Færsluflokkur: Heimspeki
17.3.2010 | 17:21
Hvað ætlast þingemnn fyrir með því að fara að krukka í stjórnskipunina handahófskennt?
Tvö þingmannafrumvörp hafa litið dagsins ljós á hinu há Alþingi um stjórnskipan landsins. Annað leggur til að þeir þingmenn, sem taka við ráðherraembættum, láti af þingmennsku og varamenn taki sæti þeirra. Hinsvegar virðast þeir þingmen sem verða ráðherrar að sitja á þingi áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Hinsvegar er frumvarp um að gera landið að einu kjördæmi til að tryggja að vægi allra atkvæðisbærra einstaklinga hafi nákvæmlega sama vægi hvort sem þeir búa í Reykjavík, Rauðasandi eða Raufarhöfn
Hvað gengur þeim þingmönnum til sem með þessu vilja fara að krukka í stjórnskipunina?
Það er eins og hin sterka krafa um stjórnlagaþing og endurskoðun stjórnarskrár og þar með stjórnskipun landsins sé týnd og tröllum gefin, að minnsta kosti virðist þessi krafa vera týnd hjá þeim alþingismönnum sem að þessu "krukki" standa. Það er engin lausn að þeir alþingismenn, sem verða ráðherrar, láti af þingmennsku og varmenn þeirra setjist á þig. Lítill flokkur fær ekki lítinn liðstyrk ef hann á aðild að ríkisstjórn, hann gæti jafnvel tvöfaldað þá sem sitja fyrir flokkinn á Alþingi þó atkvæðisbærum hafi ekki fjölgað. Þetta þarf að skoða miklu betur og ég er í grundvallaratriðum sammála því að aðskilja löggjafarþingið og framkvæmdarvaldið betur en gert hefur verið. Ég álít að þeir sem eru ráðherrar eigi ekki að vera þingmenn og ekki nóg með það; þeir eiga alls ekki að sitja á þingi en þingnefndir eiga að kalla þá fyrir þegar ástæða þykir til.
Að gera landið að einu kjördæmi án nokkurra annarra rástafana er neyðarúrræði sem þó líklega þarf að grípa til, en ekkert mun efla flokksræðið meira en sú gjörð. Hinsvegar má fara blandaða leið og jafnvel skoða að á landinu verði nokkur einmenningskjördæmi jafnframt til að flokksræðið verði ekki algjört.
Báðum þessum tillögum á að kippa til baka, þær eru engan veginn tímabærar. Slíkar breytingar eru hluti að miklu stærra máli, stjórnskipaninni í heild og endurskoðun stjórnarskrárinnar. Af hverju hefur það mál algjörlega lognast út af, við eigum að krefjast stjórnlagaþings nú á þessu ári svo að unnt sá að vinna að alefli að stjórnlagaumbótum. Þær eiga að vera komnar til framkvæmda í næstu þingkosningum ef þær verða á eðlilegum tíma.
3.3.2010 | 10:24
Ragnhildur Steinunn, hversvegna auglýsa þennan viðbjóð?
Í Kastljósi nýlega fann Ragnhildur Steinunn enn einn sérkennilegan viðmælanda, unga stúlku sem hafði látið tattóvera sig mjög hressilega og ætlaði að halda því áfram, hafði fest ýmislegt glingur í húð sína, látum það gott heita, þetta er hennar mál.
En það var ekki þetta sem vakti óskipta hrifningu Ragnhildar Steinunnar heldur að stúlkan hafði gengið svo langt að láta skera í sundur á sér tunguna endilanga og sýndi mikla fimi í að reka sitt hvorn helminginn út um munnvikin. Það er aldeilis munur að gata rekið tunguna framan í tvo í einu.
Enn og aftur tek ég það fram að þetta er stúlkunnar einkamál, hún um það hvernig hún skrumskælir líkama sinn.
Tvennt veldur mér mikillar furðu.
Eru langskólagengnir læknar, háskólaborgarar sem eiga að vera þroskaðir og menntaðir í breiðum skilningi, að nota þekkingu sína og færni til að framkvæma slíka afskræmingu?
Hitt er spurning til Ragnhildar Steinunnar; finnst henni þetta vera til svo mikillar fyrirmyndar að þetta eigi erindi í Kastljós í Sjónvarpi allra landsmanna? Er þetta fyrirmynd sem hún vill kynna fyrir saklausum táningum sem þurfa á flestu öðru að halda, miklu fremur uppbyggilegum fréttum og fyrirmyndum?
6.2.2010 | 14:27
Gúlag í Austri og Vestri, nær aldrei minnst á Gúlag Bandaríkjanna í Nið- og Suðurameríku
Skandinavíukratar eru það vitlausasta sem gengur á tveimur fótum, svei mér þá.
Þetta segir maður að nafni Jón Ásgeir Bjarnason hér á blogginu og segist tala af reynslu vegna þess að hann hefur leitað í skjól hjá þessum sömu krötum og þarf að þakka fyrir sig.
É held að það hljóti að vera til eitt eintak sem er enn vitlausara en Skandinavíukratar og það ert þú Jón Ásgeir.
Það segir hins vegar ekki að þú getir ekki skilað góðu verki. Skandinavíukratar hafa byggt upp réttlátustu og búsældarlegustu ríki á hnettinum. Þetta tókst þeim á sama tíma og kommúnistum í Austri og kapítalistum í Vestri mistókst hrapalega að byggja upp réttlát ríki. Kommúnistar byggðu upp hið skelfilega Gúlag, þrælabúðir þar sem saklaust fólk þrælaði þar til það féll niður hálfdautt eða dautt. Bandaríkjamenn gerðu það sama í Mið-Ameríku og fjölmörgum löndum Suður-Ameríku, þessi lönd voru í raun þrælabúðir Bandaríkjanna.
Þessar þrælabúðir í Austri og Vestri voru mikilvægir hlekkir í hagkerfum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna.
Heimspressan hefur sem betur fer haldið rækilega á lofti skelfingum Gúlagsins í Austri en mér kæmi ekki á óvart þó ég verðu úthrópaður fyrir róg um okkar "besta" vin, Bandaríkin, með því að benda á að framferði þeirra, aðallega í Mið-Ameríku, sem var engu betra en framferði Stalín og og hans meðreiðarsveina Síberíu.
Jón Ásgeir, þú þarft ekki að taka það sem illa mælt að þú sért jafnvel "vitlausari" en Skandínavískir kratar. Þeir hafa byggt upp þjóðfélög sem eru fjölmörgum öðrum löndum fyrirmynd. Þó að þú sért eitthvað örlítið vitlausari en Skandínavískir kratar geturðu jafnvel verið góðum gáfum gæddur og hæfur til góðra verka.Það líður vart nokkur fréttatími í sjónvarpi eða útvarpi að ekki komi fréttabútur sem ætíð hefst á þessari tuggu:
"Vísindamenn segja, bla, bla, bla................
Eftir 12 ár og margar hörmungar og dauðsföll var loksins flett ofan af lækni einum sem fékk birta eftir sig grein í hinu þekkra vísindatímariti Lanchet þar sem hann sagðist hafa sannað að bólusetning barna gegn rauðum hundum, mislingum og fleiri sjúkdómum gæti valdið einhverfu. Fjölmargir foreldrar trúðu þessu og harðneituðu að láta bólusetja börn sín. Mörg börn hafa dáið sem annars væru á lífi ef þessi froðusnakkur hefði ekki getað smeygt sér í gegnum vísindaheiminn og fengið sínar vísindagreinar "ritrýndar" sem kallað er. Það þýðir að einhver, sem einnig vill láta bera á sér eða er kunningi eða jafnvel ættingi þess sem "vísindaafrekið"fremur skrifar mjög lofsamlega um afrekið og þar með smellur allt saman, allt tekið gott og gilt oft með hörmulegum afleiðingum.
Hvers vegna er þetta svo?
Á umliðnum ártugum hefur starfsemi Háskóla sífellt orði meira og meira á rannsóknarsviði, háskólakennarar hafa rannsóknarskyldu. Frá þessum rannsóknum hefur komið margt nytsamt og merkilegt, á því er ekki nokkur vafi. En Háskólar hafa meir og meir á undanförnum áratugum látið mikið fé af hendi rakna til rannsókna.
En þá koma lýsnar, samviskulausir menn sem svífast einskis og verð sér úti um fúlgur fjár til að rannsaka alt milli himins og jarðar, fyrir nokkrum árum sannaði einn "vísindamaður" að móðurmjólk væri ungbörnum holl!
Þetta vissu allar konur austur í Þykkvabæ fyrir þúsund árum!!!
Og ef maður hefur fengið styrk þá verður að sanna einhvern skollann. Og ekki stendur á fjölmiðlamönnum að ausa spekinni yfir almenning án nokkurrar gagnrýni.
Hrikalegasta dæmið á síðustu árum er hve rækilega heilum her af loddurum hefur tekist að heilaþvo nánast alla pólitíkusa Vesturlanda og almenning með. Þeir hafa komið því svo rækilega inn í flestra höfuð að okkur stafi hætta af hlýnun í heiminum, sem er nú engin, og að sú hlýnun sé af manna völdum.
Ef farið er í gegnum sögu mannkyns óralangt aftur í tímann er hvergi finnanlegt tímabil þar sem okkur stafaði ógn af of miklum hita á jörðinni. Öðru máli gegnir um kuldann, hann hefur verið öllu dýra- og plöntulífi þungbær svo árþúsundum skiptir. "Litla ísöld" náði heljartökum á okkar litla landi frá 1400 til 1800. Það eru ekki nema 10.000 ár síðasta mikla ísöld hélt Evrópu og þar með Íslandi, í klakabrynju.
Yfir Íslandi var einn samfelldur jökull, svo var einnig um alla N.Evrópu allt suður til Frakklands. Við ættum að óttast kuldann miklu meir en hitann, svo kann að vera að ekki sé svo langt í enn eina "litla ísöld".
9.11.2009 | 20:53
Umburðarlyndi, trúartákn og tóbaksreykingar
Ég held því fram að ég sé nokkuð umburðarlyndur en veit vel að ýmsir sem mig þekkja eru ekki sammála þessu eigin áliti. Ég er það sem kallað er trúlaus, ekki heppilegt orð, en minn skilningur á því að þeir sem trúlausir eru trúa ekki á neina guði. En auðvitað er enginn trúlaus, ég vil trúa á mína samvisku og það góða sem við getum sýnt öðrum og ekki síst sjálfum sér, það eykur vissulega eigin vellíðan. Því miður er þjóðkirkjan sífellt að smeygja sér inn í skólana, hún ætti að sjá sóma sinn í að koma þar hvergi nærri. Ef hún fær leyfi til þess á Ásatrú, Íslam, Búddatrú og auðvitað öll trúarbrögð að sitja þar við sama borð. En hver yrði afleiðingin?
Skelfilega fyrir ung börn, áhrifagjörn eins og öll ung börn eru.
En hvað um trúartáknin?
Mér er nákvæmlega sama þó sá sem ég ræði við er með kross í festi um hálsinn, eða hvort ung stúlka er með fallega slæðu um höfuðið. Þannig voru allar íslenskar kaupakonur til sveita langt fram eftir síðustu öld, þá var ekki í tísku a sólbrenna sér til skaða.
Ég við þess vegna ekki amast við trúartáknum, það á að vera ákvörðun hvers og eins hvort hann/hún ber þau eða ekki.
Ég var að halda því fram að ég væri umburðarlyndur. Ég hætti alfarið að reykja 1969, það var einhver besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég tók meira að segja uppáhaldspípuna mína og splundraði henni í skrúfstykki. Tóbaksreykur fer líka mjög mikið í taugarnar á mér, ég vil vera alfarið laus við hann. Samt sem áður tel ég að með lögum og reglugerðum sé gengið allt og langt á réttindi reykingamanna. Þeir eru að nota vöru sem er leyfð, já meira að segja seld í einkaleyfi útgefnu af ríkinu.
Ég flaug heim frá Danmörku sl. sumar, flaug frá Billund en þangað hafði ég aldrei komið áður. Þar sá ég einstaklega vel út fært afdrep fyrir reykingamenn þar sem þeir gátu setið milli tveggja glerveggja, verið í sambandi við lífið í flugstöðinni og reykt sitt tóbak án þess að nokkur yrði var við það, sterkt útsog bar burt bæði reyk og lykt.
Verum umburðarlind gagnvart trúuðum, leyfum þeim að bera sín trúartákn, gerum reykingamönnum kleyft að soga sitt eitur, það er ekki brot á lögum, aðeins að þeir láti aðra ekki gjalda sinna afglapa.
23.10.2009 | 17:51
Nokkur orð til Páls Vilhjálmssonar fjölmiðlamanns
Páll, ekki man ég betur en við höfum á árum áður verið flokksbræður. Þú varst mér alla tíð mikil ráðgáta og stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna þú værir í Samfylkingunni. Þú tilbaðs alla tíð Davíð Oddsson næstum því eins mikið og Hannes Hólmsteinn. Nú ertu kominn heim til föðurhúsanna en virðist samt vera haldinn mikilli vanlíðan. Þú bloggar og allt sem frá þér kemur er svartagallsraus og neikvæðni. Mér finnst það ekki einkennilegt að svo sé. Að geta lotið svo lágt að verja allt sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði, einkavæðingin og allur skandallinn í stjórn efnahagsmála var með slíkum endemum að það hlýtur að vera mikil blinda að sjá það ekki. Nú er reynt að hamra það inn i þjóðina að ICESAVE sé til komið vegna mistaka núverandi Ríkisstjórnar og stjórnarflokka. Það er kannski ekki að undra að maður eins og þú, haldinn pólitískri þráhyggju og tilbeiðslu á einum manni sem átti ekki lítinn þátt í að undirbyggja hrunið fabúlerir endalaust um það. Davíð Oddsson var ekki aðeins forsætisráðherra í hálfan annan ártug heldur síðar seðlabankastóri. En að þeir menn sem eru nýbúnir að taka við forystu í hrunaflokkunum tveimur, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki skuli voga sér að stunda lýðskrum og baktjaldamakk, það er yfirgengilegt. Mer sama hvoru megin hryggjar Sjálfstæðisflokkurinn liggur, en vona jafnvel að Framsóknarflokkurinn fái betri leiðtoga en Sigmund Davíð. Líklega er nú þegar ákveðin öfl farin að undirbúa að velta honum úr sessi. Ekki ólíklegt að það takist og þriðji ættliðurinn, Guðmundur Steingrímsson, endurreisi það orðspor sem eitt sinn fór að þeim flokki.
En ég vona að þú Páll Vilhjálmsson náir einhverjum bata, þér hlýtur að líða mjög illa með allt þitt neikvæða beinakvak.
20.10.2009 | 11:49
Stuttur pistill til Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings
Þessi pistill var reyndar fyrst festur á skjá sem athugasemd við blogg Einars en svo ákvað ég að "afrita og líma", láta hann birtast í mínu eigin bloggi.
Ég var að heyra það eða lesa í fréttum að þú værir með bók í smíðum um þessi yfirgengilegu loftslagsmál. Það veitir sannarlega ekki af því að upplýsa, ekki aðeins almenning, heldur miklu fremur þá sem ráða meiru í okkar umboði, stjórnmálamenn. En ég er satt að segja svolítið svartsýnn á þín efnistök og hvers vegna er ég það? Fyrir nokkru var ég beðinn að koma með svolítinn fyrirlestur á fund hjá Rotaryklúbbnum Þinghóli í Kópavogi, var þar sem aldinn sagnaþulur að segja mönnum frá Kópavogi eins og ég upplifði hann frá því ég flutti þangað 1947 og næstu árin þar á eftir. Þú hafðir verið fyrirlesari hjá þessum klúbbi næst á undan og rætt um loftslagsmál. Það sem þú sagðir hafði ritari fært samviskusamlega til bókar og endursagði, satt best að segja var ég ekki sáttur við margt af því sem þar kom fram.
Ég var að fá stórmerka grein að mínu áliti í hendur úr Jyllands Posten eftir Henrik Svensmark sem ég er viss um að þú þekkir vel til. Þar er hann a skýra sínar kenningar um áhrif sólar og geimgeisla á hitastig jarðar, sú kenning kemur ekki síður fram í bók hans Klima og Kosmos (The Chilling Stars á ensku) Ég hef legið í þessum fræðum og kynnt mér kenningar sem flestra, fæ mikið af efni frá Dr. Fred Goldberg sem þú þekkir, ég sá að þú varst á fyrirlestri hans í Háskóla Íslands sl. vor. Má til með að skjóta því inn í að enginn fjölmiðill íslenskur fékkst til að ræða við Dr. Fred og ég veit líka að það vakti úlfúð í HÍ að hann skyld fá að tala þar, hann hefur ekki "réttar" skoðanir á loftslagsmálum.
Mín niðurstaða er þessi:
1. Það er ekkert beint samband milli aukningar CO2 í andrúmslofti og hækkunar hita á jörðinni, miklu frekar að aukning á CO2 sé afleiðing af hækkandi hita, sérstaklega frá hafinu sem er mesta forðabúrð fyrir CO2.
2. Það er hægt að gera sér grein fyrir hve mikið af CO2 í andrúmslofti er af manna völdum, það er ótrúlega lítið.
3. Það er hægt að gera sér grein fyrir því að hve mikið við getum minnkað CO2 í andrúmslofti með öllum þeim aðgerðum sem boðaðar eru með gífurlegri skattlagningu á atvinnulíf og þar með einstaklinga. Árangurinn yrði ótrúlega lítill.
4. Að láta frá sér fara yfrlýsingu um að "hitastig jarðar skuli ekki hækka meira en 2°C fram til 20050" er einhver mesta heimska sem frá stjórnmálamönnum hefur komið. Við mannlýsnar erum sem betur fer ekki færrar um að hafa nein teljandi áhrif á það.
5. Miðað við dvalarástand sólarinnar (minni sólbletti) sl. 2 ár á bendir allt til að jörðin sé að fara inn í kaldara ástand og líklegt að það standi fram yfir 2030. Staðreynd er að hiti á jörinnu hefur ekki farið hækkandi á þessum 9 árum sem liðin eru af öldinni.
6. Það er því skelfilegt til þess að vita að það sé búið að trylla nær alla stjórnmálamenn heimsins til að taka upp samskonar baráttu og Don Kíkóti háði við vindmillur í sögu Cervantes. Það var þó aðeins skemmtileg skáldsaga en gjörðir sjtórnmálamanna eru dýpsta alvara.
7. Það er kannski ekki furða þó Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC, remdist eins og rjúpan við staurinn með sínar spár um hækkandi hitastig út alla þessa öld, bráðnandi jökla og hækkun sjávarborðs. Þessi nefnd var sett á laggirnar til að sanna þetta en ekki til að finna það sem sannast er. Svo kom áróðursmeistarinn Al Gore með sína kvikmynd. Það hörmulegasta í öllu þessu sjónarspili var að honum og IPCC voru veitt Nóbelsverðlaun. Það liggur í augum uppi að þeir sem fengið hefur slík verðlaun geta ekki snúið til baka; þeir verður að berja höfðinu við steininn og halda sig við kenninguna, hvernig geta þeir sagt "þetta var að mestu leyti bull og vitleysa?
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar