarboðandi Lýðheilsustöð. Þar var rætt um hvort skyldi velja 2+2 eða 2+1 á Suðurlandsvegi. Þar hélt Haraldur Sigþórsson verkfræðingur á Línuhönnun eftirminnilegt og fróðlegt erindi. Hann bar saman kostnaðinn við Suðurlandsveg ef annarsvegar yrði farið í 2+2 væri kostnaðurinn 6 milljarðar en ef farið  yrði í 2+1 yrði kostnaðurinn 2 milljarðar. Umferðaröryggi yrði það sama miðað við hámarkshraða 90 km á 2+1 og 110 km hraða á 2+2. Þróun í öðrum löndum væri sú, sérstaklega í Evrópu (Svíþjóð) að æ fleiri vegir væru lagðir sem 2 +1. Slíkur vegur mundi hæglega anna þeirri umferð sem yrði um Suðurlandsveg til ársins 2030.

Ég tók þátt í umræðunni á fundinum og mælyi með 2+1 vegi gegn nokkrum háværum Sunnlendingum en hafði stuðning tveggja  lækna, Brynjólf Mogensen læknis og formanns slysavarnaráðs og Sigurðar Guðmundssonar þáverandi landlæknis.

Það er rétt að hafa það í huga að fundurinn og þær ákvarðanir sem teknar voru af Kristjáni Möller voru teknar í upphafi hrunársins, hvaða máli skipti hvað hlutirnir kostuðu, nægir voru andskotans peningarnir. En nú er lag að hugsa málið upp á nýtt. Það er aðeins komin í framkvæmd 2+2 vegalagning yfir Sandskeið. Og ef Ögmundur veit það ekki þá bendi ég honum á að fá það staðfest hjá Vegagerðinni að á þeim tímapunkti sem fundurinn var haldinn í  jan. 2008 var til hönnun vegarins milli Reykjavíkur og Selfoss sem 2+1, lausn sem vegagerðin mælti eindregið með.

Ég vona að Ögmundur samgönguráðherra taki til hendi og geri sér grein fyrir hve mikla fjármuni má spara með því að hverfa til upphaflegra áætlana með 2+1 veg. Hann á vísa góða ráðgjafa hjá Vegagerðinni og ég bendi honum eindregið á að fá Harald Sigþórsson verkfræðing einnig sem ráðgjafa sinn.

Ögmundur, þarna eru miklir fjármunir í húfi, við lifum ekki lengur í loftbólu fjármálavitfirringar sem betur fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Ég tek eindregið undir með þér í þessu máli sem gamall Sunnlendingur 2 + 1 vegur er góður og öruggur vegur austur fyrir fjall og sparar mikið og þá leið á að fara nú strax í byrjun þessara framkvæmda ! 

Ég styð líka takmarkaða og hóflega vegtolla til að flýta framkvæmdum og efla nú þegar framkvæmdir í landinu !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband