"Ertu búinn að versla þér sundskýlu"

Nákvæmlega þetta, sem í fyrirsögn stendur, sagði Ragnhildur Steinunn í Kastljósi í gærkvöldi. Hvað er að ykkur sem starfið í fjölmiðlum, er til of mikils mælst að þið talið íslensku nokkurn veginn lýtalaust? Ef ungu mennina, sem rætt var við, vantar sundskýlu þá ráðlegg ég þeim að fara í einhverja verslun og "kaupa" sér sundskýlu. Fólk fer oft út að versla og kaupir sér hitt og þetta. Þetta viðtal var sannarlega fróðlegt, þessir tveir ungu menn eru að fara til Feneyja og ætla að leika þar tvo klæðlausa keisara í hálft ár á kostnað lands og þjóðar. Ég lái þeim ekki, klæðlausir keisarar hafa alltaf verið vinsælir og afburða seigir við að útvega sér peninga fyrir fötum sem enginn sér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Oj, sá/heyrði þetta líka. Reyndar fer þessi fallega kona ekki "mjög vel" :( með íslenskuna. 

Það étur hver upp eftir öðrum svo máltilfinningin dofnar hjá þeim sem á heyra. Hjá mörgum virðist hún gjörsamlega í dauðadái.

Kannski vilja þeir ekki 'versla' sér skýlu fyrr en 'verðin' verða betri!! En þeir eru að fara 'erlendis'.

Eygló, 21.5.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 114095

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband