Ragnhildur Steinunn, hversvegna auglýsa þennan viðbjóð?

Í Kastljósi nýlega fann Ragnhildur Steinunn enn einn sérkennilegan viðmælanda, unga stúlku sem hafði látið tattóvera sig mjög hressilega og ætlaði að halda því áfram, hafði fest ýmislegt glingur í húð sína,  látum það gott heita, þetta er hennar mál.

En það var ekki þetta sem vakti óskipta hrifningu Ragnhildar Steinunnar heldur að stúlkan hafði gengið svo langt að láta skera í sundur á sér tunguna endilanga og sýndi mikla fimi í að reka sitt hvorn helminginn út um munnvikin. Það er aldeilis munur að gata rekið tunguna framan í tvo í einu.

Enn og aftur tek ég það fram að þetta er stúlkunnar einkamál, hún um það hvernig hún skrumskælir líkama sinn. 

Tvennt veldur mér mikillar furðu.

Eru langskólagengnir læknar, háskólaborgarar sem eiga að vera þroskaðir og menntaðir í breiðum skilningi, að nota þekkingu sína og færni til að framkvæma slíka afskræmingu?

Hitt er spurning til Ragnhildar Steinunnar; finnst henni þetta vera til svo mikillar fyrirmyndar að þetta eigi erindi í Kastljós í Sjónvarpi allra landsmanna? Er þetta fyrirmynd sem hún vill kynna fyrir saklausum táningum sem þurfa á flestu öðru að halda, miklu fremur uppbyggilegum fréttum og fyrirmyndum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Frekar þykir mér það ógeðfellt, og ætla ekki að fara leynt með það, þegar fólk, þá ekki hvað síst unglingar, falla í þennan skrumskælingar farveg. Fátt er aumlegra í mínum augum en fólk sem afskræmt hefur sjálft sig til "fegurðarauka".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.3.2010 kl. 10:32

2 Smámynd: Eygló

Hvort sem umrædd stúlkukona stýrði efnisvali eður ei... þá er ég hjartanlega sammála pistli þínum.

Fólk getur gert hitt og þetta í friði og án sársauka af minni hálfu en það er alveg óþarfi að reka þennan fávitahátt upp í andlitið á manni (og láta mann borga fyrir : )  )    Og þá jafnframt að upphefja fáránleikann.

Eygló, 3.3.2010 kl. 16:57

3 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Sammála þér, Sigurður Grétar.  Mikill dómgreindarbrestur hjá Kastljóssliðinu. Sumt fólk er ekki á réttri hillu.

Eiður Svanberg Guðnason, 3.3.2010 kl. 20:10

4 identicon

 sammála þetta var agalegt kastljós sóðalegt,og fyrir börn á að horfa , mikil dómgreindarskortur , þessi Rgnhildur æti að vera á einhverjum  ósýnilegri stað með sína hugaróra

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 21:29

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þóra Arnórs og Sigmar eiga bara að stýra Kastljósinu. Í svona þætti  þarf   alvöru fólk.  Er t.d. alveg hættur að horfa á Ísland í dag síðan að  það fór í hendurnar á núverandi stjórnendum.

Þórir Kjartansson, 3.3.2010 kl. 22:41

6 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Er ykkur sammála, það virðist kappsmál hjá fólki að leita uppi það ljótasta í þjóðfélaginu,ég fann til með stelpunum þegar þegar sviðstjóri í lystaskóla

sem fær ávísun mánaðarlega talaði um ljóta kjóla, á meðan stór hópur kvenna er að missa vinnu sína eða er að lækka í launum,þetta fólk verður að taka sig á þetta var sóðalegur viðbjóður.

Bernharð Hjaltalín, 3.3.2010 kl. 23:16

7 Smámynd: Jón Örn Arnarson

Innilega sammála - það ætti ekki að fjalla um svona málefni eins og þau séu öðrum til eftirbreytni á RÚV - frekar sem viðvörum - ef svona "frétt" á yfirleitt erindi í ríkisrekinn fjölmiðil .

Jón Örn Arnarson, 4.3.2010 kl. 10:21

8 identicon

Þetta er alveg rétt hjá ykkur öllum.

Það er eins og það sé alltaf alið á fáránleikanum og ljótleikanum

en ekki horft á það sem ber að sækjast eftir eða að fylgja því eftir sem skiptir máli.

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 113922

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband