Færsluflokkur: Trúmál

Mikill skellur fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Satt best að segja trúði ég vart mínum eigin augum þegar fyrst fregnir  úr þjóðaratkvæðinu birtust í gærkvöldi. Ég hélt að ofurvald Sjálfstæðisflokksins á sínum fylgismönnum og félögum væri slíkt að þeir mundu flykkjast á á kjörstaði og greiða NEI við öllu á kjörseðlinum nema auðvitað um þjókirkjuna.

En annað kom í ljós.

Það var áhugavert að fylgjast með  beygðum Bjarna Benedikssyni í Silfri Egils í dag, honum var sannarlega brugðið. Sjálfstæðisflokkurinn lét fyrst það boð út ganga hans fólk skyldi hundsa kosningarar en sá svo sit óvænna; skipti um gír og skipaði sínu fólki að mæta á kjörstað og krossa við NEI (nema að sjáldsögðu við spurnningunni um þjóðkirkjuna.

Ég horfði líka á þá sem komu til Egils á eftir stjórnmálaforingjunum. Þar gekk Jón Magnússon fram af mér, hann fullyrti að ALLIR fjölmiðlar hefðu rekið einhliða áróður fyrir því að kjósendur styddu tillögur Stjórnmálaráðs og koms upp með þann málflutning, hvorki Egill né aðrir þátttakendur gerðu athugasemd við þennan fráleita málflutning. Ég sé Morgunblaðið sjaldan en ef svo ber undir þá sé ég einhliða málflutning Sjálfstæðisflokksins í þessu máli og bendi ég þar á greinar eftir Ólöfu Nordal og Einar Guðfinnsson. Í einni geininnu stóð "Ríkisstjórnin mun senda þjóðina aftur í myrkur 18. aldar verði þessar tillögur smþykktar"  og "Afnema kristni sem opinbera trú á Íslandi". 

Og nú er lögfræðingurinn Jon Magnússon búinn að reikna út hér á blogginu að tillögur Stjórnlagaráðs hafi verið kofelldar í kosningunum í gær!!!

Það vantar ekki neitt upp á skaulegan málflutning fylgsmanna Sjálfstæðisflokksins.

 

 


Það er stutt að fara frá Pontíusi til Pílatusar

Sandgerðingur einn kvartaði sáran á bloggi Víkurfrétta yfir þeim móttökum sem hann og fjölskylda hans fékk í Bláa lóninu.

picture_3_1052200.pngÞetta er ekki í fyrsta sinn sem það sést á prenti að menn kvarta yfir því að þeir séu "sendir frá Pontíusi til Pílatusar".

 Eina bótin er þó sú að það er ekki langt á milli Pontíusar og Pílatusar því þetta er einn og sami persónuleikinn, einn af persónum Biblíunnar, Rómverji sem aldrei slíku vant uppfyllti kröfu Gyðinga og dæmdi Jesú til dauða.

Í mínu ungdæmi voru menn svo velupplýstir í Biblíunni að menn fóru rétt með það sem þar er sagt að frelsarinn sjálfur hefði verið sendur frá Pontíusi til Heródesar en þannig minnir mig að ég hafi lært þetta í biblíusögunum í Barnaskólanum í Þykkvabænum. Hver veit nema ég fari að lesa Biblíuna (en ég á enga slíka bók á íslensku) til að rifja upp og sannreyna hvort Gamla testamentið er slík sorabók sem mig minnir. Þar frömdu menn morð og sifjaspell, framseldu  dætur sínar til næturgamans fjölmennum hópum karla vegna þess að þær voru hreinar meyjar, allt að undirlagi guðs, sá sami guð hikaði ekki við að steikja íbúa heilla borga eða drekkja fjölmennum herdeildum ef þær voru eitthvað að ybbast upp á guðs útvöldu þjóð, Gyðinga. Svo segjast margir kristnir menn að þeir trúi hverju orði sem í Biblíunni stendur! Lifa þeir samkvæmt slíkum "orðum".

Jón Valur, þú ert ef til reiðubúinn með einhverjar athugasemdir við það sem ég segi að ofan.

 

 


Látum ekki umræðuna um aðskilnað ríkis og kirkju yfirgnæfa önnur og mikilvægari mál í aðdraganda kosninga til Stjórnlagaþings

Ég legg til einfalda málsmeðferð á Stjórnlagaþingi. Fellum 62. grein, sem segir að hin evangelíska lúterska kirkja sé þjóðkirkja og ríkinu beri að styðja hana,  brott úr Stjórnarskránni. Hins vegar verði áréttað að algert trúfrelsi ríki á Íslandi.
Þetta mundi í sjálfu sér engu breyta um þjóðkirkjuna, samningar milli ríkis og kirkju mundu gilda áfram.
En eftir að ný Stjórnarskrá hefur verið samþykkt og hefur tekið gildi er það þjóðarinnar að ákveða stöðu evangelísku lútersku kirkjunnar hér á landi, það verði einfaldlega ákveðin í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þjóðir heimsins munu leyfa Ísraelsmönnum að kæfa endanlega Palestínumenn og stela því litla landi sem þeir eiga eftir

Enn eru sýndarmennskusamningar settir á svið milli Ísraelsmann og Palestínumanna. Þeir munu fara eins og allir aðrir slíkir fundir út um þúfur. Barak Obama bandríkjaforseti hefur í þessu máli minna vald en margir hyggja, þrýstihópar Ísraels eru miklu sterkari en forsetaembættið.

Bloggari einn sem er þrennt að eigin sögn; kristinn, zíónisti,og sjálfstæðismaður. Þetta er blanda sem margir burðast með og hann vitnaði um ást sína á Ísrael og öllum þeirra gjörðum.Líklega einn af bókstafstrúarmönnunum sem lifir og hrærist í öllum þeim viðbjóði sem Gamla testamentið sýnir á síðum sínum. 

Ég setti inn hjá honum stutta athugasemd, læt hana fylgja með:

Voru það ekki Gyðingar sem krossfestu Jesú? Ekki veit ég hvaðan dálæti kristinna manna á Ísraelsríki kemur, ríki sem að mörgu leyti hefur tileinkað sér starfshætti þeirra sem píndu Gyðinga hvað mest, nasistanna í Þýskalandi undir forystu Hitlers.

Gyðingar eru trúflokkur, tæplega þjóðflokkur, þeir búa nánast hvarvetna um heiminn og úr Þeirra hópi hefur komið margt úrvalsfólk. Ísrael hefur engan rétt til að vera í forsvari fyrir alla Gyðinga. Í mínum augum er mikill skyldleik með zíonisma og nasisma, stefnan er "lífsrými", sjálfsagt að ráðast gegn Pólverjum og Tékkum og stela landi þeirra, það gerðu nasistar, settu upp útrýmingarbúðir fyrir Gyðinga af því þeir voru álitnir óæðri þjóðflokkur. Sama gera Ísraelsmenn í Ísrael. Nær öllu landi sem Ísrael hefur komist yfir í dag hafa þeir stolið frá Palestínumönnum, sem að þeirra áliti er óæðri kynstofn.

Það er margt líkt með skyldum, nasistum og zíónistum.

 


Nú er nóg komið af einkarekstri sem hið opinbera fjármagnar

Það hefur lengi verið deilt um einkarekstur og opinberan rekstur. Frægasta einkavæðing undanfarinna ára var þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson afhentu gjörsamlega óhæfu og spilltu liði þrjá banka sem voru áður í eigu ríkisins. Eftirleikinn þekka allir sem vilja þekkja en nú er að koma í ljós að stór hluti þjóðarinnar vill stinga höfðinu í sandinn og svæfa minnið. Annars gæti ekki Sjálfstæðisflokkurinn verið stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi eins og skoðanakannanir gefa til kynna. Svo vel gengir að dáleiða fólk að fjölmargir eru farnir að trúa því að það séu núverandi stjórnarflokkar, Samfylking og Vinstri grænir, sem eigi sökina á hruninu haustið 2008.

Hlutskipti þessara tveggja flokka er að greiða úr flækjunni og reisa landið upp eftir hrunið. Kannski er ekki einkennilegt að þeir flokkar sem hafa tekið þetta risavaxna verkefni að sér og þar með að gera fjölmargar óvinsælar ráðstafanir sem koma hart niður á landsmönnum, fái heldur slaklega útkomu í skoðanakönnunum. Það sem þar vekur ekki síður athygli er að Framsóknarflokkurinn heldur ekki kjörfylgi sínu frá síðustu alþingiskosningum.

En aftur að upphafinu, einkarekin fyrirtæki á kostnað þess opinbera.

Fyrst skal telja Guðmund og Byrgið hans. Þar var farið æði fjálslega með opinbert fé og þá kom það óhugnanlega í ljós; eftirlit hins opinbera með því fé sem Guðmundi í Byrginu var afhent var lítið sem ekki neitt. Anað dæmið er  Guðmundur og Götusmiðjan. Þar á eftir að kafa til botns til að fá sannleikann upp á yfirborði. Nýjasta dæmið er Menntaskólinn Hraðbraut sem fær stóran fjárhæðir úr ríkissjóði. Ólafur Johnsen, sá er rekur skólann, hefur tekið til sín stóran hluta af opinbera framlaginu og kallar það "arðgreiðslur". Þarna eiga auðvitað að gilda sömu lög og í fyrirtækjarekstri; þar sem skólinn þarf opinberan styrk er óheimilt að greiða út arð eins og í fyrirtæki sem rekið er með tapi.

Hvað leyfi höfðu forráðmenn Sólheima í Grímsnesi til að taka stórar fjárhæðir af opinberum ríkisstyrk til að byggja kirkju (kristna að sjálfsögðu) á staðnum? Ef það er eitthvað sem ekki skortir í uppsveitum Árnessýslu þá eru það kristnar kirkjur. Það er krans af þeim í kringum Sólheima, nefnum nokkrar, Borg, Skálholt, Torfastaðir, Mosfell og Úthlíð.

Nú er verður óráðsíunni að linna og það strax.


Íslenskur djákni mælir kynferðisafbrotum kaþólskra prestperra bót

Þessi ótrúlegi, allt að því viðjóðslegi pistill, kom fyrir augu mín á netinu. Höfundurinn, kona,  er að ég held guðfræðingur og djákni, líklega starfandi hjá Íslensku þjóðkirkjunni. Þó kaþólskir biskupar og jafnvel Páfinn hafi viðurkennt þúsundir kynferðisglæpa kaþólskra presta þá gerist þessi íslenski djákni kaþólskari en Páfinn, þegar hún telur að þetta sé uppspuni, ætlaður til að koma höggi á Kaþólsku kirkjuna.

Er það virkilega afsökun fyrir alla þá perra innan Kaþólsku kirkjunnar að þetta gerist víðar?

Á það að vera húmor að hengja broskalla aftan í þennan viðbjóðslega pistil!!!

Tölvupóstar geta ekki verið marktækir nema að athuguðu máli hvort  rétt reynist; annars snýst málið upp í ofsóknir á kaþólsku kirkjuna en leysir engan vanda . Vitað er að kynferðisleg misnotkun barna á sér stað, ef til vill í meira en kemur upp á yfirborðið, er ekki eingöngu bundið við kaþólsku kirkjuna og engin ástæða til að nota svo alvarlegt mál til að koma höggi á kirkjuna meira en tilefni er til.

Þessi frétt gefur til kynna að misnotkun barna sé fremur ætluð,  að snúast upp í ofsóknir á kaþólska kirkjuna; afar sorglegt að blaðamenn skuli leggjast  svo lágt í fréttamennsku.FrownHalo


Ótrúleg langloka í Sjónvarpinu um lýðskrumarann Sturlu vörubílstjóra

Ég er vart farinn að trúa því enn að Sjónvarpið hafi tekið besta sjónvarpstímann í gærkvöldi til að sýna eitthvað lélegasta sjónvarpsefni sem nokkurn tíma hefur ratað á skjáinn í Sjónvarpinu og þarf mikið til að komast á lágpunktinn. Sýnd var mynd eftir þann gamla Kópavogsbúa Helga Felixson sem bar nafnið "Guð blessi Ísland". Í fyrsta lagi var mynd þessi ákaflega illa gerð, langloka sem tók hvorki meira né minna en 1 klst. og 40 mín. að sýna. Mikið efni var frá óeirðum og skrílslátum við Alþingishúsið, Hótel Borg, Lögreglustöðina og Stjórnarráðshúsið. Ekki fór á milli mála með hverjum hjarta kviðmyndgerðarmannsins sló. Fólk á fullan rétt á að mótmæla og halda útifundi en það er með ólíkindum hvað skríllinn, sem notaði tækifærið, fékk að starfa í skjóli þeirra sem fyrir útifundum stóðu, fékk að vaða uppi og tæplega mátti á hann anda. Ólíklegasta fólk tók upp hanskann fyrir skrílinn m. a.  mælti einn af núverandi ráðherrum, Álfheiður Ingadóttir, þáverandi óbreyttur Alþingismaður, skrílnum bót, skrílnum sem reyndi að brjótast inn í Lögreglustöðina við Hverfisgötu og hefur ekki tekið þann stuðning til baka. Þar var réðst skríllinn á Lögreglustöðina til að frelsa mömmustrákinn sem var í skrílnum með mömmu sinni,en hún lék stórt hlutverk í mynd Helga.

En aðalhlutverkið lék Sturla vörubílstjóri sem hefur tekist að ná ótrúlega langt með því að leika einhverskonar frelsishetju, en er þó fyrst og fremst lýðskrumari og hræsnari. Sturla gefur sig út fyrir að vera fórnarlamb hrunsins sem er langt frá öllum staðreyndum. Hann var þegar árið 2007 kominn í þrot með offjárfestingum m. a. með kaupum á einhverjum yfirgengilegasta vöruflutningabíl með vagni sem sést hefur hérlendis. Enda játuðu bæði kona hans og sonur að á árinu 2007 hefði fjölskyldan þegar alvarlega rætt um að flýja land.

Sturla vörubílstjóri þurfti ekkert hrun til að komast í þrot, hann væri maður að meiri ef hann viðurkenndi það opinberlega í stað þess að leika einhvern frelsandi engil sem í öðru orðinu ætlar að bjarga Íslandi en í hinu að flýja land.

Þetta kunna að þykja hörð orð en lýðskrumarar og hræsnarar hafa aldrei átt upp á pallborðið hjá mér. 

Ég ætla að vona að Sjónvarpið sjái að sér og bjóði ekki landmönnum upp á jafn illa gerða þvættingsmynd og sýnd var í gærkvöldi á besta tíma undir því slepjulega heiti "Guð blessi ísland".


Umburðarlyndi, trúartákn og tóbaksreykingar

Ég held því fram að ég sé nokkuð umburðarlyndur en veit vel að ýmsir sem mig þekkja eru ekki sammála þessu eigin áliti. Ég er það sem kallað er trúlaus, ekki heppilegt orð, en minn skilningur á því að þeir sem trúlausir eru trúa ekki á neina guði. En auðvitað er enginn trúlaus, ég vil trúa á mína samvisku og það góða sem við getum sýnt öðrum og ekki síst sjálfum sér, það eykur vissulega eigin vellíðan. Því miður er þjóðkirkjan sífellt að smeygja sér inn í skólana, hún ætti að sjá sóma sinn í að koma þar hvergi nærri. Ef hún fær leyfi til þess á Ásatrú, Íslam, Búddatrú og auðvitað öll trúarbrögð að sitja þar við sama borð. En hver yrði afleiðingin?

Skelfilega fyrir ung börn, áhrifagjörn eins og öll ung börn eru.

En hvað um trúartáknin?

Mér er nákvæmlega sama þó sá sem ég ræði við er með kross í festi um hálsinn, eða hvort ung stúlka er með fallega slæðu um höfuðið. Þannig voru allar íslenskar kaupakonur til sveita langt fram eftir síðustu öld, þá var ekki í tísku a sólbrenna sér til skaða. 

Ég við þess vegna ekki amast við trúartáknum, það á að vera ákvörðun hvers og eins hvort hann/hún ber þau eða ekki.

Ég var að halda því fram að ég væri umburðarlyndur. Ég hætti alfarið að reykja 1969, það var einhver besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég tók meira að segja uppáhaldspípuna mína og splundraði henni í skrúfstykki. Tóbaksreykur fer líka mjög mikið í taugarnar á mér, ég vil vera alfarið laus við hann. Samt sem áður tel ég að með lögum og reglugerðum sé gengið allt og langt á réttindi reykingamanna. Þeir eru að nota vöru sem er leyfð, já meira að segja seld í einkaleyfi útgefnu af ríkinu. 

Ég flaug heim frá Danmörku sl. sumar, flaug frá Billund en þangað hafði ég aldrei komið áður. Þar sá ég einstaklega vel út fært afdrep fyrir reykingamenn þar sem þeir gátu setið milli tveggja glerveggja, verið í sambandi við lífið í flugstöðinni og reykt sitt tóbak án þess að nokkur yrði var við það, sterkt útsog bar burt bæði reyk og lykt.

Verum umburðarlind gagnvart trúuðum, leyfum þeim að bera sín trúartákn, gerum reykingamönnum kleyft að soga sitt eitur, það er ekki brot á lögum, aðeins að þeir láti aðra ekki gjalda sinna afglapa.


Hjöllannir og Ánnannir hafa lagt undir sig fréttastofur RÚV og Morgunblaðsins

Það er ekki lengur tilviljun að sömu dómsdagsfréttirnar birtast samtímis í fréttum Ríkisútvarpsins og á síðum Morgunblaðsins. Það er með ólíkindum að ákveðin öfl (hjöllannir og ánnannir) skuli hafa orðið svo sterk ítök í þeim tveimur fréttamiðlum sem traustastir hafa verið taldir hérlendis um langa hríð.

Frétt dagsins er að "vísindamenn" hafi kannað þyngd ísbjarnahúna og það sé augljóst að þeir léttist vegna skorts á æti, veiðisvæði þeirra skreppi saman. Staðreyndin er sú að ísinn á Norðurskautinu er ekki að hopa, hann hopar á sumrum en eykst á vetrum og hefur verið mjög svipaður frá ári til árs undanfarin ár.

Ef eitthvað er að gerast í að ísbjarnarhúnar séu að léttast vegna ónógs ætis þá getur það ekki stafað af öðru en því að ísbirnir eru að verða of margir á Norðurskautinu. Um 1960 voru þeir taldir vera um það bil 5000 en nú eru þeir fimmfalt fleiri eða um 25000!  Kannski var það orsökin fyrir flækingunum sem komu til Íslands á síðasta ári og settu allt á annan endann, að minnsta kosti í Umhverfisráðuneytinu. Þessir ísbirnir flæktust út fyrir sínar hefðbundnu veiðilendur. Ísbirnir eru einfarar nema rétt um fengitímann og helga sér víðáttumikil veiðisvæði.

Það er kominn tími til að fréttastjórar Morgunblaðsins og Ríkisútvarpsins standi fyrir máli sínu, það er dapurlegt að horfa upp á hvernig þeir láta ákveðin öfl draga sig á asnaeyrum.


Pólarísinn er ekki að hverfa, hann eykst

Flatarmál Pólaríss sl. 7 ár:

1. sept. 2002 = 5.810.000 km2             1. maí 2003 = 12.851.094 km2

1. sept. 2003 = 6.218.125 km2     1. maí 2004 = 12.440.156 km2

1. sept. 2004 = 5.893.594 km2             1. maí 2005 = 12.696.406 km2

1. sept. 2005 = 5.649.531 km2             1. maí 2006 = 12.341.250 km2

1. sept. 2006 = 5.993.438 km2             1. maí 2007 = 12.627.813 km2

1. sept. 2007 = 4.610.938 km2      1. maí 2008 = 12.865.156 km2

1. sept. 2008 = 4.957.656 km2           29. apr. 2009 = 13.160.938 km2

 Af þessu má sjá að flatarmál Pólariss hefur aldrei verið meira sl. 7 ár en einmitt nú eins og sjá má af síðustu mælingu. Auk þess kemur fram á mælingum Bandaríska hersins á þykkt íssins að hann er 1 meter þykkari nú við Norðurpólinn, apr. 2009, en hann var í apr. 2008.    

Um hvaða bráðnun er Al Gore að predika í Tromsö?

Heimild: Japan Aeorospace Exploration Agency

Mælingar eru gerðar daglega meðgervihnetti.

Flatarmál


Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband