Fjörutíu og fimm þúsund Íslendingar skrifa upp á einhverja kröfu sem þeir sjálfir botna ekkert í

Það hefur verið líf og fjör í Norræna húsinu undanfarið. Þar hafa helstu "menningarvitar" þjóðarinnar staðið og þanið raddböndin í einhverri fáránlegustu baráttu fyrir einhverju sem enginn botnar í og örugglega ekki sá mikli fjöldi sem hefur látið glepjast til að gera eins og Björk, Ómar R, Megas, Bubbi og allt hitt liðið.

Og hver skyldi sú krafa vera sem hjarðmennskuhópur fjörutíu og fimmþúsund Íslendinga skrifar upp á í algjörri blindni?

Að fram fari þjóðaratkvæðisgreiðsla um að auðlindir Íslands (er þar átt við auðlindir á landi, auðlindir í landi?) skuli vera þjóðareign.

Hvernig á að orða það sem fyrir þjóðina verður lagt í hugsanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu? Ég hef ekki heyrt að það hafi verið formað sem á atkvæðaseðlinum skal standa.

Ég skrifaði pistil um þetta mál 19. sept sl. og sagði þar meðal annars:

Öll orkuver landsins (sem þá höfðu verið reist), bæði þau sem framleiða raforku eða heitt vatn, eru í opinberri eigu, ýmist ríkisins (Landsvirkjun td.) eða í eigu sveitarfélaga (Orkuveita Reykjavíkur td.).
En áður en þessir opinberu fyrirtæki hafa getað virkjað, hvort sem það eru vatnsföll, jarðgufa eða heitt vatn sótt með borun, hafa þau orðið að semja við landeigendur og sveitarfélög til að fá vinnsluleyfin.
Þetta rek ég hér til að sýna fram á að það gagnar lítið að hrópa á strætum og gatnamótum að allar auðlindir í og á landi skuli vera þjóðareign. Þeir sem það gera hafa engan veginn krufið málið til mergjar því ef strangasta krafa þeirra sem ákafastir eru næði fram að ganga yrði að fara út í stórfellda þjóðnýtingu.
Vill nokkur í alvöru standa að því?

Ég ætla að bæta því við að ef farið yrði í slíkar aðgerðir yrði það stórfelldasta þjóðnýting á vesturhveli jarðar frá því breski Verkamannaflokkurinn þjóðnýtti lungann af stóriðnaði Bretlands eftir lok seinni heimsstyrjaldir.

Og hver er orsökin að öllu bramboltinu í Norræna húsinu?

Sú að Kanadamaður einn hefur eignast stóran hlut í HS-Orku á Suðurnesjum  verði gerður afturreka. Hann hefur ekki eignast nokkurn skapaðan hlut í íslenskri auðlind, hann fær nýtingarrétt til ákveðins árafjölda á nákvæmlega sama hátt og Landsvirkjun fær afnotarétt af stórfljótum landsins.

Og svo kemur krafan um að Ríkisvaldið taki hlut Kanadamannsins eignarnámi og verði þar með að punga út líklega sem svarar 15 milljörðum króna í útlendum gjaldmiðli á stundinni.

Já, nógir eru andskotans peningarnir virðast "menningarvitarnir" álíta.

Og en spyr ég: Er ekki minni áhætta fyrir okkur Íslendinga að Kanadamaður komi með jafnvirði 15 milljarða í áhættufjármagn og fái fyrir það arð að sjálfsögðu, heldur en að taka lán hjá alþjóðlegum fjármálastofnunum, er það kannski ókeypis? Nei, hingað til hefur það ekki verið, slíkar stofnanir vilja fá sinn arð sem vaxta.

Skuldum við ekkert fyrir í útlendum fjármálastofnunum vegna þeirra orkuvera sem við höfum reist?

Varlega áætlað má búast við að stærstu orkufyrirtækin skuldi í útlöndum milli 500 og 1000 milljarða króna virði í útlendum gjaldeyri og það kostar svo sannarleg sitt. Að íslensk fyrirtæki eigi orkuverin tryggir ekki aldeilis að útlendingar fái ekki sinn arð af þeim.

Þeir fá hann í vaxtagreiðslum.

En sá lánlausi lýður sem kyrjaði í Norræna húsinu vældi ekkert um stærsta þjófnað Íslenskrar sögu, þjófnað sem gerður var löglegur en er með öllu siðlaus.

Það er ránið á fiskinum í sjónum en kyrjurunum virðist nákvæmlega sama um þjófnað ef þýfið aðeins lendir í vösum vafsamra Íslendinga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Toffi

Sæll, það er rétt að líklega er erfitt að snúa Magma málinu við.  En lánið er til staðar nú þegar í erlendum gjaldeyri.  Það var Magma sem tók við þessari skuldsettu eign af OR.  Þannig að ef hann vill selja, þá breytist lítið.  Ef við þjóðnýtum HS orku þá að sjálfslögðu borgum við með krónum.  Við búum jú á Íslandi.  Það verður svo mál Magma að losna við þessar krónur.  Þetta er samt spurning um hvernig landi við viljum búa í.  Á orkan sem hitar heimili okkar og við notum til að elda matinn, lýsa skammdegið að vera í sameign okkar, eða er pláss fyrir einyrkja á borð við Stórólf í fagradal, sem virkjaði bæjarlækinn?

Toffi, 12.1.2011 kl. 09:25

2 Smámynd: Toffi

Edit:  Það á að sjálfsögðu að vera Steinólfur í Fagradal.

Toffi, 12.1.2011 kl. 09:30

3 identicon

Mér finnst sérkennilegt að fullyrða að "kyrjurunum" sé sama um fiskinn. Þótt þau veki athyggli á einu málefni þýðir ekki að þeim sé sama um öll önnur málefni.

Við hvaða rök styðst þessi fullyrðing:

Það er ránið á fiskinum í sjónum en kyrjurunum virðist nákvæmlega sama um þjófnað ef þýfið aðeins lendir í vösum vafsamra Íslendinga.

Þú ættir kannski að telja upp á 10 áður en þú byrjar að skrifa svona greinar, aðeins að draga úr reiðinni.

Kristján Orri Sigurleifsson (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 11:18

4 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Toffi, hvar eigum við að taka þessar 15 milljarða sem Ríkið að lágmarki verður að greiða Magma Energy ef sett yrðu lög um að þjóðnýta fyrirtækið. Það skiptir litlu máli hvort Ríkið greiðir með krónum eða útlenskum gjaldeyri, þá spyr ég: er eitthvert vit í að taka 15 milljarða frá öðrum mikilvægum málaflokkum (því öðruvísi verður það ekki gert) til að hrekja útlenda fjárfesta frá því að koma með fjármagn inn í landið? Og hvað áhætta er það að Kanadamaður eigi stóran hlut í þessu orkuvinnslufyrirtæki? Þetta orkuvinnslufyrirtæki var aldrei í þjóðareigu. Þar komu ýmsir að eignarhaldi svo sem sveitarfélög og t. d. Orkuveita Reykjavíkur. Ekki getur Kanadamaðurinn farið með fyrirtækið úr landi, auðlindin er hér og viðskiptavinirnir einnig. Ef þetta væri togaraútgerð væri lítill vandi að sigla togurunum til útlanda með kvótann. Er það ekki það sem Samherji á Akureyri stundar núna. Gera þeir ekki einhverja togara sína út  frá Þýskalandi?

Hverjir eiga og hafa átt Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga? Voru það ekki Norðmenn, eru það ekki Kínverjar í dag. Er þjóðremban sofandi, af hverju ekki að kalla saman "kyrjukórinn" og taka fram pappírinn og pennana, syngja sig hása og mótmæla?

Ég er ekki að mæla  með slíkum skrípalátum síður en svo, en þekkja "menningarvitarnir ekki sinn vitjunartíma?

Allt þetta gaul í Norræna húsinu ber vott um tvennt:

Ótrúlega þjóðrembu

Ótrúlega litla þekkingu á auðlindum á landi og eignarhaldi þeirra sem flestar eru  í einkaeigu.

Tilvitnun í Steinólf í Fagradal er ágæt, á að þjóðnýta allar litlar rafstöðvar í bæjarlækjum?

Kristján Orri, fram til 1990 var fiskurinn í sjónum sameign þjóðarinnar, þannig var það frá landnámsöld. Þá var sú skelfilega ákvörðun tekin af stjórnvöldum að afhenda örfáum mönnum þessa þjóðareign, kvótinn var kominn á en þá var hann gerður framseljanlegur, eftir það hófst braskið, kvótinn, rétturinn til að veiða fiskin var seldur og leigður manna á milli, milli útgerðarmann. Þeir veðsettu þessi réttindi sem sína eign sem þjóðin hafði átt frá landnámi, hjá fjármálstofnunum hérlendis sem erlendis. Nú er að koma í ljós að Kínverjar eiga orðið hluti í íslenskum útgerðarfyrirtækjum,  ekki orð um það frá "kyrjurunum" í Norræna húsinu.

Munurinn á orkuauðlindum á landi og í sjó eru að orkuauðlindir á landi eru ekki og hafa aldrei verið í eigu þjóðarinnar nema í almenningi eða fyrir ofan það sem við köllum þjóðlendulínu en fiskurinn í sjónum var í eigu þjóðarinnar fram til 1990 ásamt réttinum til að veiða hann, þar breytti kvótakerfið í raun engu fyrr en það var gert framsalshæft fyrri félaga í LÍÚ, Landsambandi íslenskra útvegsmanna.  Nú eiga þeir auðlindina í hafinu samkvæmt íslenskum lögum.

Er ekki meiri ástæða til að hefja öflugt átak til að þjóðin endurheimti þá auðlind?

Ég er ekki knúinn áfram af reiði þegar ég skrifaði pistilinn að ofan. Miklu frekar af dapurleika yfir því að fólk skuli eyða allri þessari orku í málefni sem það greinilega skilur ekkert í. Ekki síður sárnar mér múgmennskan eða hjarðeðlið hjá þeim 45.000 Íslendingum sem skrifa upp á einhverja kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sem er algjörlega á misskilningi byggt.

Olafur Ragnar forseti sagði að þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave málið hefði sýnt að þjóðinni væri trúandi fyrir mikilvægum ákvörðunum um  miklvæg þjóðmál. Ég lýsti mig fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum þegar ég var í framboði til Stjórnlagaþings. En síðan hef ég sannfærst um að þjóðaratkvæðagreiðslur er mikið alvörumál sem um þurfa að vera hitmiðaðar reglur, hverjir geti krafist þeirra, hvernig þær beri að og ekki síst; að það sem þar verði lagt fyir sé hnitmiðað þanng að öllum sé ljóst um hvað er kosið, svo hnitmiðað að hægt sá að krossa við já eða nei. Ekkert slíkt lá fyrir þegar 45.000 íslendingar skrifuðu upp á "eitthvað" sem líklega fæstir hvaða innihald hafði.

Þess vegna segi ég: Sú uppákoma sem "kyrjarar" í Norræna húsinu með eftirfylgjandi undirskriftasöfnun var ábyrgðarlaust flan sem engum er til sóma, allra sist þeim sem hæst létu í Norræna húsinu.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 12.1.2011 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 113869

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband